Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķsafold

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķsafold

						/femur út ýmist einu sinni eða
tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l'/» (ioll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin   við
áramót, ógild nema   komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstræti 8.
XXVI. árg.
Reykjavík, laugardaginn 1. júlí 1899.
U. blað.
Forngripasafnopitf mvd.og ld. kl.ll—12.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
ikl. 9'/>—12'/a Bankastjóri við 10»/»—11V«
annar gaeziustjóri 12—1.
Landsbókanafn opið hvern virkan dag
-kl. 4—6 og einni stundu lengnr (til kl.7)
md,, mvd. og ld.   til útlána.
Póstskipið Vesta fer á morgun kl. 6 sið-
degis vestur um land og norður til útlanda;
og Botnia til Vestfjarða að eins-
'j?|x"jf{x"j<ív"xíx' *$x 'x}x"^x"í?$x'X4X"xíx"^i>"?jx"?ix'
Afgreiðslustofa Lands-
bankans verður uin alþing-
istíman í sumar,eins og að
undanförnu, opin frá kl.
9>/» f. h.—kl. 121/* e. h. hvern
virkan dag. — Bankastjór-
inn er til viðtals í bank-
.iiiiini kl. 10'/«—H1/2 dag
hvern.
Reykjavík 27. júni 1899.
Tryggvi Gunnarsson.
.^^..^Ý^..^Ýx..xt>,,xtx,.xtx..xtx..xtx..xtx,.xtA.,xtx..xtx..x^
Tvisvar í viku kemar ísa-
fold út að staðaldri í sum-
ar, miðvikudaga og laugar-
daga.
10^-= Tekið við auglýs-
ingum í blaðið til kl. 4 dag-
inn áður.
Útlendar fréttir.
Spánverjar hafa selt þjóðverjum
tvenna smáeyabálka, er þeir áttu eft-
ir austur í Kyrrahafi, Karlseyjar (Car-
olines) og Víkingaeyar (Ladrones). þær
liggja hvorartvegju austur undan Fil-
ippseyjum, Karlseyjar 1—10 stig fyrir
norðan miðjarðarbaug, en hinar norð-
ar, a 13.—21. stigi. Karlseyjar eru
um 26 ferh. mílur að stærð samtals
og fólkstala sögð 36,000; en hinar 21
ferh.míla og fólkstala 8—9 þús. Kaup-
verðið er um 18 milj. króna. Ekki
grynnir það mikið á ríkisskuldura
Spánverja, er kváðu vera hátt upp í
1000 milj. króna. Bn hitt er það, að
það kostar þá eigi alllítið fé, að hafa
«ignarhald á þessum ítökum, svona
langt í burtu. En þjóðverjum kemur
mjög vel, að geta tylt þar fæti, hafa
þar athvarf fyrir herskip frá sér, er
erindi þættust eiga þar í austurveg o.
s. frv.
þeir sitja á þingi um þessar mund-
ir, Spánverjar, og eiga það tvent að
vinna: að samþykkja þennan sátbmála
stjórnarinnar um eyasöluna og að
bera sakir & ráðaneytið, er með völd-
in fór meðan barist var ura Cuba og
aðrar Vesturheimseyjar, og á hers-
höfðingja þá, er þeim ófriði stýrðu.
En »seint er að byrgja brunninn, þeg-
ar barnið er dottið ofan í«.
Barist enn í Filippseyjum og má
eigi á milli sjá.
Uppreisn í Madura á Indlandi.
Bófinn Esterhazy hefir nú játað á
sig bréflega, að hann hafi samið her-
gagnaBkrá þá (bordereau), er  Dreyfus
var um kent, en sér hafi verið skipað
það af yfirmanni sínum, Sandherr
ofursta, — til þess að fá Dreyfus sak-
feldan. Oðrum bófa, við þetta ófagra
mál riðnum, Paty de Clam, hefir verið
varpað í dýflissu. En Piquart ofursti
látinn laus. það var honum manna
mest að þakka, að upp komst sak-
leysi Dreifus. Raunar hefir nú hæsti-
réttur ekki sýknað Dreyfus, heldur að
eins ónýtt hermáladóminn gegn honum;
en hitt þykir engum efa bundið, að
hann verði alsýknaður fyrir hinum
nýa hermáladómi, er um mál hans á
að fjalla, í Eennes.
Vinnuteppan í Danmörku stendur
enn, eða stóð, þegar Botnía fór. Hafði
þá staðið fullan mánuð, og var mjög
farið að sverfa að hinum atvinnulausa
verkalýð; en honum er rétt hjálpar-
hönd víðs vegar að, bæði innan lands
og utan: frá Noregi, Svíþjóð, Eng-
landi og víðar. Vitanlega blða og
vinnuveitendur mikið tjón fyrir sitt
leyti. En hér er um völd kept eða
yfirráð í viðskiptum þessara flokka,
vinnuveitanda og vinnuþega.
Innlendur iðnaður.
Klæðaverksmiðj ur.
