Ísafold - 28.09.1901, Blaðsíða 3

Ísafold - 28.09.1901, Blaðsíða 3
259 úti í frá, að það t. d. vissi, að hann væri sannnr að sök um glœpi þá, er yfirvald hans ber honum á bryn í marg- nefndu embættisskjali. En hvernig ætti það að geta verið, að málinu órannsök- uðu ? Og væri svo, hví hefir hann þá, amtmaður, eigi látið höfða sakamál gegn manninum fyrir margnefnda glæpi ? Oss er bæði ljúft og skylt að ganga að því vísu í allralengstu lög, að þessi og þvílíkir úrskurðir séu af tómri rétt- vísi sprotnir, hvort sem það liggur í augum uppi eða leynist almennings aug- um. Það er ekki alt sem sýnist í þeim efnum, fremur en öðrum. En mætti fara eftir útlitinu, eftir því, sem sýnist, mundi þykja nærri liggja að spyrja sem svo: Hefði verið hægt að fara öðruvísi að, ef allir, sem hér eiga hlut að máli, hefðu gerst samtaka um, að hlífa yfirvaldinu fyrir hvern mun við öllum óþægilegum af- leiðingum af margnefndu, heldur ógæti- lega orðuðu umsagnarskjali þess? Hefði verið annað ráð vænlegra til að afstýra lögsókn á hendur téðu yfirvaldi en að heimta af blásnauðum manni fyr- irfram stórfé sem skilyrði fyrir því, að gefin væri út stefna í því, hvað þá heldur gert meira? Hefði svona verið farið að, ef treyst hefði verið góðum málstað yfirvaldsins? Eða mundi þá ekki miklu fremur alt hafa legið laust fyrir um málshöfðun gegn því, einmitt í því skyni, að fá það fagurlega hreinsað og þvegið af allri synd í þessari grein? Hefði verið svona beitt gjafsóknar- veitingarréttinum, ef höfð liefði verið nógu hugföst hin fagra meginregla: »Lögin fara ekki í manngreinarálit«, þ. e. lögin Iáta sig engu skifta, hvort í hlut á umkomulaus fátæklingur, jafnvel fjár- þrota kaupmaður, eða glæsilegur, goðum og mönnum hugþekkur valdsmaður? Hefði verið lagt þetta kapp á að firra hann öllum vítum að svo stöddu að minsta kosti, ef ekki hefði staðið svo á, að hann þurfti einmitt í sama mund að komast á fund hinnar æðstu valdstjórn- ar vorrar utaulands, beint í því skyni, að setjast í hennar sess, þ. e. — verða íslands- ráðgjafi, og þá kæmi sér betur, að hann væri hreinum og fögrum réttlætisskrúða skrýddur, en ætti ekki sökótt út af á- virðingum, sem eitthvað ættu skylt við misbeiting á embættisvaldi? En það er, sem betur fer, ekki alt sem sýnist, — ekki alt gull sem glóir, né sót, þótt sorta beri. »Nýtt blað í burðarliðnum«. Eftir þvi sem vér höfum næst komist, er sá einn flugufótur fyrir orðasveim þeim, er hér hefir gengið, um nýtt hlað, er hyrja skyldi hér i haust að tilhlutun forkólfa afturhaldsiiðs- ins, i þvi skyni að bæta upp hið gamla málgagn, sem þeir kváðu ekki vera neitt hrifnir af, — að ofurlitið vikublað, sem aðal- eigandi Félagsprentsmiðjunnar hefir gefið út það sem af er þessu éri og talað var að ætti að hætta nú i haust, — ritstýrinn frá þvi við þessi mánaðamót, — á að halda áfram og fara nú að gefa sig við lands- stjórnarmálum, undir