Ísafold - 27.07.1901, Blaðsíða 3

Ísafold - 27.07.1901, Blaðsíða 3
203 gjafsóknarrétturinn hefir spillandi á- hrif á réttlætistilfinningu hennar. En gjafsóknarrétturinn er jafnframt mikið haft á prentfrelsi hér á laudi. Blaðamönnum er ekki unt a? ósekju að finna að gjörðum embættismanna, hvernig sem þeir haga sér, einkum þegar þess er gætt, hvernig meiðyrða- Iöggjöfin hér er; þvínær ómögulegt er, að orða aðfinslur svo, að ekki megi heimfæra ummælin undir hana. þeim, sem vilja hafa prentfrelsið í heiðri, hlýtur að vera áhugamál að fá gjafsóknarréttinn úr Iögum numinn. A meðan hann er í gildi, getablöóin ekki gegnt skyldu sinni í fullum mæli. Vitaskuld verður þá jafnframt að nema úr lögum fyrirmælin um, að yfirboðar- ar embættismanna skuli skipa þeim málshöfðanir út af meiðyrðum. Eg sé ekki heldur að þörf sé á slíkum rétt- indum. Séu svo alvarlegar sakir born- ar á embættismann, að yfirboðurum nans þyki ástæða til að rannsaka málavexti, þá ætti six rannsókn að geta farið fram hlutdrægnislaust. .En finnist embættismanni sjálfum sóma sínum misboðið, þá á hann eins og aðrir að kosta til þess verja æru sína. Óhæfur vani. það er ljóti vaninn, sem svo mjög tíðkast allvíða hér á landi, að hrúgað er bréfum og sendingum upp á far- þega póstgufuskipanna, einkum þeirra, er leið eiga til höfuðstaðarins. Eru oft svo mikil brögð að því, að bréý þau, er farþegar flytja, eru að mun fleiri en þau, er send eru í póstinum. Auðvitað er ekki hægt áð sanna þetta með tölum, sem gefur að skílja, þar er þessar bréfasendingar verða að ganga í pukri. En þeir eru mjög margir, sem ferðast með póstgufuskipun- um, og þegar margir hafa meðferðis alt, sem þeir ha.ýa verið beðnir fyrir, sem oft dregur • drjúgan, þá — þá safnast þegar saman kemur. Að þetta, sem hér hefir verið sagt, só satt, skal ekki frekara leitast við að rökstyðja hér; þess þarf ekki, því að það er á aimennings vitorði. En þetta er óhæfur vani, sem ætti að leggjast niður hið allra bráðasta. Og hvers vegna það? Já, hvers vegna eigurn vér ekki að baka öðrum mönnum óþægindi, ef hagur sjálfra vor stendur örlítið betur fyrir það? Hvers vegna eigum vér ekki að koma öðrum mönnum til að aðhafast það, er leitt geti siðferðístil- finningn þeirra afvega? Eins og kunnugt er, eru nú alt af að aukast viðskifti manna úti um land, einkum kauptúnanna, við Eeykja- vík. það eru þvi margír, sem þurta að vita af ferð, ef farið er til Eeykja- víkur. þeir eru ekki öfundsverðir, sem leið eiga þangað. JEinn kemur með bréf, annar með smáböggul, skó eða áhöld, er sendast eiga til viðgerð- ar; þriðji þarf að senda ullarpoka eða smjörkassa, sem auðvitað á svo að verzia með; fjórði þarf að senda syni sínum eða dóttur koffort, kistu; rúm- föt eða eitthvað því um líkt, og þann- ig mætti telja lengi. Yeslings-ferðamaðurinn, sem ekki flytur í sínar þarfir með sér nema eitt koffort eða tösku, er nú orðinnumkringd- ur af flutningsdóti, sem honum kemur lítið við og hann hefir að eins kostn- að og erfiðleika af. Til skips og fráverður hann svo að stritast við að bera þetta og borga fyrir uppskipun þess; og þegar til Eeykjavíkur kemur, fer vanalega til þess alt að degi eða meir, að skila af sér bréfum og afhenda sendingar og verzla. Og hvers vegna neita farþegar ekki að taka með sér flutning, sem eykur þeim erfiðleika umfram það, sem ann- ars þyrfti, og kostnað? Af því að þá bölvar