Ísafold - 19.03.1901, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.03.1901, Blaðsíða 1
Kemur út ■ ýmist 'einu sinni eða tvisv. i viku. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */* doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót,, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgrciðsinstofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVIII. árs Reykjavík þriðiudaginn 19. tnarz 1901. 15. blað. Þetta telst að eins aukablað við fsafold, fi. e. reiknast elcki kaupendum. Frá útlöndum. Vilhjálmi þýzkalandskeisara var veitt banatilræði í Brimum 6. þ. m. Hann var á ferð þar á götunum í vagni, og var þá kastað járnbút upp í vagninn og lenti hann á kinninni á keisaranum, rétt fyrir neðan augað. Keisarinn særðist nokkuð, varð að liggja rúmfastur nokkura daga. Mað- urinn, sam járnbútnum kastaði, er talinn geggjaður og fullyrt, að hann hafi ekki verið gerður til höfuðs keisara af neinum óvildarflokkum. Bíkisþingið lét í ljósi andstygð sína á glæpnum, þegar fréttirnar bárust af honum og fögnuð út af því, að ekki hefði verra af hlotist — nema sósía- listar; þeir höfðu vaðið fyrir neðan sig og voru ekki viðstaddir. þau tíðindi helzt af ófriðinnm í Suður-Afríku, að Búar réðu á vígi Breta við Lichtenburg í Transvaal ð. þ. m. og biðu ósigur. Hershöfðingi þeirra, Celliers, féll. Mannfall nokk- urt af Bretum, 22 fallnir, 14 særðir. |>rem dögum síðar raæltu þeir mót með sér, yfirhershöfðingjar Breta og og Búa, Kitchener lávarður og Botha, Og fundust, í því skyni, að sagt er, að semja um ófriðarlok. Mælt, að Kitchener hafi veitt viku vopnahlé til þess að Botha skyldi geta borið ráð sín saman við aðra hershöfðingja Búa. Að hinu leytinu neitar Kriiger því af- dráttarlaust, að um friðarsamninga geti verið að ræða, með því að Botha hafi ekkert vald til að byrja á þeim. íslenzk-færeysk skemtisamkoma í Kaupmannahöfn. Ferðamannafélagið danska hefir gengist fyrir mjög glæsilegri íslenzk- færeyskri skemtisamkomu, er haldín var 27. febr. í stóra salnum í sam- söngvahöllinni í Kaupmannahöfn, sem orðin er nú eign Oddfellow-félagsins, og var það fyrirtæki framhald af ann- ari viðleitni félagsins til þess að vekja skilning Dana á íslenzku og færeysku þjóðlífi. Um 1600 manna var boðið, körlum og konum. þar voru meðal annarra Valdimar prinz og kona hans, prinz- essa Maria, ýmsir núverandi og fyr- verandi ráðgjafar, fjöldi þingmanna, borgarstjórn Kaupmannahafnar, fjöldi rithöfunda, listamanna o. s. frv. Öll Kaupmannahafnarblöðin flytja langar greinar urn sarnkomu þessa, og öll lúka þau á hana mesta lofsorði. Fyrst var leikið á hljóðfæri »Der er et yndigt Land« og þar næst »Ó guð vor lands». Formaður Ferðamanna- félagsins, v. Krogh kammerherra, hélt þá ræðu, mintist þar stúdentaleiðang- ursins síðastliðið sumar og þeirra verk- efna, sem stæðu í sambandi við hann. Dr. Finnur Jónsson prófessor hé)t þá stuttan fyrirlestur um ísland. íslenzkir stúdentar sungu íslenzka söngva. Blöðunum ber saman um, að mest hafi mönnum þótt vert um fjög- ur lög: »Skarphéðinn« eftir Helga Helgason, »Við hafið« eftir Jónas Helga- son og þjóðsöngvana »Bára blá« og »Ólafur reið með björgum fram«. Stud. jur. Jón Sveinbjörnsson söng sóló í því lagi, og þótti takast mikið vel. Yfirleitt lokið lofsorði á bönginn. — Tvísöngur var og sunginu; en ekki ber blöðunum saman um hann að öðru eyti en því, að eiukennilegur sé hann; sum láta vel af, en öðrum þykir hann ekki láta sem bezt í eyrum. Sigfús Einarsson