Ísafold - 11.06.1884, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.06.1884, Blaðsíða 2
um og á tóbaki, sem var áætlaður 140,000 kr., munið 166,804 kr. 40 a. Um hina tekjuliðina er það að segja, að ekki nema einn eða tveir jieirra hafa orðið minni en áætlað var, en margir töluvert rneiri, eins og hjer má sjá (áætlunin milli sviga). Abúðar og lausafjárskattur 51,037 (50,000); húsaskattur 2,559 (2,000); auká- tekjur 23,095 (14,000); vitagjald 6,872 (3.500) ; erfðafjárskattur 2,678 (2,000); tekjur af póstferðunum 13,595 (10,000) ; óvissar tekjur 3,062 (1,000); endurgjald á bráðabirgðarlánum 7,787 (2,000). |>að sem ekki náði heim, var tillagið frá brauðum eptir lögum 27. febr. 1880: 2,450 kr. í stað 3000; og endurgjald skyndilána til embættismanna 683 kr. 33 a. í stað 3,000. Alls varð tekju-upphæðin á árinu 540,458 kr. 30 a., þar sem fyrir bœöi árin 1882 og 1883 samtals var áætlað 852,986 kr. En töluvert af þessu var óborgað í árslok, eins og vanalega gerist og við er að búast, þar á ineðal t. d. nær 20 þús. kr. af ábúðar- og lausafjárskattinum; rúmlega 32 þús. kr. af aðflutningsgjaldi af áfengum drykkjum og af tóbaki; rúm 13 þús. af afgjaldi af um- boðs- og klaustrajörðum. Gjöldin hafa allvíða orðið nokkuð lægri en áætlað var, svo sem t. d. búnaðarstyrkur 16 þús. kr. (áætl. 20 þús.); til fjallvegabóta 121 þús. (14 þús.); til sýsluvegabóta 3,200 (6000); læknaskipun 35,500 (37,700); bráða- birgðauppbót handa fátækum brauðum 2,200 (4.500) ; til latínuskólahússins utan og innan 783 (1500); til kvennaskóla 2400 (3000); til alþýðuskóla 1500 (4000). Fram úr áætlun hefir aptur farið póst- flutningskostnaður: 12,600 (áætl. 11,000). Hreppstjóralaun úr landssjóði námu 2319 kr. 87 a. Verzlunarfrjettir frá útlöndum mjög bágar. Ekki von um meir en 60 aura (8 d.) í mesta lagi fyrir ull á Englandi, og fiskur óseljandi; ýsa seldist þar síðast fyrir 9 £ smálestin (hjer um bil 25£ kr. skpdið). Útlend vara lítur út fyrir að muni verða í Ifku verði hjer á landi í sumar og í fyrra, nema kaffi og sykur nokkuð dýrara: kaffi 60—70 a., kandis 40—45; hvítt sykur 30 til 40. Akveðið verð á rúgi um norður- og austurland 18 kr. fyrir 200 pd., rúgmjöl 19 kr. Aflabrögð nokkur hjer á Innnesjum um þessar mundir, en auður sjór syðra. Fjöldi sjómanna ætlar til Austfjarða nú með póstskipinu, til fiskiveiða þar í sumar, enda er þar látið mjög vel af aflabrögðum í síð- ustu frjettum. Með póstskipiuu eru einnig yfir 60 Færeyingar, á leið til Austfjarða, til fiskiveiða þar í sumar. Til Iöggæzlu gagnvart Norðiuönnum, sem fiska hjer við land, fór herskipið Díana norður á Eyjafjörð fyrir fám dögum, eptir skipun sjóliðsstjórnarinnar að tilhlutun ráð- gjafans fyrir Island, út af kæru frá Eyfirð- ingum í vetur um yfirgang og lagaleysi af Norðmanna hálfu þar um slóðir. Fiskiskúta frá Ameríku hafnaði sig hjer í gær, eptir 14 daga ferð frá Boston. Ætlar að veiða hjer við land heilagfiski ein- göngu. Von á fleirum slíkum síðar. tTrænlanclsför. Herskipið Fyllakom hjer 6. júní frá Khöfn, og fór aptur eptir 2 daga áleiðis til Grænlands, til vísindalegra rannsókna, vestan á landinu en ekki austan. þar var í för meðal annara grasafræðingur- inn Eugen Warming, háskólakennari í Stokkhólmi, danskur, mesti grasafræðingur á Norðurlöndum nú á dögum. Enn fremur Halldor Topsöe, efnafræðingur frá Khöfn, dóttursonur Halldórs Thorgrimsens sýslu- manns. Iláilin á geðveikra-spítala í Vording- borg Gunnlaugur Pjetur Blöndal, fyrrum sýslumaður í Barðastrandarsýslu, fæddur 1834. ___________ Ensk skemmtiskip tvö eru væntanleg hingað bráðlega, annað frá Skotlandi, átti að fara þaðan í gær, og heitir «Eothen» (Óðinn), 400 smálestir, með fjölda ferða- manna, fer hjeðan aptur 19. juni; hitt frá Lundúnum, gufu-jagt, sem heitir «Cey- lon» og er 2200 smálestir, ætlar að gera 5 vikna férð um Norðurlönd (til Khafnar, Gautaborgar, ýmissa bæja í Noregi og þar norður á landsenda, síðan hingað, í júlí, og þá heim aptur), farið kostar 80 pd sterl. á mann eða 1440 kr. Utlendar frjettir, Reykjavík, 26. maí 1884. Danmöek.