ritstjórn stúdents frá i sumar, sem ætlar á prestaskólann í haust, en kvað vera stækui stjórnarbótamótstöðumað- ur. Mun hafa verið leitað fyrir sér áðuv við ýmsa aðra nm það starf, og það suma þjóðkunna landsmálagarpa; en'orðið á. rangurslaust. LTt úr því hefir sjátfsagt þessi orðasveimur spunnist. Til hæstaréttar kvað rektor ætla með málið mikla, sem getið var um i Isa- fold um daginn, og sækir fast um gjafsókn þar! Fær sjálfsagt öflug meðmæli með þeirri bæn héðan. Þeir Iæknarnir Guðm. kennari Magn- ússon og Björn Ólafsson augnlæknir sigldu báðir til útlanda með Yestu 24. þ. m. o<r eru ekki væntanlegir aftur fyr en á áliðn- um vetri. Þeir ætluðu fyrst til Lundúna og ef til vill til Parisar, þá til Khafnar og verða þar um miðjan veturinn, og loks til Þýzkalands. Um Olafsdalsskólann höfðu komið til amtsins áskoranir í sumar ekki úr »flest- um«, heldur »nokkrum« sýslum vesturamts- ins, sem sé Dalasýslu, Ausur-Barðastr. og Stranda. — Þetta er leiðrétting við það sem haft er eftir amtmanni i Búnaðarþings- skýrslunni hér i blaðinu um daginn. Prestsvígsla. Biskup vor vigði í dóm- kirkjunni sunnud var 22. þ. m. þessa 3 prestaskól ak aud idata: Stefán Kristinsson að Völlum í Svarfað- ardal; Runólf Magnús Jónsson að Hofi á Skaga- strönd; Þorvarð Brynjólfsson að Stað i Súganda- firði Handsamað botnvörpung við veið- ar i landbelgi á Skagafirði hefir Heimdall- ur nýlega og fengið hann sektaðan á Sauð- árkrók um 60 pd. sterl, og afla og veiðar- færi upptækt. Skipstjóri kvað hafa vérið danskur. Alþingistíð. Lokið í dag við 4. hefti af umr. neðri deildar, 31.—40. örk. Þar er niðurlag botuvörpumálsins, fjárkláða- málið, fátækramál, og almannafriður á helgidögum þjóðkirkjunnar. Með Vestu, er lagði á stað 24. þ. m., sigldu, auk læknanna 2, meðal annara þeir Þorlákur Vilhjálmsson frá Rauðará (á land- búnaðarskóla), Benedikt Stefánsson skóari o. fl. Með Skálholti, er lagði á stað 26. þ. m. í sina siðustu ferð á árinu vestur Tim land og norður, fór fjöldi farþega, þar á meðal prestarnir nývígðu, Halldór Briem kennari, Þorbjörn héraðslæknir Þórðarson. Y eðurathuganir í Reykjavík, eftir aðjunkt Björn Jensson. 19 0 1 !| m CÞ >- <J <t> cx ff co p 3 <=! c.. 't — ff sept. F t ”p Ch s- ffi Já. & °S 5 I p Ld. 21.8 739,2 10,6 N 2 10 9,9 2 739,2 12,9 ENE 1 9 9 740,7 11,7 E 1 8 Sd. 22.8,743,0 10,9 0 9 1,4 9,8 2 745,9 13,0 ESE 2 8 9 748,4 11,2 E 1 7 Md. 23.8 745,3 10,4 E 1 10 2,5 9,6 2 745,6 11,6 SE 1 9 9 747,4 10,0 SE 1 9 Þd. 24. 