Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķsafold

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķsafold

						34
úr því, hve tollarnir eru dýrir fyrir
þjóðina, af því að kaupmenn tvöfaldi
tollinn. En þetta er hégómamál, það
er sandur, sem kaupstaðabúarnir sum-
ir nota til að sá í augu bænda, til að
víkja þeim af sér. Hvaða tollvara er
nú í 8vo háu verði, að nemi tvöföldum
tollinum? Hvað er t. d. kaffi og syk-
ur dýrara nú en áður en það var toll-
að? Hvorttveggja er mun ódýrara en
þá, og valla einföldum tolli auk held-
ur tvöföldum dýrara en það mundi
vera án tollsins. Sannleikuriun mun
vera sá, að kaupmönnum eru tollarnir
ekki eins tilfinnanlegir og látið er í veðri
vaka, verða það því síður, þegar pen-
ingaveltan eykst í landinu, og svo leggja
þeir tollinn ekki eínu sinni altaf á
tolluðu vöruna fremur en aðrar óþarfa
vörur. Samkepni verzlunarinnar ger-
ir þeim þetta líka ómögulegt, þó
þeir vildu, nema 1 eða 2 ár í hæsta
lagi.
Rjómabúin.
ii.
f>á birtist hér skýrsla frá því rjóma-
búinu, sem er stærst allra rjómabú-
anna hér á landi, enn sem komið er,
en það er:
3. Kauðaiækjar-búið.
Eftir ósk ísafoldar vil eg senda
henni litla skýrslu um rjómabú Bauða-
lækjar, og þannig svara helztu spurn-
ingum henrjar og ýmsra manna um
þetta rjómabú.
Rjómabúið var stofnað í fyrra vor
(1902) af 24 mönnum, 13 úr Ása-
hreppi, 8 úr Holtahreppi og 3 Bang-
vellingum. £að bygði sér hús sunn-
arlega i Holtahreppi, við Bauðalækinn
hjá þjóðveginum, og notar vatnsafl.
Húsið er 12x9 al. að stærð auk
geymsluskúrs, sem er við annan enda
þess. f>að er hólfað í sundur í vinnu-
stofu 9x5 al., afgreiðslustofu 7 x 4x/2
al. íbúðarherbergi 6 x 4:/2 al. og
geymsluklefa fyrir smjör 4 x 2J/4 al.
Húsið koataði 1750 kr. 29 a.
Búið tók fyrst til starfa 9 júlí og
starfaði til 14. sept. í það var flutt-
ur rjómi úr 127 kúm og um 1250 ám.
|>að framleiddi á þeim tíma 8182 pd.
af smjöri, heima vigtuðu. Smjörið
var selt í Leith fyrir rúmlega 81 eyr-
r pd. að meðaltali. Útlendur kostn-
aður var um 4 aura á pd. Innlend-
ur koatnaður var, að frádregnum
aukatekjum öðrum en verðlaunum, við
11V2 eyr á pd. Útbýtt var meðal fé-
lagsmanna 66^/y eyr. á pd.
í vor bættust 20 nýir félagsmenn
við búið, voru því í sumar 44 félagar
með 260 kýr og nálægt 2400 ær, eða
als 420 kýrígildi, þegar 15 ær eru
lagðar á mótí kúnni. Búið starfaði
í sumar frá 19. júní til 14. sept. í
það voru flutt 72688 pd. af rjóma, og
fengust úr honum 19004 pd. og 18
kv. af smjöri. Ekki full 4 pd. af
rjóma gáfu því 1 pd. af smjöri.
Mest smjör á dag var 370 pd.
Sjörið var að meðaltali eftir hvort
kýrígildi um 45 pd. En að meðal-
tali frá hverjum félagsmanni 432 pd.
Mest smjör frá einum manni, f>or8teini
Thorarensen á Móeiðarhvoli, var 1146
pd.  Minst smjör 165 pd.
í sumar var smjörið selt Y2 í Leith
og V2 * Newcastle. í Leith seldist
pundið að eins á rúma 76 aur. að
meðaltali. Bezt síðasta sendingin (20
kvartel) á 80 aur. En i Neweastle
aeldist það að meðaltali á tæpa 85
aura. Bezt síðasta sendingin (20
kvartel) á 903/r, eyr. pd. að meðtöld-
um tdiskontó*.
