Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķsafold

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķsafold

						234
til að auka það og tryggja, en alt
kom fyrir ekki. Nú mega þeir yrkja
á nýjan stofn, taka vatnið upp á öðr-
um stað og veita því inn í bæinn.
það hefir eðlilega í för með sér stór-
um aukinn kostnað; en ekki lata Odd-
eyrarmenn sér það í augum vaxa,
heldur taka nýtt lan til fyrirtækisinB
í von um að nú muni betur takast.
(Eftir »Norðurlandi«).
Erlend tíðindi.
Balkanskagi. »Lengi getur
ilt versnað« má segja um ástandið á
Balkanskaga. því lengur og oftar sem
þaðan berast tíðindi, því voðalegri
eru sögurnar, því djöfullegri aðfarirn-
ar og grimdarverkin.
Uppreistin grefur æ meir um sig og
er nú farið að brydda á óeirðum og
uppþoti svo að segja heima undirbæj-
arveggnum hjá soldáni Tyrkja.
Aðfarir Tyrkja í uppreistarhéruðun-
ulu eru afskaplegar, og mundu menn
hafa svarið fyrir að slík voðaverk
mundu eiga sér stað á þessum tím-
um, ef menn væru eigi orðnir vanir
grimdaræði Tyrkja bæði fyr og   síðar.
Hersveitir Tyrkja fara um héruðin
mðð báli og brandi, drepandi hvað
aem fyrir þeim verður af uppreistar-
mönnum, eða kristnum mönnum, þó
engan þátt hafi þeir átt í uppreistinni.
Og ekki eru það að eins karlmenn,
sem þeir strádrepa niður; konur og
börn verða fyrir sömu meðferðinni, ef
eigi verri þó, þar sem þéir iðulega
svívirða konur og misþyrma þeim áð-
ur en þeir reka þær í gegn með byasu-
atingjunum, en hluta börnin í snndur
fyrir augunum á mæðrum þeirra.
Einna greinilegaet hefir verið lýst
aðförum Tyrkja í bænum Krushavo.
þar voru 2,000 hús og um 10,000 íbú-
ar. Tyrkir tóku bæinn, rændu þar
öllu sem hönd á festi en drápu fjölda
manna, kvenna og barna; og voru að-
farir þær svo hryllilegar og svívirði-
legar að ekki eru setjandi á prent. Af
15 helztu kaupmönnum bæjarins hjuggu
þeir höfuðin, festu þau á stjaka og
fluttu til Monastír, en þar voru þau
feBt upp. 90 konur og börn höfðu
leitað athvarfs í húsi einu. Tyrkir
komu þar að, brutu upp husið, strá-
drápu alt sem inni var lifandi, hjuggu
líkin í sundur og fleygðu þeim út á
stræti. Svo var ágirndin og grimdin
mikil, að þeir rifu niður úr eyrunum
á kvenfólki til þeas að ná eyrnahring-
unumoghjuggu hendur af þeim lifandi
til þess að ræna af þeim   armböndum.
þegar loksins að ránum og morðum
var lokið, heltu þeir steinolíu um hús-
in, kveiktu í og brendu bæinn til ösku;
en líkin létn þeir rotna ójörðuð á stræt-
unum.
Áttatíu uppreistarmönnum náðu
Tyrkir í Krushevo; var flokkur her-
manna sendur með þá til Monastír;
en er áleiðis var komið, nentu her-
menn eigi lengra og drápu alla upp-
reistarmennina; mælist sú meðferð á
varnarlausum, herteknum mönnum mjög
illa fyrir.
Ein saga segir, eftir blaði í Make-
dóníu, að búið sé að strádrepa alla
kristna menn i héraðinu Monastír og
brenna þar mesta fjölda af þorpum
til ösku.
Svo mikið er víst, að alt er í upp-
námi þar eystra, og má Tyrkinn vara
sig, ef þetta á ekki að ríða völdum
hans í Norðurálfunni að fullu.
Makedónar eru í þann veginn að
gera út sendinefnd til Eússakeisara og
biðja hann um að skerast í leikinn.
isráðgjafi hans, greifi Lamsdorff. Er
búist við að þessi fundur þeirra keis-
aranna verði til þess að endurnýja
samband með þeim stórveldum, og þá
jafnframt til að tryggja hinn vopnaða
frið í Norðurálfunni.