stud. jur. stýrði söngnum. Enn fremur voru sýndar skugga- myndir frá íslandi, sem tveir þýzkir læknar, dr.Cahnheim og dr. Grossmann, höfðu tekið hér fyrir nokkurum árum. |>ær þóttu fyrirtaks-fallegar. þ>á tóku Færeyingar við. Dr. Jakob Jakobsen, færeyskur vísindamaður.flutti fyrirlestur um eyjarnar. Og svo voru sýndir alþýðudansar þaðan, sem mjög mikið þótti til koma. Skáldið Mylius-Erichsen, leiðtogi stúdentanna á norðurför þeirra, var aðal-forstöðumaður samkomunnar. Og Olaf Hansen skáld, sá er hér lagðist veikur og varð eftir af félögum sínum síðastliðið sumar, hafði lagt út kvæði þau, er aungin voru. Hið eina, sem að samkomunni er fundið í blöðunum, er það, að hún hafi verið heldur löng—fyrirlestrunura ofaukið. Samt var fyrirkomulaginu að engu breytt, er skemtunin var haldín af nýju 1. marz, þ>á var inngangur seldur, og varð húsfyllir. Sami fögn- uður með áheyrendum eins og fyrra kvöldið. Blöðin segja, að enginn vafi leiki á því, að fyrirtæki þetta veki og efli á- huga manna í Danmörku á að kynn- ast þjóðlífi og mentalífi íslendinga og Færoyinga. Aug. Enna, frægasta ljóðlagaskáld Dana nú, hjálpaði ísl. stúdentunum, er þeir voru að undirþúa söngskemtun þeirra, og kvað ætla að koma hingað í sumar. Póstgufuskip >Ceres«, kapt. Kiær, kora hingað aðfaranótt sunnud. 17. d. m., af Austfjörðum með vörur frá Khöfn, er ekki komust fyrir í Laura. Fór aftur í gær- kveldi til Liverpool. Póstgufuskip Laura, kapt Aasberg,kom í fyrri nótt,. Farþegar frá Khöfn þau bjón cand. med, & chir. Chr. Sehierbeck og hans frú, og frá Englandi agent Sigfús Eymunds- son. Héraðsl. Páll Blöndal fengiú lausn frá embætti. Siðdegisguðsþjón. flytur á morgun í dóm- kirkjunni cand. Magnús Þorsteinsson. Hlutafélagsbankinn. Frá Kaupmannahöfn er skrifað, að samningum með forgöngumönnum fyrirtækisins og stjórninni sé enu ó- lokið, en að allar horfur séu á því, eins og áður, að þeir samningar takist. Allir sem œtla sér að panta Lossins S t e 11 i n e r-P o r 11 a n d s „Cement“ °g »Nordons« koparbotnfarfa eru beönir að gjöra viövart um þaö sem fyrst. Th. Thorsteinsson. Ritstjórar: Björn Jónsson(útg.og ábm.)og Einar Hjörleifsson. Isafoldarprentsmiðja Hvaða skilvindu á eg að kaupa? Það er fullvist að skilvindau »Perfect«, sem mikið er gumað af nú á dögum, fekk ekki »Gfrand Prix« á kcimsýningunni í París 1900 af. því, að hún væri reynd; enda vita fróðir menn ekki til að hún hafi verið reynd á Frakklandi fyrir þann tima. Af ÞYRIL8KILVINDUM (Kronsepara- torer) frá Svenska Centrifug Aktiehoiaget í Stokkhólmi hafði þá verið selt á Erakk- landi um 8000 (nú nál. 3000), og þær Hk- að mjög vel. Frakkar höfðu áður haft í miklum metum skilvindu, sem kallast »Melotte«; var hún reynd til jafnaðar við þyrilskilvindur í Le Mans 1899; báru þyr- ilskilvindurnar signr úr býtum, og fengu þá gullverðlaunapening. ÞYRILSKILVINDURNAR fengu hæstu verðlaun (»Grand »Prix«) á sýningunni í Paris 1900 fyrir, hve vel þær hafa reynst á Erakklandi, en ekki af því, að þær væru smiðaðar af stærstu skipsbyggingarstöð á Norðurlöndum (!) ÞYRILSKILYINDUR voru fyrst gjöið ar árið 1898. Til ársloka 1900 var selt af þeim um 23000, og höfðu þær þá feng- ið þessi 3 árin: 1 »Grrand Prix», 1 ríkis- verðlaun, 7 heiðursmerki (liin æðstu), 30 fyrstu vérðlaun; og enn ýms önnur sæmd- armerki. ÞYRILSKILVINDURNaR hafa reynst vel á íslandi. Vér eruni sannfærðir um, að eigi eru aðrar skilvindur betri og því engin ástæða að hlanpa eftir auglýsinga- gumi um óþektar skilvélar. Sannleikurinn