Ísafold - 09.01.1909, Blaðsíða 3

Ísafold - 09.01.1909, Blaðsíða 3
I8AF0LD 7 Kirknafok og aðrar stórskemdir af ofviðri. Af afspyrnurokinu óminnilega að- faranótt hins 29. f. mán. hafa orðið miklu meiri skemdir sunnanlands víða en frézt hafði um daginn. Þar á meðal hafa fokið t v æ r k i r k j u r, og þær báðar í s a m a prestakalli, Stóra-Núps, þar sem síra Valdimar prófastur Briem er prestur eða þeir feðgar, hann og síra Ólafur sonur hans, sem er aðstoðar- prestur hjá föður sínum. Þeir eru því kirkiulausir og verða um hrið, fram á sumar að minsta kosti. Um slys þau og fleiri þar um Ár- nessýslu ofanverða er skrifað hingað: Veðrið var svo mikið, að enginn man neitt pví líkt, enda eru afleiðing- arnar ófagrar. Hrepphólakirkja og Núps-kirkja fuku báðar. Hólakirkja var bundin i 4 stöðum með sterkum járnböndum neðst nið- ur í grunn, og stifur undir gólfinu á alla vegu út í grunninn; en það dugði ekki; grunnurinn rótaðist um, þar sem járnböndin voru, Og kirkjan tókst á 1 o f t og hentist i heilu lagi fram undir tu-ttugu faðma upp í miðja brekku fyrir ofan bæinn, sjálf- sagt einum 4— 5 álnum h æ r r a en þar sem hún stóð. Þar klestist hun saman og sat þar kyrr, nema kórinn. Hann hafði losnað frá og hélt áfram upp yfir balann, og er dreifin úr hon- um alla leið út á mýri. Ekki er að- alkirkjan mjög mikið brotin. Núpskirkja hafði tæzt mjög i s u n d u r. Hún lenti þó innan kirkju- garðs. Síra Valdimar var svo hepp- inn samt, að altarið brotnaði ekki. Þar átti hann mjög mikið af óprent- uðum handritum sinum og ýmislegt, sem hann þorði ekki að geyma í húsinu vegna brunahættu. Hrepphólakirkja var ekki nema 3 ára og þótti vera mjög vönduð, enda er í stórskuld eftir. Núpskirkja eldri, en þó ekki göm- ul. Hún var og vel vandað guðshús og stæðilegt. H I ö ð u r, smáar og stórar, fuku svo, að vart verður tölu á komið. Bláfátækir menn hafa orðið fyrir skaða svo mörgum hundruðum kr. skiftir. Enn meiri skemdir tiltölulega á stórbýlum. T. d. fuku 4 hlöður í Birtingaholti að öílu eða miklu leyti. Lambahlaða þar mikil og vönduð fór alveg í mél, bæði timbur og járn, svo að til eng- is er nýlt. Stafirnir kubbuðust við veggbrúnirnar, svo að af tók alt, sem var fyrir ofan’veggi. Þakið af lamb- húsunum, gróið og nokkuð frosið, fór nærri alt, og var mikil furða, að lömbin sakaði ekki, þútt mikið af hellum hryndi á gólfið. Ekki urðu skemdir á Stóra-Núpi aörar en kirkjufokið. Lítið hefir enn frézt úr nærsveit- unurn, segir bréfritarinn ennfremur, en sést hefur, að margar hlöður eru horfnar, t. d. á Gýgjarhóli, Drumb oddsstöðum, Auðsholti, Eiriksbakka, Reykjum og Húsatóttum. Eg skil ekkert, hvernig farið verður að bjarga heyjunum frá skemdum í vetur, því að járn er náttúrlega hvergi að fá á alt þetta. Nýgerð brú á Ósnum (Langholts- ósi, milli Birtingaholts og Langholts syðra), mjög sterk, hafði tekist á loft 0g hvolfst ofan í Ósinn, en brotnaði ekki eða lítið. Hún er um 6000 pund ag þyngd. Hún liggur þar enn, — þv{ aö enginn hefir mátt vera að bjarga henni. Ef nokkuð herðir frost verður að gera það á morgun, svo að hún frjósi ekki nið- ur. Það er enn i frásögur fært til marks Um aftökin, að grjótvarða uppi á Hlíðarfjalli í Gnúpverjahreppi, er stað- ið hafði þar í ómunatíð, hafi horfið alveg. Af Rangárvöllum hefi frézt um hlöðufok, en minni háttar en vestan Þjórsár efra. Þó flýgur fyrir, að fokið hafi hlaðan mikla og orðlagða á Þor- valdseyri undir Eyjafjöllum. — Tölu- verðar skemdir á húsum (hlöðum) eru og sagðar af Kjalarnesi og úr Kjós. Landskjálfta- stórvoðiun. Simað frá Khöfn í gær: Landskjálftaböl: ránskap- ur, drepsótt, hnngurnauð. Alþjóða samskot. Landskjálfta-athugari i Flórenz spáir jarðarumbrot- um á uæstunni, og ræður trá að endurreisa Messina- borg. Rey kjav í kur-annáll. Brunabótavirðing. Bæjarstjórn staðtesti á fundi i fyrra dag brunabótavirðing á þess- um bnseignum i kr. Jóus Magnússonar á Laugaveg . . 