Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķsafold

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķsafold

						134

und, en áhorfendur hálfu fleiri. Fyrst gekk
þessi litla þyrping í prósessíu um borgina,
raðað í fylkingar, með fánum og blæjum.
Prósessían var 3 klukkustundir að koma^t
fram hjá einu götuhorni. þegar inn í garð-
inn hom, skipti liðið sjer í 7 staði, umhverfis
7 ræðupalla. þar voru þingmenn fyrir
og aðrir merkismenn, og fluttu tölur fyrir
lýðnum, en aö lyktum borin upp til sam-
þykktar nokkur ályktarorð, lávörðunum til
ámælis en stjórninni til uppörvuuar.
Mestur rómur var gerður að ræðu þing-
mauns þess, or Lawson heitir. Hann er bind-
indispostuli nafnkenndur og skörungur mik-
ill. «Vilji lávarðarnir ekki láta sjer segjastx,
mælti hann, «þá ritum vjer drotningunni
ávarp og biðjum hana að gera 300 skóara
að lávörðum. (Bravo!) Jeg er þó ekki svo
mjög meðmæltur þessari aðferð; því mjer
finnst það illa gert við skóarana. Jeg
þekki ekki nokkurn þann mann, er komizt
hefir inn í efri deildina, lávarðadeildina, að
hann hafi eigi innan skamms týnt flestum
kostum sínum, í stuttu máli, að hann hafi
ekki hætt að vera maður, þegar hann varð
lávarðurn. (Hlátur). Hann kvað sjer lítast
annað ráð betra, og það væri að neðri deild-
in beitti sínu fjársynjunarvaldi. þá væri
éfri deildin frá.
A fánana í prósessíunui var saumað
margskonar letur. A einum stóðu þessi
orð: Stattu á rétti þínum en sittu á lávarð-
anna. A öðrum : f>á, sem guðin vilja glata,
firra þau vitinu áður.
Lávarðarnir hafa borizt líkt ráð fyrir
einu sinni áður, fyrir rúmri hálfri öld.
En leikslokin urðu þeim lítill fagnaður, og
svo mun enn. |>á, 1832, var á ferðinni
stórmikil kosningarrjettarbót, er neðri deild
hafði samþykkt með öllum þorra atkvæða.
En lávarðarnir hrundu frumvarpinu. Raða-
neytið, þeir Grey og hans sessunautar, sögðu
af sjer. Konungur,VilhjálmurIV,tók þvífeg-
ins hendi ; haun var rammur apUuhalds-
maður. En ekki var hlaupið að því að fá hæfi-
lega menn í nýtt ráðaneyti. Eptir mikla
mæðu ljet hertoginn af Wellington tilleiðast,
sigurvegarinn frá Waterloo, mesti frægðar-
maður. En svo varkurrinn megn í lýðnum, að
þeim konungi og honum var naumast óhætt
að láta sjá sig á strætum iiti. Á fundi í
neðri deild sköinmu síðar var apturhalds-
mönnum gerður sá aðsúgur, að einn höfuð-
paurinn úr þeirra liði sagði svo við Welling-
ton kvöldið eptir, að hann vildi heldur
standa augliti til auglitis við þúsund djöfla
heldur en þingmenn í því skapi. f>á gafst
Wellington upp, og var konungi nauðugur
einn kostur að taka þá Grey aptur til ráða-
neytis sjer. þeir þróugvuðu síðan konungi
til að skrifa undir skjal  um  að  gjöra  svo
marga frelsismenn að lávörðum, þ. e. þing-
mönnum í efri deild, að hinir yrðu þar í
minni hlula. Grey hafði þessa nýju lávarða-
skrá í vasanum á næsta fundi í efri deild.
þá fjell apturhaldsmönnum allur ketill í
eld, og létu undau, án þess að til þess kæmi
að nota skjalið.
því er það, að Lawson kom nú með þetta
þjóðráð að fjölga lávörðunum — með 300
skóurum
Kólekan. — Hún hefir lítið dreifzt út, að
eins til 2 borga sunnan á Frakklandi um-
fram það sem áður var : Lyon og Arles.
Virðist vera heldur í rjenun, það sem það er.
Mobðbáð við Rússakeisaea. — Hann ætiV
aði vestur til Warschau seint í f. m. En
skömmu áður varð uppvíst um samsæri þar
í borginni. Skyldi sprengja aðseturshöll
hans þar í lopt upp. Fjöldí manna voru
handsamaðir, bæði í Warschau og Pjeturs-
borg.    þeir bíða  nú dóms.
NORÐURSKAUTSFERÐA-HBAKNINGUR. — Fyr-
ir fám árum var eptir uppástungu Wey-
prechts norðurfara frá Austurríki það ráð
gert, að senda náttúrufræðiuga af ýmsum
löndum til vetrarsetu norður í óbyggðum,
svo nærri heimskauti sem auðið væri, á
eitthvað 12 stöðum hringinn í kringumheim-
