Ísafold - 10.09.1892, Blaðsíða 4

Ísafold - 10.09.1892, Blaðsíða 4
284 Póstskipið Laura (Christjansen) lagði af stað hjeðan til útlanda í fyrri nótt og með henni allmargir f'arþegar: A. Dybdal stjórnardeildarforstjóri, kaupmennimir 0. Olavsen frá Keflavík, Ditlev Thom- sen (Rvik), og Lárus A. Snorrason frá ísafirði, læknaskólakandídatamir Jón Jónsson og Ólafur Finsen, nokkrir stúdent- ar(?) og 13—14 enskir ferðamenn. Ennfr. cand. Asmundur Sveinsson. Þingkosnmg átti að fara fram í Isa- fjarðarsýslu 5. þ. m., tveim dögum eptir að póstskip fór þaðan. í boði voru, auk hinna fyrv. þingmanna (Gunnars Halldórs- sonar og síra Sigurðar Stefánssonar), pró- fastur síra Janus Jónsson og verzlunar- borgari Matthías Olafsson í Haukadal. Djúpmenn ætluðu að sögn að fylgja gömlu þingmönnunum, en Vesturfirðirnir hinum og ýmsir kaupstaðarmenn á Isafirði. Yar allmikill viðbúnaður og óvíst um málalok. Sakamálið gegn Skúla sýslumanni á ísafirði er höfðað fyrir grun um brot gegn 5 greinum hegningarlaganna, 125., 127., 135., 142. og 144. gr. Brotin, sem um er talað í þessum greinum, er, að beita embættisvaldi til að neyða nokkurn mann á ólöglegan hátt til að gjöra eitthvað, þola eitthvað eða láta eitthvað ógjört; ef rann- sóknardómari í sakamáli beitir ólöglegri þvingun til að kúga menn til játningareða sagna; röng embættisbókfærsla o.þ.h.;að nota embættisstöðu sína ranglega sjertilávinnings eðatil þess að gjöranokkuð það,er hallar rjett- indum einstakra manna eða hins opinbera; og loks vanrækt eða hirðuleysi í embætt- isrekstri. Hegningin fyrir brot þessi livort um sig er sektir, fangelsi eða embættis- missir, ef miklar sakir eru. Aþingiskosningin í Reykjavík. Kjörfund lokið um kl. 2ll2- Kosningu hefir hlotið yfirkennari H. Kr. Friðriksson, með 101 atkv. Dómkirkjuprestur síra Jó- hann Þorkelsson hlaut 56 atkv. Embættis- menn og kaupmenn og þeirra lið kusu nær allir H. Kr. Fr. Af sjómönnumfjöldamargir í beitufjöru, ýmsir sátu heima af ásetningi. Uppboðsaiigiýsing. Ejotir Tcröfu landsbankans og að und- angenginni fjárnámsgjörð 26. f. m. verða verzlunarhús Þorl. kaupmanns Johnsons hjer i hœnum, húseignin nr. 8 í Hafnar- strœti, með tilheyrandi lóð og húsum þeim, sem á lóðinni standa, samkvœmt lögum 16. desember 1885 og með hlið- sjón af opnu brjefi 22. apríl 1817, boðin upp við 3 opinber uppboð, sem haldín verða miðvikudagana 21. þ. m. og 5. okt. næstk. hjer á skrifstofunni og 19. okt. nœstk. i áðurgreindum verzlunarhúsum, og seld til lúkningar veðskuld að upp- hœð 3500 kr. með vöxtum og kostnaði. Uppboðin byrja kl. 12 á hád. nefnda daga og verða söluskilmálar til sýnis hjer á skrifstofunni degi fyrir hið fyrsta uppboð. Bæjarfógetinn í Reykjavík 6. sept. 1892. Halldór Danielsson. Auglýsing. Með því að sýslanin sem reikningshald- ari dómkirkjunnar í Reykjavík, fyrst um sinn er falin á hendur sniklcara Jakob Sveinssyni hjer í bænum, er hjer með skor- að á alla þá, er greindri dómkirkju eiga gjöld að greiða, að snúa sjer í því skyni til nefnds snikkara Jakobs Sveinssonar. Islands Suburamt, Reykjavík 9. sept 1892. Kristján Jónsson settur. r I Reykjavík er det störste, bedste og billigste Bpeciál- udvalg i Kraver, Flipper, Manchetter, Manehetskjorter, Slipse-Humbug, Slojfer, Celluloid-Handsker, Seler, Ma.nchet-& Krave- knapper, Hatte, Huer etc. hos H. Andersen 16. Aðalstrœti 16. Nyt kommer med hver Postskibsrei.se. Gott úthey óskast keypt. Ritstj. vísar á. Verzlunarskólinn í Reykjavík byrjar að öllu forfallalausu þ. 1. október. Nánari upplýsingar í næsta blaði. Forstöðunefndin. Tapazt hefir þriðjudaginn 6. þ. m. á götum bæjarins brjóstnál með hvítum steini og silf- ur-víravirkisumgjörð. Finnandi skili á af- greiðslustofu Isafoldar gegn fundarlaunum. Takið eptir! Jeg undirskrifaður hefi fengið tii sölu mikið af gullstássi, svo sem armóönd, brjóstnálar, krossa, úrfestar o. fl., allti.jög fallegt og ódýrt. Reykjavík 30. ágúst 1892. Erlendur Magnússon. 