Ísafold - 08.05.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.05.1897, Blaðsíða 2
118 húsabóta nú þegar á þessu sumri sinn í hvoru lagi. En hinir eru líka margir, sem ætla sjer að reyna að fresta þeim til næsta árs, i von um að fyrir þann tíma muni lánast aS koma á al- mennum samtökum í þessa átt, einkum ef kollektusjóSslántökuhugmyndin fær æskilegan byr á þinginu í sumar, sem vonandi er að ekki bregðist. Drukknan. Sigurður hreppstjóri og syslunefndarmaður Guðmundsson í Hjörsey á Myrum drukknaði 1. þ. m. við 5. mann á bát á heimleið úr kaupstað, Straumfirði (frá spekúlantsskipi norsku). I>að var um kveldið, er norðanveðrið var að ganga upp, en alfært þó, og skilja menn eigi vel, hvað grandað hef- ir. Hafði sjezt til bátsins frá Knararnesi heim undir eyna. — Hinir 4, sem drukknuðu, voru: Benidikt, ráðsmaður hjá Halldóru Guðmunds- dóttur í Hjörscy, ekkju Jónatans heit., er þar bjó lengi, en systur SigurSar hreppstjóra, er nú drukknaði, dugandi maður, um fertugt; Guðjón, námspiltur hjá Pjetri söðlasmið Þórð- arsyni í Hjörsey, og 2 vinnumenn frá Skíðs- holtum: Þorgeir og Egill. Allir voruþeirfje- lagar ókvæntir, nema Sigurður, er lætur eptir sig ekkju og eina dóttur barna upp komna. AS Sigurði heitnum var mikill mannskaði. Hann var valinkunnur myndarmaður, áhuga- samur atorkumaður, búhöldur góður og mikið vel efnaSur. Skemmtiskip frá Ameríku- Skrifað er frá Chicago, að von sje hingað í sumar um miðjan júlímán. á stóru skemmtiskipi frá Ame- ríku (New York), Ohio að nafni, eign Red- Star-línunnar, með mörg hundruð farþega. Það ætlar lengra: til Norvegs, Svíþjóðar, Dan- merkur og Rússlauds; er að eins ætlað að standa við 34 stundir hjer í Reykjavík. Stranduppboð. Mánudaginn 17. þ. m. verður hið strand- aða skip Isabelle & Marie frá St. Brieux með öllum útbúnaði og áhöldum, veiðarfærum og vistum, svo og nokkru af heilagfiski og ýsu, selt við opinbert uppboð, sem haldið verður á Arnarholtslóð, þar upp undan, sem skipið liggur. Uppboðið byrjar kl. 11 f. hád. Gjaldfrest- ur veitist til 1. júlí næstkomandi, og að öðru leyti verSa skilmálar birtir á undan uppboð- inu. Bæjarfógetinn í Reykjavík 7. maí 1897. HaSldór Daníelsson. Uppboðsauglýsingf. Miðvikudagana 26. þ. mán., 9. júní og 23. júní þ. á. verður við opinber uppboð seld jarðeign þrotabús Sæmundar Jónssonar frá Steinum í Austur-Eyjafjallahreppi, er andaðist 2. jan. þ. á., 5 hundr. f. m. í jörðinni Stein- um. I ppboðsskilmalar verða til sýnis á skrif- stofunni og birtir á síðasta uppboðinu. Skrifstofu Rangárvallasýslu, 1. maí 1897. Magnús Torfason- Verzlun Eyþdrs Felixsonar hefir fengiö ýmis konar farfa, sern selst nuög ódýrt. J. P. T. Brydes verzlun kaupir HEILFLÖSKUR. Verzlun Byþórs Pelixsonar — selur — franskt Cosnac ni.jög- ódýrt. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 er hjer með skorað á alla þá, sem telja til skuldar í dánarbúi Krist jáns Guðmundssonar verzlunarmanns, er and- aðist hjer í bænum 9. marz þ. á., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráð- andanum í Reykjavik, áður en 6 mánuðir eru liðnir frá síðustu birtingu þessarar innköllunar. Jafnframt er skorað á alla þá, sem áttu óloknar skuldir til hins látna, að greiða þær sem fyrst til skiptaráöandans. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 6. maí 1897. Halldór Danielsson. Verzíun Eypórs Felixsonar. NýkomiS með skipinu »FORTUNA«: Alis konar nauðsynjavörur, sem seljast mjög ódýrt gegn peningaborgun. Einnig ýmis konar lcramvara: Lífstykki, margar tegundir. Herðasjöl, margar tegundir. Kaskeiti, margar tegundir. Barnahúfur og kjólar- Saumaefni, mjög sterkt, og margt fleira, sem selst mjög ódýrt fyrir peninga Kíp" Takið eptir- “iöl Hjer með tilkynnist öllum mínum heiðruðu skiptavinum, að jeg flyt vinnustofu mína 14. maí næstkomandi í útbyggingu Hjálpræðis- herskastalans nr. 2 í Kirkjustræti. Jeg vona að allir mínir góðu skiptavinir hafi viðskipti við mig eins eptir sem áður. Góður aðgang- ur aðhúsinu; inngangur inn um