Ísafold - 02.03.1892, Blaðsíða 2
70
myndu hafa gjört. |>au kunna ekki að
hugsa á móðurmáli sínu —, það hefir þeim
ekki verið kennt. Að því er stafsetningu
snertir, þá kunna þau, ef til vill, að setja
y og z rjett á stöku stað; en miklu optar
hafa þau þessa stafi þar, sem þeir eiga
ekki að vera. Og hvað er þá unnið? Víða
kemur ö fyrir u og i fyrir e og svo þvert á
móti, t. d. »skrefaðu bæði skýrt og rjett
svo skwtnum þeki á snellin, og fleira þess
konar.
Hvaða kennsluaðferð hafa menn að jafn-
aði, þeir, sem móðurmálið kenna?
þ>eir byrja með því, að lesa börnum fyrir
hitt og þetta úr bók eða þá af munni fram,
opt það, sem eigi er við barna hæfi, og láta
þau skrifa það upp. Efnið velja þeir af
handahófi all-flestir. Síðan er strykað í
orðin, annað hvort þvert eða endilangt, þar
sem einhverjar villur fyrir finnast, og börnin
beðin að taka eptir og vara sig á þeim
skerjum í næsta skipti. Og svona gengur
það dag eptir d;-.g. Börnin búa til sömu
villurnar upp aptur og aptur, og kennarinn
strykar í þær með sams konar strykum og
hann er vanur.
Nú komast flestir að þeirri niðurstöðu,
að ekki sje þetta einhlítt til að kenna börn-
um rjettritun. þá taka þeir upp annað
þjóðráð, það, að kenna þeim utan að staf-
setningarreglur (V. Á.) eða því um líkar
barnabækur. Og svo læra þau þær frá upp-
hafi til enda alveg orðrjettar. |>au nema
hvergi staðar í bókum þessum frernur en í
»kverinu« og allt þykir þá ganga með felldu.
En—eigi þau að gera grein fyrir orðum í
einni málsgrein, er tekin sje úr annari bók,
þá myndu þau helzt svara, að þau gætu
það ekki, því að þau hefðu aldrei lœrt þá
málsgrein utan að.
|>rátt .fyrir alla þessa miklu kunnáttu í
málfræði, þá kunna þau ekki að hugsa eða
Bkrifa nokkuð svo, að skipulegt megi heita
eða beri vott um að þau hafi gengið í skóla
í mörg ár. En þó er svo að sjá, sem menn
hneigist fremur að þessari kennsluaðferð;
því að lesið hefi eg ágrip af málmyndalýs-
ingu, sem ætlazt er til að kennd sje í
hverjum barnashóla, og verði hún kennd, þá
xnuni öllv, vel borgið og minna nœgi ekki að
kenna.
J>essar aðferðir, sem jeg nú hefi talið,
hefi jeg réynt báðar, og reynt þær svo, að
jeg veit það nú fyrir víst, að þær bera allt
of mörg og mikil dauðamerki á sjer til þess,
að æskan vilji líta við þeim. Börn vilja
læra lifandi mál, en ekki dautt. þeim læt-
ur og annað betur en heimspekislegar
ranhsóknir um það, hvað sje »fall« eða »tíð«
og þess konar. |>au geta lært utanbókar
og haft eptir orð eins og »áhrifssögn« og
»þolandi«, og að »áhrifssögnin lýsi áhrifum
eða athöfn, sem komi fram við eitthvað*
og »þolandi sje það, sem eitthvað kemur
fram við«; en komi nú fyrir málsgreinar
eins og þessi: »Grímur sjer sólina«, þá
verða þau í vandræðum með »þolandann«
sinn; þau geta ekki skilið, að það hafi
nokkur áhrif á sólina, þótt »Grímur« glápi
á hana. Jeg tok þetta nú að eins fram til
dæmis.
Nei, málfræðin er ekkert barnagull, hún
er ekkert leikfang handa frjálsum og fjör-
ugum barnsanda.
