Ísafold - 30.08.1893, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.08.1893, Blaðsíða 2
234 síðara, og Eiða 3000 kr. fyrra árið og 2500 hiö síðara. Búnaðarfjelög. Þeim eru ætluð 12,000 kr. hvort árið. Annar búnaðarstyrkur. Hvort árið fær Hermann Jónasson 240 kr. til að gefa út búnaðarrit, og Oddur prestur Y. Gíslason 300 kr. til þess að halda áfram að leið- beina mönnum í ýmsu, er iýtur að sjó- sóknum og fiskiveiöum, en 300 kr. ætlaðar til útgáfu fyrir kennslubækur til búnaðar- skóla og 200 kr. til verklegs laxaklaks í Dalasýslu. Loks eru veittar að eins fyi-ra árið 750 kr. til að varna skemmdum á Steinsmýrarengjum (í Meðallandi) gegn x/4 kostnaðar frá ábúendum. Sauðdrkrókur. Til varnar gegn skemmd- um á byggingarlóðinni á Sauðárkrók veitt- ar fyrra árið 500 kr. Aukalœknar. Þeim er nú fjölgað nær um helming. Yoru 7 í síðustu fjárlögum, en nú 13. Hefðu orðið 15, ef þingmenn Árnesinga og Húnvetninga hefðu fengið sínum vilja framgengt um aukalækna í þeirra kjördæmum. Hin nýju aukalækn- isdæmi 6 eru: Mýrar (milli Straumfjarðar- ár og Langár); Eyjahreppur ásamt Múla- og Gufudaishreppum í Barðastrandasýslu;_ Breiðdals, Beruness- og Geithellnahreppar’ Grunnavíkurog Sljettuhreppar í Isafjarðar" sýslu; Strandasýsla ; Grýtúbakka-, Háls- og Ljósavatnshreppar. Styrkurinn er 1000 kr. á ári handa hverjum aukalækni. Annar læknastyrkur. Handa Birni 01- afssyni til þess að setjast að sem augna- lækni í Beykjavík 2000 kr. ársstyrkur. Handa O. Nickolin tannlækni 500 kr. árs- styrkur. Vegabótafje. Það verður nú 141,000 kr. á fjárhagstímabilinu, og skiptist þannig: 3000 kr. hvort árið handa vegfræðing til að standa fyrir vegagjörðum, 50,000 kr. hvort árið til að bæta vegi á aðalpóstleið- um, og 15,000 kr. hvort árið til fjallvega. Enn fremur 5000 kr. fyrra árið til brúar- gjörðar á Hjeraðsvötnum, með því skil- yrði, að sýslunefnd Skagfirðinga leggi fram það er á vantar til að fullgera brúna, og setji landssjóði að kostnaðarlausu svifferju á aðalpóstleiðinni yfir Hjeraðsvötninn. Strandferðir. Til þeirra eru veittar 98,000 kr. á fjárhagstimabilinu eða 49,000 kr. hvort árið, sem sje til hins sameinaða gufuskipafjelags 18,000; til strandferða sam- kvæmt ferðaáætlun alþingis, (Bandulffs) 25,000; til gufubátsferða á Faxaflóa 3000, og til gufubátsferða meðfrara suðurströnd landsins austur að Vík í Mýrdal og til Vestmannaeyja allt að 3000 kr. Geti Bandulff á einhvern hátt eigi full- nægt settum skilyrðum, má veita öðrum styrkinn, ef þeir setja nægilegt skilyrði fyrir, að ferðunum verði haldið áfram fjárhagstímabilið. Gufubátsstyrkurinn er og bundinn þvl skilyrði, aö hlutaðeigandi sýslufjelög og og bæjarfjelag leggi til gufubátsferðanna i/4 móti 3/i úr landssjóði. Styrknum til gufubátsferða meðfram suðurströnd landsins má skipta í 2 hluta, ef með því fást hagfeldari gufubátsferðir am hið tilgreinda svæði eða nokkurn hluta