Ísafold - 23.11.1907, Blaðsíða 1

Ísafold - 23.11.1907, Blaðsíða 1
Jííeamr át ýmist einB sínni eða visv. í vika. Verð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eSe l‘/» doll.; borgist fyrir miðjan júli (eriendis fyrir fram). Uppsögn (SKriÍiag) bar.- ; «■(!, áramót, ógild nema koæi* sé tit átgefanda fyrir 1. október og kaui ■ andi skuldlans við blaðið. Afgreiðsla Austurstr<s XXXIV. ai-gr- Veni, vidi, vici. Hvað tjáir þó Pétur og Páll ug jafn- •vel Mattías beri oflof á þá mótora, sem þeir eru agentar fyrir, þegar öllum lýö er íjóst að Dan-mótorinn ber höfuð og herð- „ar yfir keppinautana. Röksemdir: Dan einn steinoliumótora hefir prisv- ,ar fengið gullmedalíu (í MarstrandiýO/j, í París 1905, í Bergen 1907) og alls 15 sinnum verið verðlaunaður. Það á því heima um Dan luð forn- kveðna : Kom, sá ojí sigraöi. Saindrat.tur Ialendinga vestan liafs og austan. Beinni og greiðari samgöngur. I. Hann hefir verið í aðsigi nokkur :ár undaníarin. Orvast óðum þe-tta ár, vegna óvenjulegs vestan-straums og af fagnaðarsamlegum viðtökum þeim, ,er aðalhópurinn fekk hér. Rígur og óvild milli þjóðdeildanna, hvorrar i sinni álfu, er mjög svo horf- inn. Það eru nátttröllin ein, sem geta ,ekki litið nokkurn íslenzkan vestan- mann réttu auga, eða þá öðru vísi en með megnum grun eða jafnvel að- firóttun um, að sá hinn sami muni vera grímuklæddur vesturfarasmali, eða þá þau bera til allra vesturfara hefndar- !hug fyrir landráð við fósturjörð þeirra. Þeir tímar eru og löngu liðnir, er /það var haldið vera þjóðráð til að koma sér i mjúkinn hjá Vestur-íslend- ingum, að óvirða land og lýð hér í .orðum, stuðluðu máli og óstuðluðu. Játa ber oss það sem satt er, að fyrstu upptök þessa samdráttar eru ýms vinarbót og góðvildar í vorn garð af hendi vestanmanna, fyrir til- stofnun þeirra hinna beztu manna, vitrustu og þjóðræknustu, jafn ræktar- •samra við báðar þjóðdeildirnar. Öðrum þræði hefir leikið vor megin mið.ur ósérplæg von um hjálpráð vest- an um haf í verkmannaeklunni hér, •og þeirra megin jafnframt einhver at- vinnuvon á gamla Fróni eftir alt sam- an, er horfur dofnuðu vestra. Og skyldi hvorugt sizt lasta, með því að þar liggja og saman við göfugri taug- ar: fölskvalaus móðurást til heirnan- fluttu barnanna, og hjartanleg þrá þeirra til að launa henni fósturlaunin, þótt verið hafi upp og niður, með því að hagnýta í hennar þarfir og þjón- :ustu, fósturjarðarinnar, aukna verk- kunnáttu sina og fratntakssemi, ráð- deitni og hagsýni. Það vitnaðist brátt, er bóla fór .nokkuð á almennri heimfýsi vestan- ■manna, að vér höfðum verið svo fram- sýnir að leggja allöflugan slagbrand Reykjavík laugar fyrir þær með því að láta oss ekki koma í hug að greiða fyrir þeim með jafnhagfeldri fargjaldsgreiðslutilhögun og aðrar þjóðir. Fyrir það verður förin vestan um haf alla leið hingað enn afat-rándýrri en ella, og stórum timafrekari, svo sem lýst var greini- lega í blaði þessu i haust. Vér höfð- um í þess stað látið oss hugkvæmast að bjóða heimfúsum Vestur-íslending- um ferðastyrk hingað — hér geta fáir hugsað sér neitt gert nema með einhverjum »styrk«: landssjóðsstyrk — og þurftum að láta pá, vestan- menn, kenna oss þann heilsusamlega lærdóm, að með þeim öimusum rnundu oss fénast ónytjungar í orkumanna stað og ráðdeildar. En þótt svo væri, að kipt yrði burtu fyrnefndum slagbrandi, sem fáir munu gera sér mikla von um af slíkri styórn, sem nú höfum vér, mundi þá