þá ætlar og Emanúel ítalakonung-
ur að heimsækja Parísarborg um miðj-
an næsta mánuð.
Salisbury lávarður, stjórnmálamaður
mikill og stjórnarforseti oftsinnis á
Bretlandi, andaðist 22. f. m.
Frá 1. júlí 1902 til jafnlengdar 1903
hafa 1218 íslendingar flutt til Ganada,
hafa 718 af þeim komið frá Islandi,
hinir frá Bandaríkjunuin.
Rússakeisari ætlar að heimsækja
Austurríkiskeisara seint í þessum mán-
uði; verður f för með honum utanrík-
Skipsbruni.
Aðfaranótt sunnudags, 30. f. m.,
kviknaði eldur í dönsku gufuskipi,
»Klampenborg«, skipstjóri Jensen; skip-
ið var þá statt í Norðursjónum. Eld-
urinn kom upp í vélarrúmi skipsins
og voru vélastjórar og kolamokarar
niðri. Varð skipstjóra og stýrimönn-
um fyrst fyrir að reyna að bjarga
þeim, en það var enginn hægðarleik-
ur, enda Bkaðbrendist 3. vélastjóri svo,
að hann var nær dauða en lífi er hann
náðist. þá var og eigi hættulaust að
bjarga konu fyrsta vélastjóra; hún svaf
í klefa nálægt vélarúminu og voru
skipverjar mjög hræddir um, að hún
mundi kafna í klefanum áður en hún
næðist þaðan. Maður hennar réðÍBt í
að bjarga henni. Vafði hann sig pok-
um og voðum ogbraust svo 1 gegnum
reykinn og eldinn að klefanum. Vakn-
aði konan, sem nærri má geta, við
vondan draum, er alt stóð í björtu
báli fyrir utan klefa hennar. Maður
hennar vafði nú utanum hana ábreið-
um og öðrum rúmfatnaði, lagði svo á
stað með hana sömu leið og hann
hafði komið og freistaði að ná upp-
göngu á þilfarið. Honum tókst að
bjarga konunni en talsvert sviðuaði
hann á höndum og andliti.
Reynt var að bjarga skipinu með
því að hleypa sjó inn i vélarrúmið,
en það kom að litlu haldi, enda var
hitinu orðinn svo afskaplegur, að járn-
plöturnar í skipshliðunum verptust.
Sjór var úfinn og veltist skipið á
báðar hliðar; þótti skipverjum hætt
við að það myndi fyllast og sökkva
óðar en varði.
Fór skipstjóra nú ekki að Htast á
blikuna og þótti hyggilegast að láta
alla skipshöfnina fara í bátana, en
þeir voru þrír alls. Konur og börn
voru látin stiga í fyrsta bátinn og
hafði skipstjóri sjálfur stjórn á hon-
ura; í annan bátinn fóru 3 hásetar og
3 kolamokarar og í þriðja bátinn aðr-
ir skipverjar.
Einn bátinn, þann er á voru háset-
arnir 3 og kolamokararnir, rak undan
og hvarf hann út í veðnð, en hiuir
tveir héldu aér í skjóli við skipið alla
sunnudagsnóttina og fram á mánudag
um nónbil, er gufuskipið »Ancona« bar
þar að og bjargaði þeim. Voru þa
konur og börn aðfram komin af kulda
og vosbúð.
Eftirmæli
Jónas Helgason,
o rg an i s t i
við dómkirkjuna í Reykjavík.
TJm    Gaulver.iabsejarprestakall
sækja prestamir séra Benedikt Eyólfsson
í Berufirði, sira Einar Pálsson á Hálsi og
síra Pétnr Jónsson á Kálfafellsstað" og eru
þeir allir i kjöri.
Sandfellsprestakall í Öræfum er aug-
lýst laust á ný. Tveir sækjendur sóttu að
vísu um það, hvor eftir annan, en söfnuð-
ur hafnaði báðum. Voru það þeir síra
Brynjólfur Jónsson á Olafsvöllum og kand.
Þorsteinn Björnsson á Bæ í Borgarfirði.
I niöurjöfnunarnefnd var kosinn
síðastliðinn laugardag, af hærra gjaldenda
flokki, til tveggja ára, Þorsteinn skipstjóri
Þorsteinsson í Lindargötu, með 22 atkvæð-
um af 293, er á kjörskrá stóðu.
