Ísafold - 26.07.1902, Blaðsíða 3

Ísafold - 26.07.1902, Blaðsíða 3
183 fá kjósendur til að gera: að bægja frá þingi hættulegasta þingfarar-keppi- naut téðs yfirvalds. |>etta er þó nokkuð sérstaklegs eðlis. Hér skal ekkert út í það farið, hvað hæft muni eða ekki hæft í almannaróm vestra um upptök kær- unnar um ólöglega fjárbrúkun afvöld- um alþingismanns Skúla Thoroddsen honum til kjörfylgis, heldur að eins bent á hitt, hvort ekki munu þurfa nokkuð langt að leita dæmis fyrir því, að maður leyfi sér að skipa dómara- sæti í máli, sem honum er jafn-ná- bomið og þar sem í hlut á maður, sem hann hefir nýþreytt við skæðan bardaga af hinu mesta ofurkappi, allra helzt þar sem lög og réttarvenja ætlast til gersamlegs hlutleysis dómara af mál- um þeim, er þeir eiga um að fjalla — vilja tryggja sem allra vandlegast fyletu óhlutdrægni af þeirra hálfu. En þau hafa það til að sofa stund- um, lögin. Eða þá réttarmeðvitundin. En ekki er skemtilegt ástand í því landi, þar sem þeim verður mjög svefnsamt. Álþingi sett. |>að var gert í dag á hádegi. Prédikað áður í dómkirkjunni af síra Eggert á Breiðabólsstað. Kosinn var forseti í sameinuðu þingi síra Eiríkur Briem (32 atkv.) og vara- forseti Júlíus Havsteen (32). f>essir 6 þjóðkjörnir þingmenn voru kosnir upp í efri deild: Eggert Pálsson (33). Guðjón Guðlaugsson (34). Guttormur Vigfússon (34). Jósafat Jónatansson (34). Sigurður Jen3son (34). Skúli Thoroddsen (18). Neðri deild kaus forseta Klemens Jónsson, eins og síðast (22), og vara- forseta f>órhall Bjarnarson (22). Efri deild Árna Thorsteinsson (e. hl.) og varaforseta Guðjón Guðlaugsson (6). Skrifarar í sam.þ. L. H. B. og H. f>. (um 20); í efri d. Egg. P. og Sig. Jenss. (10); íneðrid. ÁrniJónsson (23) og Jón Magn. (22). Margra stunda (3) rimma út af málinu um ólöglega peningabrúkun af hálfu Skúla Thoroddsen við kosníng- ar í vor, þ ó 11 alls ekki hefði yfir kosningunni verið kært til þingsins. Kosning hans þó samþykt. Dáinn er hér í bænum í fyrri nótt uppgjafa- prestur síra |>orkell Bjaruason frá Beynivöllum. Hans verður minst frekara í næsta bl. Strandferðasklp Vesta (Gottfredsen) kom miðvikudagskveldift 23. þ. m. norðan um land og vestan. Meft því kom lands- höfftingi og frú hans; þingmennirnir Gnð- jún Guðlaugsson, Hermann Jónasson, Lár- us H. Bjarnason og síra Sigurður Ste- fánsson; sira Lárus Benediktsson frá Selár- dal hingað alfluttnr raeð fólk sitt (konu og 4 dætur); Þorsteinn Erlingsson ritstjóri frá Bíldudal; frú Kaistjana Thorsteinsson(Rvík); frú Katrín Briem (Viðey); ullarkaupmað- urinn ameriski Mr. Griihnau, er farið hafði kringum land; J<5n Jónsson læknir af Vopnafirði; kaupmennirnir Sig. Johansen frá Seyðisfirði, Grenwold frá Siglufirði, Arni Sveinsson frá ísafirði; Davið Östlund trúboði frá Seyðisfirði. Veðurathuganir í Reykjavik, eftir aðjunkt Björn Jensson. 1902 a 2”. ■< <D C* œ pr 9 5 <3 — rt- júlí s g ÚQ 'p <T+- æ c* 9= ó§ s 5 • p 3z Ld. 19.8 767,9 11,6 WNW 1 7 0,1 9,5 2 768,6 13,7 WNW 1 9 9 769,1 12,0 W 1 10 Sd. 20. 8 769,0 11,2 W8W 1 10 0,2 10,9 2 769,2 12,6 8W 1 10 9 768,8 11,6 W 1 10 Md.21. 8 766,3 10,7 WNW 2 10 1,2 10,2 2 765,6 11,7 W 1 10 9 764,9 10,6 0 9 Þd. 22. 