Útlendur kostnaðurvar áþvlsmjöri,
(Bem selt var í Leith, rúmir 4 aur. á
pd. að jafnaði, en á því, sem aelt var
í Newcastle, sem næst 6^/2 eyr. á pd.
að meðaltali. Innlendur kostnaður
var þetta ár rúml. 10Va eyr. á pd.
f>ar með er nú talið afborgun og
vextir af skuldum búsins og allur við-
haldskostnaður. Félagsmenn fengu 70
aur. pr. pd.
Fastir starfsmenn búsins voru i
sumar: við smjörgerðina 3 stúlkur;
forstöðukona var frk. Guðmunda Guð-
mundsdóttir af Dýrafirði. Við keyrsl-
una til Eeykjavíkur 1 maður og dreng-
ur um tíma, þeir höfðu vagn og kerru
og 9 hesta til keyrslunnar, og fóru
oftast 2 ferðir á hverjum 8 dögum til
B.víkur, eu það er um 90 k.m. Smið-
ur var öðru hvoru til að setja saman
kvartelin og fl.
Stjórn búsina var skipuð 3 mönnum,
formanni og 2 meðstjórnendum. For-
maður er nú undirskifaður, en með-
stjórnendur þeir hr. Bunólfur hreppstj.
Halldórsson á Syðri-Baukalæk, og Páll
búfr. Stefánason í Ási. Formaður
hafði alla peningaábyrgð og reiknings-
færslu á hendi, að fráskildum mjólkur-
reikningunum, sem forstöðukonan ann-
ast um.
Aðalreikninga búsins fyrir þetta ár
læt eg fylgja hér með þeim til athug-
ar, sem vilja og hafa óskaö eftir að
fá að sjá þá.
Reikningur
yfir allar tekjur og gjöld rjómabús Ranða-
lækjar árið 1903.
	Tekjur:	kr.  a.
1.	Eftirstöðvar frá f. á.  .	41 67
2.	Lán tekin handa búinu	2200 00
3.	Inntökugjald  20  nýrra fé-	
	lagsmanna   .    .    .    .	279 00
4.	Borgun  fyrir  flutningafötur	45 90
5.	Söluverð 5 hesta m. fl.	234 50
6.	Tekjur af flutningi	353 17
7.	Peningar fyrir smjör  .	14210 62
8.	Verðlaun úr landssjóði	1134 17
	Samtals:	184'.)!) 03
	Útgjöld:	
1.	Vanborgað frá f. á.   .	38 00
2.	Kanpverð ýmsra 1)úshluta  .	745 81
3.	Fyrir timbur og járn	38 41
4	Pyrir (i hesta	473 00
5.	Vextir og afborgun af skuldum	1690 38
6.	Ýmislegt til smjörgerðar, fæð-	
	is og fl.	652 41
7.	Vinnulaun verkamanna	660 95
8.	önnur vinnulaun m. m.	451 05
9.	íshúskostnaður, útskipun  og	
	fragt   .    .    .    .	239 62
10.	Póður 4 hesta	110 00
11.	Þóknun til stjórnarinnar	70 00
12.	Skift milli félagsmanna	13302 93
13.	Eftirstöðvar .    .    .    . Samtais:	17 47
		18499 03
Skýrsla
nm allar eigur og skuldir rjómabús Rauða-
lækjar 31. des. 1903.
Eigur:
1.  Eftirstóðvar samk.  reikningi
2.  Hús virt    ....
3.  Búshlutir virtir
4.  Fjórir hestar (með  fóðrinu)
5.  Búsafleifar  (smjörtré  til  n.
á. 0. fl.)    ....
Alls:
Skuldir:
1.  Allur stofnkostnaður frá f. á.  3200 00
2.  Af stofnkostnaði frá þ. á.  .   675 00
Alls:  3875 00
Beikningarnir eru samþyktir ó-
breyttir. Yfirskoðunarmenn þeirra voru
Magnús sýslumaður Torfason og síra
Ólafur Finnsson.