þess. Svo má og sameina styrkinn til þeirra ferða eða hluta af honum við styrk- inn til gufubátsferða á Faxaflóa. Annar samgöngustyrkur. Auk þessa eru veittar 16,000 kr. fyrra árið (1894) til að greiða fyrir samgöngum á annan hátt, sem sje allt að 5000 kr. til bryggjugjörðar á Blönduós og allt að 5000 kr. til gufubáts- ferða um Lagarfljótsós, hvorttveggja með því skilyrði, að hlutaðeigandi hjeraðsbúar kosti sjálfir það er á vantar til þess að koma þessum fyrirtækjum fram, eigi minna en V4 alls kostnaðarins. Þá er veitt allt að 6000 kr. til uppmælingar á innsigling- arleið inn á Hvammsfjörð, með því skil- yrði, að Dalasýsla leggi til x/4 móts við landssjóðsstyrkinn. Prestaskólinn. Þar var ölmusustyrkur lækkaður að mun, sem sje húsaleigustyrk- ur niður í 960 kr. alls hvortárið úr 1600 kr., og hinn eiginlegi ölmusustyrkur niður í 200 kr. hvort árið úr 600. Aptur voru veittar 250 kr. hvort árið til þess að gefa út kennslubækur handa prestaskólanum. Latinuskólinn. Þar var og ölmusustyrk- urinn færður niður í 5,500 kr. hvort árið, úr 6000 kr. Möðruvallaskóli. Ölmusustyrkur einnig færður niður þar lítilsháttar eða um 100 kr., niður í 400 hvort árið, en veittar 4000 kr. til að kaupa hús af Stefáni kennara Stef- ánssyni til afnota við ábúð á jörðinni (Möðruvöllum). Stýrimannaskólinn. Laun forstöðumanns- ins hækkuð upp í 1800 kr. Enginn öl- musustyrkur þar. Kvennaskólar. Þeim eru ætlaðar 6,200 kr. hvort árið. Þar af fær sá í Bvík 1800 kr. (300 kr. í ölmusur handa sveitastúlk- um), en þeir á Ytri-Ey og Laugalandi 1200 kr. hvor og þar að auki 2000 kr., er skipt- ist milli þeirra tveggja skóla eptir nem- endafjölda 0g kennslutímalengd, þar af 500 kr. til námsmeyja. Barnaskólar. Til barnaskóla í sjóþorp- um og verzlunarstöðum öðrum en kaup- stöðum eru ætlaðar 4000 kr. livort árið, með því skilyrði, að skólarnir njóti einnig annarar tillögu, er sje eigi minni en helm- ingur á móts við styrkinn úr landssjóði. Sveitakennarar. Þeir eiga að fá 4,800 kr. hvort árið, allt að 60 kr. hver, eptir tillögum sýslunefnda og stipsyflrvalda. Sundkennsla. Veittar 200 kr. hvort ár- ið til sundkennslu í Beykjavík, og 800 annarsstaðar gegn öðru eins tillagi úr annaxi átt. Enn fremur 500 kr. fyrra árið til að gera við sundlaugina í Laugarnesi, nxeð því skilyrði, að Beykjavíkurbær leggi til það, sem á vantar. Annar kennslustyrkur. Til Flensboi'gar- skóla 2500 kr. hvort árið; tii kennax-afræðslu 1600; til skólaiðnaðarkennslu 500; til kenn- ara í organslætti o. s. frv. 1000; styrkur til að gefa út kennslubækur 300; til síra Olafs Helgasonar til að borga með aðstoð- arkennara við kennslu heyrnar- og mál- leysingja 150 kr. Til vísindalegra og verklegra fyrirtœkja og bókmennta. Ársstyrkur: til landsbóka- safnsins m. m. 5,050 kr.; til amtsbókasafn- anna 600: til Bókmenntafjelagsins 150O_ þar af 500 til Hafnardeildar; til Þjóðvina- fjelagsins 