portið. Sömu- leiöis hefi jeg tilbúinn skófatnað, svo sem karlmannsskó og kvennskó, ennfremur vatns- stígvjel fyrir sjómenn, allt unniS á vinnu- stofu minni. Allar pantanir og aðgjöröir fljótt og vel af hendi leystar, svo ódýrt, sem hægt er, mót peningum út í hönd. Virðingarfyllst Jóhannes Kr. Jensson skósmiður. Þar er verzlanir P. G- KnudtzOIl & Söns í Beykjavík og Keflavík hafa veriö lagöar niður, og skuldir og innieignir fluttar til verzlunar sömu eigenda í Hafnarfirði, þá tilkynnist hlutaðeigendum hjer með, að inni- eignir manna frá nefndum verzlunum verSa greiddar frá Hafnarfjarðarverzlauinni og skuld- irnar verða kallaðar inn af undirskrifuðum verzlunarstjóra, G. E. Briem f Hafnarfirði, og vil jeg við þetta tækifæri biðja þá, sem skulda verzlun P. C. Rnudtzon & Söns, og ekki hafa samiö við mig þar að lútandi, að láta mjer í ljósi sem allra fyrst, á hvern hátt og hvenær jeg megi vænta borgunar á skuldun- um; því það getur verið báðum betra, að jeg verði búinn að fá vitneskju um það, hvað menn hafa hugsaö sjer í því tilliti, áður en jeg fer að krefjast skuldanna á annan hátt. Þessi tilmæli mín ná til allra, er skulda nefndri verzlun, eins þeirra, er nú fara í önn- ur hjeruS til þess að leita sjer atvinnu í sumar. Hafnarfiröi 28. apríl 1897. G E- Briem- Þar jeg hefi gefið herra kaupm. Jóni Þórð- arsyni í Reykjavík aðalumboð á Islandi til að selja fyrir mig þar mín annáluðu vönduSu og ódýru íerðahandkofíbrt og skólatösk ur, ásamt öllu öðru er þar heyrir undir (ferða- áhöld), þá bið jeg hina heiðruðu kaupendur að snúa sjer til hans, þar þeir fá bæði ódýr- ar og góðar vörur með verksmiðjuverði hjer og afslátt, ef mikiö er keypt. Kaupmannahöfn í marz 1897. Ludvig Jensen (Saddelmager & Tapotserer). Samkvæmt ofanskrifaðri auglýsingu vil jeg sjerstaklega leggja áherzlu á, að menn skoði hin velgeröu ferðakoffort, sem jeg hefi til sýn- is og eru sjerstaklega ætluð póstum eða öðr- um, sem þurfa aS ílytja á hestum, þar þau eru meira en helmingi ljettari en koffort eru vanalega, og þola þó, hvernig sem þeim er kastað, og vceta getur elcki komizt að því sem látið er i þau. Allir geta fengið að sjá verðlista verksmiöj- unnar og verða pantanir afgreiddar eptir ósk hvers eins. Jón f>órðarson 1. Þingholtsstræti 1. XJppboðsa ugl ýsing. Eptir beiðni frá ekkjufrú J. Thomsen á Bessastöðum verður opinbert uppboS haldið þar fóstudaginn hinn 28. n. m. og þar scld- ar 5 kýr, kvíga, naut, kálfur, nokkur hross, hænsni, ýmislegir innanstokksmunir og búsá- höld. Uppboðið byrjar kl. 12 á hádegi og verða söluskilmálar birtir á uppboðsstaSnum. Skrifst. Kjósar- og Gullbr.s., 28. april 1897. Franz Siemsen- Uppboðsaviglýsing. Eptir beiðni frá Arna Arnasyni 1 Sviðholti á Alptanesi verða við opinbert uppboð sama- staðar laugardaginn hinn 22 n. m. seldar 2 kýr, önnur snemmbær en hin síðbær, 1 hross, rúmfatnaður, ýmislegir búshiutir og annað fleira. Uppboðið byrjar kl. 11 fyrir hádegi og verða söluskilmálar birtir á uppboðsstaðnum. Skrifstofu Kjósar- og Gullbr.s. 29. apríl 1897. Franz Siemaen. Andrew Johnson, Kmidtzon & Co., Hull (England), Telegramadresse: )>Andrew, Hull«. Import, Export & Commissionsforretning, anbefaler sig til Forhandling af Klipfisk og alle andre islandske Produkter. Prompte og reel Betjening, Afregning & Re- misse strax efter Salget. Grundet paa gode Forbindelser blandt de störste spanske Klipfiskkjöbere, ser vi os al- tid istand til at placere hele Lasten til for- delagtige Priser. Garanterer en vis Minimumspris. Nærmere Oplysninger ved Henvendelse til Firmaet. Prima Referencer. Tvö herbergi í miöjum bænum, björt og skemmtileg, með húsgögnum, eru til leigu frá 1. júni handa alþingis- eða öðrum einhleypum mönn- um. Ritstjóri vísar á. Undirskrifuð tekur að sjer alls konar prjón fyrir lægsta verð. Ottarsstöðum, 7. maí 1897. Guðfinna Gísladóttir. »LEIÐARVISIR TIL LÍFSÁI3YRGÐAR fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónas- sen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.