Tķmarit.is   | Tķmarit.is |
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķsafold

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķsafold

						127

fjárlagaþingi, og haldiö þannig afram koll

af kolli þangað til komnar eru 50þúsund-

irnar, annaðhvort það, eða þá fast embætti

stofnað handa manninum í sama tilgangi?

Má svo eigi búast við, að hver þingmað

ur, er andmælir þessari taumlausu frekju

og hlifðarlausu ásælni við landssjóð —

vasa gjaldenda —, fái viðlíka ósóma-aust-

ur yfir sig eins og Þorlákur í Fifuhvammi

hefir fengið í vetur hjá bitlingamanni þess-

um, ritstjóra Þjóðólfs, fyrir það, að hann

hafði einurð á að andmæla honum, bitl-

ingnum, á þingi í f'yrra?

Nú, þegar þessi þjóðfrelsisgarpur og ó-

sjerplægni föðurlandsvinur, Þjóðólí'sritstjói'-

inn, ætlar að láta svo lítið að viija verða

fulltrúi ökkar Árnesinga á þingi næst,

þætti mjer og mörgum öðrum kjósendum

hjer fróðlegt að heyra af hans munni ský-

lausa yfirlýsingu um það, að erindi hans

á þing sie eigi, svona í og með, að skara

eld að kökunni þeirri handa sjálfum sjer.

Arnesingur.

Fólska eða flónska?

Ritstjóri Þjóðólfs hefir í gær í blabi sinu

baft þau ummæli um framkomu ritstjóra Isa-

foldar á þingmálafundinunn hjer á mánudag-

jnn, sem ekki er gott ab skera úr, hvort meir

stafar af fólsku eða flónsku, eða þau eru sam-

bland af hvorutveggju. Þó að sjálfur væri

hann að ganfast á t'undinum og gæti því hat't

opin augu og eyru til að sjá og heyra hvað

fram fór, skýrir hann svo f'rá, að ritstjóri ísa-

foldar hafi gert þar árás á þingm. Rvík. f'yrv.,

H. Kr. Friðr., sem hann lætur mikið illa yfir.

I síðasta bl. var nú greinilega frá skýrt og

rjett, hvaðrá fundinum gerðist að því er það

atriði snertir, og er það meira en meðaltólska,

að haf'a þannig hausavixl á hlutunum, að eins

til þess að svala heipt sinni til ritstjóra ísa-

íoldar. I annan stað lepur hann eptir ein-

hverjum ósannorðum heimskingjum, að þetta

muni hafa bætt fyrir kosningu H. Kr. Fr., og

er það sjálfsagt svo að skilja, að ýmsir, sem

eigi  hefði  annars ætlað sjer að  kjósa  hann,

muni nú gera það af gustuk, fyrir hina illu

meðferð! Þar kemur l'ram flónskan. Hann

vill sem sje alls ekki hafa H. Kr. Fr. á þing

eða svo lætur hann (landritaranum þorir hann

ekki að amast neitt við), en álpast þó til að

gera hans f'ylgismönnum þann greiða, að bera

út fyrir þá hviksögu, er þeir hat'a til búið og

halda á lopti mót betri vitund, að eins til

þess að afla honum meðaumkunarí'ylgis, í

stað sannfæringarfylgis.— sem er jat'nvirðulegt

fyrir þingmannsefnið og kjósendur hans, eða

bitt þó heldur. Að hugsa sjer þingmannset'ni

svo lítilþægt, að vilja láta kjósa sig bara af

gustuk! Og að hugsa sjer kjósendurna svo

blásneydda allri rjettri hugmynd um, af' hvaða

ástæðum taka beri einn öðrum fremur til

þingsetu. að gera ráð fyrir að þeir skoði

kosninguna mestmegnis eða eingöngu frá —

gustukasjónarmiði! (»gustuk að láta hann fá

það«; »synd að láta hann ekki fá það«). Það

er sjálfsagt, að kjósendur höfuðstaðarins munu

ekki eiga úr háum söðli að detta hjá rit-

stjóra »Þjóðólf'si>; við kosningu í f'yrra mun

bann hafa borið þá saman vib »hvolpa í bandi

höfðingjanna*. En fyr má nú vera, að gera

samþegnum sínum hátt undir höfði!

