Ísafold - 20.10.1894, Blaðsíða 4

Ísafold - 20.10.1894, Blaðsíða 4
280 Yerzlun H. Th. A. Thomsens heflr með gufuskipunum »Asgeirsson«, »Laura« og »Tyra« og einnig með ýms- um seglskipum nýlega fengið miklar birgð- ir af ailskonar þarflegum og hentugum vörum. Hjer er dáiítið ágrip af vöruskránni: Kornvara ódýr, Victoriabaunir, hveiti, klíð. Litunarvörur, gluggagler, saumur, ofnrör, netagarn, færi, sjóhattar. Nýlenduvörur allskonar. Brauð, ostur 3 tegundir, flesk, svínslæri, sæigæti og ávext- ir niðursoðnir, vindlar, reyktóbak, encore whisky, champage og rhinskvín án áfeng- is, sem er Good-templara-drykkur. Lampar af ótal tegundum tii afnota í húsum og bæjum, eldhús- og fjóslampar, lampahjálmar, lampabeholdere, lampaglös, lampalog, ljósdeyðarar og lampakveikir. Saumavjelar, kaffikvarnir, þvottafjalir. Kolakassar 7 tegund., steinolíuvjelar, eld- húsgögn allskonar, emaljeruð þvottarstell. Steintau og glervarningur mörg hundr- uð pund, borðstell með blárri rönd eru enn komin. Skófatnaður, kvennstígvjel 4,50. 5,60. karjmannskór 8,00, morgunskór 3,00, barna- stigvjel 1,75 og dýrari. Höfuðföt til vetrarins handa konum og körlum, einnig barnahöfuðföt. Regnföt nýjar tegundir. Þá koma vefnaðarvörurnar: Svart klœði al. 2.80, 3.00, 3.25,3.50,4.00, 4 50, 5.00, 6.00, 7.00. Vetrarfrakkaefni al. 2.50, 5.50, 6.50, 7.50, 11.00. Kirsey al. 2.30, 3.00, 6.00. Cheviot svart og blátt. Kamgarn al. 3.00, 5.00, 7.00, 8.00, 8.50. Fataefni úr íslenzkri ull heit og ódýr í vetrarföt. Enskt vaðmál al. 75 a., 1 kr. margir iitir. Vetrargardínuefni. Kjóladúkar, nóg að velja úr. Svuntudúkar fallegri en vanalega. All- ar venjulegar vefnaðarvörur. Sjöl, svört og mislit, jerseylíf. Nærfatnaður margs konar. Hálsklútar og ótal margt fieira. Tómar 3-pela flöskur kaupir verzlun G. Zoega & Co. Með góðu verði fæst til kaups: 1, hengi- lampi stór og góður, 2., vatnshreinsari (filtrer- ápparat) og 3., harnsvagga mjög hentug og vönduð. Ritstj. vísar á. Skiptafundxir í þrotabúi Jóns verzlunarstjóra Björnsson- ar á Eyrarbakka verður haldinn fimmtu- daginn 27. desember næstk. i barnaskóla- húsinu á Eyrarbakka kl. 11 f. h., og verð- ur þá skiptum á búinu væntanlega lokið. Skrifstofu Árnessýsiu, 8. okt. 1894. Sigurður Ólafsson. Skiptafundur í þrotabúi Þorkels dbrm. Jónssonar á Orms- stöðum verður haldinn að Mosfelli í Gríms- nesi föstudaginn 30. nóv. næstkomandi kl. 10 f.hád. og verður þá skiptum á búinu væntanlega lokið. Skrifstofu Árnessýslu, 8. okt. 1894. Sigurður Ólafsson. Innköllun. Hjer með er samkvæmt lögum 12. april 1878 og opnu brjefl 4. jan. 1861 skorað á alla þá, sem telja til skuldar í þrotabúi Sigurðarheitins Sigurðssonar, er andaðist að Hjallanesi 8. des. f. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandan- um í Rangárvallasýslu áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar innköllunar. Skrifst. Rangárvallasýslu, 1. okt. 1894. Páll Briem. Tapazt hefir látúnsbúin svipa. merkt: Jón F. og ártal 1892, á veginum frá Eyrarbakka aust- ur að Rauðarhól. Finnandi er beðinn að skila henni til undirskrifaðs mót sanngjarnri borgun. Jón Friðriksson frá Eystrafróðholti. . í nýju verzluninni . 