Ísafold - 14.12.1898, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.12.1898, Blaðsíða 3
303 ósamþýðilegt játning kristinna manna. f>jóðkirkja Suður-Germana leitaði við eftir föngum að leggjast á rnóti dauða- hegningunni, sem ávalt stóð í nokkuru sambandi við heiðna guðsdvrkun, og einsmótimiskunnarlausu, óafplánanlegu íitlegðinni, sem gerði ættmönnum hins vegna heimilt að drepa vegandann og ættmenn hans. |>egar tímar liðu fram, varð þetta mál eitt af aðalatriðunum í stjórnarstefnu voldugu konunganua kristnu, og þeir reyndu að afnerna mannhefndir einstakra manna á þann hátt er nú skal greina. Sumir skipuðu málsaðila að slíðra sverð sitt, kváðust sjálfir skyldu hefna. Auðvitað var þetta eina rétta aðferðin; en hvergi tóku lögin svo djúpt í árinni, nema í Burgund og með Vestgotum. Karl mikl: og Lúðvík helgi létu við það sitja að neyða aðila sakar til að láta sér nægja vígsbætur. Væri hann ófáanlegur til að þiggja bætur af veg- anda, var haun gerður útlægur, þangað til hefndargirnin var af honum rokin. J>ví næst bönnuðu þeir hefnanda að gera ættmönnum veganda mein, og jafnframt voru þeir undanþegnir því að taka þátt í greiðslu manngjaldanna. Og loks reyndu þeir með stofnun sérfriðar og griðaréttar að gera fram- kvæmd mannhefndanna sem örðugasta. Sérfriðurinn, sem vér munum síðar minnast á nákvæmar, eykur friðhelgi ákveðinna staða, tíma og manna, svo að víg sem brýtur gegn sérfriðinum, sætir þyngri refsing en önnur víg og oft dauðahegning. Griðarétturinn stend- ur í sambandi við þann sérfrið, sem lá yfir kirkjum, klaustrum og svæðinu, sern næst þeim var. Sá sérfriður, sem mest er um vert á dögum Karl- unganna, er konungsfriðurinn, sem verndaði ekki að eins konung sjálfan, heldur og þjóna hans og alla, sem voru hjá bonum staddir eða á leiðinni til hallar hans eða frá henni. þessi friður er uppspretta alls annars sér- friðar. Með konunglegu griðabréfi mátti láta hann ná til hvers manns, sem þörf hafði á honum. Allar árásir á mann, er naut verndar konungs á þennan hátt, voru óhlýðni gegn banni konungs og sættu óvenjulega hörðum refsingum. Um annað var þó meira. vert: málið lá beint undir dóm kon- ungs og sjálfnr átti hann að fullnægja þeim dómi. Menn höfðu beyg af þessu. |>essa konunglega sérfriðar nutu eink- um lítilmagnarnir í þjóðfélaginu: klerk- ar, útlendingar, kanpmenn á ferðum sínum, Gyðingar, kouur og ófullveðja unglingar. f>essari stefnu fylgja þeir líka, Elfráður ríki og Játmundur á Englandi og 400 árum síðar Hákon Hákonarson og Magnús lagabætir í Noregi. f>etta frankiska konungsbann kemur jafnvel fram til fulls í norska •bréfabrotinu«, og þó er þar alls ekki að ræða um vísvitandi eftirlíking. |>að er hér, ein3 og svo ofc annars- staðar, sams konar réttarþörf, sem skapar sams konar réttarfyrirkomulag. f>etta er ein af hinum mörgu sönnun- um þess, að réttarmeðvitund mann- anna verkar á sama hátt með ýmsum þjóðum og á ýmsum tímum andspæn- is fyrirbrigðum lífsins. En friðurinn fekst ekki með þessari