blessaður ná- unginn þeim fyrir ógreiðviknina og segist jafnvel skuli muna þeim það síðar; og það hrífur. þá þarf hann, sem sendir, heldur ekki að borga neitt farmgjald. Bréf geta menn tekið til flutnings sér að meinalitlu, það er snertir með- ferð þeirra; þau eru eru ekki svo sér- lega þung eða fyrirferðarmikil. En þá er að koma þeim til skila, og get- ur það oft tafið tímann, einkum fyrir ókunnugum. En skyldi það vera góð aðferð til að ala upp Iöghlýðni með þjóðinni, að láta þetta vera óvítt? Hér er þó dregið úr höndum póst- stjórnarinnar og brotin lög. Ef línur þessar geta ekki gefið til- efni til þess, að póststjórnin reisi því betri skorður, að slíkar pukursending- ar viðgangist lengur, þá væri þó ósk- andi, að landsmenn sjálfir reyndust svo skynsamir, að hætta þessurn vana, leggja niður allan farþega-póstflutning; því að það er ekki til að greiða við- skifti né gera sendingar ódýrri; þvert á móti kemur oft meiri kostnaður, niður á farþegunum en þurft hefði til sendinganna annars, og óneitan- Iega ber það vott um hugsunarhátt á fremur lágu stigi. Ferðalangur. Oddur segir til sín. Hcrra málafærslumaður Oddur Gíslason, hefur nú gripið til pennans í Isafold; ekki til þess að svara grein minni í Þjóðv., að hann segir, heldur til að leiðrétta sumt, sera hann álítur villandi fyrir almenning. Hafi tilgangur Odds lögmanns(!) með greinarómyndinni verið sá, að skýra rétt frá málavöxtum, þá hefur honum hrapallega mistekist, eða að eitthvað annað hefur ver- ið fremur vakandi fyrir honum en sannleiks- ást. — Mér dettur ekki í hug að lá lög- , manninum! þótt honum sárni, þegar flett er ofan af tvöfeldnisaðferð hans við setu- dómarastörfin á Isafirði. — Það verður flestum skepnum fyrir að reyna að hjarga sér úr feninu, ef hin ætlar að sökkva. En hinu gat eg ekki húist við af þeim »gentle- manni«, að hann mundi fara af skrifa ó- sannan óhróður um mig í blöðin, og hæta þannig gráu ofan á svart. Það er ósatt, að eg hafi beðið Odd þennan að taka að sér málið ssm setu- dómara. Eg fcr sem sagt til amtmanns, og krafðist setudómara, (shr. Þjóðv. 18. maí), stakk sjálfur upp á tveim lögfræð- ingum, en var neitað um háða, en Oddur þessi var mér settur; en hann hafði eg ails ekki nefnt, enda har eg ekki mikið traust til hans sem lögfræðings; þó tók e? á móti honum. Eg hélt sem svo, að betra væri að veifa röngu tré en öngu. Þó hefur það síðar sýnt sig, að Oddur þessi varð mér verri en enginn. Eg veit að vísu, að ósann- indi Odds um mig eru of gagnsæ til þess, að nokkur kunnugur láti blekkjast af þeim, en vegna þeirra, sem að eins hafa séð, hvað »lögmaðurinn« hefur skráð, skal eg henda aðeins á fátt eitt af ósannindum hans. Meðal annars tekur Oddur það fram, að eg hafi oftast verið meir og minna drukk- inn á Isafirði meðan hann dvaldi þar. Þetta eru hrein og bein ósannindi. Að visu er eg enginn bindindismaður, og þarf þvi hvorki að standa Oddi né öðrum reik- ningskap á gjörðum minum i þessu efni, en sizt finst mér það sitja á Oddi lögmanni, að brigzla mér um drykkjuskap, þar sem hann sjálfur var hér ileirum sinnum svo dauðadrukkinn, að hann vart mátti heita sjálfbjarga húsa i milli og slagaði á báða bóga. Skyldi svo vera, að »lögmaður- inn« hafi gleymt þessu sjálfur, þá er hægt að færa lionum heim sanninn um það með nægum vitnum. — Þar sem hann talar um, að eg hafi ekki lagt fram peninga, þá er