8 747,7 9,5 SE 1 8 2,2 8,6 2 746,9 10,9 E 1 7 9 748,4 9,7 E8E 1 9 Mvd25.8,747,8 2 746,4 £,6 E 1 9 1,9 8,6 11,5 E 1 10 9 745,3 10,6 ESE 1 8 Fd. 26.8 743,3 9,1 sE 1 6 7,3 7,9 2 742,5 10,9 s 1 6 9 732,7 9,0 7,4 SE 2 10 Fsd.27.8 724,8 E 1 8 11,5 6,2 2 723,1 9,5 8E 1 7 9 725,6 7,7 8W 1 7 Frá útlöndum. ÞaS fréttist í fyrra dag með enskum botnvörpung, að McKinley Bandaríkja- forseti hefir beðið bana af tilræðinu, er honum var veitt 6. þ. m. Morðinginn, Czolgosz, steinþegir við öllum spurningum. Svarar ekki einu sinni því, hvort hann vilji láta skipa sér talsmann eða ekki. McKinley var hátt á sextugsaldri (f. 1844). Þetta var 5. árið hans í forsetatign, —endur- kosinn í haust er var. Sá heitir Roosevelt, er nú hefir við forsetaembættinu tekið. Hann var vara- forseti. Hann hefir beðið ráðherrana að halda embættum. Útfararhátíð í Washington 16. þ. m., með hinni mestu viðhöfn og ákaflegu aðstreymi mannmergðar. Þar stórmeidd- ust 50 manna af troðniugum við dyr þitighallarinnar, þar sent lík forsetans lá á nátrjám almenningi til sýnis. þetta er þriðji Bandaríkjaforsetinn, er myrtur hefir verið á síðasta mannsaldri liðugum: Liucoln 1865, Gíarfield 1881. I heljar greipum. Frh. þegar stórborgarmaðurinn, þetta barn 19. aldarinnar, heyrði sarghljóðið í skyrtunni og kendi andstygðarinnar, og svartir, hrottalegir fingurnir komu við hann beran, varpaði hann frá sér öllum sínum erfikenningum og varð að villimanni, er stóð augliti til aug- litis við annan villimann. Hann varð rauður í framan og efri vörin brettist upp fyrirlitlega; hann nísti tönnum eins og api og augun — þessi letilegu augu, sem ávalt höfðu verið jafn-stillileg — urðu nú blóðstokkin og vitleysisleg af ofsa. Hann réð á svertingjann og lamdi hann hvað eftir annað, máttlaust, en ilskulega, framan í svart snjáldrið. Hann löðrungaði eins og stúlka, með handleggnum hálfbognum og flötum lóf- anum. Maðurinn hopaði snöggvast á hæli, skelkaður af þessum ofsa, sem alt í einú var orðinn að björtu báli. Svo æpti hann óþolinmóðlega, þreif hníf úr langri og viðri erminni og lagði honum undir handlegginn á Brown. Brown settist niður, þegar hann fekk lagið, og tók að hósta — líkt og menn hósta við borðið, þegar eitthvað hefir hrokk- ið ofan í barkann — ákaft, látlaust, hver hóstahviðan eftir aðra. þá urðu rauðar kinnarnar fölar eins og mar- mari, og soghljóð kom í kverkarnar; svo tók hann annari hendinni fyrir munn- inn og valt út af á aðra hliðina. Svertinginn lét hnífinn renna aftur upp í ermina og rumdi við fyrirlitlega. Hinir þrifu hersinn, örvita af magn- lausri bræði, og drógu hann með sér til félaga hans, hvernig sem hann barðist og brauzt. um. þeir bundu á honum hendurnar með úlfaldataum, og loks lá hann hljóður og gramur við hliðina á geggjuðum prestinum. þarna var þá Headingly frá og Cecil Brown frá. Bandingjarnir rendu angráðum augunum af einu fölu and- litinu á annað, eins og til þess að ráða í, hvern þeir ættu nú að missa næst úr hópnum, er skilið hafði með kæti og fjöri við skipið þá um morg- uninn og borið hafði ríðandi við bláan- himin að sjá frá þilfarinu á Korosko. Tveir liðin lík af 10, sem þá voru í hópnum, og hinn þriðji genginn af vitinu. Fardet sat einn síns liðs, studdi höndum undir höku sér, lét olnbogann hvíla á hnjánum og starði út yfir ör- æfin, dapur í bragði. Alt í einu