Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķsafold

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķsafold

						Kemur út ýmist einu 'Snni eða
tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
Vjt doll.; borgist fyrir miðjar,
júli (erlendis fyrir fram)
ISAFOLD.
Uppsögn (skrifleg) bundin  við
áramót, ógild nema  koniin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXVIII. árp
Reykjavík laugardagiun 20. júlí 1901.
49. blað.
I. 0  0. F. 83829
Forngriyas. opið md.. mvd. og ld. 11—12
Lanasbókasafn opið heern virkan dag
ki. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. til ótlána.
Okeypis lækning k spitalsmra á þriðjud
og föstud. kl. 11 —1.
Ókeypis augnlækning á spitalanum
¦fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
k.  11—1.
Ókeypis tannlækning. i húsi Jóns Sveins-
sona.r hjá kirkjunni I. o? 8. mánud. hvers
mán. kl. 11—1.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl  11—2.  Bankastinrn  við kl.  12—1.
Búsetu-fleygurinn.
Báðir hlutar stjórnarskrárnefndar
innar hafa nú latið prenta álit sitt og
málið er til framhalds 1. umræðu í dag.
Stjórnarbótarfjendur virðast hafa tekið
aftur frumvarp sitt ogað búsetunni
undanakilinni er ágreiningurinn lítil-
fjörlegur. Aðrar eins aðfinslur minni
hlutans við frumvarp stjórnarbótar-
manna eins og þær, að engin trygg-
ing sé fyrir því að ráðgjafinn komi á
þing og að hann geti sent í sinn stað
einhvern mann, sem ekki skilji ís-
lenzku, er svo mikill hégómi, að ekki
er orðum að þeim eyðandi.
Búsetu-krafan er það, sem á að
geta vilt alþýðu manna sjónir, og ann-
að ekki. í>ess vegna er ekki við öðr-
um ágreiningsatriðum lítandi; þau eru
ekki þess verð að tefja sig neitt á
þeim.
Ekki svo að skilja, að vér berum
neinn kvíðboga fyrir þvf, að íslenzkir
kjósendur muni yfirleitt láta ginnast
af slíkri flugu sem þessari. Að minsta
kosti eykst engum manni trú á ginn-
ingarafl hennar þótt hann lesi nefnd-
arálit minni hlutans. f>ar má gera
ráð fyrir að tjaldað sé öllu, sem til er
af röksemdum þeim megin, þó að það
nefndarálit sé annars allófimlega sam-
an sett og skrifari minni hlutans hafi
sýnilega ekki verið vaxinn starfi sínu.
En barnalegfc ístöðuleysi þyrfti til þess
að sannfærast af öðru eins.
Fyrsta ástæðan, sem fyrir því er
færð, að ráðgjafinn verði að vera bú-
settur hér á landi, er sú, að annars
sé engin trygging fáanleg fyrir því,
að hann verði kunnugur högum
vorum og þörfum.
Minni hlutinn gerir sér auðsjáan-
lega í hugarlund að unt sé að fá laga-
trygging fyrir kunnugleikanum og að
ekki þurfi annað til þess en að skylda
ráðgjafann til að vera búsettan hér á
landi.
En sá fyrirtaks-barnaskapur!
Eins og ekki hafi setið í æðstu em-
bættunum hér menn, sem brostið hefir
bunnugleik á högum og þörfum Iands-
manna, menn, sem hafa verið svo
ókunnugir þeim öfnum til dæmis að
taka, að þeir hafa gerfc sér í hugar-
lund, að meir en nógir peningar væri
til f landinu, þegar þjóðin þjáðisfc nær
því öll af algerðu  peningaleysi, þegar
jarðirnar voru í niðurníðslu og þeim
lá við auðn, þegar bændur sátu skepnu-
Iausir á jörðunum, þegar vöruskifta-
og lánsverzlunin saug merginn úr
efnahag landsmanna — alt vegna þess
að peninga vantaði í landið. |>essir
reykvísku embættismenn víssu það, að
þeír sjálfir og jafningjar þeirra og
kunningjar gátu fengið út á víxil í
Landsbankanum og — lengra náði
þeirra kunnugleiki ekki.
Sé ráðgjafanum á annað borð svo
farið, að hann geti eklri kynst högum
og þörfum íslendinga, þó að hann
skilji og tali íslenzka tungu, þó að
hann eigi kost á að lesa það alt, sem
prentað er á tungu þjóðarinnar, þó
að hann eigi kost á að ferðast hér um
land, þegar aðrar embættisannir banna
það ekki og tala við hvern íslending
sem honum sýnist, og þó að hann
eigi að sitja á alþingi, taka með full-
trúum þjóðarinnar þátt f öllum þeim
raálum, sem þar eru til umræðu og
úrslifca, þá er hann einhvern veginn
svo gerður, að engin von er til þess,
að hanu verði kunnugur landshögum
og þjóðarþörfum með því að eiga
heima hér í Beykjavík.
