Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķsafold

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķsafold

						314
fáum kindum, svo sem hann gjörir við óreynt
efni. Setti hann svo þessar eptirstöðvar hinn
25. f. m. í rúmar 90 kindur, flest lömb. Þau
höföu til þess tíma verið úti og ekki lært át, en
hann taldi hættulaust að láta þau út næsta
dag, ef veður væri gott, sem og varð.
Morguninn eptir um kl. 8, þegar átti að
láta fjeð út, var margt af því orðíð mjög
veikt, tók ekki í jörð, sem auð var, en fleygði
sjer niður og margt var orðið halt og nokkuð
farið að bólgna á þeim apturfæti, sem sett var
í. Það af fjenu, sem ekki vildi bíta, var þeg-
ar tekið inn í hús aptur; um miðjan þann
dag fór það að drepast og mörgu mjög að
versna, fóturinn og lærið að bólgna. Þórður
gjörði þá tilraun að binda um lærið ofar en
bólgan var komin í það og kreisti út úr
skurðinum svartbláa vilsu. En sú lækninga-
tilraun varð árangurslaus; drapst undantekn-
ingarlaust hver kind, sem þessi tilraun var
gjörð við. Að morgni þess 27. voru 30 dauð-
ar, en alls drápust af þessu fje 50, hin síð-
asta á 8. degi. Jafnt drápust að tiltölu lömb
og eldra.
Meðan á veikinni stóð, bar fjeð sig mjög
líkt því, sem pestveikt fje er vant að gera:
stundi ákaflega og gat ekki kyrrt verið. Sá
þó ekkert á því innan, þegar það var gjórt
til, en þaS læriS, sem sett var í, var stokk-
bólgiS á því flestu og helblátt og rann úr
svört vilsa. BlóS úr þeim kindum, sem slátr-
að var með nokkurn veginn fullu fjöri, var
svo sem úr pestveiku fje. Hrafnar átu nokk-
uð af því kjóti, sem spilltast var, og var ekki
að sjá að þeim yrði meint við. Þykist jeg
sjá, að blóðið í skepnunum hafi spillzt og það
orSið þeim aS bana. Telja mátti, aS allt, sem
til nokkurra muna heltist, dræpist. Þrjár
kindur eru lifandi enn, sem mikið heltust, og
tel jeg víst, aS ein þeirra, ef ekki fleiri, missi
hinn veika fót, þótt þær aS öSru leyti kynmi
að lifa. ÞaS, sem af lifSi og ekki sýndist
verSa niikiS veikt, dofnaSi mikiS í útliti og
lagði af. Þann 26. setti Þórður nýtt efni,
er hann setti hjer saman, í 4 kindur; lifðu
þær allar og varð lítiS meint við. Varla er
hægt aS kenna því um, aS pest hafi mikil
verið komin í fjeS; því að síðan hefirað eins ein
kind drepizt af því, sem ekki var bólusett.
Neðra-Hálsi 10. nóv. 1896.
Þórður Guðmundsson.
f Sæmundur Jónsson
prófastur
í Árnessýslu og prestur að Hraungerði, ridd-
ari af dbr., andaðist sunnudagskvöldið 8. þ.
mán. eptir fárra daga legu í taugaveiki. Hann
var fæddur 19. maí 1832, sonur síra Jóns síð-
ar prófasts Halldórssonar á Breiðabólsstað í
Fljótshlíð og konu hans Kristínar Vigfúsdótt-
ur syslumanns á Hlíðarenda Þórarinssonar,
systur Bjarna amtmanns Thorarensens; en
faðir síra Jóns prófasts var Halldór prestur í
Saurbæ á Hvalfjarðarströnd Magnússon sýslu-
manns á Geitaskarði Gíslasonar biskups á
Hólum (f 1779) Magnússonar. Sæmundur
prófastur útskrifaSist úr latínuskólanum 1855
og af prestaskólanum 1857, dvaldist veturinn
eptir í Kaupmannahófn og vígSist næsta haust
21. nóv. aðstoðarprestur til föSur síns, enfjekk
HraungerSi 1860 og þjónaði því brauði í 36
ár full, en hjeraSsprófastsembætti 22 ár, síðan
1874. SyslunefndarmaSur mun hann hafa
veriS fyrir sinn hrepp alla tíS, síSan sý'slu-
nefndir hófust, og sat mörg ár í amtsráSi.
