Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķsafold

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķsafold

						Árgangurinn, 32blöð, kostar
3 kr. innanlands, en í Danm.,
Svíþjóð og Norvegi um3'|j
kr., í öðium löndum 4 kr.
Borgisti júlím. innanlands,
erlendis fyrir fram.
ÍSAFOLD.
Auglýsingar kosta þetta
hver lína':           aur_
Imeð smaletn.....  8
Ímeð meginletri ... 15
með smáletri.....12
c0Ht Pöntun er bindandi fyrir ár. — Uppsögn til áraskipta með tveggja mánaða fyrirvara.
X 1.
Reykjavík, föstudaginn 19. janúarmán.
18 8 3.
-cVríð 1882 hefir öllum þorra lands-
búa verið hið erfiðasta, einkum þeim
sem eingöngu lifa á landbúnaði. í
harðviðrunum eptir sumarmálin í fyrra
fjell fjöldi af skepnum um Suðurland
og Vesturland og mikið af því sem
lifði þar og annarstaðar varð svo mag-
urt, að sumargagn áf því varð mjög
lítið; lambadauði varð og víðast um
land hinn mesti; því næst bættist ofan
á hið harðasta vor, dæmalaus votviðri
um mikinn hluta landsins um heyskap-
artímann, og þar af leiðandi ill nýting
á heyjum, sem um allan norðurhluta
landsins voru með langminnsta móti,
þótt það eigí hefði bæzt við ; menn hafa
þvi víða orðið að fækka svo mjög fje
sínu, að menn hafa eigi meir en þriðj-
ung til helmings af þeirri fjártölu, er
menn hafa verið vanir að setja á, og
sumir langtum minna en það. ísalög
fyrir Norðurlandi fram í lok ágústmán-
aðar hömluðu þar öllum aðfiutningum
og fyrirmunuðu allan sjávarútveg á þeim
tíma. Við það spilltist og víða æðar-
varp stórum og laxveiði varð þar víð-
ast engin. þeir miklu hvalrekar, sem
honum fylgdu á einstökum stöðum urðu
aptur að góðu gagni fyrir þá, sem til
þeirra gátu náð, þó að það væri frem-
ur fólgið því, að það veitti möntium
bjargræði í svip, en að það hefði veru-
lega þýðingu fyrir búhag manna til
frambúðar. Fiskiafli var aptur víðast
í fullu meðallagi þar sem ísinn var eigi
til fyrirstöðu, og við ísafjarðardjúp í
fyrra vor jafnvel í bezta lagi. Sömu-
leiðis var verzlun í meðallagi, eptir því
sem verið hefir næstliðin ár, og betur
fyrir sjávarbændur, að því leyti sem
fiskur var í óvanalega háu verði.
Ofan á fellirinn og hið bága tíðarfar
bættust mislingarnir, er komu til Reykja-
víkur í maimánuði og breiddust þaðan
út um land allt; dó úr þeim fjöldi fólks,
en nálega allir sýktust, er eigi höfðu
lifað það, er mislingarnir gengu hjer
næst áður 1846 (og 1868 í norðaustur-
hluta landsins); varð af slíku verkfall
svo mikið, að nema myndi án efa hálfri
millíón króna, ef það væri reiknað til
peninga yfir land allt.
En í þessum bágindum hefur það
verið mikið gleðiefni, að sjá þá hlut-
tekningu í kjörum íslendinga, sem hefir
lýst sjer í hinum miklu gjöfum, er
borist  hafa  frá  útlöndum.   Sá,  sem
bæði fyrst og rausnarlegast gaf var
stórkaupmaður W. Fischer, er sjerstak-
lega gaf Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
5000 kr. áður en hin almennu samskot
hófust í Danmörku, eptir að landshöfð-
ingi Hilmar Finsen var kominn þang-
að, og í Englandi eptir að hr. Eiríki
Magnússyni og Morrís vini hans var
orðin kunn skýrsla landshöfðingja um
ástandið hjer á landi. Samskot þessi
voru bæði mikil (það sem komið er
hingað til lands er samtals töluvert
meir en 200,000 kr. virði) og mestum
hluta þeirra var útbýtt í því, sem mönn-
um lá mest á, sem var korn handa
mönnum og skepnum.