sú torfæran bætt til hlítar? Því raundi fjarri fara. Til þess og til fleiri mikilsverðra hagsmuna af margvíslegri samvinnu með löndum vestan hafs og austan þarf stöðugar, reglubundnar, beinar samgöngur milli bygða vorra beggja megin hafs. Þær mundu vinna oss ómetanlegt gagn. Og þær eru kleifar. Það tvent mun verða reynt að sýna fram á í siðari kafla þessa greinarkorns. Veðrátta. Látlaus útsynn;ngur þessa viku alla, með stormi og rigning fram í hana roiðja, en bægu fjúki siðan öðru hvoru — þangað til í dag, að komið er logn með heiðríkju og allmiklu frost:. Þessu líkt hefir viðrað norðanlands og austan. Hitinn sést á þessari töflu. Rv. Bl. Ak. Gr. Sf. Sd. 17. 0.0 —2.4 —0.4 -44.0 +1.3 Md. 18. —0.4 —0.5 0.0 4-4.6 4-0.7 Þrd. 19. +4.5 +4.0 +5.0 4-1.5 +7.2 Mvd. 20 —1.5 —1.4 —0.4 —4.0 +2.2 Fd. 21. 4-2.8 -41.9 4-L5 4-6.2 —1.2 Fsd. 22. 4-3.9 ^0.7 4-5.5 4-5.0 +0.2 Ld. 23. -47.9 4-9.8 4-10.2 4-11.0 Á-7 2 Rv. = Reykjavik. 31. = Blönduós. Ak. = Akureyri. Gr. = Grímsstaðir á Fjöll- um. Sf. = Seyðisfjörður. Gufuskipín. Vesta (Gottfredsen) kom loks sunnudagsmorgun 17. þ. m., 11 dög- um eftir áætlun; hafði verið 17 daga hing- að af Sauðárkrók. Fyr má nú vera dýr ferð farþegum og timafrek. — Hún ætlaði á stað aftur mánudaginn (18.), en komst ekki fyr en miðvikudag (20.) siðdegis fyr- ir stormi og dimmviðri. Mjölnir kom og fór sömu daga. Margt farþega á báðum hingað og héð- an nokkuð. Af Sterling (Em. Nielsen) hefir frézt, að hann lagði á stað hingað frá Leith í fyrra dag að miðjum degi. Kemur þá sennilega á mánudag einhvern tíma. Tombóla, ein af 18 eða fleiri, er hald- in hér i kveld og á iporgun fyrir sjúkra- sjóð prentara. Það er þarfastofnun og eigi siður styrks makleg af almenningi en aðr- ar, sem til hans er leitað fyrir með þess- um altlðkaða hætti. 23. nóv. 1907. Jónasar-afniælið. Afhjúpunin. Fánar blöktu á hverri stöng frá morgni dags (16.) um allan bæinn, og þeir allmargir íslenzkir, líklega ámóta og á Tóns Sigurðssonar afmælinu í vor, —- einnig þar, sem skorið hafði verið á fánastrengina næturnar fyrir, í því skyni að afstýra því. Eigendur þeirra, íslenzku fánanna, búnir og að ná sér allir aftur eftir konungs-geiginn í surnar, sem olli því, að þeir gengu svo margir úr skaftinu þá. Framan af degi var þéttur útsynning- ur, en skein af sér úr hádegi og lygndi. Mikill mannsægur dróst þar að, sem rnyndin stendur, er að þeirri stundu leið, að hana skyldi afhjúpa, — eigi öllu rninni en á Jóns Sigurðssonar af- mælinu í vor. Bjarni Jónsson frá Vogi sté í stól, blátjaldaðan pall skamt frá myndinni, tæpri stundu fyr nón. Hann er for- maður minnisvarðanefndarinnar. Hann flutti langt eritidi og snjalt, um Jónas, æfikjör hans og æfistarf, sérstaklega um skáldskap hans. Hún birtist sér á prenti von bráðara, og er því eigi thér hermd. Sungið var á undan ræðunni kvæði eftir J. Ó., með nýju lagi, er samið hefir Árni Thorsteins- son, en á eftir kvæði Þorsteins Erlings- sonar, það er prentað var í síðasta blaði, sömuleiðis við nýtt lag, eftir Sigfús Einarsson. Sjálfa afbjúpun lík- neskisins annaðist formaður Stúdenta- félagsins, cand. jur. Sigurður Eggerz, í miðri ræðu Bjarnn, og mælti um leið nokkur vel valin orð, en for- maður Ungmennafélagsins, Jakob Lár- usson, lagði lárviðarsveig á höfuð líkneskisins. Að afhjúpunarræðunni lokinni og söngnum á eftir laust allur mannmúg- urinn upp margföldu fagnaðarópi fyrir minningu Jónasar Hallgrímssontr. Myndin. Það