sá Belmont hann hrökkva við og fara að hlusta, eins og þegar hundar heyra fótatak, sem þeir þekkja ekki. Svo teygði hann fram höfuðið, krepti hnef- ana og starði látlaust á svörtu ásana austur undan, sem leið þeirra hafði legið um. Leðurmúll hefir glatast. Óskast skilað 1 afgr. ísaf. Hálfkista brúkuð, óskast keypt. Ritstj. visar á. Undirrituð tekur að sér að kenna börnum til munns og handa, eins og að undanförnu. Ragnhciður Jensdóttir. Þ.ngholtsstræti 23. Fjailkonan kemur út tvis- var í næstu viku. Skólapiítur vill taka að sér heimilis- kenslu. Upplýsingar gefur G. T. Zoega adjunkt. Laukur hjá C. Zimsen. Héraðsfundur. þriðjudaginn þ. 29. október þ. á kl. 12 á hádegi verður héraðsfundur hald- inn í Goodtemplarahúsinu í Hafnar- firði. Verkefni fundarins er að taka ákvörðun um samþyktarfrumvarp, er sýslunefnd Gullbringu- og Kjósarsýslu samþykti á síðasta aðalfundi þess efn- is, að nema skuli úr gildi fiskiveiða- samþykt 17. febr. 1897 um notkun fiskilóðar í sunnauverðum Faxaflóa. Atkvæðisrétt á fundinum h^fa allir þeir, er kosningarrétt hafa til alþingis í Reykjavíkurbæ, Seltjarnarneshreppi, Bessastaðahreppi, Garðahreppi, Vatns- leysustrandarhreppi, Njarðvíkurhreppi, og Rosmhvalaneshreppi. Skrifstofu Gullbringu-og Kjósarsýslu 26. sept. 1901. Páll Einarsson- Uppboðsauglýsing(. Mánudaginn 30. þ. m. kl. 11 f. hád. verður opiubert uppboð haldið hjá húsi kvennaskólans hjer í bænum á ýmsum búshlutum og stofugögnum, svo sem vænum legubekk (chaiselongue), skrif- borði o. fl., tilheyrandi sagnlræðing P. Melsteð. Uppboðsskilmálar verða birtir á undan uppboðinu. Bæjarfógetinn í Rvík 27. sept. 1901. Halldór Daníelsson. Dönsk inálfræði eftir H. Kr. Friðriksson er til sölu hjá bóksala Sig. Kristjánssyni og hjá höfundinum. 28. sept. 1901. H- Kr. Friðriksson. Kálmeti kemur með »Laura« til verzlunar C Zimsen. Hvítkál -— Rauðkál — Selleri Rödbeder —■ Gulrætur — Piparrót. Þeir, sem þóknast að fá sér eitt- hvað af því, gjöri svo vel að láta skrifa sig á lista í búðinni. Hvort viljið liið lieldur kjöt af spiixfeitu geldneyti eða gott dilkakjöt ? Hvorttveggja fæst í verzlun Jóns Þórðarsonar. Nokkur hundruð pd. af skilvindusmjöri fást með góðu verði í verzlun B. H. Bjarnason. Strax. 2 einlileypir menn geta fengið leigt sitt gott kamersið hvor, ódýrt fæði, ef óskast og húsmuni. Sömuleiðis eitt stórt herbergi með þrem gluggafögnm og hita. Semja má við Jón Sveinsson trésmið. Vandaður sóti til sölu. Ritstj. visar 4. Tvö herbergi til leigu. Ritstj. vísar á. Stofa til leigu frá 1. okt. i miðjum bænum. Fæði fæst einnig á sama stað ef óskað er. Ritstj. visar á. Fjármark Bjargar Guðmundssdóttur á Auðnua sýlt og gat h., gagnfj, v. Röskur unglingspilnr, 16—18 ára, sem liefir lyst til að nema skraddaraiðn, getur komist i læri nú þegar hjá Reinh. Andersson. Gulrófur og túrnips fæst á Gróðrarstöð.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.