„Frú Sigríðnr Magnússon, fulltrúi ís-

lands á friðarsamkomunni". Grein með

þessari í'yrirsögn stendur í 25. blaði ísafoldar

9. þ. m.. og er fyrri partur hennar tekinn upp

eptir Skandinaven, norsku blaði í Chioago, en

seinni parturinn er athugasemdir eptir hr.

Pál Melsteð.

Þessi grein í Skandinaven er nú raunar

orðin veturgömui, en ýms ranghermi eru í

henni, sem aldrei var nema rjett að leiðrjetta,

enda ritar Páll Melsteð athugasemdir sínar til

þess að hefja mótmæli móti >slikum öfgum og

ósannindum (sem í greininni standa), svo að

sannleikurinn komi i ljós«.

Það var nú hans von og vísa. En jeg hefi

ástæður til að ætla, að hann leiði sannleik-

ann ekki svo í ljós, sem hann sjálfsagt hefir

viljað, með þessari grein sinni; jeg hefi oröið

þess áskynja, að margir, sem greinina haf'a

lesib, telja víst, að allt sem í henni stendur,

sje rjett tilfært eptir frú Magnússon, og að

það sem rangt er, >ósannindin« og .->öfgarnar«

sjeu frúarinnar eigin orð. En þab er langt

frá því, ab svo þurfi ab vera.

Mjer dettur ekki i hug að bera hjer blak af

frú Magnússon; hún er kunn ab því ab geta

komib fyrir sig orbi, og ieg treysti henni vel

til ab halda sínum hlut fyrir hr. Páli Mel-

steb. En af því að hann virðist telja þab tví-

mælalaust, ab frú Magnússon hafi sagt allt

þab, sem hermt er í ábur nef'ndu Chicago-

blabi, þá vildi jeg að eins benda á það, að

mörg dæmi eru til þess, að orð manna eru

ranghermd, þó að í engum illum tilgangi sje

gert, og getur frú Magnússon því verið al-

saklaus af þvi, sem greinin dróttar að henni.

Jeg er sannfærður um. að orb hennar hafa

verib rangfærb, ag má bún því vera þakklát

hr. P. M. fyrir ab hata hreift málinu til þess

að henni gæfist tækif'æri til að leiðrjetta það,

sem ranghermt er, ef' hún hefir ekki þegar

gert það.

Það gegnir furðu, hve rangt blöð, og jafn-

vel bækur, greina frá ýmsu því, sem Island

snertir, og mundi hver sá er tækist á hendur

að leiðrjetta allar þær vitleysur, f'á ærið að

starfa.

Hjerna er svo lítið sýnishorn, sem þeim má

nægja, er nærri standa og kunnugir erukvenna-

skólanum i Reykjavík.

I Deutsche Lehrer-Zeitung nr. 38, 15. fébr.

1894 stendur svo látandi klausa :

Frálslandi. I Reykjavík er mjög merki-

legur kvennaskóli. Hann er stofnaður af fi jáls-

um göf'ugmannlegum fjárframlögum íslenzkar

kvenna. I þessum skóla geta ungar stúlkur

menntað sig til að verba kennarakonur, og

sömuleiðis í'engib tilsögn í læknist'ræbi. guð-

fræði o s. frv. Að afloknu prófi eru þær

látnar ganga á háskólann i Kaupmannahöt'n«.

Það er óþarfi ab setja »upphrópanir<r í þessa

lýsingu á kvennaskólanum i Reykjavík. eins

og greinin um f'rú Magnússon var prýJd meb.