sakamálastjórn. Ég þekki bezt áhrif þessa fyrirkomulags í Noregi, og þau eru ekki góð. Meðan landslög Magn- úss lagabætis voru drotnandi, má segja að menn hafi haft rnanndrápaglæpiun sór til afþreyingar. Víga-rannsóknirn- ar mörgu á miðöldunum sýna, hve óskiljanlega lítið til þess þurfti, að far- ið væri að beita öxinni eða hnífnum. f>að var ekki heldur sérlega hæctulegt að vega mann. f>að þótti víst frem- ur hraustlega gert en óvirðing. Og hegningin nam nokkurum þúsundum króna í vígsbætur. f>egar upphæðiu var ákveðin, var höfð hliðsjón bæði á því, hvernig ástatt var með hinn vegna og með vegandann. Ætti vegandinn hörðu að sæta, fiosnaði hann upp eða lækkaði svo í tiguinni, að hann hætti að vera óðalsbóndi og varð leiguliði. I raun og veru var það komið undir náð konungs, hvort vegandinn skyldi sekur gjör eða ekki, og lögákveðið skil- yrði fyrir uppgjöf saka var það, að vígið hefði verið unnið »ófyrirsynju«. En hvenær sem vígi var lýst — við það kannast opinberlega — var litið svo á, sem það hefði verið »ófyrirsynju« o: í gáleysi unnið. f>að var ekki fyr en á 17. öld, að farið var að skýra lögin á þann hátt, að það væru að eins glapvíg og varnarvíg, sem bæta mætti fégjöldum. Annars skyldu víg öll til dauða draga. f>essi regla var þegar löggilt í Danmörku 1558. 1 Noregi varð hún ekki að lögum fyr tn með norsku lögum Kristjáns V. (6 — 6—1). Annars er ástæða til að ætla að það hafi að eins verið kristindómskenslan í alþýðu- skólunum, sem fækkaði manudrápun- um í Noregi, svo um munaði. Veðurathuganir í Reykjavík eftir landlækni Dr. J. Jónas- sen. ; Hiti ! Loftvog | v átt !_ (& Oajginjs) i (millimet.) |_* eouiaxn ^ n6tt|nmhd. drd. i aiðd, i drd, slðtí. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9 0 Æ2 — 2 0 ■— <> 0 0 a b 1> a b b a b b 749 3 746 8 746.81 741.7 741.7 744 2 716.8! 749.3i 751 8! 749.3]a h b 736.6 721.4 ahv <1 726 4Í 729.0 Svhvd Nahv bja h b a h b a h b Nhb a h d a h d Sv h d Hefir veri'ð við austanátt oftast hægur; austanbylur að morgni h. 8., gekk svo til landsuðurs og komið logn að kveldi, en aðfaranótt b. 9. þotinn alt í einu 1 iitsuðrið, bálhvass með miklum hroða 1 sjónum, en logn komið að kveldi. Good-Templar-Reglan. Enn komst hér á legg ný stúka fyrir fám dögum, sunnudagskveld 12. þ. mán., hin 5. héríbænum og heitir »Dröfn«, með 83 nýjum félögum, auk 37 úr eldri stúkunum, eða 120 alls. Engin stúka á landinu hefir stofnuð verið m< ð jafnmiklu fjölmenni. f>etta eru mest sjómenn, einkum af þilskip- um, þar á meðal 30 farmenn, og er það mjög mikil framför og gleðileg. Thorvaldsensfélasrið hafði dágóðan ábata á bazar sínum og tombólu 11.