Ísafold - 04.04.1891, Síða 3

Ísafold - 04.04.1891, Síða 3
107 Skiptapi- Skrifað af Eyrarbakka 30. f. m.: »|>ann 25. þ. m. fórst skip á Stokkseyri með 9 mönnum, er allir drukknuðu á svo nefndu Músarsundi. (Tveir af skipverjum voru ekki á skipinu í þetta sinn, annar þeirra var ljeður burt um morguninn þenna dag en hinn gat ekki róið sökum lasleika). For- maðurinn hjet Sigurður Grímsson frá Borg í Stokkseyrarhreppi, bróðursonur Einars kaupmanns Jónssonar á Eyrarbakka. Hann var giptur fyrirnokkrum árum. Hásetar voru á skipinu: Sveinbjörn Filippusson frá Stekkjum í Sandvíkurhreppi er einnig var giptur, Erlendur Einarsson frá frá Arnarbæli í Grímsnesi, Kristján Gísla- son frá Vatnsleysu í Biskupst., Guðmundur Vigfússon fra Stórahofi í Eystrihr., þor- steinn þorsteinsson frá Beykjum á Skeið- um, Jón Hannesson frá Haukadal á Bang- árvöllum, og 2 vinnumenn Sigurðar sál.: Jóhannes Guðmundsson og Jónas Jónasson, allir ógiptir. Veður var ískyggilegt um morguninn þenna dag, stinnur vinaur, þykkt lopt og frost töluvert. þrátt fyrir það þótt nokkrir menn sæju þá er slysið varð, treyst- ist þó enginn til að bjai-ga, með því að þá var komið mikið brim, og þar til rokstorm- ur af hánorðri með byl, svo að varla þótti stætt veður á landi. Var það hvorttveggja, að skipið dreif óðara til hafs, og að hver og einn átti fullt í fangi með að gæta sjálfs sín í þessu ofsaveðri. Að öllum þessum mönnum er mikill mannskaði. Bæði voru þeir á miðjum aldri og mannvænlegir. Skip- ið var ekki í ábyrgð, og ekki heldur neinn af mönnunum, að því er jeg veit. Erþetta þannig eitt dæmi með öðrum fleirum, er sýnir ljóslega, hve tómlátir menn eru með að tryggja líf sitt og eigur«. Fiskiafli- Eyrarbakka 30.marz: »Fiskiafli er hjer austanfjalls, eptir því sem frjetzt befir hingað um páskana, hjer um bil þessi: Undir Eyjafjöllum og í Austur-Eandeyum mjög lítill; I Út-Landeyjum og þykkvabæ allt að 100 í hlut hæst. A Loptstöðum nál. 200 hæst, en á Stokkseyri og Eyrarbakka um 300. Aflinn er næstum tóm ýsa í þessum veiðistöðum, að eins orðið þorskvart, nema þykkvbænum; þar kvað þorskur vera framt að helmingi. Aptur hefir fiskazt að góðum mun betur í þorlákshöfn, Selvogi ogHerdísar- vík. þar orðið um 500 hæst og þorskur 80—100 þar af. Alþýðustyrktarsjóðirnir. þar til kjörin nefnd úr bæjarstjórninni er búin að semja hina lögboðnu skrá yfir þá, sem gjald- skyldir eru hjer í bæ til styrktarsjóðs handa alþýðufólki, karla og konur, og liggur skrá þessi til sýnis almenningi á bæjarþingsstof- unni til 14. þ. m. Eru á henni um 200 karlmenn (vinnumenn) og um 500 kvennmenn (vinnukonur); það verða hjer um bil 19°/° af allri fólkstölunni í kaupstaðarumdæminu (um 3700). Gjaldið er, eins og menn vita, 1 kr. af karlmanni hverjum, en 30 a. af kvenn- manni. Eptir því á það að verða hjer í bænum um 350 kr. Ætti eptir því hlutfalli gjaldið af öllu landinu að verða um 7000 kr. En það verður eflaust nokkuð meira, vegna þess, að hlutfallið er allt annað til sveita milli vinnufólkstölu og annara stjetta, — miklu fleira þar af vinnumönnum t. a. m. Bangárvallasýslu 18. marz: Tilfinnanlegt hefur verið í vetur brúarleysið d pjórsá; ýmist hefur hún verið alófær öllum skepnum nema fuglinum fljúganda, eða menn hafa verið að brjótast yfir um hana með lífsháska fyrir menn og skepnur. Hafa, það jeg veit til, menu komizt fjórum sinnum í opinn lífsháska í henni í vetur, stundum með hesta og stundum hestalaus- ir. Ölvesá er á vetrum iðulega fær, þegar þjórsá er alófær. Hin miklu veikindi, sem geisuðu um alla sýsluna í allt sumar, í haust og fram á vetur, eru nú rjenuð, og er nú ekki talað um annað en heilsufar sje orðið gott hjá almenningi. Fyrir Landeyjasandi er sagt að menn sjeu búnir að rna einu sinni og hafi orðið lítil- fjörlega varir; um 3 í hlut. Heybyrgðir almennings eru góðar enn sem komið er, enda hefur veturinn fram að miðjutn vetri verið líkari sumri en vetri. Bráðapestin, sem í vetur hefur gjört afar- mikinn skaða, er nú loks farin að