Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķsafold

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķsafold

						Kemur út á miðvikudags-
morgna. Verð árgangsins
(60 arka) 4 kr.; erlendis 5 kr.
Borgist fyrirmiðjan júlfmán.
ÍSAFOLD.
Uppsögn (skrifl.) bundin vi8
áramót, ógild nema komin sje
til útg.fyrir i.okt. Afgreiðslu-
stofa l Austurstrœti 8.
XV 48.
Reykjavík, miðvikudaginn 17. okt.
1888.
189. Innl. frjettir.  Misklíð út af kirkjuflutningi.
191. Hitt og þetta.
192. Auglýsingar.
Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. I—'i
Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. I—2
Landsbókasafnið opið hvern rúmhelgan dag kl. 12—2
útlán md., mvd. og ld. kl. 2—3
Póstar fara norður og vestur 20. þ. m.
Söfnunarsjóðuiinn opinn I. mánud. f
hverjum mánuði kl. 4—5
Veðurathuganiri Reykjavík, eptir Dr.J.Jðnassen						
okt.	Hiti (Cels.)		Lþmælir fm. | em.		Veðurátt.	
	ánóttujumhád.				fm.      em.	
M.io.	0	+  7	JO,	29,6	S h d	S h d
F. 11.	+  ?	+ 5	*<),!>	29,9	V hv b	N h b
F. 12.	0	+ 1	30,2	30,2	Nv hv b	O d
L. i,.	0	+ 3	3°.	29,8	A h d	Sv h d
S. 14.	+ 4	+ 5	29,9	3°,	N h b	O b
M.ií.	-r  >	+ S	30,	3°,	A h d	A h d
þ. 16.	+ 4	+ «	3°,	3°,	A h b	A h b
Umliðna viku hefir nokkur ókyrrð verið á
veðrinu, þar sem hann hefir hlaupið úr einni
átt í aðra ; optast verið við austur með nokk-
urri úrkomu, stöku sinnum nokkuð hvass á
noðan útnorðan; síðustu dagana einuregin
austanátt með hægð og bjartviðri. I dag 16.
hæg austanátt, nokkuð hvass til djúpa, bjart
veður.
Reykjavlk 17. okt. 13H8.
Gufuskipið GalvanÍC, fjárkaupaskip
frá Síimon, kom hingað 11. þ. m. eptir
7 daga ferð frá Granton vegna stórviðra.
J>að fór aptur 14. þ. m. að morgni, með
rúm 2000 fjár, er það hafði tekið á Akra-
nesi, sumt úr Borgarfirði, en sumt norð-
an úr Húnavatnssýslu. Fyrir það hafði
Coghill gefið almennt 13J—14 kr. fyrir
tvævetra sauði, 15—16 kr. fyrir gamla
sauði, allt gegn peningum út í hönd, eins
og í fyrri daga, og kemur það sjer mjög
vel.—Tveir fjárfarmar til Slimons voru
farnir áður frá Norðurlandi, af Borðeyri
1800 fjár með gufuskipínu »Princess Alex-
andra«, og af Sauðárkrók 1400 með gufu-
skipinu »Penelope«.
Gufuskipið MaurÍtÍUS kom aptur
hingað vestan að 12. þ. m. og fór áleiðis
til Englauds 14., með tæp 2000 fjár og
fáeina hesta,—þar á meðal tæp 1100 sauði
gamla hjeðan frá pöntunarfjelagi Árnes-
inga m. m.
A  amtsráðsfundi  í  suðuramtinu,
aukafundi,  er  haldinn var hjer í bænum
10. p. m.,  af  amtm.  E.  Th.  Jónassen,
amtsráðsmanni síra Isleifi Gíslasyai og
vara-amtsráðsm. porlákialþm. Guðmunds-
syni, var meðal annars samþykkt að stofna
skyldi að vori komanda bímaðarskóla fyrir
suðuramtið á Hvanneyri í Borgarfirði: kaupa
jörðina af sýslunefnd Borgfirðinga fyrir
allt að 16,000 kr., og verja búnaðarskóla-
gjaldinu í suðuramtinu og vöxtum af bún-
aðarskólasjóði þess til að stofnsetja bún-
arskólann, ásamt nauðsynlegum lánum í
viðbót gegn veði í veðskuldabrjefum sjóðs-
ins.
Drukknun.  Skip sigldi sig um  koll
í fiskiróðri frá Beykjavík 12. þ. m. snemma
morguns: seglin föst, eins og hjer er of
títt, en ekki bjart orðið, og einskis vart
fyr en snögg hviða var komin í seglin,
sem fleygði skipinu óðara um á hliðina.