8 765,1 10,4 0 10 9,2 2 765,8 12,6 0 9 9 765,8 11,4 NW 1 10 Md. 23.8 768,3 11,8 NNE 2 3 7,5 2 768,9 15,1 N 2 3 9 768,7 13,4 NNE 2 1 Fd. 24.8 766,6 10,8 NNW 1 1 7,1 2 764,1 13,6 W 1 3 9 762,7 12,7 NW 1 2 Fsd.25.8 760,2 11,6 WNW 1 3 7,1 2 759,6 14,5 NW 1 3 9 758,3 12,5 NW 1 3 I heljar greipum. Frh. Himiun var heiður og loftið tært, og bar hvern hlut svo skírt og glögt við móleit öræfin gróðurlaus, að því var líkast, sem raðað væri leikfaugi á borð örskamt frá þeim. Dervisjarnir eða þeir sem uppi stóðu af þeim, riðu hægt og ófylktir fram á melinn spölkorn frá þeim; dröfnóttir mötlarnir og rauðir túrbanarnir riðuðu til, eftir því sem úlfaldarnir hreyfðu sig. Ekki var á þeim að sjá, að þeir hefðu borið lægra hlut, því þeir fóru sér mjög hægt og spaklega; en þeir lituðust um, eins og þeir vissu ekki almennilega, hvað upp skyldi taka. f>að var engin furða, þótt þeir vissu það ekki, þvf svo voru þeir illa komn- ir, sem framast mátti, á uppgefnum úlföldunum. Sarras-sveitin var komin ofan úr gjánni og farin af baki. Úlf- aldarnir stóðu í smáriðlum, 4 og 4 saman, en hermennirnir lágu á hnjám í langri röð og sendu hverja skota- dembuna eftir annari á Araba, en þeir skutu á hina aftur af úlfaldabaki skipu- lagslaust. En áhorfendurnir höfðu ekki augun á Aröbunum, og ekki á skot- liðssveitinni á hnjánum. jþví að lengst úti á öræfunum sáu þeir, hvar komu 8 sveitir úr Halfa-úlfaldaliðinu í þéttri fylkingu, sem raðaði sér í fallegan sveig, er hún þokaðist nær. þeir voru komnir þarna í úlfakreppu, Arabar. •Lítið þið nú á!« kallaði hersirinn. Úlfaldar þeirra dervisjanna lögðust á hnén allir í senn og Arabar stukku af baki. Fyrir þeim var hár maður og tígulegur, og gat það ekki verið neinn annar en hann Wad Ibrahim emír’ Hann lagðist á knébeð litla stund. |>ví næst stendur hann upp og tekur eitthvað ofan af hnakknum á úlfalda sínum, breiðir það á sandinn og stígur á það. »Vaskur drengur!« kallaði hersirinn, •Hannstendurnúá sauðagærunni sinni«. »Hvað eigið þér við?« spyr Stuart klerkur. •Sérhver Arabi hefir sauðargæruáklæði yfir hnakknum sínum. þegar hann sér, að úti er um hann, en er þó ein- ráðinn að berjast, meðan uppi stendur, tekur hann sauðargæruna og stendur á henni, þangað til hann fellur. Lít- ið þið á: nú standa þeir allir á sauð- argærunum sínum. Nú veita þeir hvorki né þiggja grið úr þessu«. Nú stóðu þegar sem hæst leikar niðri á melnum'. Halfa-liðið var kom- ið nær. Dervisjar lágu á hnjánum og miðuðu byssum sínum, en hringinn í kring reykjarhverfing og blossa. Margt dervisjanna var fallið. Enhinirhlóðu byssur sínar og skutu, og sýndu þá sem oftar, að þeir kunnu ekki að hræðast. Tíu eða tólf lík í úlfgrá- um einkennisbúningi lágu á melnum út í frá á dreif og voru greinilegur vottur þess, að Egiptar höfðu þó nokk- uð til sigursins unnið. Nú kvað við snarpur hornaþytur frá Sarrasliðinu, og tók Halfa-sveitin und- ir með sama hætti. Úlfaldar þeirra voru líka allir lagstir, en liðið hafi rað- að sér í langa bugðu. |>eir hleyptu af byssum sínum í síðasta sinn, og lögðu því næst til höggorustu og æptu hið tryllingslega heróp Blökkumanna, er þeirjhöfðu numið af villiþjóðum í Mið- afríku. Nú var barist í einni bendu, er var hringiðu líkust til að sjá, byssu- skefti á lofti og spjótsoddar innan um þykkan rykmökk af malarróti. |>á kvað enn við lúðraþytur. Egiptar léttu sókninni og röðuðu sér í skipulega fylkingu aftur með svo skjótri svipan, sem vel tömdum liðsmönnum er lagin. En í miðjum hvirfingnum sást, hvar