Hann var fæddur hér í Reykjavík
28. febrúar 1839, í húsi því við Tún-
götu, er þá atti Einar stúdent John-
sen en síðar þórður yfirdómari Svein-
björnsson. þar áttu foreldrar Jónasar
þá heima: Helgi trésmiður Jónsson,
er síðar varð bæjarfulltrúi hér í Rvík,
ættaður frá Skútustöðum við Mývatn,
og Guðrún Jónsdóttir, ættuð úr Árnes-
sýslu.
Jónas ólat upp hjá foreldrum sínum
þangað til hann var fermdur, 13—14
ára. þá fór hann til Teits járnsmiðs
og dýralæknia Finnbogasonar og lærði
hjá honum járnsmíði. Teitur hafði
bú í Skildinganesi og var Jónas hafð-
ur þar við heyskap á sumrum en réri
á vetrarvertíð, eins og þá var siður;
þess á milli vann hann að smíðum.
Á 4 árum varð Jónas fullnuma í
járnsmíði og fekk sveinsbréf árið 1856.
Fór hann þá að eiga með sig sjálfur
og eignaðist smiðju þá við Banka-
8træti, er hann smíðaði í jafnan 8Íð-
an, svo lengi sem hann stundaði þá
iðn. Hefir su sraiðja staðið til skamms
tíma, þótt hrórleg væri orðin. Var
loks rifin í vor, og er þar nú bygt
hátt steinateypuhús, er smiðjan stóð.
Snemma hafði Jónas Helgason gam-
an af söng, euda hafði hann óvana-
lega góða söngrödd og umfangsmikla;
hljóðin mjög sterk en þó þýð og eink-
ar viðfeldin. Korr það iðulega fyrir
á hinum fyrstu árum, er hann átti
með sig sjálfur, að hann hljóp frá
steðjanum til að ayngja við greftranir
og tók þó enga borgun fyrir. Hann
hafði svo gatnan af að syngja, að
hann horfði ekki í að láta það tefja
sig frá verki, þótt ekkert væri i aðra
hönd.
Ai þessari áat hana á söugnum
leiddi og eðlilega, að haun kyntist
snemma þeim mönnum á haus reki,
er höfðu aönghæfileika og gaman að
söng, 6Ín8 og hann; og með þeim
mönnum gekk hann í félagsakap árið
1862. Var það félag nokkru síðar
nefut »Harpa« og hefir þess síðan oft
og víða verið getið; enda starfaði fé-
lagið í full 30 ár, oftast af mesta
kappi og jafnau með sóma; var Jónas
alla þess æfi kennari þess og stjórn-
andi; leysti hann það starf eins og
önnur af hendi með hinni mestu
skyldurækt og samvizkuserni. Var
»Harpa« lengi vel eina söngfélagið sem
bér var tii, enda var hún óspör á að
láta til sín heyra.
Jónas lærði snemma að leika á fiðlu
(fíólín) og notaði bann það hljóðfæri
jafnan við söngkenslu. Síðar lærði
hann að leika á harmoníum.
Jónas reyndí eftir föngum að menta
sig í söngfræði og komst Iangt f þvf
upp á eigin hönd. Eigi þótti honum
það þó viðunandi og þvi var það, að
hann fór utan haustið 1875 til þess að
fullkomna sig sem bezt í söngfræðia-
legri þekkingu og njóta sem beztrar
tilsagnar 1 harmonínm og organleik.
Dvaldi hann veturinn 1875—76 í Kaup-
mannahöfn í því skyni og naut þá til-
sagnar hjá helztu tónmeisturum Dana:
próf. Gade, Hartmann, Gebauer o. fl.
Stundaði Jónas þann vetur söngfræði
og organslátt með með hinni mestu
elju, vann að því svo að segja á hverj-
um degi frá morgni til kvölde.
Haustið 1876 varð Jónas kennari í
aöng við barnaskólann og kvennaskól-
ann í Reykjavík, og organleikari við
dómkirkjuna haustið eftir, 1877, er
Pétur Guðjohnsen var  fallinu frá. —
Gegndi Jónas öllum þessum störfum
til dauðadags, og með dæmafárri alúð
og samvizkusemi. Hefir einkum ver-
ið til þesa tekið, hve óþreytandi elja
hann sýndi við söngkensluna í barna-
skólanum og undirbúning undir hana,
með því að búa sjálfur til fjölda af
nótnaspjöldum, nótnablöðum o. fl. til
að nota við kensluna; enda varð hon-
um ótrúlega mikið ágengt. það skarð,
sem orðið hefir við fráfall Jónasar við
barnaskólann, er ekki auðfylt.