—12. þ. m. Hitt og þetta. Eftirlátnir fjármunir Gladstones námu 985,000 kr. Bismarck hafði fengið á æfinni alls 55 'orður. Meðalhiti í Klondyke, gulllandinu í Norður-Ameríku, er í janúarmánuðí 4- 37£ stig á C., í apríl 4- 10J stig, í júlí + 14 stig og í október + 4 stig. Lægst hefir hitamælir komist þar í hér um bil + 56 stig, og hæst í + 27 stig. Um 815,000 manna jókst fólkstala á f>ýzkalandi í hitt eð fyrra, 1896, ár- ið þar áður, um 725,000 og enn næsta ár á undan (1894) um 700,000. Rík- ið munar því ekki mikið um, þó að brott- ferlar þaðan séu að meðaltali 40,000 á ári. Fyrir einum mannsaldri voru á- höld um fólkstölu á Frakklandi og f>ýzkalandi. Nú eru íbúar f>ýzka rík- isins orðnir 54 miljónir, en Frakkar ekki nema tæpar 38 miljónir. Frökk- um fjölgar ekki hót; þeir standa í stað. Bretum (í heimaríkinu) fjölgar um 300,000 á ári, Itölum eins, og íbú- um Austurríkis og Ungverjalands um 500,000. Fullar 300 álnir á lengd eru Atlanzhafsfarþegaskipin ensku Cam- pania og Lucania, og svo hraðskreið, að þau fara 21 mílu danska á vökunni (4 kl. st.) eða töluvert meira en sem svar- ar þingmannaleið á klukkuscundinni; enda eru þau ekki neina 5^ sólarhring milli Englands og Amerjku. f>jóðverjar skutu samt Bretum aftur fyrir sig í stórskipasmíð í fyrra. •Kaiser Wilhelm der Grosse«, sem smíðaður var þá í Brimum, er 314 álnir á lengd, 32 álnir á breidd og 20 á dýpt. Hann fer að meðaltali 22 míl- ur á vöku, rútnar 21,000 smálestir, gangvélarnar hafa 29,000 hesta arl og 500 tunnurn kola eyðir hann á sólar- hringnum, og þykir mjög lítið eftir hraða skipsins og feiknastærð. Fyrirréttað kalla 80 árum, 1819, fór hið fyrsta gufuskip yfir Atlanzhaf. það hét »Savanuah«, þrísiglt hjólskip, er tók 350 smálestir, og var 26 daga á leiðinni milli Savannah í Georgíu (Band- ar.) og Liverpool. EmbættÍ8maður einn í herstjórnar- deildinm í Washington hefir ritað grein um bein útgjöld Bandaríkjanna í ófrið- inum við Spánverja í sumar. f>ar er fyrst á blaði bráðabirgðakostnaður til að auka herskipaflotanu um helming með varaskipum, þ. e. kaupskipum, sem gerð voru að herskipum. f>að kostaði 65 milj. kr. Að skjóta 1 skoti úr 13 þuml. víðri fallbyssu kostaði rúm 2000 kr., ogúr8þml. fallbyssu nærðOO kr. Skotfæri (púður og kúlur m. m.) handa öllum flotanum kostuðu 81 milj. kr. Dewey aðmíráll hafði nær 4 milj. kr. virði í skotfærum á sínum skipum við Manila og eyddi 1,800,000 kr. í skothríðinni á spænska tíotann þar, 360,000 kr. í hverja stórskotadembu, en þær voru 5, hver á fætur annari. Viðlíka mikið kostaði að skjóta flota Cerveru aðmfráls í kaf úti fyrir Sant- jago. Til kola eyddi Dewey aðmír- áll í aprílmánuði 288,000 kr. Alls veitti sambandsþingið í Washington 1296 milj. kr. til hernaðarins; en þar við bætist framlag sambandsríkjanna hvers um sig til að búa landvarnarliðið, hér um bil 36 milj. kr.; þetta verður sam- tals 1332 milj. kr. f>að verða hér um bil 13^ milj. kr. á dag, ef ófriðurinn er látinn hafa staðið 100 daga, sem mun láta nærri. f>ess bkal getið til samanburðar, að ófriður f>jóðverja við Frakka 1870—71 kostaði þá (þ. e. f>jóð- verja) 14f milj.kr. á dag, en borg- arastyrjöldin í Norður-Ameríku 1861— 65 norður- ríkin nálægt9 milj. kr. ádag, enalls 11,100 milj. Hór er ekki í neinum þessum dæmum talið með hið gífurlega óbeina tjón, er ófriði fylgir, og segja menn, að það muni