Ísafold - 28.06.1905, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.06.1905, Blaðsíða 2
154 í S A F 0 L D En hver fær sig til að trúa því a ð óreyndu um þjóðfulltrúa vora, að þeir láti annað ráða úrslitum en réita málavexti? Hvernig loftskeyti berast það er fyrir löngu alkunnugt, að þeg- ar rafmögnuð málmstöng kemur í nánd við aðra málmstöng þann veg, að odd arnir vita saman, hrekkur neisti milli oddanna; en ekki er mjög langí síðan tekið var eftir því, að þetta gerist ekki alveg alt í einu, þó að ekki sjáist nema einn neisti. það var árið 1888, er þýzkur vís- indamaður, Hertz, sýndi fram á, að neístinn sveiflast fram og aftur milli oddanna með feiknahraða, svo ekki verður auga á fest og ekki neitt því líkt. Hann er ekki miljónasta part úr sekúndu að skreppa á milli, og má því nærri geta, að hann muni fara býsna- margar ferðir milli oddanna, þó að vér sjáum það ekki. þegar álmurnar á tónkvísl sveiflast fram og aftur, koma þær hrevfingu á loftið, sem eyra vort skynjar á þá leið, að vér heyrum hljóð. Líkt er nú um rafneistann. Hann veldur hreyfingu í ljósvakan- um, og skortir oss að vísu skynfæri til að skynja hana, en sýna má hana með þar til gerðum áhöldum. f>essi hreyfing berst út í geiminn með feiknahraða, sama hraða og ljósið, hér um bil 40 þúsundir mílna á hverri sekúndu. f>að ræður að líkindum, að þessar Ijósvakaöldur fari með sama hraða og ljósið sjálft, því að þetta sem vér skyn- jum með auganu og köllum ljós, er einmitt ölduhreyfing í ljósvakanum, og í eðli sínu alveg eins og þessar rafmagnsöldur, en miklu smágervari. En ölduhraðinn er alls ekki kominn undir stærð öldunnar, heldur hinu, hvers konar efni hún fer í gegn um. Hertz bjó nú til ofureinfalt áhald, næmt fyrir ljósvakaöldum þeim, sem rafmagnið (rafneistinn) rekur á stað. f ar með var unt að gefa merki álengdar. iEn sveifluviti Hertz var var svo ófull- kominn, að ekki var hægt að sýna með honum nema sterkar rafmagnsöldur á stuttu færi; en þó gat hann fundið með honum það lögmál, sem rafmagns- öldurnar hlýða, þar á meðal það, að þær kastast aftur frá málmspeglum, alveg eins og ljósöldur; þær breyta stefnu sinni, er þær leggur gegnum strending úr jarðbiki, alveg eins og ljós, er það leggur gegnum glerstrending. |>ær fara ekki gegnum þá hluti, sem rafmagn rennur eftir, svo sem málma, vatn o. fl. Efnið í öldunum sjálfum er ekki rafmagn, heldur ljósvakinn. f>að er rafmagnið, sem ýtir þeim á stað, alveg eins og steinn, sem snarað er f vatn, ýtir því frá sér og býr þann veg til öldur úr vatni eða sjó (vatnsöldur, sjávaröldur). f>ví ríður á að misskilja ekki orðið rafmagnsalda. f>að er alda, sem rafmagn v e 1 d u r, en er ekki af rafmagni gerð eða úr rafmagni. f>að, sem kallað er Ijósvaki (æter), er ósýnilegur og óskynjanlegur eimur, afarléttur og fjaðurmagnaður, sem læsir sig um alla skapaða hluti og gegnum þá, jafnt hina hörðustu málma sem lausamjöll, loft og lög, lifandi og dautt, og um allan geiminn, alheimsgeiminn. Alheimsloft mætti nefna hann,' ef kall- að er (til aðgreiningar) andrúmsloft það, sem loft er nefnt að jafnaðí. j Með því að rafmagnsöldur þessar eru sama eðlis og ljósöldur, mætti ætla, að ókleift væri að koma þeim milli tveggja staða, sem