Eftir
Aðalstein Halldóbsson.
II.
(Prh.).
Sama ár kom hin fyrsta sjálfspuna-
vél (Selvfactor) til Aalgaard. Árið 1875
fekk Nilsen sér sænskan vefara, sem
þegar fór að vefa rúmábreiður og vað-
mál í vanalegum handvefstól. Árið
eftir kom Marteinn Nilsen, sonur hans,
til Aalgaard, og byrjaði á því að spóla
fyrir hinn sænska vefara. Nú er hann
orðinn forstöðumaður vefjardeildarinn-
ar.
Síðan hefir verksmiðja þessi vaxið
og blómgast ár frá ári. Nú eru þar
11 spunavélar með tilheyrandi kembi-
vólum, 80 vefstólar og allar aðrar þar
til heyrandi vélar. Ennfremur 11
hringprjónavélar og 8 aðrar prjónavél-
ar. þar eru 5 gufukatlar og 4 turbín-
ur.
Elzti sonur gamla mannsins Nils
Nilsen er nú verksmiðjustjóri, en bræð-
ur hans þrír yfirmenn í hinum ein-
stöku deildum hennar.
Ekki hefi eg heyrt, hve mikið er
viðskiftamagu þessarar verksmiðju, en
borgað er fyrir flutning milli Aal-
gaard og Stafangurs 10,000 krónur á
ári.
|>ó þetta komi ekki beinlínis aðal-
efninu við, hefi eg ekki getað stilt mig
um að minnast lítillega á það helzta;
því það sýnir svo Ijóslega, hversu
miklu óþreytandi áhugi og atorka fá
til leiðar komið.
Aalgaards-verksmiðjur eru hinar
elztu í Noregi og framan af hafa þær
því eigi átt við neina samkepni að
etja. Hér verður nokkuð öðru máli
að gegna, því hinar norsku verksmiðj-
ur verða hættulegir keppinautar fram-
an af, með því að þær eru búnar   að
fá svo mikið bolmagn og standa á svo
sterkum fótum, að þær geta nú orðið
boðið góða kosti. það verður því erf-
iðara fyrir oss að smáfæra oss upp á
skaftið, og því áríðandi að taka það
þegar í stað með nokkurum krafti.
Hér eru menn fáir, strjálir og fátækir,
langt á eftir öðrum, sem geta boðið
oss vinnu sina góða og ódýra, og eru
boðnir og búnir til að keppa við oss,
ef vér reynum að gera eitthvað sjálfir.
Vér verðum því að fara hyggilega að,
leggjast allir á eitt og láta eigi sam-
takaleysi og hreppapólitík gera flokk
vorn enn þunnskipaðri.
því hefir verið hreyft, að nauðsyn-
legt væri að koma upp sem fyrst 4
verksmiðjum á landinu, hverri í sínum
landsfjórðungi, og sumir telja að nauð-
synlegt sé að koma upp tóvélum í
hverri sýslu. Kn hvorttveggja þetta
eru hinar mestu ófgar, eins og nú er
ástatt. Aðalskilyrðið fyrir því, að
þannig löguð fyrirtæki geti þrifist og
þolað samkepni, er það, að þau hafi
sem mestan mátt og nægilegt stofnfé.
Til þess að koma á stofn dálítilli
klæðaverksmiðju þarf mikið fé, ogþað
svo mikið, að landssjóður á nóg með
í fyrstu, að styrkja .eina slíka stofnun
og lána fé til hennar, til þess að hún
hafi nokkurt bolmagn, og það er þó
vart hugsanlegt, að íslendingur geti
komið upp verksmiðju með öðru móti,
eins og nú eru ástæður manna. Og þó
að hægt væri fyrir kostnaðar sakir að
koma upp fjórum verksmiðjum, þá ér
enn eigi víst, að vinnuþörfin verði þeg-
ar í stað svo mikil; því fyrst framan
af er nauraast að búast við, að hægt
sé að fá markað fyrir íslenzkt verk-
efni erlendis; að minsta kosti kemst
það ekki strax í kring þegar í stað.
Hætt er því við, að samkepni kæmi
upp milli þeirra, svo þær toguðust á
um hvert lítilræði og niðurstaðan yrði
sú, að þær færu sumar ef ekki allar
á höfuðið innan skamms tíma. Væri
þá búið að eyða miklu fé til ónýtis
og ætti þá innlendur ullarverksmiðju-
iðnaður enn lengra í land en áður.
Litlar tóvélar í hverri sýslu verða
ekki, eins og nú til hagar, neinn
gróðavegur, hvorki fyrir þá, sem
leggja út í slík fyrirtæki, né fyrir
landið í heildinni. Tóvelar eru dýr
áhöld, og þurfa því að hafa mjög mik-
ið að gera til þess, að standast allan
kostnað. það er svo lítið, sem slík stofn-
un afkastar, að ýmsir gjaldliðir, sem
á henni hvíla, yrðu henni mjög þung-
bærir og þar af leiðandi yrði hún að
aelja vinnu sína dýrt, til þess að stand-
ast. En almenningur þolir engum
dýra sölu, nema kaupmönnum. það
er svo um hvert fyrirtæki, að því
meira sem það hefir í veltunni, því
auðveldara á það með að bera Big.
