Ísafold - 08.06.1882, Blaðsíða 3

Ísafold - 08.06.1882, Blaðsíða 3
47 Fellir og fjárskaði í Landmanna og Rangárvallahreppum. Odda 24. maí 1882. Hinn mikli gras brestur, einkum á harðvellinu hjer eystra í fyrra sumar, olli því að bændur í hreppum þessum urðu að fella allan fjölda nautpenings, svo og annan pening að líku skapi. J>ó verður að játa, þó illt sje, að ofmargir bændur voru of vanafastir við útigang sinn á sauðfje og vogunar ásetningu þá, sem hjer eins og víðar á landinu hefir lengi verið lands og lýðatjón; og fjöldi fjár var í þessum hreppum settur á lítil hey eða engin. Árangurinn varð sá, sem nú er framkominn. Enda studdi allt að óförunum: fyrst var jörð öll eins og sviðin eptir grasleysið, en síðan kom einn hinn hrakviðramesti vetur bæði fyrir hross og sauði. þó bar lítið á felli nema á einstökum bæj- um allt til páska, enda virtist þá bat- inn kominn; var þá flestallur búsmali kominn að nástrám. En einmitt er vonir manna voru sem sárastar, kom hið mikla og minnisstæða fettisliret og sandstormur; hófst hann hjer 23. apríl- mán. og stóð allt til 4. dags maímán., með 6—90 R. frosti, heiptar stormi og stundum snjóbyl, en með þeim ódæm-' um af sandroki, að vart sást í viku á milli húsa hjer á Rangárvöllum, og þó háloptið væri optast nær heiðskýrt, gryllti eigi nema við og við til sólar; var þó bylurinn eða sandrokið enn svartara, að sögn, á Landinu og hærra á völlunum í þessari sveit. Allar ár lögðust strax undir sterka ísa, öll mann- ferð hætti, engir sáu aðra meðan þessi undur stóðu, því stormurinn hjelt öllu lifandi innibirgðu, en allt sem úti var og ekki hafði náð húsi, króknaði eða rotaðist til bana. Sandfokið sótti og inn í húsin, blandaði allan mat og drykk og jafnvel munnvatn manna. Víða gjörð- ist fólk hrætt og örvinglað, enda voru þá flestar bjargir bannaðar, þar sum- staðar var engin lífsnæring til fyrir fjen- að og sumstaðar skorti allt: hey, mat og eldivið ; lagðist þá vesalt fólk fyrir, fól sig Guði og ljet svo fyrir berast uns kynjum þessum tók heldur að Ijetta 2. og 3. maí. Ohætt má fullyrða, að ofviðri þetta hafi í þessum tveimur hreppum drepið hátt á annað þúsund fjár og að tiltölu eða meira af hrossum, og hefir þó fjöldi fallið síðan. Sumt eða jafnvel margt af fje því sem fallið er og er að falla, deyr af einhverjum veikindum meðfram, og þar sem sauð- burður er byrjaður, deyja almennt lömb- in eða fæðast dauð. Hjá einum bónda láu 40 sauðir í hrönn við fjárhús hans, er upp ljetti og aðgætt var, og á öðru- hverju býli stóðu kýr og annar pen- ingur hungrandi inni. Tóku þá þeir sig til, sem hey áttu eptir, og lánuðu það hverjum, sem nauðstaddur var og ekki hafði skorið kýr sínar (sem stöku menn höfðu gjört). Má fyrst og fremst nefna og það með opinberum heiðri, hinn gamla heiðursmann Filippus þor- steinsson á Bjólu og syni hans Ámunda og Filippus, svo og teingdason hans Jón Eiríksson; til þessara manna, ein- kum þó til hins • fyrstnefnda var dag og nótt sótt hey úr þremur vestustu hreppum sýslunnar, fleiri hundruð hest- ar af grænstör, var þar svo mikil ös, sem af lestafólki í kaupstað ; var og gefins matur borinn fyrir menn en hey fyrir hross, og er þeirri aðsókn enn eigi ljett. Varð þetta til almennrar bjargar, einkum kúpeningi sýslunnar, svo þær kýr, sem feldar hafa verið, eru ekki mjög margar, enda var, eins og áður var sagt, fjöldi þeirra drepinn í haust eð leið. Annan bjargvætt hjer eystra er skylt að nefna, en það er hinn al- kunni höfðingsbóndi SigurSur danne- brogsmaður á Skúmstöðum; hefir hann enn sem fyr orðið fjölda manna að liði bæði með stórkostlegri hey eða fóður- hjálp og að öðru leyti með ráðum og dáð. En þó hafa allir hjálpað eptir efnum, en svo mikils hefir viðþurft, að fellirinn á sauðfje og hrossum er samt almennur orðinn og hinn stórfeldasti í manna minnum. þó taka út yfir sand- skemdirnar, og er það ekki að orðlengja, að í ofviðrinu hafa í framan nefndum hreppum aleyðst yfir 20 jarðir og býli, en fjöldi annara orðið fyrir stórskemd- um, og sumar beztu jarðir, sem áður voru, t. a. m. Oddi, Stóruvellir, Klofi, Leyrubakki, Reyðarvatn o. fl. Eptir lausri áætlun telst mjer, sem fasteigna og lausafjárskaði hjer um bil 100 bú- enda við þetta hrun, megi ekki reikna minna en 130,000 kr. virði, eða 1300 kr. á hvern, og mun það vera drjúgum meiri peningar en þeir áttu skuldlausa undir. Án opinbers styrks eða útlendra samskota, er hjer hið mesta volæði fyr- ir dyrum.