er sagnabeztur, en skrum skaðvænlegt! Pantið fiyrilskilvindur hjá fieim, sem þið skiftið við. Sagradavín °g Maitextrakt með kínin og járni er komið. Björn Kpistjánsson. Eg undirskrifhður niálaflutn- ingsmadur við landsyfirréttinn í Reykjavik gjöri almenningi kunnugt: að eg tek að mér að flytja mál og veita upplýsingar þar að lútandi, að gjöra samninga, að kaupa og selja fasteignir, að innheimta skuldir, og að útvega lán í Landsbankanum og veð- deildinni gegn sanngjarnri borgun. Oddur Gísluson Notið tækifærið. Hjá undirrituðum geta menn feng- ið lceypt mikið af timburbraki til upp- kveikju. — Sömuleiðis talsvert af pakjárnbútnm, stærri og smærri, sem alt selst með mjög sanngjörnu verði. H. Ancierson. Verzlunin G 01T H A A B hefir fengið mikið af góða Kexinu. Margarin, ný sort til viðbótar. Fjór- snúnir Kaðlar úr ágætu manilla. Segl- garn í þorska- og grásleppunet. Ó- leskjað Kalk. Tjörupappi m. m. Enn þá lítið eitt til af Blýi og ágæt Færi alls konar. Alt mjög ódýtt í stórkaupum. Thor Jensen. Slifsi hvít ljómandi falleg (4 af hverri sort) fást þangað til að Vesta fer (3. apríl) í Þingholtsstrœti 16. Matiurtafrœ, blómfræ og grasfræ fæst í Vinaminni á hverj- um virkum degi kl. 1—3. Einar Helgason. Fiskhnífarnir ágætu komnir. Leður, skinn og tau afýmsu tægi. Yflrfrakkar. Tilbúin föt o. fl. Björn Kristjánsson. Til leigu frá 14. maí n.k. er stofa fyrir einhleypa í húsi Steingrhns Ginðmunds- sonar snikkara við Laugaveg. Til leigu frá 1. maí til 1. októb»r 2 berbergi. Ititstj. vísar á. N/komið með Laura og Ceres. í PAKKHÚSDEILDINA. Allskomir koruvörui*, Kaffi, Export, Kandís, Melís, Smjörlíki, Steinolía, Kallt, Þakpappi, Borðviður, Eldspýtur o. m. m. fl. í GÖMLU BÚÐINA. Tóbak allsk., Brjóstsyknr, Kerti, Blelt, Konfekt, Handsápa, Ilmvötn, Postulíns og leirvörur, Sevillafíkjur, Súkkat, Bláber, Þurkuð epli, Appelsínur, Sago, Dextrin, Kartöflumjöl, Kirsibersaft, Hindbersaft, Cocaoduft, Kjötkvarnir, Kjötbamrar, Slípubretti, Sáld, Sleifar, Smjörspaðar, Saltkassar, Þvottafjalir, Etagerar, Krukkur, Hakkabretti, Vögg- ur, Kústasköft, Kökukefli, Kleinujárn, Skólatöskur o. m. m. fl. í BAZAR-DKILDINA. Allskonar Smíðatól, Skrár, Lamir og allskonar byggingar-áböld og m. m. fl. í KJALLARADEILDINA. Ýmiskonar drykkjarföng. í VEFNAÐARVÖRUDEILDINA. Svart klæði, Kjólatau, Svuntutau sv. og misl. Silki, sv. Silkiflauel, sv. Patent- flauel, Pliisch svart og misb, Halfklæði, sv. og misl., ítalskt ldæði, OxfordsTwist- tau, Vergarn, Flonnelet, bl. og óbl. Lér- eft, Cambric, Lenou, Fóðurdúkar, allsk. Sjúkradúlcur, Afmældar hvítar Gardín- ur, Gardínutau hv. og misl. Cachemir- sjöl, Borðdúkar, Gólfteppi, Rúmteppi, Sjalklútar, Handklæði, Hálsklútar, Vasa- klútar, Hanzkar, Skófatnaður, Barnasokl;- ar, Prjónstígvól, Smokkar, Ullarbolir, Ullarklukkur, Barnahúfur, Kvenn- og barnasvuutur, Dömu-Regnkápur, Góif- blússur, Kvennslifs. Edelweisblúndur, Hattslör, Kvennhattar, Ullarband, Vefj- argarn, Tvinni allsk., Vat o. m. m. fl. í FATASÖLUBÚÐINA. Stórar birgðir af alls konar fataefnum, Hattar, Húfur, Skófatnaður, Regnkápur, Hálslín, Nærfatnaður o. m. fl. Með því nú er stuttnr tími til páska, ættu þeir sem ætla að fá sér föt fyrir þann tíma, að koma sem fyrst og velja sér fataefni, til þess að mögulegt verði að sauma fötiu fyrir þá sem þess óska. ASsókniu er svo mikil aS saumastofunui, að vansóð er, að mögulegt verði að sauma alt, sem pantað verSur fyrir páskana.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.