þessu til skýringar skal eg taka
dæmi af tveimur kaupmönnum.
Annar þeirra fær vörur fyrir 200,000
kr. og selur þær upp á ári; en hinn
hefir mjög litla verzlun, svo hann fær
eigi vörur fyrir meira en 10,000 kr.
um árið. Ef vór gerum ráð fyrir, að
sá kaupmaðurinn þurfi 2000 krónur
um árið, til sinna nauðsynja, þá þarf
hann að færa vörurnar fram um 20°/«,
auk alls annars kostnaðar. Nú geri
eg ráð fyrir, að hinn stærri kaupmað-
ur þurfi á meira fó að halda, og skul-
um vér því ætla honum 5000 krónur
um árið. Hann þarf þá ekki að færa
vörur sínar meira fram en 2$*/« til að
vinna þetta upp. Dæmi þetta er að
vísu tekið ur lausu lofti, en það sýnir
þó glögt, að litlar og kraftlausar stofn-
anir hljóta að eiga erfitt uppdráttar,
þar sem aðrar stærri geta grætt stór-
fé og þó boðið langt um betri kjör.
Meðan tóvélar (Spinderi) eru aðeins
á fáum stððum, hafa þær flesta tíma
ársins nóg að gera. A tímabilinu frá
1. maí þar til seint í júlí berst þeim
að vÍ8u mjög lítið, en suma tíma árs-
ins verður vinnuþörfin bvo mikil, að
þær verða að vinna dag og nótt. En
þegar þær fara að verða almennar, t.
d. í hverri sýslu, er hætt við að þær
hafi minna að gera, þar eð þær eru
eingöngu til aðstoóar við heimilisiðn-
aðinn, en geta ekki framleitt neina
fullkomna vöru. þær færu þá að
keppa hver við aðra, að færa verðið
sem mest niður, og þá fara þær að
eiga fullerfitt uppdráttar sumar hverj-
ar. Auk þess er að búast við, að
þeim verði tildrað upp af vanefnum,
og án þess að hafa nokkurt veltufé,
og er það fullörðugt viðureignar, eink-
um meðan viðskiftin eru eins erfið
eins og nú á sér stað.
Ef í stað þess að setja á fót marg-
ar veigalitlar smástofnanir í þossa átt
væri reynt að verja öllu því fé,
sem hægt væri, til þess að reyna að
gera þegar í upphafi eina verksmiðju
sem öflugasta, eru miklar h'kur til, að
niðurstaðan yrði alt önnur. Kostnað-
ur sá, sem hún hefði að bera, mundi
að sjálfsögðu verða ruiklu lóttari á
henni, eins og dæmið hér að framan
bendir til. Hún yrði þegar í upphafi
búin út með töluverðu veltufé, svo að
viðskifti hennar yrðu þá þegar liðlegri.
Hún gæti haft jafnmikið aðvinnaalla
tíma árs; því þó að stundum berist lítið
verkefni, mundi hún kaupa ull og
vinna úr henni fyrir eigin reikning,
og selja svo fullunnin klæði. í sam-
bandi við hana ætti svo að vera deild,
8em samsvaraði tóvélum þeim, sem nú
þegar eru komnar á stofn, heimilisiðn-
aðinum til aðstoðar. Samgöngur eru
nú orðnar svo góðar, að úr öllum hér-
uðum landsins yrði hægt að senda ull
til kembingar, spuna eða klæðagerðar,
eftir því sem óskað væri; og eg er
fullkomlega sannfærður um, að slíh
stofnun mundi geta selt vinnu sína
tbluvert ódýrara en þótt tóvflar vœru i
hverri sýsla, og sent eigendunum verk-
efni sitt, þeim að kostnaðarlausu, heim
á nœstu höfn við bústað þeirra, og þó
borið langt um meiri hagnað úr býtum.
Auk þess væri þá komin á fót stofn-
un, sem ætti góða framtíðarvon, og
gæti grætt allmikið, og því af sjálfs-
dáðum fært því meira út verksvið sitt,
sem lengra liði. Og þá fyrst færi þjóð-
in að fá trú á því, að þannig löguð
iðnaðarfyrirtæki gætu staðist og verið
sönn uppspretta auðs og hagaældar.
þá fengju menn þrek til að raðast í
önnur ný iðnaðarfyrirtæki, og þannig
fæddi þessi byrjun af sér annað og
meira.
En eigi er útlit til, að menn séu
alment farnir að sjá þetta; því, eins
og áður er um getið,   er  ýmist   verið
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 173
Blašsķša 173
Blašsķša 174
Blašsķša 174
Blašsķša 175
Blašsķša 175
Blašsķša 176
Blašsķša 176