—Rýrnun á feiti eða afrennsli þessa fræga Odda prestakalls er mikil orðin, enda mundi enginn Tyrki auk heldur vort milda alþingi framar ætl- ast til fengs af því fyrir landsjóðinn, enda fer hér jafnmikið fé til kostnað- ar staðarábirgð og fyrir gest og gangr andi, eins og lagt er á brauðið. Matth. Jochumsson. Herra Tryggvi Gunnarsson, sam- þingismaður minn úr Suður-Múlasýslu hefir í deilu sinni við Bessastaða-Grím fur.dið syndsamlega girnd hjá sjer til, að hreyta nokkrum ónota-orðum að mjer, og eigi getað bugað hana. Fyndnitilraunum herra Tryggva, sem ekki koma efninu við, ætla jeg ekki að eyða orðum að. Hann virðist vera svo barns-glaður yfir, hvað hann sé heppinn, og hann á það ekki skilið af mjer að jeg spilli fyrir honum þess- ari einu föðurgleði. En hvað er aSalefnið? J>að er það, að jeg hafði (i 1. bl. „Skuldar“ þ. á.) eignað hr. Tryggva breytingaratkvæði, sem hann og eng- inn annar var faðir að—sem hann á þingi sjálfur aptur og aptur kallaði sitt breytingaratkvæði (alþ.tíð. II, 255 og víðar), og sem hann enn eigi hefir móti borið, að verið hafi hans og hans eins verk. Hvað hefir honum þá þótt við mig? Jú! jeg hefi skrifað ásamt hon- um undir blað með ýmsum breytingar- tillögum á, þar sem þetta var eitt á. En jeg gaf því ekki atkvæði (sbr. „Þjóðólf-1 nr. 11. þ. á miðdálk 43. bls.), og jeg hefi ekki viljað vera meS aS verja petta breytingaratkvæSi á eptir. Herra Tryggvi vill láta í veðri vaka, að jeg hafi skrifað undir breyt- ingar-atkvæðið af einhverri rælni eða barnæði, eða löngun til að sjá nafnið mitt á prenti. Svo hlýt jeg að skilja það, er hann segir jeg hafi skrifað und- ir það í einu „veikinda-kastinu, sem jeg hafi fengið til að undirskrifa öll möguleg og ómöguleg breytingarat- kvæði“. Ef nafn mitt væri eigi prent- svertunni kunnugra, en hr. Tryggva Gunnarssonar, þá væri slíkur barnaskap- ur ef til vill ætlandi mjer, og það er því líklega óþarfi, þó jeg gjöri það, að geta þess hjer, að enginn minnsti flugu- fótr er fyrir þessum ummælum herra Tryggva. Jeg hefi aldrei beið?J þess að fá að skrifa undir nokkurt breytingar- atkvæði. Allir vita lika, að þess er nægur kostur á þingi að fá það, þótt maður biðji ekki. Sanna ástæðan til þess, að jeg skrifaði undir petta breyt- ingaratkvæði, sem hjer er um að ræða, án þess jeg væri því samþykkur1, var önnur: jeg vildi stySja aS hverri tillögu, sem komiS gat í veg fyrir aS sjávarafl- anum yrSi ofpyngt meS útfiutnings- gjaldinu. Sjer í lagi þótti mjer útlit fyrir, að síldinni mundi ofþyngt verða í samanburði við annan afla. Gekk jeg því til hr. Tr. G. eptir fund þá er 1. umræðu var lokið; hann sat enn í sæti sínu og var að kasta upp breyt- ingartillögum; sá jeg að hann hafði í tillögu sinni farið því fram, að af síld- artunnu skyldi greiða 30 au. gjald. (í frv. stjórnarinnar og tillögum nefndar- innar 50 a.) Jeg reyndi að sýna hon- um fram á, að þetta væri of hátt og fór fram á, að hann færði 30 niður í 25, og kvaðst hann eigi ófús til þess, ef jeg vildi pá skrifa undir breytingar- tittöguna ?neS ser. En hann var ófáan- legur til að hafa þessa tillögu sjer á blaði, heldur vildi hafa attar sínar til- lögur á einu blaði. Var mjer þá ann- aðhvort að gjöra, að skrifa undir allar 1) Að eg ekki var samþykkur því og gaf því eigi atkvaeði, kom ekki af því að eg sæi fremur en aðrir þá, hvað íllt af því gæti leitt fyrir landssjóð, heldur af því, að eg sá, að það mundi í rauninni á engum bónda eða fiskimanni ljetta einum eyri, heldur að eins á kaupmönnum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.