það alveg rétt. Mér datt ekki í hug að fá honum peninga í hendur, fyr en hann vildi byrja á málinu; en því neitaði hann. I Fyrir hvað átti eg þá að fá honum pen- inga? En hitt er ósatt, sem »lögmaðurinn« segir, að ég hafi ekki haft peninga, þessar umræddu 150 kr. og góða ábyrgðar- menn fyrir ölJum frekari kostnaði (c. 500 kr.). Eg vona að þetta verði herra »lögmann- inum« nægileg ráðning, til þess hann hlifi sér eftirleiðis við að skrifa um mig ósann- an óhróður í blöðin; enda vil eg ekki láta hjá líða að tilkynna honum, að margt fleira gæti eg til tínt að svara honum með, ef hann færi aftur að láta til sín heyra. Fullar sannanir fyrir því, að eg hafi haft peningana og ábyrgðina, hef eg hér á staðnum, og getur herra setudómarinn feng- ið að sjá þær, ef hann í því skyni vildi ómaka sig aítur til Isafjarðar. Isatirði 7. júli 1901. Samson Eyólfsson. Heiðurssarasœti var haldið í Iðnað- arm,húsinu 23. þ. m. kapt. á Heimdalli A.P. Hovgaapd af alþingismönnum og nokk- urnm bæjarmönnum öðrum. Þar voru og boðnir aðrir yfirmenn skipsins. Daginn eftir bafði hann boð úti iHeimdalli. Sarasöngur var haldinn 24. þ. m. í Grood-Templar-húsinu til ágóða fyrir minn- isvarða yfir Jóinas Hallgrimsson, fyrir húsfylli, og var aðalsöngvarinn Ari Johnsin frá Hamborg, sonur Daníels heit. Johnsens kaupmanns, sá er kom og fór nú með póstskipinu. Hann þótti skara langt fram úr því, er hér hefa menn vanist. Ágóði af samsöngnum um 200 kr. alþingismamis og skiftaráðapda Snæ- fellinga. Annars verður samsetningur mannsins í málgagninu athugaður bet- ur áður en langt um líður. Gjafsóknamálið. Frumv. um af- nám gjafsóknarrétts embættismanna, frá þeim Sk. Thoroddsnn og Pétri Jónssyni, var í gær að lokinni framanskráðri ræðu Sk. Th. vísað til 2. umr. i neðri deild, með öllum þorra atkv. gegn 2. Það þótti eftirtektavert, að þessir tveir voru þeir mágar, sýslumennirnir vestfirzku, Lárus H. Bjarnason og Hannes Hafstein. Veðurathuganir i Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson. <3 œ 3 <3 Eg 190 1 c: o c* 5 % ct- júlí 3 3 crq 'p ct p öf 33 3 § ' po P ej- Mvd24.8 761,6 12,8 w i 4 5,9 2 761,8 12,7 w i 5 9 761,6 12,2 0 5 Fd. 25. 8 761,8 11,5 SE 1 8 7,5 2 762,5 11,6 s 1 10 9 763,9 11,3 SE 1 10 Fsd.26.8 764,3 14,6 E 1 6 0,2 8,6 764,3 15,7 S 1 10 764,3 12,7 s 1 9 Maenfjölgim í BarðiiSti’andursýsl u Lieiðrétting. Landshöfðingi sagði e k k i í umræðunum um stjórnarskrármál- ið 23. þ. m., eins og stendur i síðustu ísafold fyrir vangá eða misheyrn, að stjórnin sé því ekki mótfallin, að sam- einað þing kjósi til efri deildar, heldur hitt, að stjórnin sé þvi ekki mótfallin, að þjóðin kjósi beint til hennar. Síðdegisguðsþjóuusta í dómkirkj- unni á morgun kl. 5 (J. H.). Pinnlappa-fóstrið danska. Hann bar á móti þvi um daginn í þingræðu, framsögumaður minni hl. i stjórnarskrár- málinu, að t'rumvarpið þeirra með mörgu nöfnunum (»heimskustjórnarfrumvarpið«,) »tilberasm]or« o. s. frv ), þetta sem sálað- ist um daginn i neðri d., hafi verið lagt út úr dönsku. En honurn er gagnslaust að vera að þvi. Það var einn þeirra félaga 10, flutnings- mannanna, sem frá því sagði sjálfur i ó- spurðum fréttum Það var einn kunningi hans að draga dár að þeim fyrir hinn hneykslanlega ó- myndarírágang á því. Þá svarar hinn: »Það var ekki von, að frágangurinn væri góður, því við höfðum ekki nema sólarhring til að leggja það út« Það var i hans augum nægileg afsökun. Yiðmælandi inti frekara eftir, hvernig þvi væri farið, að frv. hefði verið frum- ritað á dönsku, og gerði hinn sina grein fyrir þvi. En — fór-.