er eirlíkneski, 31/2 alin á hæð, og á að sýna J. H. á gangi eða stig- andi fram hægra fæti, eins og hann var tfðast búinn, í lafafrakka, og ber- höfðaður; stingur hægri hendi í barm sér, en hin vinstri legst niður með síðunni og heldur á blómi. Um vaxtarlag hefir höf. myndarinnar, Einar Jónsson frá Galtafelli, farið eftir lýs- ingu samtíðarmanna hans. Hann er þrekvaxinn, hálsstuttur mjög, og herðibreiður; vel á sig kominn á all- an vöxt. Sarna er urn andlitið. Það er ólíkum mun fjörlegra, svipmeira, viðkvæmara í bragði og gáfulegra en á myndar-ómynd þeirri, sem lengi hefir verið og er því miður enn á gangi, og dregin var upp af viðvaning með hliðsjón á steyptri andlitsmynd af J. H. dauðum. Og fer naumast hjá því, að þeir sem meta kunna iistaverk, leggi lofs- orð á þessa líkansfrumsmíð hins efni- legasta líkansmiðs, er vér höfum eign- 73. tölublað ast, eftir Albert Thorvaldsen liðinn* Það er um leið hin fyrsta standmynd, er þjóðin reisir sjálf einu mikilmenni sínu og ógleymanlegum ástmegi. Staliur er undir myndinni ferstrend- ur, nær mannhæð frá jörðu, úr stein- steypu — sléttir fletir á 4 vegu; og kvað myndarsmiðurinn hugsa sér að gera þar á síðar meir upphleyptar myndir, er jartegnihelztu skáldeinkenni Jónasar. Eftir afhjúpuuina gengu þessi félög: Stúdentafélagið, Ungmennafélag og Skólapiltafélag í fylkingu burt frá myndinni og með fánana íslenzku á lofti, niður að sam- komuskála Stúdentafélagsins, og sungu nokkur hin fegurstu kvæði Jónasar. Þau höfðu og, þessi hin sömu félög, gengið með sama hætti í skrúðgöngu á undan afhjúpunrnni þangað sem myndin stendur. Blysför. Um kveldið á miðaftni hófst blys- för allmikil, er Stúdentafélagið gekst fyrir, sunan af Melum og inn Suður- götu, Kirkjustræti og Lækjargötu og að myndinni, og skipuðu blysberend* ur sér í hvirfing um hana, með þeim formála af munni formanns félagsins, að það, Stúdentafélagið, raðaði sínum björtustu blysum kringum minningu Jónasar Hallgrímssonar. Minningarsamkvæmi allveglegt og fjölment var haldið um kveldið í hótel Reykjavík,- um 1 ’/2 hundrað manna eða vel það, karla og kvenna. Það stóð langt fram á miðja nótt með góðum fagnaði. Þar mintist formaður félagsins Jón- asar í snoturri ræðu, en Þorsteinn Erlingsson minnisvarðanefndarinnar og Sveinn Björnsson cand. jnr. mynd- arsmiðsins, Einars Jónssonar. Guðm. Björnsson landlæknir þakkaði fyrir nefndarinnar hönd og mælti um leið vel og snjalt fyrir minni móðurmáls- ins, en formaður nefndarinnar, Bjarni frá Vogi, mintist Vilhjálms heit. Jóns- sonar, frumkvöðuls samskotanna, fyrir 10 árum, og fyrsta formanns nefnd- arinnar. Loks mintist formaður félags- ins hins eina æskufélags Jónasar Hall- grímssonar, er enn væri á lífi, hins háaldraða öldungs Páls Melsteðs sagn- fræðings, — honum hafði verið boð- ið að vera heiðursgestur við afhjúp- unina, og átti að aka honum þangað í vagni, en veður var ekki svo blitt, að hann treysti sér. Yms voru þar fleiri minni drukkin. En síðar um kveldið, er borð voru upp tekin, fluttu þau Jens B. Waage og frk. Guðrún Indriðadóttir flokk rnikinn, er Jónas Guðlaugsson ritstjóri hafði kveðið um Jónas, en Hinrik Erlendsson söng þar einsöng. Fyrir minni Jónasar var sungið í veizlunni sjálfri kvæði það eftir Þor- stein Gislason ritstjóra, er hér prent- að á öðrum stað og gerður var að mikill rómur. Margt hinna beztu kvæða Jónasar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.