í öðru lagi segir minni hlutinn, að
ráðgjafinn eigi að líta eftir þvi að
alt fari skipulega fram í landinu, en
það geti hann því að eins, að hann
sé hér búsettur.
Ætlast þá mennirnir til þess, að
ráðgjafinn sjálfur hafi gætur á hverj-
um manni á landinu? Kemur þeím
ekki til hugar, að hann muni beita
fynr sig við eftirlitið þessum embætt-
ismönnum, sem hann hefir sór til að-
stoðar, landshöfðingja, amtmönnum,
sýslumönnum, hreppstjórum? Vér spá-
um því jafnvel, að sumum embættis-
mönnunum hér á landi kynni að þykja
eftirlitið geta orðið fullstrangfc, þegar
fenginn væri ráðgjafi, sem fyndi til
þess, að hann bæri nokkura ábyrgð á
því, hvernig farið er með þessa þjóð
— þó að hann væri búsettur í Kaup-
mannahðfn. Að sjá þingmanninn, yfir-
valdið, skiftaráðandann í Snæfellsnes-
sýslu t>etjast niður og semja skjal um
þá hætfcu, er standi af eftirlits-
1 e y s i ráðgjafans, ef stjórnarbótinni
yrði framgengt, það er einkennilegri
sjón en hvað hiin er sannfærandi.
Loks segir minni hlutinn, að á -
b y r g ð verði því að eins fram kom-
ið á heudur ráðgjafanum, að þjóðin
nái alt af til hans.
Vér látum alveg ósagt, við hvað
mennirnir eiga með þeim ummælum;
hvott þeir ætlast til að þjóðin láti
ráðgjafann »alt af« sæta Ifkamlegri
hirtingu, þegar henni mislíkar eifct-
hvað við hann, eða hvorfc þeir eiga
við eitthvað annað. En víst er um
það, að sé ekki unt að láta ráðgjaf-
ann finna til nokkurrar ábyrgðar, þó
að hann eigi sjálfur fyrir sína eigin
hönd að semja við löggjafarþing þjóð-
arinnar og verja frammi fyrir því
allar sínar stjórnarathafnir, þá er ekki
mikil von um, að  sú  ábyrgðartilfinn-
ing vakni til muna við það eitt, að
hann sé skyldugur til að telja sig til
heimilis hér í Reykjavík.
Nefndarálit minni hlutans færir eng-
um manni heim sanninn um pað, að
búseta ráðgjafans hér á landi sé ó-
hjákvæmilegt s k i 1 y r ð i fyrir sæmi-
lega góðri stjórn, né heldur að hún sé
neín t r y g g i n g fyrír slíkri stjórn.
Og það er ekki heldur von; því að
hún er hvorugt.
Vitanlega væri 'æskilegt, að vér fengj-
um alinnlenda stjórn, ef unt væri að
koma henni svo fyrir, að hún yrði
ekki fyrir kostnaðar sakir ofviða þess-
um fáu hræðum, sem dreifðar eru út
um alt þetta landflæmi. En auðvitað
höfum vér ekki meiri tryggingu en
aðrar þjóðir fyrir því, að sú stjórn
verði góð — þá eina, sem fólgin er í
þjóðinni sjálfri.
En hvað sem kann að mega ségja
um þá kosti og galla — því að þeir
eru líka til — sem innlend stjórn
hefir til að bera, þá er það víst, að
þessi ráðgjafabúseta, sem minni hlut-
inn er að halda að oss í nefndaráliti
sínu, er hégóminn einber.
Fyrirkomulagið, sem, þeir menn
halda fram, er fyrst og fremst ekkert
annað en stjórnskipulegt afskræmi.
Eigi að eins kemur það hvergi nærri
þeím stjórnskipulegum hugmyndum,
sem með Dönum rílqa, og er þar af
leiðandi ófáanlegt. Hitt er lakara, að
það ríður í bág við stjórnakipulegar
hugmyndir allra þjóða og er ekki ann-
að en fimbulfamb.
"Á stjórnarhugmyndir  Dana  rekur
það sig sérstaklega að fcvennu leyti:
1.  Danir neita því, að nokkur geti
verið ráðgjafi konungs síns, nema
hann eigi sæti í ríkisráðinu. Nú h'gg-
ur það i augum uppi, að sá. maður
geti ekki, nema þá eingöngu að nafn-
inu, áfct sæti í ríkisráði Dana í Khöfn,
sem er búsettur hér úti á íslandi,
eins og ísafold hefir áður gert all-
nákvæmlega grein fyrir.