þá loks að átta sig á, að hann rnundi ekki hafa átt að vera að segja frá þessu! Þvi vitaskuld átti það leynt að fara, og vel er það skiljanlegt, hvernig framsm. hefir þózt geta varið fyrir sjálfum sér, að þræta fyrir það. Frv. hefir sem sé verið vikið litið eitt við að efni, um leið og það var islenzkað, meðal annars feldur úr þvi jarlinn eða landsstjórinn, sem í þvi var upphaflega, — og fyrir það vitanlega aflagað enn meir! Það var þvi ekki t ó m útlegging, og það var framsm. nóg. Póstgufusk. Vesta, kapt. Holm, kom aðfaranótt 25. þ. m. norðan um land og vestan, og með henni strjálingur af far- þegum. Snæfellingayfirvaldið dróttar því að Einari Hjörleifssyui í afturhaldsmálgagninu í gær, að hann sé yfirleitt ósannsögull. Tíminn til slíkra sakargifta er ekki sem ’nentug- legast valin nú, þegar E. H. hefir fyrir fáum dögum fengið það sannað með dómi, hve vandlega hann hefir þrætt sannleikan um athæfi kjörstjóra, Herra ritsjóri! Eg vona þér gjörið svo vel að lána eftirfarandi lfnum rúm í yðar heiðraða blaði. þær eru stutt leiðrétting við eitt atriði 3em ekki er rétt í skýrslu þeirri, sem stóð í 20. tölublaði ísafoldar 10. apríl þ. á, eftir Stjórnartíð. um fjölgun lands- manna á síðasta áratug, og kemur það sjálfsagt af ókunnugleik. Skýrsl- an er annars mjög fróðleg og fólks- fjölgunin þrátt fyrir útflutninginn og slysfarir góður og gleðilegur vottur um framtíð landsins. í skýrslunni stendur, að f Barða- stratidarsýslu hafi fólki fjölgað um 180 á síðasta áratug; og muni sú fjölgun að líkindum mest hafa lent hjá hvala- veiðamönnum. jpessu er ekki þannig varið. í Barðastrandarsýslu er að eins ein hvalveiðastöð, og við hana er ekkert fólk á þeim tíma, sem fólkstal er tekið, nema eitthvað 2—3 menn. þeir sem vinna við þessa hvalastöð eru alt Norðmenn, sem fara heim á haustin og koma svo aftur á vorin, svo hún hefir alls ekkert fólk dregið að sér. Fólksfjölgun í þessari sýslu er víst eingöngu á Bíldudal. Fyrir 10 árum var þar að eins 1 íbúðarhús, þ. e. kaupmannsins þar. Nú eru þar um eða yfir 20 íbúðarhús og full 200 manna, og nemur þessi fjölg- un fullkomlega því sem segir í skýrsl- unni um fólksfjölgun í Barðastrandar- sýslu. En fólksfjölgun í þessu kaup- túni verður alls ekki sagt að hafi dregist frá landbúnaðinum. |>að sem þangað hefir fluzt eru flest sjómenn eða þurrabúðarmenn frá öðr- um sjóplássum, svo og nokkrir iðn- aðarmenn. jpað er sú mikla atvinna hjá hr. P. J. Thorsteinson bæði við þilskipaútgjörð hans og aðrar framkvæmdir á landi, sem aðallega hefir dregið fólk þangað. Hann hefir ekki eingöngu verið að hugsa um að græða fé til að leggja það á kistubotninn, heldur tilað láta það vinna gagn bæði sér og sfnum eftirkomendum og jafnframt veita þurf- andi verklega atvinnu. þess mun líka lengi sjá merkí á Bíldudal, að síð- asta áratug liðnu aldarinnar hafi búið þar einn af starfsömustu og fram- kvæmdarmestu borgurum þjóðfélags- in8. jpegar hr. P. J. Thorsteinson kom á Bíldudal, voru þar 2 hrörleg timbur- hús og 2 torfkofar, sem tilheyrðu verzl- uninni; önnur hirsakynni engin; höfðu þó fyrirrennarar hans þar haft gnægt fó og verið vel efnaðir; en þess sáust

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.