skautið, í því skyni að athuga þar veðra-
brigði og ýmsar aðrar tilbreytingar í nátt-
úrunni, allir jafnsnemma, frá 31. ágúst 1882
til jafnleugdar árið eptir. Var skipt með
sjer verkum eptir því sem hentast þótti.
Danir höfðu sínar stöðvar t. d. í Grænlandi,
í Upernivík; Austurríkismenn á Jan Mayen,
—herskipið Pola, er hjer kom í fyrra, var að
vitja þeirra, sem þar sátu. Ollum þessum
leiðangrum reiddi vel af, nema þeim frá
Bandaríkjunum í Norður-Ameríku. Enda
höfðu sendimenn þaðan verstu stöðvarnar:
á 80. mælistigi norðurbreiddar, við Frank-
linsfióa við Smithsund, milli Grænlands og
Ameríku, í þeim mikla klakageim. þeir
lögðu af stað ári á undan öðrum, vorið 1881,
með því að það er svo hæpið að komast
þar norður eptir fyrir ísum. Fyrir förinni
rjeð Greely lautinant, vaskur maður og öt-
ull. þeir komust alla leið samsumars, og
sneri skipið, sem flutti þá, heimleiðis aptur
18. ágúst. þeir hofðu vistir til tveggja ára
og valinn útbúnað að öðru leyti. Sumarið
eptir var sent skip norður að vitja um þá,
til vonar og vara, en það komst hvergi fyrir
ís. þriðja sumarið, 1883, voru send 2 skip
að sækja þá, en það fór á sömu leið. 1
vor var enn gerður út hinn þriðji leiðangur í
sama skyni, með þrem skipum, 2 frá Banda-
ríkjujn og 1 frá Englandi, er stjórnin þar
gaf Bandanumuum til fararinnar. Skip
þessi komust við illan leik norður í ínyunið
á Smithsundi. Voru eptirleitarmenn svo
heppnir að finna þar loks þá Greely og
fjelaga hans 6, en að fram koma; 19 voru
dauðir. það var 22. júní. Er svo sagt,
að hefðu leitarmenn komið 2 dögum síðar,
rnundu þeir engan þeirra hitt hafa á lífi.
Einn þeirra, sem á lífi fundust, ljezt síðan
á heimleiðinni; höfðu kalið af honum bæði
hendur og fætur. þeir höfðu hafzt við 9
mánuði þar sem þeir fundust, frá því í fyrra
haust, og borizt þangað norðan að á jaka,
eptir mánaðar-hrakning. þessir 19 ljetust
seinni part vetrar, af hungri og kulda.
Greely lætur vel yfir för sinni að öðru
leyti. þeir höfðu komizt lengra norður
en nokkrum manni hefir áður tekizt, eða
83 stig 24 mín.; áður lengst 83° 20'. peir
fundu að Grinnelsland er eyja. þar kom-
ust þeir upp á 5000 feta hátt fja.ll. Af öðru
fjalli, 2000 feta háu, þar sem þeir komust
lengst norður eða þar nærri, var víðsýni
mikið norður af og austur, og hvergi land
að sjá, nema í landnorðri; þar sáu þeir
höfða allmikinn, á að gizka á 83° 35' norð-
urbreiddar, og kenndu við Róbert Lincoln,
hermálaráðherra Bandamanna. það er
norður af Grænlandi.
Brjef úr Odáðahrauni,
eptir
tbtvaí^   &í\<yiodd'seAx.
I.
Herðubreiðarlindum 27. júlí 1884.
Ódáðahraun er hinn hálendasti kafli af
öræfum íslands, og hefir ávallt verið þvínær
ókunnur byggðamönnum, þrátt fyrir það,
þótt ýmsar tilraunir hafi verið gjörðar til að
rannsaka hraunið og finna vegi um það. Á
17. öld er þess opt getið, að menn fóru frá
Austurlandi suður yfir Odáðahraun, ogþann
veg fóru Skálholtsbiskupar opt á vísitazíu-
ferðum sínum til Austfjarða. þanu veg fór
Oddur biskup Einarsson, er hann hitti úti-
legumennina, og er sagt að Bjarni sýslu-
maður Oddsson haíi farið þann veg síðastur
árið 1736. Vegur þessi hefir að öllum lík-
indum legið frá Möðrudal og yfir norðurjað-
ar hraunsins, í Kiðagil. Vestan við Jökulsá,
litlu fyrir sunnan Möðrudal, er fell, sem
heitir Ferjufjall,milli Grafarlanda og Herðu-
breiðarlinda; þar er ágætur áningastaóur
áður en lagt er á hraunið; síðan taka við
þaðan í norðvestur grýttar melöldur upp
undir norðurenda Herðubreiðarfjalla, eða
Dyngjufjalla hinna nyrðri, en lítil hraun;
þar hefi ég og séð vörðubrot, og eina mosa-
vaxna vörðu ágætlegahlaðnarúmlega mann-
hæðar háa; hetir vegurinn síðan legið fyrir
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 133
Blašsķša 133
Blašsķša 134
Blašsķša 134
Blašsķša 135
Blašsķša 135
Blašsķša 136
Blašsķša 136