ekki sér f milli; þvf annað- hvort yrðu þær þá að fara í sveig yfir jarðarhvelið, eða að fara í gegnum jörð ina; en það komast þær ekki, því að rafmagn leggur í gegnum rök jarðlög og aldan kerast því eigi gegnum þau. Ljós kemst ekki á svíg eða lítið sem ekki. f>að fer eftir þráðbeinni stefnu. En þetta kemur einmitt af því, að ljósöldurnar eru svo smáar. Allir vita, að hljóðið (sem er þó svipuð ölduhreyfing í loftinu ljósinu í ljósvakanum), getur farið í sveig og beygt fyrír horn, og kemar það ein- mitt af því, að hljóðöldurnar eru til- tölulega stórar, stundum nokkur fet, en ljósöldur örlítið brot úr millímeter. En nú hefir á síðustu tímum tekist að framleiða geysistórar rafmagnsöldur, jafnvel meira en 600 fet á vídd. f>ær þurfa því alls ekki að þræða alveg beina stefnu, eins og ljósið, heldur geta þær sveigt fyrir horn, Ifkt og hljóðöld ur, og er þá ekkert því til fyrirstöðu, að koma megi þeim þá leið, sem fjöll ber í milli eða leiti. En þá þarf sveiflu- vitinn að vera mjög næmur; öldurnar linast á langri leið. — Sé steini snarað í lygna tjörn, verður öldugangurinn mestur þar næst, er hann kernur niður, en linast eftir því sem frá dregur. f>etta væri nú alt í bezta lagi, ef ekki væri nema tvær loftskeytastöðvar, sem sendust á skeytum. En ef þessi firðritunaraðferð yrði al- menn og skeytastöðvarnar því á hverju strái, er hætt við að þær mundu trufla hver aðra; þá gæti orðið svo mikill raföldugangur á loftinu, að énginn sveifluviti næði einn í þau skeyti, sem honum væru ætluð. Og þá mundi og verða erfirt að halda skeytunum leynd- um, þar sem sama skeytið getur lent á fleiri viðtökustöðvum en einni. En til þess að ráða bót á þessu, hafa viðstökustöðvar verið gerðar þannig úr garði, að þær taki nær eingöngu við rafnmagnsöldum með tiltekinni vídd. f>etta er gert rreð þeim hætti, að við sveifluvitann eru festar tvær jafnlangar járnstengur eða járnþræðir, og er annar þráðurinn látinn liggja bein í loft upp, en hinn eftir jörðinni, eða hann er vafinn þar utan um kefli. f>essir þræðir styrkja nú allar sveiflur með tiltekinni stærð, líkt og raddpípa styrkir einn til- tekinn tón öðrum fremur. En þetta, að styrkja sveiflurnar eða magna, er gert til þess, að þær fái þrótt til að rita skeytin, sem send eru, marka þau á pappírsblað raeð punktum og strik- um, eins og venjulegur símriti gerir. Aflvaxtarþræðir þessir eiga að vera og eru hafðir jafnlangir á viðtökustöðinni og afgreiðslustöðinni. f>á er kallað, að hraðskeytatólin séu samstilt. Skiljast mun mönnum á þessu, að í sjálfri sér gerir loftskeytastöng sama gagn í djúpum dal og á háum fjalls- tindi. Henni er alls ekki ætlað að benda skeytin á lofti, eins og fugl á flugi gegnum loftið. Sveifluvitinn, þ. e. rafmagnstólið, sem tekur við rafmagns- öldunum og þar með loftskeytinu, er niður við jörðu. Stöngin er til þess gerð eingöngu, að styðja aflvaxtarjárn- þráðinn; hann erþaninn upp með henni. Hitt er annað mál, að á stuttu færi má komast af með miklu þróttminni loftskeytatól, ef hvergi ber leiti á milli, og er því hylst til þá, að hafa stöðv- arnar á annesjum eða fjöllum. Langa leið gætir þessa ekki eða miklu síður, með því að jarðarhvelið tekur þá Iangt yfir hæstu fjöll. Stöngin