—Vorið frítt, fold og skógar grænir! Allt er við blóma hjá Dönum, nema «pólitíkin». Að vísu má segja, að vorið hafi verið henni nokkurs konar fjör- gjafi, og með því fór að bera á ys og elju á þinginu, álíka og á bæjunum á Fróni, þegar timönn eða stekktíð byrjar; en hitt er ann- að mál, hvort þessi önn í gróandanum dreg- ur heldur til gróðrar en visnunar. Menn hafa lengi beðið eptir verzlunarsamningnum við Spánverja, og heldur með óþolinmæði, einkum síðan Svíar og Norðmenn luku sjer af fyrir ári. það hýrnaði því yfir verzlun- stjettinni, þegar það heyrðist, að samningur- inn væri kominn inn á borð fólksþingsins. Úr öllum áttum kallað : «Samþykkið, sam- þykkið! flýtið ykkur að samþykkja!» — «Við verðum þó að hyggja eptir, hvað okkur er boðið !» svaraði meiri hluti deildarinnar. Og það kann nú að vera, að þéir menn hafi litið eptir og lesið í kjölinn. þeir segja, að utanríkisráðherranum hafi slóðrað hræðilega, hann hafi látið leika á sig, hann hafi hleypt tollinum niður á munaðarvarninginum, vín- um og aldinum o. fl., sem Dönum væri einmitt í mun að leggja heldur meiri toll á, en hitt sjálfsagt, að önnur ríki mundu ekki lítilþægari við slíkar samningagerðir. þann halla, sem ríkissjóðrinn biði við tollmissuna, vissu þeir vel, hvernig stjórnin vildi jafna eða bæta. það hefði hún búið undir í fyrra, þégar hún kom með nýmælin um mik- inn skatt á öli og brennivíni. Hægja fyrir sölu drykkjarfanganna spænsku, bægjast við hinum dönsku ! Hjer var margt fleira tal- ið, sem oss þykir ekki þörf á að rekja, en að niðurlagi sögðu vinstrimenn við stjórn- ina: «Verri ókindin ertu, en í eitt skipti mætti þó með okkur semjast. Látum oss fyrst taka til toll-laganna og til nýmælanna um skatt á öli og brennivíni; gangi hjer saman með öllum, þá er samningnum við Spánvérja borgið. «Svo má vera», sagði Estrúp, en jeg skil ekki gjörla þessa sam- tengingu málanna,—annars þekkið þið mín álit fyrir löngu á þeim málurn, og lands- þingsins engu síður». Umræðurnar tókust. Mesta rifrildi. Vinstrimenn tóku ekki að eins ómildilega á nýmælunum, sem þau voru frá hinni deildinni komin, en kröfðust, að stríðsskatturinn yrði úr lögum numinn. Hefði átt að vera það fyrir langalöngu, en stjórnin hefði gengið á skýr heit við þjóðina. Peningum væri ekið saman á hverju ári — 8 miljónum! — í ríkissjóðinn. þessi árs- viðauki mætti þverra um 4 miljónir, og seinna um 3, eptir því, sem tekjurnar yxu. Allir hægrimenn æptu: «þeir stryka út 7 miljónir! hvar skal staðar nema?» «Nei piltar! ekki nema 4», sagði Monrad, »og reiknið betur!» þetta er að herma að svo stöddu, og tollmálið komið til hinnar deild- arinnar. Hjer horfist síður en svo til sam- dráttar, og því verður vart neitað, að vinstri- menn hafi tekið heldur visnunarlega á samn- ingnum við Spánverja. Islenzku kaupmenn- irnir verða að aka hlassi sínu — 8,650,000 punda af saltfiski — til Spánar upp á sömu kjör og áður. Látinna er að geta tveggja merkismanna. Annar var náttúrufræðingurinn J. Chr. Schödte, prófessor, ágætasti maður í sinni fræði. Hann andaðist 22. apríl, fœddur 20. apr. 1815. En hinn Johan Keller, prófess- or að nafnbót, sem með svo miklum áhuga og forsjá hefir staðið fyrir námi og kennslu mállausra, heyrnarlausra og blindra barna, eða þeirra, sem fáráðlingar eða fábjánar urðu. Börnin voru í sjö uppeldishúsum eða skólum, 400 að tölu,.en kennararnir 70, auk þeirra, sem hælishúsunum stýrðu og þar þjónuðu. Hann dó 20. maí, 94 ára að aldri. Nobeguk. Kalt og stirt með þinginu og stjórninni nýju, og við öðru var ekki að bú- ast. Talað er um drjúgan skerði fjárveit-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.