Nýmælin, sem jeg bar fram á fundinum,
voru þau, að móðurmálskennslunni í barna-
skólunum væri að minnsta kosti fyrstu árin
hagað líkt og á heimilinu. þjóðverjar eru
frumhöfundar þessarar kennsluaðferðar. Sú
bók, sem jeg studdist við um þetta efni,
heitir »Sprachunterricht in der Elementar-
schulen*, frumsamin af H. Riieggs, þýzkum
háskólakennara.
Móðirin kennir barni sínu smátt og smátt
að þekkja hlutina, sem umhverfis það eru,
með því að benda því á þá opt og iðulega.
þ>egar hún er búin að kenna því nöfnin á
þeim, þá fer hún smám saman að kenna
því að lýsa þeim að öðru leyti. Barnið
lærir málið lifandi af vörum móður sinnar.
Sömu kennsluaðferð vill H. R. að sje fylgt
í skólunum. Hún sje eðlilegust og hin eina
rjetta. Móðurmálskennslan þar á að vera
f því fólgin, að kenna börnum að lýsa þeim
hlutum, sem þau geta sjeð og þreifað á, og
segja frá pví, sem þau hafa heyrt og vita
greinilega og skilja. 011 kennsla verður
með þessum hætti móðurmálskennsla í
fyrstu. Börnin læra málið lifandi og alveg
náttúrlega; þau þurfa ekki að strita við
neitt, sem þeirn er ofvaxið. Smám saman
læra þau að þekkja ýmsa parta málsgreinar
og málsgreinarnar sjálfar, því að kennslan
byrjar með stuttum málsgreinum, fyrst einni
og síðan tveimur eða fleirum, og er þá
jafnframt kennd setning greinarmerkja, og
leiðbeint í stafsetningu (Niðurl.).
Bjarni Jónsson.
„Víkingarnir á Hálogalandi“
Ritstjóri ísafoldarhafði hugsað sjer að lýsasjálf-
ur skoðun sinni á leik þessum, og mun gjöra það
eins fyrir þvi, þótt nú taki annar til máls hjer í
blaðinu og þótt hann sje þeim góðkunna höf. hvergi
nærri samdóma í sumum atriðum.
J>að er forn siður hjá þjóð vorri, að menn
segi almælt tíðindi, þá er þeir koma úr ein-
hverri för. J>á segir hver frá eins og hon-
um er lagið því, sem hann hefir heyrt eða
honum hefir fyrir augu borið. Frásagnirnar
verða að öllum jafnaði jafnmargar sem
mennirnir, enda þótt allir segi frá hinu
sama. Einum hefir sýnzt þetta og öðrum
hitt.
Jeg brá mjer núna fyrir skemmstu inn í
Reykjavík, til að sjá það, sem margir höfðu
sjeð og sagt frá á ýmsa vegu. |>etta voru
»Víkingarnir á Hálogalandi#. Mikið orð fór
af þeim og konum þeirra og vildi jeg sjá
þetta allt með sjálfs míns augum, því að
þótt jeg sje sjálfur enginn víkingur, þá verð
jeg að segja það, að mjer hefir ávallt þótt
mikið til þess koma, að hafa átt þá í ætt
minni og opt, já, margopt óskað þess, að
mjer mætti auðnast að sjá þessa hálfguði
mína
hliðveggjaða hlakkartjaldi,
armgirðlaða gusis-nautum,
hvassþornaða hvitmýlingum.
En eigi hefir mjer þó þótt minna vert
um konur þær, er atkvæðamestar þóttu í
fornöld, svo sem Guðrúnu Gjúkadóttur,
Brynhildi Buðladóttur, Hallgerði á Hlíðar-
enda, Guðrúnu Ósvífsdóttur og þorgerði
Egilsdóttur. »Valkyrjur í veganda móð«
hefir mig lengi langað að sjá.