rjena. Skaði sá, sem hún er búinn að gjöra hjer eystra, er ekki smávaxinn. í hinni minnstu sókn sýslunnar hefur hún drepið á annað hundrað; gjöri maður ráð fyrir lfku verði og var á fje síðastl. haust, nemur sá skaði fullum 1000 krónum; má af slíku marka, hvílíkt tjón að menn hafa beðið yfir alla sýsluna. fæst: 2,00 1,65 Á Reykjavíkur Apóteki Sherry fl. 1,50 Portvín hvítt fl. do rautt fl. Bauðvín fl. 1,25 Malaga fl. 2,00 Madeira fl. 2,00 Cognac fl. 1,25. Bínarvín 2,00. Vindlar: Brazil. Flower 100 st. 7,40. Donna Maria 6.50. Havanna Uitschot 7,50. Nordenskiöld 5.50. Benommé 4,00. Hollenzkt reyktóbak, ýmsar sortir, í st. frá 0.12—2.25. Öll þessi vín eru aðflutt beina leið frá hinu nafnfræga verzlunarfjelagi Compania Hol- landesa á Spáni. Óútgengin brjef á póststofunni i Reykjavík. Mr. Carl J. Jónsson, Beykjavík Fisker Siggeir Sigvaldason, Beykjavík Hr. Th. A. Jónsson, Beykjavík Hr. Halfdán Bolstad, Beykjavík Hr. Albert Jónsson, Sauðagerði Hr. Júlíus Björnsson, Nýbjörgum, Bvk Hr. Halldór Einarsson, Miðhús, Bvk Hr. Jón Halldórsson, Nýjabæ, Bvk Stúlkan Guðbjörg Einarsdóttir, Skildinganesi Bvk Ungfrú Guðrún Bjarnadóttir, Beykjavík Mrs. Guðný Aradóttir, Beykjavík Ungfrú Helga Eiríksdóttir, Beykjavík Kona Valgerður Olafsdóttir, Beykjavík Kona Guðrún Magnúsd. frá Sveinatungu nú í Bvík 84 byrgi sitt og ljet þar fyrir berast. lllviðrið hjelzt í 9 dægur með sömu hörku og rofaði aldrei til, lá Eiríkur þarna í fönn- inni allan þennan tíma matarlaus og allslaus, því ekki datt honum í hug að fá sjer bita af skreiðarbyrði sinni, enda var hún í fönn. A 10. dægri birti upp og hafði Eiríkur sig þá á kreik, lagði byrði sína á bakið og náði til bæjar í Skriðdal á áliðnum degi. Jeg man ekki að hvaða bæ hann kom, en þar bjó þá ekkja nokkur, sem þekkti Eirík; vildi svo vel til, að hún var að sjóða slátur. Eiríkur lagði af sjer byrðina, þeg- ar til bæjar kom og gekk rakleiðis inn í eldhús til húsfreyju, heilsaði henni og beiddi hana að gefa sjer að borða; kvaðst nú vera svangur. Hún tekur tinfat, er rúma mundi nær 8 mörkum og fyllir af soði og slátri, fylgir síðan Eiríki til bað- stofu og fær honum fatið, en Eiríkur tæmir á lítilli stundu; hún innir hann eptir, hvort hann vilji meira, og játti hann því, lætur hún þá í fatið aptur lungu, niðursneiddan blóðmör og fleira, og borðar Eiríkur það einnig vonum bráðar; en er hann hefur lokið því, segir: »Nú væri gott að hafa eitthvað til að væta sjer á éptir«. Húsfreyja sækir þá í 3. sinn í fat- inu skyrhræring og mjólk út á og setur í knje Eiríki, en hann hættir eigi fyrri en hann hefur lokið úr fatinu, rjettir það að húsfreyju, þakkar henni fyrir matinn og bætir við: »þetta er sú bezta saðning, sem jeg hef fengið á æfi minni, því nú var jeg orðinn svangur«. Að því búnu hallar hann sjer apt- ur á bak um þvert rúm og sofnar vært. Svaf hann þar í öllum vosklæðum af fram undir dag morguninn, eptir hjelt þá af stað með byrði sína og heim að Hofteigi, en það er 81 um sveitina, og var Jóni að maklegleikum legið á hálsi fyrir varmennsku sína og hirðuleysi. því var það einhverju sinni um haustið, er Jón kom til kirkju að Dvergasteini, og heilsaði upp á síra Ólaf Indriðason, er hann var að ganga í kirkjuna. Prestur tók ekki í hönd honum, en leit til hans reiðulega og mælti fram vísu þessa: Svei pjer, Jón, Senda skal þig strípaðan kóngs fyrir trón, Sauma á þig hundsskott svívirðunnar Og svuntu úr júgurbjór kusu þinnar, Brenna á enni, brjósti og rassi: tBölvaður trassu. Frá Eiríki járnhrygg. Eptir Asmund Sveinsson. Eiríkur þessi var uppi um sama leiti og Hafnarbræður. b Hann var að mig minnir ættaður úr Geithellnahrepp í Suð- urmúlasýslu; ekki man jeg hvers son hann var, með vissu, en mig minnir þó hann væri Jónsson. Eiríkur var afar- menni að burðum, mikill vexti en stirður mjög og ólipur í öllum handtökum. Hann var hversdagslega gæflyndur og spakur, en bráðlyndur og reiddist illa, ef á hluta hans var

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.