5,460 Ingim. PétursBonar á Setlandsstig 3,927 Bæjarverkfræðingur og byggingafulltrúi var ráðinn 4 siðasta bæjarstjórnarfundi fyr- ir 1800 kr. ársþóknun adjunkt Sigurður Thoroddsen, og skyldi bann auk annars gera ákveðnar og nákvæmar tillogur um holræsagerð i bænum hið allra fyrsla, um Yesturbæinn allan á þessu ári. Bœjarstjórnarnefndir. Kosnar voru á síð asta fundi þessar nefndir. Alþingiskjörskrárnefnd: Borgarstjóri, Jón Jensson, Klemens Jónsson. Alþýðustyrktarsjóðsnefnd: Kristján L>or- grimsson, Lárus Bj. og Kn. Zimsen. Bæjarkjörstjórn: borgarstjóri sjálfkjörinn, Halldór Jónsson og Kristján Jónsson. Fasteignanefnd auk borgarstjóra Kristján Jónsson og Jón Jensson. Pétækranefnd með borgarstjóra Katrin SÍagnússon, Jón Jensson, Kristján Þorgríms- son og Sighvatur Bjarnason. Veganefnd með borgarstjóra Klemens Jóns- son, Kn. Zimsen, Þórður J. TLoroddsen og Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Dánir. Húsfrú Stefania Stefánsdóttir, 29. des., 21 árs. Guðrún Þorvaldsdóttir, ekkja, 6. jan., 74 ára. Hafnsögumann skipaði bæjarstjórn á sið- aata fundi Odd Jónsson i Ráðagerði. Hjúskapur. Agúst Guðmundsson og ym Þuríður Halldórsdóttir, 26. des Björn Björnsson og ym. Margrét Jóns- dóttir, 20. des. Grimur Ásgrímsson og ym. Bryndis Jóns- dóttir, 23. des. Guðjón Kristinn Jónsson og ym. Elín Eyólfsdóttir, 19. des. Guðm. Jónsson járnsmiður og ym. Sigur- björg Guðríður Stefánsdóttir, 2 jan. Ingibergur Jónsson og Málfriður Jónsd., 22. des. Jón Hjörleifsson og ym. Ástriður Jónsd., 31. des. Magnús Þórarinsson og ym. Guðlaug Jóna Sigurðardóttir, 19. des. Sveinbjörn Árni Ingimundsson frá Gerða- bakka i Garði og ym Oddfriður Ottadóttir, 31. des. Kleppsbryggjan. Miljónar-félagið (P. J. Thorsteinsson & Co.) hefir fengið leyfi hjá bæjarstjórn að gera sér bátabryggju hjá Kleppi, með þeim skilyrðum a ð bryggjueigandi sé skyldnr til að taka hana burt hvenær sem þess verðnr krafist, bænum að kostnaðarlausu, a ð greidd vtrði 20 króna leiga árlega fyrii bryggjustæðið og nauðsynleg afnot landsins meðfram bryggjunm', a ð bryggjustaðurinn verði valinn i sam- ráði við bæjarverkfræðinginn, og a ð almenningur megi lenda við brygg- juna og hafa frjáls afnot hennar, að svo miklu leyti sem það kemur ekki i bága við afnot bryggjneigenda Bjálfra. Vatnsveftan. Bæjarstjórn samþykti á siðasta fundi þá tillögu vatnsveitunefndar- innar, að notuð væri heimildin i lögnm frá 22. nóv. 1907 (1. gr.) til að lána búseig- endum þeim, sem hún leggur vatnsæðar fyrir i búsin og þess kunna að óska, kostn- aðinn við innlagninguna, er svo endurgreið- ist með jöfnum afborgunum á alt að 10 næstu árum, ásamt 5°/0 vöxtum frá þeim degi er innlagningu er lokið; eigandi gefi skriflega viðurkenningu fyrir skuldinni. Gjalddagi sé hinn sami sem gjalddagi vatns- sk attsins. Búist er við og vonast eftir, að lántöku- heimild þessa noti þeir einir bæjarbúar, er þess þarfnast verulega, með því að ekki mun vera eða verða of hátt i vatnsveitu- 8jóði bæjarins. Bæjarstjórn löggilti á sama fundi þessa menn til vatnsæðalagningar inn i hús i bænum: Kn. Zimsen verkfræðing og járn- smiðina Helga Magnússon, Gisla Pinnsson, Guttorm Jónsson, Ólaf Hjaltested og Þor- stein Jónsson. Innbrotsþlófnaðurinn, þessi sem gerður var i Bókverzlun ísafoldar fyrir jól- in, og ekkert hefir komist upp um enn, er nú orðinn að yrkisefni hér i stjórnarblöð- unum, við hliðina á »stórpólitíkinni<. Það