Svo sem eðlilegt er, hefir hugur
manna meira snúist að því, að bæta úr
þörfum þeim, sem brýnast lá á, en að
framkvæmdum þeim, er bæru eigi á-
vöxt fyrri en siðar, en vjer treystnm
því þó, að sá hugur á framförum og
dugur til framkvæmda, sem farinn var
að lýsa sjer hjá þjóð vorri, muni eigi
láta kúgast við þrautir þær, er menn
hafa orðið að reyna og þær afleiðing-
ar þeirra, sem enn er eigi sjeð fyrir
endann á. I þessu tilliti þykir oss það
sjer í lagi vera góðs viti, að eigi verð-
ur sjeð, að neitt hafi þetta ár dregið
úr þeim áhuga, sem farinn var að vakna
hjá almenningi á að afla sjer og börn-
um sínum uppfræðingar og menntunar.
Drottinn láti hið nýbyrjaða árið bæta
svo úr þeim bágindum, er hið liðna
árið hefir valdið, að endurminning þess
minni menn að eins á þrautir, er þeir
hafi staðist, og sigur, er þeir hafi unnið
f Jón Jónsson landritari. andaðist
hjer í Reykjavík 4. þ. m. eptir eigi
fulla sólarhringslegu. Jón heitinn var
fæddur hjer í Reykjavik 29. apríl 1841.
Faðir hans var Jón yfirdómari Jónsson,
bróðir þeirra Jporsteins kanselíráðs og
Magnúsar kaupmanns í Bráðræði, en
faðir þeirra var Jón Jónsson á Ármóti,
bróður frúr Valgerðar, konu biskup-
anna Hannesar og Steingríms. Móðir
Jóns ritara var dönsk að ætt. Eptir
að faðir hans hafði fengið embætti i
Alaborg í Danmörku árið 1846 fór Jón
þangað með foreldrum sínum og ólst
þar upp; stúdentspróf tók hann árið
1861, en embættispróf í lögum með
bezta vitnisburði 1867. Eptir að land-
ritaraembættið var stofnað  1872  fjekk
Jón veitingu fyrir því; 1875 °S ^ö
var hann skipaður lögreglustjóri i fjár-
kláðamálinu; leysti hann það starf svo
af hendi, að samþykkt var á alþingi
1879 að veita honum í því skyni 1000 kr.
af landssjóði. Árið 1879 var hann kos-
inn bæjarfulltrúi í Reykjavik; sama ár
sat hann á alþingi sem þingmaður
Skagfirðinga og sömuleiðis 1881, er
hann hafði verið endurkosinn í sama
kjördæmi. Föður sinn missti hann árið
r 881, en nýfrjett er, að móðir hans hafi
andast í næstliðnum desembermánuði.
Jón heitinn var vel gáfaður maður,
þó að það væri eigi ósjaldan, að skoðun
hans virtist koma undarlega við og uppá-
stungur hans þættu eigi svo heppileg-
ar, að þær yrðu samþykktar, en ástund-
um munu ráð hans hafa staðið dýpra
en í fijótu bragði kunni að virðast. En
það sem einna mest einkenndi hann
var framúrskarandi kapp og áhugi á
hverju því máli, er hann tók sjer fyrir
hendur að fylgja fram; lagði hann ein-
att svo mikið á sig í því efni og var
svo óhlífinn við sjáífan sig, að slíks eru
fá dæmi, en óvæginn þótti hann einn-
ig við aðra, þegar því var að skipta,
en það bar eigi ósjaldan við, því Jón
heitinn gaf sig við mörgu; á hinn bóg-
inn var hann hinn hjálpsamasti og greið-
viknasti maður og þeir eru án efa
margir, er að því leyti munu sakna
hans. Á unga aldri lærði hann íslenzka
tungu svo vel að hann talaði hana eigi
síður, en móðurmál sitt; lýsti sjer í því
sem öðru, að hann skoðaði jafnan ís-
land sem ættjörð sína eins og hann
sýndi áhuga á öllu, sem því mátti vera
til framfara og heilla.
(Aðsent).
TJin þilskipaveiðar.
Hið liðna ár hefir sýnt, að einhverra
ráða verður að leita, til að koma í veg
fyrir að vetrar- og vor-harðindi lands
vors eyðileggi ekki lýð og land. Hin-
ar veglyndu gjafir útlendra þjóða, munu
reyndar í þetta sinn forða vandræðun-
um ; en getum eða œttum við ekki sjálfir,
að reyna að hjálpa oss, og er ekki
einka ráð hjer til, að koma atvinnu-
vegum okkar í betra horf, en verið
hefir?
Landsbúskapurinn hefir í nokkur ár
tekið framförum, og nokkrir dugnaðar-
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4