Flensborg, 21. maí 1894.

Jón Þórarinsson.

*                 *

*

Aths. ritstj. Þab er rjett, sem hr. J. Þ.

segir, að miklar missagnir eru tíðar í útlend-

um blöðum og bókum, er frá íslandi segja,

eptir misjafnlegum heimildum og misskildum

mjög. En allt öðru máli er að gegna um á-

grip af' samtímis-fyrirlestri og í sömu borg

fluttum, sem blaðið kemur út í. Ymist lætur

þá fyrirlestrarmaður (eða -kona) blöö fá

sjálfkrafa ágrip af tölu sinni til birtingar, eða

64

þeim elzta sendist inn á milli fótanna á honum eins og

fallbyssukúla, er hann kom inn í daglegustofuna.

Drengurinn varð hálfringlaður, er hann rak sig á,

og stóð þar orðlaus í svip; síðan leit hann blóðrjóður

framan í lækninn með blikandi augum og hvarf siðan

inn i klefann til barnanna, en mælti áður stamandi og

feiminn:  »Það var bara hraðlestin frá Vín«.

»Það er svei mjer fjör í þessum strák« mælti lækn-

Mrinn og horfði brosleitur eptir hinum fjelega og knálega

drenghnokka.

»Já, það er það reyndar«, mælti læknisfrúin. »Annað

veifið þýtur hann eins og járnbrautarlest, hina stundina

er hann orðinn eimsporvagn og rýkur um húsið fram

og aptur; svo er hann stigamaður, þá lógregla, þá skóg-

ardýr eða loks veiðimaður. En allt af verðnr hann að

æpa og hlaupa, hvað sem hann gerir; annars er allt ó-

nýtt fyrir honum«.

»Þess vegna bannaði jeg honum það líka«.

»Eins og það sje til nokkurs hlutar! Hann getur

ekki látið það vera. Hann er eintóm ærsl og kátína.

Jeg mundi heldur ekki fást neitt um það, ef hann ljeti

mig nokkurn tíma í næði. En hann er allt af að koma

og biðja mig gera það og það fyrir sig: setjast upp í

vagninn sinn, koma út á skipið sitt, lána sjer keyri

eða sverð«.

61

»Komdu hjerna snöggvast og líttu á!« sagði læknis-

frúin morguninn eptir við mannsinn, þegar hann ætlaði

af stað heiman.

Hún ljet hann gægjast varlega inn um hálfopna

gættina inn í barnaklefann.

Þar sátu tvö þau minnstu framan á rimlarúminu í

skirtunum þeirra litlu, og fyrir framan þau stóð systir

þeirra eldri með svamp og þurrku í hendum Hún þreif

á þeim hendurnar til skiptis og þvoði í snatri, þvoði þeim

vandlega í framan, hreinsaði á þeim* nef og eyru og var

svo fljót og snör að þessu öllu saman, að þau fengu ekki

tíma til að fara að skæla, þó að þau grettu sig mikið og

hálfbeygðu stundum af.

»Hún er eins og hún væri móðir þeirra« sagði frúin

og fekk mann sinn með sjer inn aptur í daglegu stofuna;

hafði hann haft mikla ánægju af að horfa á þetta. »Og

þú ættir að sjá líka, hvað hún er lipur og rösk og lagin

i óllu öðru. Ýmist er hún komin fram i eldhús að bjálpa

Stínu að þvo upp eða upp á stól eða skemil inni í stof-

unni að þerra burt ryk þar sem hún nær eigi til af gólf-

inu. Tíu sinnum á dag hleypur hún út að vatnspósti að

sækja vatn handa mjer, og...«

Læknirinn hafði ekki tima til að hlýða á alla run-

una um afreksverk telpunnar og mannkosti.  Og er kona

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 125
Blašsķša 125
Blašsķša 126
Blašsķša 126
Blašsķša 127
Blašsķša 127
Blašsķša 128
Blašsķša 128