Jæja! Jeg sá nú þetta allt saman og nú
ætla jeg að segja mína sögu, segja hv&ð jeg
þóttist sjá. Hlutdrægnislaus skal frásögn
mín vera, og við engan vil jeg þræta um
það, hvernig þetta fólk hafi litið út í forn-
öld, að því er búning snertir, sem mjer
gafst kostur á að sjá; fornöldina hefi jeg
eigi sjeð fremur en aðrir, eins og nærri má
geta; en margt hefi jeg heyrt frá skaplyndi
manna sagt með Ijósum og lifandi orðum
þeirrafmanna, er mestir íþróttamenn hafa
verið um alla sögugjörð — forfeðra vorra,
íslenzku sagnaritaranna. Lengra verður eigi
komizt.
Eyrst skal frægan telja: Sigurð hinn
frœkna., þann er eigi kunni að hræðast,
ímynd hreystinnar og drengskaparins, sem
Gripir spáði fyrir forðum á þessa lund:
„þú munt maðr vera gjöfull af gulli,
mæztr und sólu en glöggr flugar,
ok hæstr borin ítr áliti
hverjum jöfri, 0k í orðum spakr“.
Jeg hugði vandlega að, hvort sú spá rætt-
ist, og þótt mjer eigi þætti hún rætast að
fullu, þá gazt mjer samt dável að honum.
Gunnar hersir kunni að hræðast og undi
jeg því vel, því að forðum var það kveðið,
er kona hans eggjaði hann á að drepa Sig-
urð:
„Hryggr varð Gunnar
ok hnípnaði,
sveip sínum hug,
sat um allan dag;
hann vissi þat
vilgi gjörla,
hvat hánum væri
vinna sæmst:
alls sik Völsung
vissi svarðan
ok sjer at Sigurð
söknuð mikinn.11
Einna sízt fjell mjer hann, þá er hann
hafði unnið óhappaverkið mikla, enda er
vandi í þeim vanda að standa, svo að vel
sje.
Urnólfur gamli — er sá maður, er mjer þótti
einna atkvæðamestur, og þótt hann skorti
nú reyndar meira en skallann til að vera
Egill gamli, þá er það af öllu auðsætt, að
þar er maður, sem annað þykir tiltækilegra.
í lengstu lög en að »auvirðast og ieggjast £
kör«; ýmist var það Egill eða Hávarður ís-
firðingur, er jeg þóttist sjá, þar sem ’nann,
var. Báðir höfðu misst »aflstuðla» sína og
svo kvað Egill:
„Í>ví at ætt mín era karskr maðr,
á enda stendr, sá er köggla ber
svá sem hnfebarnar frænda hrers
h/imar marlta, af fletjum niður.“
pórólfur er röskur maður, en eigi þótti,
mjer hann svo hermannlegur, að Ornólfur
gæti um hann kveðið:
„þat er sannreynt hermanns var
at í syni mínurn vaxið efni,“
en fríður maður er það engu að síður, þótt
hann geti varla verið augasteinn föður síns,
er eigi rnetur annað meir en afl og vöxt og
hermennsku.
l>á sný jeg mjer að konum víkinganna.
Hjördís fjell mjer mæta-vel í geð. Hún
var Guðrún Ósvífsdóttir, sú er hló, þá er-
henni var mest hefnd í skapi og var þeim
verst, er hún unni mest; hún var Hallgerð-
ur, sú er mundi bónda sínum kinnhestinn,
og loks var hún Brynhildur Buðladóttir, sú
er »beiddi þess hlæjandi, er hún harmaði
með gráti,« að svo miklu leyti, sem við
▼erður komið, því að hlátur Brynhildar, er
varla nokkurri konu fært að hafa eptir, svo.
sem honum er lýst:
„Hló þá Brynhildr,
bær allr dundi,
einu sinni
af öllum hug,
Og svo er um fleira:
„Brann Brynhildi
Buðladóttur
eldr ór augum,
er hon til hvílu
heyra knátti
gjallan grát
Gjúka dóttur.“'
eitri fnæsti,
er hon sár um sá
á Sigurði.“