á að vera fjórum sinnum styttri en vídd rafmagnsöldunnar, sem hún á að styrkja. Stöngin á viðtökustöðinnihér íEeykja- vík er um 160 fet, af því að rafmagns- öldurnar frá firðritunarstöðinni í Poldhu á Englandi eru um 640 feta víðar. Annars þurfa loftskeytastöðvarnar helzt að geta sent skeyti með mis- munandi ölduvídd, til þess, að geta komist í samband við hvaða aðra stöð sem vera skal. Ekki mun það hafa tekist enn til fullnustu, að varna því, að skeytin berist víðar en til er ætlast eða á að vera. En kunnugt er, að stafrófið, sem notað er við firðritun, samsett af 8trikum og punktum (í hinn alþjóðlega firðritunarstafrófi er t. d. a táknað með . —, b með — ... o. s. frv.), og er þá auðsætt, að búa mætti til stafróf með líkum hætti, sem ekki gætu aðrir lesið úr en þeir, sem það stafróf kynnu eða þá stafrófstilhögum, og héldu henni þá leyndri. Og mætti þá nota það í viðlögum, ef firðrita þyrfti eitthvað það, sem laynt þyrfti að fara alveg. En hvað sem líður annmörkum á hraðskeytum þeim, sem kend eru við Marconi, þá tjáír ekki það að rengja, sem fullsannað er, að slík loftskeyti hafa veriö send hvað eftir annað meira en 2000 rastir. En sú vegarlengd er sama sem 267 mílur danskar, sem er töluvert lengra en héðan til Jótlands- skaga eða til Cornwall á Englandi. Eeykjavík, 28. júuí 1905. Olafur Daníelsson, mag. sc. Kynnisför danskra búfræðinga. Þeir urðu ekki nema 5 alls á endan- um, og einn þeirra norskur þó, búnaðar- kandídatarnir í hina fyrirhuguðu kynnis- för hingað. Þeir komu 4 með s/s Ceres á sunnudagirm. Norðmaðurinn, Sand- berg kennari frá Kristjaníu, var kominn áður. Formaður fararinnar er Blem fólks- þingismaður, frá Borgundarhólmi. Hann er meðal hinna nafnkendustu þingmanna Dana, hefir setið a þingi 24 ár samfleytt. Hinir eru Fonnesbeck-Wulff stóreigna- landseti, Fréderiksen, assistent í stjórn Atlanzeyjafólagsins í Khöfu, og Sörensen lýðháskólakennari frá Jótlandi. Þeir ætla á mánudaginn til Þingvalla og Geysis og austur í Fljótshlíð. En síðan 14. júlí vestur í Dali (Olafsdal) og norður á Sauðárkrók, þaðan sjóleiðis til Vopnafjarðar og þá um Múlasyslur landveg til Eskifjarðar; þá heimleiðis aftur. Hr. Blem fólksþingismaður fer þó ekki lengra en hingað; hefir ekki tíma til þess. Hann flytur fyrirlestur hér í kveld (sjá augl/s.). Skemtiferðamenn útlendir. Hór kom á sunnudagsmorguninn auka- skip frá Sameinaða gufuskipafélaginu, s/s Botnia, með 20—30 ferðamenn frá Leith, flesta enska, en suma frá Ameríku og einhverja þýzka, auk nokkurra far- þega frá Khöfn, íslenzkra og danskra, alls 37. Skipið var rúma 3 sólarhringa frá Leith hingað : fór þaðan fimtudagsmorg- un kl. 4 og kom hér sunnudagsmorgun kl. 8. Sumt af ferðamönnunum fór ekki lengra á skipinu en hingað, og hóðan til Þingvalla og Geysis. En margir foru á því vestur um land og norður til Akureyrar. Það er vsentanlegt þaðan aftur hingað og leggur á stað til Leith 4. júlí, þriðju- daginn kemur; kemur þar föstud. 