2.  |>að er eitt grundvallaratriðið í
stjórnarfyrirkomulagi Dana, að ráð-
gjafaábyrgðiu sé bundin við undir-
skriftina með konungi. í fyrirkomu-
lagi minni hlutans er það grundvall-
aratriði virt gersamlega að vettugi.
|>ar er settur tí laggirnar ráðgjafi, sem
e k k i hefir abyrgð á undirskrift sinni,
að því er til efnisins kemur í því, er
hann undirritar með konungi.
En auk þess væri fyrirkomulagið
þveröfugt við sfcjórnarhuguayndir allra
þjóða í veröldinni. Hvergi á bygðu
bóli er til r á ð g j a f i, sern ekki á að
vera ánnað en umboðsmaður
annars ráðgjafa. Slíkur ráð-
gjafi væri stjórnskipulegt afskræmi og
næði engri att.
Formælendur búsetufleygsins hafa
verið að bera fyrir sig fyrirkomulagið
i Noregi, af því að norski ráðaneytis-
formaðurinn, sem í Stokkbólmi situr,
ber fram fyrir konung, þegar hann er
ekki staddur í Noregi,  þær  stjórnar-
ráðstafanir, sem  ráðgjafarnir í  Krist-
janíu ráða konungi tjil að staðfesta.
En stjórnarfyrirkomulag Norðmanna
er gagn-ólíkt því fyrirkomulagi, sem
formælendur búsetufleygsins eru að
halda að íslendingum.
Ráðgjafarnir norsku í Stokkhólrni
eru alls ekki umboðsmenn ráðgjafanna
í Kristjaníu, heldur tekur stjórnarskrá
Notðmanna það fram, að þeir hafi
sómu skyldur og sömu ábyrgð eins og
aðrir ráðgjafar. En það, að ráðgjafi í
Stokkhólmi getur flutt fram fyrir
konung og undirskrifað með honum
það, er ráðgjafarnir í Kristjaniu hafa
lagt fcil, stafar af því, að eftir stjórn-
arskrá ográðgjafa-ábyrgðarlögum Norð-
manna er ábyrgðin e k k i bundin við
undirskriftina. |>ar undirskrifa ekki
aðrir með konungi en ráðaneytis-for-
mennirnir (Statsministre). En hinir
ráðgjafarnir (Statsraader) bera engu
að sfður fulla ábyrgð a stjórnarathöfn-
um sinum.
Eftir dönskum stjórnarhugmyndum
er gersamlega óhugsandi að fyrirkomu-
lagið yrði það í reyndinni, sem minni
hluti nefndarinnar gerir ráð fyrir. —
Ráðgjafi vor í Kaupmannahöfn v e r ð-
u r að bera abyrgð á efni þess, sem
hann skrifar undir með konungi. |>ar
af leiðandi getur hann stöðugt neitað
að flytja það fram fyrír konung, sem
alþingi og ráðgjafinn hér hefðu komið
sór saman um.
Hvað Ieiðir svo af því?
Af því leiðir það, alveg vafalaust,
að reykvíski ráðgjafinn verður að
víkja. Hitt kemur víst engum full-
orðnum manni til hugar, að ráðgjafi
vor í Khöfn, sem auðvitað væri einn
af dönsku ráðgjófunum, eins og að und-
anförnu, yrði Iátinn víkja úr ráðaneyt-
inu fyrir ráðgjafa hór úti á íslandi.
Og hverju erum vér þá bættari,
nema engu? Vér fáum þá ánægju, að
setja ráðgjafa á eftirlaun hér hjá oss
fyrir það eitt, að hann er á vorn máli,
en ekki stjórnarinnar dönsku.
Og þetta skrlpi eigum vér að láta
telja oss trú um h.ð sé »heimastjórn«
— þetta, sem er enn ógeðslegri tegund
af Hafnarstjórn en sú.er vér núhöfum!
Svo mikill er barnaskapurinn og
þroskaleysið í stjórnmálum ekki hér á
landi, að íslendingar gfni yfir annarri
ains flugu og þessari, sem vér yrðum
blátt áfram að athlægi fyrir, ef vér
sendum hana út' yfir pollinn, sam-
þykta af löggjafarþingi þjóðarinnar.
Póstskip Laura, kapt. Aasberg, kom
nú um miðjan dag. Hafði fengið versta
veður í fyrra dag, braut ýmislegt á þil-
fari og farþegar meiddust.
Farþegar frá Khöfn: frú Anna Stephen-
sen frá Akureyri og frk. Maria kjördóttir
henner, frk. Kristin Petersen frá Rvík,
Ásg. Torfason kand. frá Olafsdal, Ari
Johnsen, sönglistarmaður, Christensen, stór-
kaupm. frá Aarhus. Frá Englandi: 'frú
Sigriður Magnússon (Cambridge) og nokk-
urir ferðamenn,
Engin tíðindi.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 193
Blašsķša 193
Blašsķša 194
Blašsķša 194
Blašsķša 195
Blašsķša 195
Blašsķša 196
Blašsķša 196