Sem dæmi þess, hve fast Jónas sótti
aöngkenslu, má geta þess, að hann
kendi um f jölda mörg ár söng í barna-
skóla Seltirninga; gekk til þess fram
að Mýrarhúsum tvisvar í viku allan
veturinn, hvernig sem viðraði, meðan
hann var með nokkru móti fær um
það, en reið frameftir eftir það; var
það eigi lítið á sig lagt af jafn hold-
ugum og þungum manni sem hann var,
og sízt fyrir gjaldinu að gangast.
Allmikið fekst Jónas Helgaeon við
ritstörf, sönglegs efnis, enda mátti heita
að hann væri aldrei iðjulaus, fyr né
síðar.
Arið 1874 gaf söngfélagið »Harpa«
út Söngreglur, er Jónas hafði samið
og sama ár gaf félagið út hefti af
Söngvum og kvæðum, hið svnefnda
»Hörpuhefti«, er hann hafði safnað lög-
um í og búið undir prentun. Auk þess
gaf hann út 6 hefti af söngvum og
kvæðum, 10 hefti af Söngkenslubók-
fyrir byrjendur, Ágrip af söngreglum
með verklegum æfingum, Leiðarvísi
um notkun á raddfærum mannsins,
2 hefti af sálmalögum með 3 röddum,
Kirkjusöngabók með 4 röddum og við-
bæti við hana.
Sönghefti Jónasar, bæði atærri og
minni, ásamt Kirkjusöngsbókinni, hafa,
breiðst út um alt ísland, og verið meira
eða minna notuð svo að segja í hverri
sveit á landinu. þegar nú þar við
bætist, að hann kendi fjölda manna.
söng, bæði við skólana og annarsstað-
ar, og var aðalhvatamaður þess, að
farið var að nota harmonia við kirkju-
sönginn og kendi fjöldamörgum að nota
það hljóðfærí, þá segir það sig sjálft,
að hann hefir unnið meira að söng-
þekkingu og söngútbreiðslu hér á landí
en nokkur annar maður.
Árið 1881 veitti alþingi Jónasi 1000
kr. árslaun, bæði sem orgauista við
dórrkirkjuna og fyrir að kenna ókeyp-
Í8 organistaefnum. Hélt haun þeim
launum til dauðadaga.
A þjóðhátíðinni 1874 aæmdi konungur
Jónaa heiðursmedalíu úr gulli. Gekk
Jónas íyrir konung með söngfélagið
»Hörpu«, nokkru eftir að hann sté hér
á land, og flutti honum kvæði. Arið
1896 var hanu aæmdur heiðursmerki.
dannebrogsmanna.
Kvongaður hafði Jónas verið fram
undir 40 ár, er hann lézt; kona hans^
er lifir mann sinn, heitir MargrótÁrna-
dóttir. þau eignuðust 3 sonu; eru 2
þeirra á lífi, Helgi og Jón, báðir i
Ameríku.
Systkini Jónasar eru þau Helgi tré-
smiður Helgason, er fór alfarinn tii
Ameríku í fyrra haust, og Kristbjörg
kona Daníels söðlasmiðs Símonarsonar.
Jónas gerðist bindindismaður 6. jan-
ar 1891; gekk bann þá í stúkuna Verð-
andi og var meðlimur hennar til dauða-
dags. Hann kom nálega á hvern
stúkufund öll þau ár, stýrði söng á
fundum og var oftastnær gjaldkeri
stúkunnar. Var honum einkar um-
hugað um bindindÍBmálið og viðgang.
Goodtemplarreglunnar,
Jónas Helgason var tryggur maður
og vinfastur, »þéttur á velli og þéttur
í lund«; hann hélt sitt strik hvað sem
aðrir sögðu, enda hafði hann sjálfur
rutt sér braut og nað sínu takmarki
að átbreiða og efla söngþekkingu og,
aönglist á ættjörðu Binni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 233
Blašsķša 233
Blašsķša 234
Blašsķša 234
Blašsķša 235
Blašsķša 235
Blašsķša 236
Blašsķša 236