Formaðurinn, Jón pórðarson, ættaður af
Mýrum, drukknaði, og bróðir hans Berg-
ur; en hinum 5 varð bjargað af Runólfi
Runólfssyni í Hábæ, sem var á sömu leið
spölkorn á eptir.
j/^~ PÓSTSKIPIÐ LAURA ókomið enn.
Misklíð út af kirkjuflutningi.
pjer hafið, herra ritstjóri, í 46. tbl. blaðs
yðar »ísafold« ritað grein, er þjer nefnið
»misklíð út af kirkjuflutningi« í Mosfellssveit.
Af því skýrsla þeirra 16 manna, sem þjer
byggið grein þessa á, hefir í öllum aðal-
atriðum verið röng og ósönn og af henni
leiða ýms ummæli um meðferð málsins,
álít jeg mig neyddan til að biðja yður að
taka í blaðið rjetta skýrslu um málið og
mótmæli móti þeim ummælum, sem röng
eru og ósönn.
Jeg ætla það rjett hermt, að langt sje
síðan, að mál þetta: sameining Mosfells
og Gufuneskirkna, kom fyrst til umræðu í
söfnuðunum. En það var fyrst borið upp
fyrir mjer opinberlega við kirkjuskoðun
einmitt að Mosfelli 9. júlí 1884. Uppá-
lagði jeg þá prestinum, að bæta galla þá,
sem voru á kirkjunni, en var af honum
og 4 hinum helztu mönnum safnaðarins,
sem mættu við kirkjuskoðunina, beðinn að
leyfa frestun á aðgjörðinni, »af því að í
ráði væri, að söfnuðurinn tæki að sjer
kirkjuna og að byggð yrði ein kirkja fyrir
báðar sóknirnar  að Lágafellu.  Veitti jeg
því frestinn til næsta sumars.
,' pegar á sama sumri, 10. dag septem-
bermánaðar, var mál þetta lagt fyrir hjer-
aðsfund af sóknarnefndum Mosfells- og
Gufuness-sókna, beðið um samþykki fund-
arins til að sameina Mosfells- og Gufu-
nesskirkju í eina kirkju á Lágafelli, þess-
ari sameiningu talið allt til gildis og hún
talin »almennur vilji sóknarmanna«, enda
voru sendar skýrslur um fundahöld þvl
til sónnunar. »Fundarmenn allir (ekki 5
—6, heldur 10) töldu breytingu þessa mjög
hagfelda og æskilega og samþykktu hana
fyrir sitt le\ti«. Sameining kirknanna var
samfara, að söfnuðurnir tækju að sjer
hina sameinuðu kirkju, og var það sam-
þykkt af biskupi 26. júní 1885, og voru
kirkjurnar bílðar afhentar söfnuðunum með
úttektargjörðum 21. október s. á. Við þa
úttekt afsöluðu Gufuness-sóknarmenn sjer
kirkjunni að Gufunesi og rjetti til að hafa
kirkju þar, í vissri von um, að saineining-
in, sem þá mun hafa verið búin að ná
samþykki biskups, og söfnuðirnir með hans
samþykki búnir að taka við umráðunum,
næði fram að ganga.
En þá,  og þá  fyrst,  þegar  Gufuness-
sóknarmenn  eru  orðnir  kirkjulausir  og
presturinn fluttur að Lágafelli, til að þjóna
þeirri væntanlegu kirkju þar, skrifa nokkr-
ir sóknarmenn Mosfellssóknar, ekki  hjer-
aðsfundi, ekki  biskupi,  heldur landshöfð-
ingja, og biðja  hann  að  samþykkja ekki
sameininguna.  Jeg verð nú  að  álíta,  að
eptir þvf  sem  málinu  var  komið,  hefði
landshöfðinginn ekki þurft að sinna þessu
að neinu, en hann gjörði það samt, og var
mönnum þessum  þess vegna  sýnd meiri
kurteisi en  þeir  áttu  heimting á að lög
um.  Landshöfðingi  sendi  biskupi  kæru
brjefin og biskup mjer, og jeg skoraði 22
des. s. á. á  sóknarprestinn asamt sóknar
nefndinni að reyna samkomulag um málið
Fjekk jeg  fyrst  svar  í aprílmán.  1886 í
þá átt, að kærendurnir,  sem  sumir höfðu
áður með  eigin  hendi  undirskrifað  sam-
eininguna og  talið  henni  allt  til  gildis,
vildu eigi ganga til sátta.
Var mjer því næst eptir fyrirmælum
landshöfðingja boðið af biskupi, að kveðja
sóknarmenn til almenns fundar.  Var hann
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 189
Blašsķša 189
Blašsķša 190
Blašsķša 190
Blašsķša 191
Blašsķša 191
Blašsķša 192
Blašsķša 192