vera heldur meira en minna en hinar beinu fjárgreiðslur. Munið eftir að skoða útskorna myndaramma o. fl. hjá Stefáni Eiríkssyni, Laugaveg 7 (hús Ben. f>órarinssonar kaupm.), og þið munuð fljótt sannfærast um, að hvergi fást fallegri jólagjafir í höfuð- staðnum. Magazin-ofna og eldavélar af ýmsum gerðum selur Kristján f>or- grímsson. Qullhring (steinhr.) hefir f>orkell Eiríksson f Sauðagerði fundið. Iluseiirnin Bakkl er til sölu fyrir ágætt verð. — Eign- inni fylgja beztu vergögn og góðir kálgarðar. Söluskilmálar aðgengilegir. Semja má við Runrtlf Runrtlfssou Bakka. Bakarasveinn getur fengið at- vinnu nú þegar og til 14. maí 1899. Góðir skilmálar, hátt kaup. Semja skal við Kristján jþorgrímsson. Ný vatnsstígvél eru til sölu; ágætt verð. Ritstj. vísar á. Hvert ællið þer? Ég ætla að fá mér nýja skó. Hvar kaupið þér skó ? ‘■•'■"J.G.JOlM i VESTURGÖTU Nr. 40. Þar fæst: Karlraannsskór fyrir 6—8 og 14—15 kr. Kvennskór fjrrir 5—14 kr. Karlmannastigvél krækt frá 12—20 kr. Korksólaskór frá 12—25 kr Göttistígvél vatnsheld frá 20—35 kr. REIÐSTÍGVÉL öll fóðruð með loðskinni og korksólum undir ailri iljinni á 35 kr. M0RGUNSKÓ, alveg óþekta hér áður, fyrir aðeins 6 krónur. J. G. Johnsen liefir aðeins útlærða skósmiði, enga lær- I i n g a. Hann selur aðeins vörur, sein eru smið- aðar á verkstofn hans. At' því ég hef fengið afar-marghreytt efni til skósmiðis, geta menn valið um það; ég hef t. d. fengið með »Laura« siðast: Alment kálfskinn, mjög sterkt. Hrossleður. Saffíanskinn (ágætt í dansskó). Franskt kálfskinn. Chevereux-skinn. Geitskinn. Lakkskinn, svart og hrúnt. Selskinn m. fl. m. fl. Alls konar viðgerð á skófatnaði fljótt og vel af hendi leyst og fyrir væga borgun. Það er vanalega frost og skófrekt imi jólin, Það borgar sig að koma með budduna ve8tur i Vestnrgötu nr, 40 áður en jólÍB, byrja, og kaupa þar skó. Með virðingu J. Gr. Johnsen skósmiður. Vesturgötu nr. 40. Bazarinn. Heyrðu, bráðum byrja jólin, Býsna lág er orðin sólin. Hrind þó burtu sút og sorg : Þvi að BAZAR búinn gæðum, beztu sögum, fögrum kvæðum, er opnaður i EDINB0RG. Þar er gjörvalt reifað rósum, raðað gulli, skreytt með ljósum Kvöldi er breytt í bjartan dag. Spiladósir sifelt syngja. Saman stiltar bjöllur hringja Undrafagurt yndislag. Þar fær Pétur hermenn, hesta, Halmaspil og skáktafl bezta, Ætli’ hann verði upp með sér! Fannhvit brúða Fríða heitir; Fjöllin skjálfa, er GuDnar þeytir lúðurinn, svo sem auðið er. Ber hann Nonni bumbu sina. Bruðuhús fær litla Stina. Imha úr gleri gylta skó, Hrossabresti Helgi sargar. Helzt á langspi! Mundi argar. Palli ræðst í píanó. Kinar kaupir armhönd, hringa. ætlar brátt að láta syngja: • Forðum til hins fyrsta manns«. 1 gær tók Björg sér ballskó eina, biður að taka frá, en leyna, göngustafi gentlemans. Hanar, fuglar, kýr og kettir, Kassar perluskeljum settir. Stundanegrinn. Flest má fá. Oomino og dýr sem synda. Domino stærri og album mynda og ótal fleira er að sjá.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.