Búið keypti alla tilhjálp manna og
hesta; hún var ekki lögð til ókeypis
af félagsmönnum til skipta, eins og
sum búin hafa gjört.
ís er búið að afla til notkunar
næsta ár í von um að það geti held-
ur bætt smjörverkunina. Og vatns-
leiðsla frá bruuni til hússins, verður
gjörð með vorinu til hægðarauka.
Umboðsmennirnir, sem seldu smjör-
ið, sögðu það yfirleitt gott, en þeir
gátu þoss, að kaupendunum þækti ís-
lenzka smjörið geymast fremur illa.
Er það ekki að undra, þar sem það
er aumt orðið fullra 6 vikna gamalt
þegar það kemst á markaðinn.
Væru skipaferðir til Englands, með
kælingarrými, á tveggja vikna fresti,
mundi sala íslenzkra afurða ganga
betur.
Helli 31. jan. 1904.
Sig. GuÖnmndsson.
4.  Rjómabú Skeiðahrepps
er stofnað vorið 1903; félagsmenn 31.
Búið framleiddi mest á dag 140 pd.,
en alls yfir sumarið 6885 pd. Helm-
ing af smjörinu seldu þeir Copland &
Berrie í Leith en hinn helminginn J.
V. Faber í Newcastle. Verð á srnjör-
inu á sölustaðnum var 78 aurar, en
að öllum kostnaði frádregnum 60 aur-
ar. Bjóminn var úr 123 kúm og 1050
ám. Búið starfaði í 10 vikur, en ekki
fluttu allir hluthafar rjóma til búsins
allan tímann. — Forstöðukona búsina
var ungfrú Guðný Jónsdóttir úr Beykja-
vík en forstöðumaður undirskrifaður.
Fjalli 10. febr. 1904.
Gubmundur LýÖsson.
Samkepnin Sifi!
Samkepnin lifi, aukist og þróist,
sögðu þeir Ásgeir og Thomsen, þegar
þeir voru að færa verðið á eldspýtun-
um um 1 eyri hvor niður fyrir annan
þangað til hvorugur átti neitt eftir en
allir bæjarins smákaupmenn höfðu
birgt sig upp með eldspýtur fyrir heilt
ár eða meira, fyrir lægra verð en þeir
gátu fengið þær fyrir erlendis.
Samkepnin lifi segir Th. Thorsteins-
son líka og hefir nú opnað álnavöru-
búð við hliðina á Ásgeir (»Edinborg«),
og búðin sú er ekki að eins nýmáluð
og. nýskreytt með nýjum vörum í nýju
höllinni hans Guðjóns Sigurðssonar
við strætin tvö, heldur er hún og
langsnotrasta álnavöruhúðin í borginni,
hvað sem þeir segja vesturfrá og aust
urfrá, og verðið á vörunum er fyrir-
tak, segir kvenfólkið og það hefir alt
af haft einkarétt til að hafa vit á
gæðum og verði á álnavöru; þeim úr-
skurði verður ekki áfrýjað. Aðsóknin
að þessari nýju búð Th. er því afar-
mikil, eins og nærri má geta og hefði
þó að sjálfsögðu verið hálfu meiri, ef
Ásgeir hefði eigi gert honum þann
grikk, að selja álnavöru við lækkuðu
verði einmitt þessa dagana. Segja
sumir, að Á3geir geri þetta bara af
hrekk en sjálfur hefir hann sagt á
prenti, að hann megi til að ætla nýju
vörunum rúm þegar þær komi, og
hanu má bezt vita það. En annara
stendur þessi útaala í Edinborg ekki
nema 12 daga og þegar þeir eru liðn-
ir, þá verður Th. einn um hituna, —
fyrst um sinn. Já auðvitað ekki leng-
ur en fyrst um sinn, því samkepnin
þarf af lifa lengur en þetta árið, og
því ætlar nú Ásgeir að byggja nýja
álnavörubúð fyrir vestan »Edinborg«,
miklu etærri og veglegri en nokkur
álnavörubúð er uu í Beykjavík og það
er eiomitt eina ráðið. J>að þarf að
byggja húsið frá stofni til þess sem á
að nota það, þá fyrst er hægt að
haga því svo að hentugt sé og sam-
svari tilganginum. Og það verður að-
fall í þeirri búð, þegar hún er komin
upp; það sanna þeir sem þá lifa. J>ví-
líkur straumur og kliður.