þeir lágu hver á sinni sauðargæru, hinn vaski stigamannahöfðingi og félagar hans. Nítjanda öldin hafði hefnt sín á sjöundu öldinni. ^Jarzlun (~!HÐM.OLSEH’s fekk nú með Laura fleiri tegundir af OSTI, PYLSUM, og MYSUOSTINN góða. Ennfremur Vanillesykur, Cocao í lausri vigt. Kirseber — Bláber— Súpujurtir — þurk. Epli — Macaroni — Rismjöl Sagomjöl — Semoulegrjón — Bygg- grjón. Sultutauið góða, Avexti niðursoðna, Lax, Pickles, og margt fleira til heimilisþarfa. STEINOLÍUMASKÍNURNAR þríkveikjuðu. Emaill. Kaffikönnur, Katla, Skálar, Diska o. s. frv. Hveryi betri kaup. L 0. Luðvígssonar Bókhaldari duglegur og reglusamur, getur fengið atvinnu hjá undirrituðum, frá i. nóv- ember n. k. Umsóknarbréf um stöðu þessa á- samt meðmælum sendist undirrituðum fyrir i. septbr. Bíldudal í júlí 1902. P. J. Thorsteinsson. skóverzlun selur til þjóðhátíðarinnar 2. ág. ýms- ar tegundir af karlmanna- og kven- skóm, einnig unglingaskó fyrir afarlágt verð. I?að mun borga sig, að kaupa í skóverzluninni nr. 3 Ingólfsstræti, því þar er að eins seldur úrvals-skófatn- aður. Sveitamenn! Auglýsing. Munið eftir þegar þið komið til bæj- arins, að g ó ð u r, n o r ð l e n z k u r Hákarl fæst i verzlun Jóns Þórðarsonar, Þingholtsstræti 1. Zeolinblekið góða. í stórum og smáum bytfcum, aftur komið í afgreiðslu ísafoldar. Umsóknir um styrk þann, er í fjárlögunum 1902 —1903 er veittur Iðnaðarmannafólag- inu í Reykjavík »til að styrkja efni- lega iönaðarmenn til utanfarar til að fullkomna sig í iðn sinni«, verða að vera kornnar til félagsstjórnarinnar fyrir 24. ágúst næstkomandi. Umsóknarbréfunum verða að fylgja meðmæli frá þeim, sem hlutaðeigend- ur hafa lært iðn sína hjá. Yngri piltar en 18 ára geta eigi orðið aðnjótandi þessa styrks. Hús til leigu í miðjum bænum frá 1. október í haust. — Semja má við Matth. Matthiasson. er af öllum þeim mörgu, sem reynt hafa viðurkent að vera bezta smjör- Hkið. Ekkert margarine hefir hér reynst eins vel. — Engum sem ekki stend- ur á sama um hvað hann borðar, kemur því til hugar, að taka nokkurt annað smjörlíki fram yfir Korsör- m a r g a r i n e, sem óefað er hið allra bezta og sem altaf fæst í verzlun B. H. Bjarnason. Hér með gefst skipa-útgjörðarmönn- um til vitundar, að eg dvel hér í bænum þangað til 3. n. m., til þess að selja tvö fiskiskip mín, og geta lysthafendur hitt mig á »Hotel Is- land« á þessu tímabili. p. t. lleykjavík. Sig. Johanseu, kaupmaður á Seyðisfirði. U M B O D Undirritaðir taka að sér að selja ísl. vörur og kaupa útlendar vörur gegn sanngjörnum umboðslaunum. P J. Thorsteinsson & Oo. Tordenskjoldsgade 34. Köbenhavn K. Ostur egta schw., rússn., Steppe,dansk, Gouda, Bachsteiner, Myse, Mejeri. í verzl. Nýhöfn. Margarínið góða er nu komið aftur í verzlun Guðm. Olsen Fundist hefir skamt fyrir ofan Hamar í Borgarbreppi svunta, nátt-treyja o. fl., og getur réttur eigandi vitjað muna þessara til Péturs Kristjánssonar á Guðnabakka, gegn borgun þessarar anglýsingar. Guðnabakka i Stafholtstungnm 20. júni 1902. Pétur P. Kristjánsson. Öllnm þeim, nœr og fjær, sem hafa við fráfall okkar elskuðu dóttur og st,iúpdóttur sýnji okkur velvild og hluttekning i sorg okk- ar, vottum við hór með innilegt þakklæti. Litlateig á Akranesi 25. júli 1902. Katrín Oddsdóttir. Bjórn Hannesson

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.