Hann  var  kvæntur  Stefam'u  Siggeirsdóttur
prests Pálssonar á Skeggjastöðum og Önnu
Ólafsdóttur prests Indriðasonar á Kolfreyju-
stað; lifir frú Stefam'a mann sinn ásamt 3 son-
um þeirra: síra Ólafi, aðstoðarpresti f'öSur s(ns
síðan 1889, Geir Stefáni, háskólakandídat í
guSfræSi, og Páli stúdent í Kaupmannahöfn.
Síra Sæmundur heitinn var einn með mestu
merkisprestum þessa lands, snyrtimaður mik-
ill, hinn reglusamasti og vandvirkasti í allri
embættisfærslu, búhöldur góður og öðlingur í
allri framkomu.
Rastamörk. Vegaleysinu hjer á landi
hefir eðlilega fyigt vitneskjuleysi um vega-
lengdir, öðruvísi en eptir ágizkun. Jafnvel
eptir að farið var að gera almennilega vegi
og mæla þá nákvæmlega, var ekkert hugsaS
um aS afmarka á þeim tilteknar vegalengdir
og auSkenna meS marksteinum, aS dæmi siS-
aðra þjóða. Má vera, að það hafi verið með
fram því að kenna, að vjer höfxim lengi átt í
vændum brcytingu á lengdarmáli voru, og því
ekki þótt hlyða að leggja kostnað í mílu-
marksteina, er ónýttust innan skamms vegna
þcss, að lögleitt yrði tugamáliS frakkneska:
rastir og stikur,—eða kílómetrar og metrar, ef
mönnum þykir útlenzkan bragðbetri. Þetta
nýja lengdarmál væri að öllum líkindum löngu
komið í lög hjá oss, ef það atriði lægi ekki
undir alríkis-lóggjafarvaldiS, þ. e. ríkisþingiS
danska meS konungi. En, eins og kunnugt er,
hafa Danir allt til þessa meS engu móti get-
aS hleypt í sig því framfaraáræði, aS taka
upp slíkt nýmæli, þótt löngu sje búiS aS þvi
á næstu grösum viS þá, á Þýzkalandi, í Svíþjóð
og Noregi o. s. frv.
Af því að það voru Norðmenn,. sem hjer
hófu fyrstir ny tilega vegagjörð, komst sú venja
á meSal vegaverkmanna hjer, að mæla vegakafla
í stikum, en ekki í föðmum eða álnum. Nú
hefir landshöfðingi stigið það spor til að
löghelga þá venju, og bæta úr hinu leið-
inlega og jafnvel bagalega vitneskjuleysi um
vegalengdir, að hann hefir nýlega látið stika
hínn nýja veg hjeðan austur í Flóa, í því
skyni að afmarka hann með rasta-markstein-
um. Hann hefir látið Erlend Zakaríasson,
vegaverkstjóra, gera þaS nú í vikunni sem
leiS, og mun hann eiga aS setja marksteinana
í vetur eða vor. Þeir eiga aS vera 30—36
þumlungar á hæð, og höggvin á rastatalan,
frá lleykjavík austur. En til þess aS eyða
sem minnstu í þetta á að láta duga að sinni
að hafa markstein við 5. hver rastamót (»5
km. frá Kvík«, »10 km. frá Kvík«, o. s. frv.).
Vegurinn er talinn byrja við lækinn 1 Keykja-
vi'k, neSri endann á Bankastræti, og skulu
hjer til nefndar /msar vegalengdir þaðan ept-
ir þjóðveginum austur, samkvæmt mælingu
herra Erlendar (stærri tölurnar rastir, hinar
stikur):
að Fúlutjarnarlæk.....2,830
— Lauga-vegamótum  ....  2,610
— Markalæk.......5,000
— ElliSaám.......5)492
— Arbæjartröðum.....6,700
— RauSavatns-viki.....9,g00
•— Hólmi (móts viS Hólm)  .  . 12,900
— Mosfellsheiðarvegi  .... 13,610
— Lækjarbotnum.....16,400
— Vatna-sæluhúsi.....20,720
á Sandskeiði efst.....22,200
að Svínahrauni......24,495
upp fyrir Svínahraun  .  .  .  *. 30,155
að Kolviðarhól (móts við hann)  31,000
— Hengladalsá á HellisheiSi   . 40,220
— Varmá í Ölfusi  .  .  .  nál. 47,00O
— KagaSarhól......53,100
—  Ölfusárbrúarveginum (upp aS
Ingólfsfjalli)    .....56,110
á Olfusárbrúna miSja  .... 58,705
aS Kúhólum     ......60,000,
hjer um bil sama sem 8 mílur danskar; það
er sem sje rúmlega 7y2 röst í hverri danskri
mílu. Stikan er nímlega '/2 faðmur (38'/4
þumlungur), og 1000 stikur í röstinni.