En hvað gerir þá Thomsen?
Ekki mun hann kunna við að standa
aðgerðalaus með höndurnar í vösunum
þegar aðrir eru að bjarga sér. Hann
rífur (spái eg) Nýhafnarbuðina gömlu
og byggir þar aftur stóra, fallega og
hentuga álnavörubúð, miklu stærri og
betri en þá. aem hann hefir nú, og
hann ávinnur það um leið, að þá kem-
ur það saman, sem saman á, álnavar
an og fatasalan öðru megin en punda-
varan og áhöldin hinu megin.
En hvað gera þá allir hinir?
feir halda áfram eins og áður og
selja engu minna en áður, því að hver
þeirra hefir til síns ágætis nokkuð en
náunginn er vauafaatur, Beykjavík
vex og samkepnin lifir.
Mangi.
Stríðíð.
Fregnir bafa borist um það, sum-
part munnlegar með botnvörpungum,
sumpart eftir ensku blaði frá 9. þ. m.,
að stríðið sé nú byrjað milli Japana
og Bússa. Sagt að Japanar hafi ráð-
ist á Bússa, tekið vagnalest með her-
mönnum og hergögnum og náð eða
eytt með tundurbátum nokkrum her-
skípum Bússa, 11 að sögn, og haldi
flota þeirra þar eyBtra króuðum í
Arthurhöfn, en hleypt á land á Kórea
allmiklu liði til að berja á Biíssum á
landi.
Sjálfsagt er óhætt að fullyrða að
stríðið sé byrjað milli þessara þjóða,
þó að fregnirnar séu að vísu mest-
megnis lausafréttir eg ef til vill ekki
som áreiðanlegastar sumar hverjar;
sagt t. d. að hraðskeyti sem komi
Sfberíuleiðina sé lítið að marka, Búss-
ar lagi þan í meðförunum og láti eigi
fara vestur um nema það sem þeim
sýnist.
A þýzkum blöðum, er ná til 16. þ.
m. sést, að þeim hefir lent saman
tvisvar eða þrisvar á sjó, Japönum og
Bussum og Japauar jafnan haft bet-
ur, skemt og sprengt í loft upp nokk-
ur skip frá Bússum en sökt sumum.
Síðustu dagana, 12.—15., verður þó
eigi séð, að neitt sögulegt hafi gerst í
viðureign þeirra.
t  Vigrdís yfirsetukonii Guðnadóttir,
frá Keldum í Mo8fellssveit, andað-
ist hér í bænum í fyrrakvöld úr Iungna-
bólgu. Hún var mesba rcyndarkona
og vel að sér í mörgu, meðal annars
í gömlum íslenzkum hannyrðum.
Jarðarför hennar fer fram fÖBtud. 4„
marz.
t í gærkveldi andaðist enn frem-
ur hér í bænum fröken Maríe
Thomsen, systir fröken Christjönu
Thomsen, og eru þær systur mörgum
að góðu kunnar hér í bænum, með
þvi að þær hafa kent hér yfir 30 ar
fleatum uppvaxandi dætrum heldri
manna, bæði til munna og handa.
Jarðarför
Björns skólakennara Jens-
sonar fór fram í dag við af-
armikið fjölmenni. Húskveðj-
una hélt lektor ÞórhallurBjarn-
arson en söngflokkur stúdenta-
félagsins söng kvæði það, sem
prentað er hér fremst í blaðinu.
Ræðuna i kirkjuna hélt % dóm-
kirkjupresturinn en lærisveinar
lærða skólans sungu á eftir
prýðisfallegt kvæði eftir einn
úr sínum flokki, Jóh. G. Sig-
urðsson og lagið við það hafði
annar þeirra samið, Gunnar
Sæmundsson, báðir í 6. bekk.
Þá höíðu piltar og lagt á kist-
una mjög laglegan og velgerð-
an silfurskjöld eftir Erlend gull-
smið Magnússon.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36