5 lúngholtsstræti 5. Takið eptir! I verzlun E. Þorkelssonar Austurstræti nr. 6. í Reykjavik eru nú til sölu fín gleraugu, mikið af nikkel-úrkeðjum og kapselum, ljómandi falleg gratulations-kort og myndir, tóbaks- pípur (patent), tyrkneskt sigarettutóbak, sigarettur og margar góöar töbakstegund- ir, Kína-Lífs-Elixír og ýmsar nauðsynja- vörur, allt selt mjög ódýru verði móti peningum og góðu smjöri. Viðgerð á úrum og klukkum ódýr og vel af hendi leyst. Forngripasafnið opið hvern mvd. og ld. kl. 11-12 Landsbankinn opinn hvern virkan d. kl. ll^/a-21/* Landsbókasafnið opið hvern rúinh. d. kl. 12—2 útlán mánud., mvd. og ld. kl. 2—3 Málþráðarstöðvar opnar í Rvík og Hafnarf. hvern rúmh. dag kl. 8—9, 10—2 og 3—5 Söfnunarsjóðurinn opinn 1. mánud. í hverjum mánuði kl. 6—6. Veðurathuganir í Reykjavík. Sept. Hiti (á Celsius) Loptþ.mæl. (millimet.) V eðurátt á nótt. | um hd. fm. em. fm. em. Mvd. 7. 12 754.7 'S 0 b Fd. 8. 5 11 745.2 743.2 Ahv d Svh d Fsd. 9. 5 7 737.1 737.1 Svhvd Svhvd Ud. 10. 4 743.0 AOd Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. Prentsmiðja ísafoldar. 186 ágætis-hestur, sem átti það skilið, að jeg hætti lííi mínu fyrir hans sakir. En hvernig átti jeg að komast þangað, er hann var? Þangað lá enginn vegur, nema sá, er björninn hafði farið, og hann var án efa enn niðri í gjánni. Ef jeg reyndi að komast yfir gjána, yrði sá dólg- ur á leið minni og jeg hlyti þá að þreyta við hann. En var eigi hugsandi að ganga kippkorn fram með gjánni og reyna að komast yfir hana á öðrum stað ? Jcg var eigi lengi að velta þessu fyrir mjer, en í því er jeg ætlaði að fara að freista þess, kom jeg auga á björninn, og varð stórum skelkaður — hann var eigi mín megin gjárinnar, heldur þeim megin, sem Móró minn var tjóðraður. Hann klifraði í hægðum sínum upp klauf- ina, er jeg hafði ofan farið, og eigi leið á löngu, að skrokkurinn var allur kominn upp á gjárbarminn þeim megin. Rjett á eptir reisti hann sig á apturlappirnar þar á gjáhamrinum, er flatneskjan hófst. Jeg varð gagn- tekinn af nýrri skelfing. Jeg sá nú glöggt, að hann myndi ráða á hestinn minn. Móró hafði þegar orðið var við ferðalag bjarnarins, og var auðsjeð, að honum duldist eigi, hvílíkur háski honum var búinn. Hann var tjóðraður svo sem 400 fet frá gjábarminum og tjóðurbandið var svo sem 20 fet á lengd. Þá er hann kom auga á björn- inn, stökk hann svo langt í frá tjóðurhælnum, sem taugin leyfði, frisaði og krafsaði í skelfingarofboði. 187 Mjer var svo órótt, að jeg gat eigi hreift legg nje lið, og beið þess með örvæntingarfullri hugarhrelling, er nú kynni að gerast. Mjer virtust engin tök vera á því, að geta liðsinnt veslings klárnum mínum. Að minnsta kosti kom mjer elckert ráð til hugar. Björninn hljóp beint á hestinn. Hjarta mitt barðist ákaflega, er jeg sá, að blessuð skepnan mundi þegar verða varginum að bráð. Hann æddi allt í kring um tjóðurhælinn, svo langt frá honum sem taugin leyfði. Það var eigi til þess að hugsa, að hann gæti slitið taugina og losnað. Hún var úr buff- al-húð, rammlega snúin og ákafiega sterk. Jeg hafði og rekið hælinn svo fast í jörð ofan, að eigi var hugsandi til, að hann gæti kippt honum upp. Mjer gramdist það nú sárt, hversu fást jeg hafði tjóðrað hann. Jeg óskaði þess af öllu hjarta, að jeg væri kominn yfir um, svo að jeg gæti skorið á taugina með kuta mínum. Nú tókst sókn af hendi bjarnarins og hins tjóðraða vinar míns. Jeg horfði á þann voðalega aðgang og var sem í milli heims og heljar. flesturinn fjekk varizt um stund, með því að hlaupa ávallt í svo víðan hring, sem tjóðurtaugin ljet til. Björninn var nær tjóðurhælnum og hljóp og umhverfis hann í þrengra hring og reyndi svo að fá færi á að hremma hann. Þetta var engu líkara en sýningarleik á kapphlaupasviði leikríðara, og væri Móró hesturinn, en bangsi ríðarinn. Einu sinni eða tvis-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.