7. júlí. Það leggur á stað hingað þaðan aðra ferð með sama lagi 13. júl/, og þriðju 29. júlí. Fjórtán manns höfðu verið búnir að panta far hingað aðra ferðina. Amtsráðsfundnr er nýafstaðinn hér í suðuramtinu. Fréttir af honum, fáar og smáar, bíða næsta blaðs. Fréttin um fundarfall l Vesturamt- inu hvað vera misaögn. |>ar h a f ð i komist á einhver fundarnefna. Búnaðarþing Iandsins eða Landsbúnaöarfélagsins stendur hér þessa daga, — hófst í fyrra dag. Þingmálafumiir. Gullbringusýsla. Eftir Hafnarfjarðarfundinn vora fundir baldnir á 4 stöðum í þeirri sýslu, á Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd, í Keflavík, á Gerðum í Garði og að Garðhúsum í Grindavík. Fundarmenn voru á Ströndinni, kjós- endur, 25, í Keflavík um 40, 1 Garð- inum 12, og í Grindavík 24. Alstaðar var þar ritsímamálið efst á dagskrá, og alstaðar samþykt í e. hlj. hörð áraæli í stjórnarinnar garð út af ritsímasamníngnum alræmda og skorað á þingið að hafna honum al- gerlega, en leita betri kosta, með loftskeyta-aðferð. U ndirskriftarmálið fekk þær undirtektir á 2 fundunum í einu hlj.f að undirskriftin (forsætisráðh.) var talin »háskalegt brot á landsréttindum vorum« og skorað á alþingi »að mót- mæla þeirri lögleysu alvarlega#. Hinir fundirnir (í Garði og Grindavík) fóru vægilegar í málið, en víttu þó aðferð- ina eindregið, í Grindavík með 9 atkv, og í Garðinum með 5. Um réttarfarið var með öllum samhljóða atkv. samþykt á 3 fundun- um samhljóða ályktun þeirri, sem sam- þykt var í Hafnarfirði (sbr. síðasta bl.), En ó Garðsfundinum var því máli ekki hreyfc. Hólmverjar m. fl. Fyrir innhreppa Snæfellsnessýslu, svo og Hnappadalssýslu, var þingmála- fundur haldinn í Stykkishólmi 19. þ. m. Fulltrúar úr úthreppunum 5 héldu fund 4 dögum áður, í Ólafsvík, sbr. síðasta blað. |>ar voru á fundi 30 kjósendur mest, nær eingöngu úr 2 næstu hreppum og Stykkishólmi; 2 úr Hnappadalssýslu. Af þeim 30 greiddu 22 atkv. í aðal- málinu á fundinum, því er mest var rætt þar sem annarsstaðar, sem só ritBímamálinu, 15 með og 7 móti þessari ályktun: Fundurinn lýsir yfir þvl, að hann sé hlyntur ritsímalagning milli landa og innanlands, en skorar jafnframt d al- þingi, að gœta þess, að landinu verði ekki reistur hurðards um öxl. Með 9 atkv. gegn 3 fekk þingmað- urinn, snæfelska yfirvaldið, marið fram svofeldri ályktun í undirskriftar- m á 1 i n u — meira en helmingur fund- armanna hefir ekki greitt atkv. Fundurinn lítur svo d, sem undir- skriftarmdlið sé og hafi jafnan reynst formspursmdl, sem ekki sé gerandi mikið úr. Strandamenn. |>aðan hefir frézt, að fundur í norð- urhreppum sýslunnar hafi samþykt mjög harðorðar ályktanir í stjórnarinn- ar garð í ritsímamálinu og undirskrift- armálinu. Meira vitum vér eigi þaðan. Heldur kák-kendar ólyktanir x stór- mólunum kváðu hafa verið samþyktar b»ði á Akureyri og á Ljósavatni (fyrir Suður-|>ingeyjarsýslu). En fjöldi manna ekki tekið þátt í atkvæða- greiðslunni, á báðum fundunum. Ný Molbúasaga. Þeir ganga sig upp að hnjám og æpa sig hása, sumir skósveinar ráðgjafans, að flytja fagnaðarboðskapinn um gagnsleysi loftskeytasambandflns (Marconis). N/jasta kenningin er, að skeytin kom- ist ekki mót norðri, eða þá ekki svona langt norður, eins og hingað! Ekki er það fáfróður alþyðumaður, sem hana hefir komið upp með eða flytur hana, heldur er það einn háskólagenginn embættismaður hór staddur í bænum, sem heyrst hefir fara með hana í dag

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.