Þessir  rastamarksteinar  geta orðið eins og
dálítið  stöfunarkver  almenningi til undirbún-
ings undir hið franska lengdarmál, sem naum
ast getur nú verið langt aS bíSa úrþessu, aS
lögleitt verSi hjer beinlínis.
ÞaS er nógu fróðlegt að taka eptir því, að
með 6 klukkustunda reið austur fyrir Ölfus-
árbrú, sem þykir hæfilegt með tvo til reiðar,
eru farnar 10 rastir á klukkustundunni, eða
röstin (531 faðm.) á 6 mínútum, að viðstóð-
um meðtöldum. — —
Af því að opt er minnzt á enskar mílur,
á vel viS aS geta þess um leiS, aS ensk míla.
er rúml. 1609 stikur eSa nær 855 faSmar. En
dönsk míla er, eins og flestir vita, 4000 faðm-
ar. Fyrstu mílnamót frá Reykjavík (læknum)
eru rjett fyrir neðan Selás, önnur skammt fyr-
ir neðan Lækjarbotna, þriðju örskammt fyrir
ofan Sandskeiði og fjórðu við efri jaðar Svína-
hrauns; þingmannaleiðin full (5 mílur) hjer
um bil á miðri Hellisheiði.
Kvennaskólinn í Vinaminni. Getið
þjer, herra ritstjóri, frætt mig og aðra um
það, hvað orðið hefir af samskotum þeim, sem
sagt var frá í útlendum blöðum að safnaS
hafi veriðá Englandi, í Svíþjóð og víðar, af
frú Sigríði Magnússon í Cambridge, til efling-
ar menntun og menning kvennfólks hjer á
landi.
Herra Eiríkur Magnússon hefir ritað margt
og mikið um bankamál, botnvörpur og fleira;
en hann hefir aldrei minnzt á þetta  málefni.
Hjer í Reykjavík er háreist hús, sem fyrst
var sagt að byggt væri fyrir þessi útlendu
samskot, og ætti að hafa það fyrir kvenna-
skóla; en síðan hefir ekkert heyrzt um þetta.
Hver á húsið ? Og hver tekur leiguna eptir
það ?  Eða hvar  eru samskotin níður komin 1
Sje það satt, aS nefnt hús hafi verið reist
fyrir samskotafjeð handa hjerlendu kvenn-
þjóðinni, þá á hún húsið, en enginn einstakur
maður, og ætti hún þá að hirða húsið og tekj-
urnar af því.
Er það nú forstöðunefnd Kvennfjelagsins,
eða yfirvöld landsins, sem ættu að grennslast
eptir því, hve samskotafjeð var mikiS, og
hvort húsiS er almennings eSa einstaks manns
eign ?              Virðingarf.
Kvennmenntunarvinur.
#    *    *
Ritstj. ísafoldar mun ekki verafærari aS leysa
úr þessum spurningum heldur en spyrjandi
sjálfur. Það hafa, svo kunnugt sje, engar
skýrslur birtar verið nokkurn tíma hjer á
landi um þessi samskot eða hagnýting þeirra.
Vjer vitum það eitt, aS skóli var haldinn,
kvennaskóli, í húsinu 1 vetur fyrir mörgum
árum, en s/San ekki viS söguna meir. Líklega
munu yfirvöld vor álíta málið sjer óviðkom-
andi. En mjög virSist vel til fallið, að Kvenn-
fjelagiS íslenzka skipti sjer af því, eins og
fyrirspyrjandi drepur á, og reyndi t. d. að
fá úr því leyst í tæka tíð, hvort húsið er
heldur almenningseign eða einstakra manna,
m. m.                 Ritstj.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 313
Blašsķša 313
Blašsķša 314
Blašsķša 314
Blašsķša 315
Blašsķša 315
Blašsķša 316
Blašsķša 316