4 ÞINGHOLTSSTRÆTI 4 fæst: Pappír, umslög, pennar, pennastangir, blýantar (teikniblýant.). Kaffi, export, kandis, melis, ohooolade, te-kex, katfibrauð. Handsápa, þvottasápa. Tóbak, vindlar o. fl. Alit með vægu verði. Smjör keypt. Þorv. Þorvarðar8on. Póstskipsafgreiðslumenn eru beðnir að athuga, hvort eigi heflr orð- ið eptir hjá þeim með júlíferð »Laura« kringum land í sumar lítill poki með nokkr- um ■ helgrímum í og viðfestri leðurpjötlu með »Ásmundur Sveinsson, Passagergods«. Ritstjórinn tekur á móti auglýsingu,ef pok- inn flnnst. Brúkuö íslenzk frímerki kaupir háu verði Ólafur Sveinsson gullsm. Reykjavík. Hús til sölu. Litið steinhús við Lauga- veg, þægilega innrjettað, með ágætri lóð, f'æst til kaups nú þegar og íbúðar á næstkomandi vori. Ritstjóri vísar á. Einar Benidiktsson cand. juris flytur mál, krefur inn skuldir, gefur lögfræðis- legar leiðbeiningar. Heima frá kl. 12—2 og 5-7. Adr.: »Vinaminni« í Reykjavík. Góður klæðaskápur óskast til kaups. Ritst. vísar á kaupanda. Veðurathuganir í Rvík, eptir Dr. J. Jónassen okt. Hiti (á Colaius) Loptjhmæl. (millimet.) V eðurátt á nótt. um hd. fm. em. fm. em. Ld. 18. 0 + 5 777.2 777.2 0 b 0 b Sd. 14. + i + 6 779.8 779.8 0 d 0 d Md. 15 + 5 + 7 777.9 777.2 0 d 0 d Þd. 16. + 4 + 6 774.7 774.7 V h d 0 d Mvd 17. + 3 + 6 772 2 772.2 0 b 0 b Fd. 18. H- 3 + 1 772 2 774.7 0 b A h b Fsd. 19. 0 + 2 774.7 772.2 0 b 0 b Ld. 20. + 4 769.6 0 b Undanfarna viku hefir verið bjart og fagurt veður daglega, optastlogn. Loptþyngdarmælir staðið stöðugur og óvenjulega hátt. Ritstjóri Björn Jónsson cand. phil. PrentsmiCja ísafoldar. 174 til þess að fá hjá honum peninga, varð Dick altekinn af ást til hennar. En hann var bláskínandi fátækur og átti engan að með bein í hendi; hann stóð ekki til að eignast neitt eða verða nokkurn tíma neitt. Hann var blátt áfram vesall skrifari með fárra króna kaupi um vikuna og átti sjer ljelegt hæli í einu úthverfi borgarinnar. Samt sem áður dirfðist hann að lita upp á hina mikillátu hefðarmey, dóttur húsbónda síns. Og hún tók upp á því, að venja komur sínar optar en áður út í varningsbúrið í Friday- stræti þar sem verzlunin hafði sina aðal-bækistöð, eins og til þess að gefa honum undir fótinn. Dick Berridge formælti daglega burðardegi sínum, og fór að reyna að bæta kjör sín með þvi að fá sjer ýmis- legt að gjöra aukreitis. En hann hafði ekki mikið upp úr þvi; og eitt kveld sat hann í mjög daufu skapi við skrif- borðsskriflið sitt gamla, er hann hafði erft eptir föður sinn. Hann studdi hönd undir kinn. Þá tók hann viðbragð allt í einu, stökk upp af stólnum og mælti: »Jeg má til að ná í hana Klöru. En það er auðvit- að, að hún getur ekki gert svo lítið úr sjer, að lita við allslausum ræfli, eins og jeg er nú«. Hann gekk hálfær um gólfið fram og aptur. »Jeg væri fús á að gera kontrakt við þann neðsta; jeg skyldi ekki horfa í að selja sál mína makt myrkr- 175 anna, ef á þyrfti að halda, fyrir 20 ára velsæld og sam- vist við hana Klöru Jervis!« Þá fannst honum — svo sagði hann mjer sjálfur — eins og einhver hvíslaði að sjer: »Skrifaðu þetta heit, Dick Berridge, og staðfestu það með eiði«. Richard (eða Dick) Berridge vissi mjög vel, þótt hjá- trúaður væri, að ekki var neinn i herberginu nema hann. Samt sem áður settist hann við skrifborðið og ritaði á blað þessi orð: »Jeg Richard Berridge sel mig með líkama og sál að tuttugu árum liðnum þeim ókunnum rögnum, er afla mjer þess eptirlætis, að jeg fái að lifa þessi 20 ár í allsnægtum og yndislegri sambúð við konu þá, er jeg ann hugástum. Richard Berridge«. Hann dagsetti brjefið og fleygði því síðan niður í innri skúff'una á skrifborðinu sínu, og læsti því að því búnu. Síðan fór hann að hátta. — Morguninn eptir, er Dick Berridge sat að snæðingi og leit á meðan í morgunblaðið sitt, varð honum litið þar á auglýsingu, svo látandi: »Ef Richard Berridge, sonur Mattíasar Berridge, er átti heima í Minshallgötu 29 í Lundúnum, finnur að máli

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.