500; til Forngripasafnsins 2000,. þar af 600 til þess að semja skrá yfir- fomgripina og setja tölu á þá; til Benid. Gröndals (myndasafn og þjóðmenningar- saga) 800; til Fornbrjefasafnsins 800; til Þorv. Thóroddsen (jarðfi'æðisrannsóknir o. fl.) 1000; til Fornleifafjelagsins 300; til Náttúrufi'æðisfjelagsins 400; handa 2 mönn- um til að búa sig undir að verða dýra- læknar á íslandi 1200 kr.; til Boga Mel- steðs til að safna til sögu íslands 600 kr,- til Matth. Jochumsonar 600; 0g til eflingar bindindis 500. Þá fær Skúli Skúlason á Akureyri til að læra myndasmíði 500 kr. fyrra árið og- 200 hið síðara. Fyrra árið aðeins (1894) fá þessir styrk: D. Thomsen kaupmaður 1800 kr. til þess. að kynnast sölu á íslenzkum vörum, eink- um á Bretlandi, Spáni og Portúgal, og gefa skýrslur um það mál; Tryggvi Gunnars- son 5000 kr. fyrir það, sem hann hefir unnið fram yfir umsamið verk við Ölfus- árbrúna; síra Jónas Jónasson á Hrafnagili 800 kr. til að gefa út dansk-íslenzka orða- bók; Geir Zoega kennari 800 kr. til að gefa út ensk-íslenzka orðabók; Hannes. Þorsteinsson cand. theol. 1000 kr. til þess að semja skrá yfir skjöl og skjalapakka stiptsamtsins í landsskjalasafninu og end- urskoða niðurröðun þeirra, auk 200 kr. til umbúða og prentunar á skránni. Eptirlaun og styrktarfje. Þar er við bætt: frú Torfh. Þ. Holrn með 200 kr. árs- styrk og ekkju Sigurðar Vigfússonar fom- fræðings með 160 kr. ái'sstyrk. Ókljáð frumvörp. Bjcttur helming- ur lagafrumvarpanna á þessu þingi náði eigi fram að ganga, eins og fyr er getið, eða samtals 46. Þar af var aptur helm- ingurinn felldur, en 20 óútrædd og 3 tekin aptur. Meðal hinna felldu (23) frumvarpa voru 4 f'rá stjórninni: »almannafriðurinn«, lík- skoðunin, breyting á alþingiskosningarlög- um, og um fast endurskoðandaembætti. Hin föllnu þingmánna frumvörp voi’u : 1. um kirkjur, 2. um afnám Maríu- og Pjet- urslamba, 3. um borgaralegi h.jónaband, 4. um sölu þjóðjarða (almenna), 6. um brauða- skipunai'breyting í Eyjafirði, 6. umbrauða- skipunarbreyting í Suðui'-Múlasýslu (Valla- nes), 7. um bann jarðeignar utanríkismanna, 8. um varnarþing í skuldamálum m. m., 9. um gi’eiðslu daglauna og verkakaups við verzlanir, 10. um búsetu fastakaup- manna, 11. um tollgx’eiðslu, 12. um friðun á laxi, 13. um eyðing sels í laxveiðiám, 14. um laun við gagnfræðaskólann á Möðrxx- völlum, 15. um kennslu heyrnar- og mál- leysingja, 16. um gjaldfrelsi utanþjóðkirkju- mxinna, 17. um kosningar til alþingis, 18. um niðurjöfnun sveitargjalda, 19. um laun bæjarfógeta á Seyðisfirði. Aptur voru tekin tvenn alþingiskosning- arlög og ein lög um ^eptirlaus. Óútrædd fi’umvörp, 20 alls, allt þing- mannafrumvörp: 1. um stjói'n andlegi’a mála þjóðkii’kjunnar, 2. um fjárforræði ó- myndugi’a, 3. um fjárráð giptra kvenna, 4. um úrskurðarvald sáttanefnda 0. fl., 5. u m

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.