er skáldað þar siðast, að týnst hafi i sumar lykill að bókabáðinni, og gefið i skyn, að hann muni þjófurinn hafa fundið og komist inn með honum. En alveg er það tilhæfulaus uppspuni. Það hefir aldrei týnst lykill að búðinni, hvorki í sumar né endranær. íírðarskeldu-stuldurinu. Um hann er símað í gær frá Khöfn, að höfuðþjófurinn að silfur- og gull- sveigunum sé handsamaður og þýfið fundið flest. * X * Þýfið var, eins og segir frá i síð- asta bl., dýrindis-sveigar af silfri og gulli ogannað skraut á líkkistum Dana- konunga i kjallarahvelfingum undir dómkirkjunni i Hróarskeldu. En þar hafa konungar átt sér leg frá því á 16. öld. t I Feneyjum. Ferðapistlar eftir mag. Guðmund Finnbogason. II. En við erum enn þá á járnbrautar- stöðinni. Við ætlum ofan á Mark- úsartorg og getum hvort sem vill farið með gufubátnum sem liggur þarna við stéttina eða tekið einhvern »gondólinn«. En meðal annarra orða, hvað á að kalla þessi trjádýr, sem Venezia er fræg af og eru hennar fornu og góðgengu fararskjótar? »GondólI« lætur ekki illa í íslenzkum eyrum, það beygist eins og »stóll«, °g eg þykist vita að þeir, sem »fóna« heima, mundu »dóla« hér: • Margt kann Finna vel að vinna, vökrum hesti dóla«. Þarna kemur það! En við skulum geyma að eiga nokkuð við gondól- menn, þeir eru hvort sem er nafn- togaðir refir. Við förum með gufu- bátnum, það er líka ódýrara, kostar ekki nema 13 sentímur. Ekki er af logið 1 Fögur er aðal- gatan í Feneyjum, fagur er hann Stóráll. Ekki er þar rykið. ekki vagna skrölt né hófaglamm, sem ærir menn enn í öllum stórborgum heims. Sjávarborðinn bjartur og tær, það er gatan. Sjórinn er hreinn, því vatn- ið í álum Feneyja fylgir sjávarföllum, hækkar og lækkar með þeim 2—3 fet. Hér er höll við höll á bæði borð, það eru fornir bústaðir aðalsættanna í Feneyjum, reistar með þeirri rausn og ríkilæti, sem ógrynni auðmagnsins ein leyfa. Flestar rísa þessar hallit beint upp úr vatninu, engin stétt fyrir framan, að eins tröppur ofan að vatninu, ofan í gondólinn, sem ruggar í ró við húshliðina. Auðséð að eigend- urnir hafa ekki kært sig um að Glugga gægir og Gáttaþefur ættu sér gangrúm með fram höllunum þeirra. Sumar þessar hallir hafa kostað yfir 200,000 dúkata, enda eru það vegleg hús. Venjulega þrjár lofthæðir. þökin flöt eða því sem næst, kringd sviphreinni veggbrún, og framhliðin sett þremur röðum af marmara-súlnabogum, hverri upp af annari. Þar eru fagrar svalir að sitja og njóta útsjónarinnar yfir álinn með allri bátamergðinni, sem líður fram hjá, einkum síðari hluta dags og á kvöldin, þegar menn fara bátferð sér til hressingar. Marmara- skrautið á sumum húshliðunum er svo sviplétt og fjölbreytilega fagurt, að mér fanst það vera marmara-knip- lingar. Hallirnar eru kendar við ættirnar sem áttu þær og er þar margt Doge- nafnið. D o g e (frb. dósje) nefndist svo sem kunnugt er lýðveldisforset- inn í Feneyjum — og eins í Genova. Hvað á barnið að heita — á íslenzku ? Doge er óþolandi, en það er sama orðið og togi t hertogi, leiðtogi — bæði orðin eru af sama toga spunn- in. Því má ekki lýðveldisforsetinn í Feneyjum kallast togi á íslenzku? Eg hefi séð það nýlega, að það má lögbjóða nýja merkingu í íslenzk orð, og jafnvel þveröfuga við það sem þau tákna í mæltu máli. En af því eg er enginn löggjafi, leyfi eg mér að skjóta Til samkvæma og dansleikja hefi eg nú mjög mikið úrval af: hvítum og inislitum skinn- hönskum handa konum og körlum, hvítum og mislitum kven- sokkum, hvítum millipilsum, hvítum undirlífum, silki- klútum, slifsum handa konum og körlum, hvítum og mislitum manchetskyrtum, hálslini, dans- og samkvæmisvesti úr silki og flöjeli; miklu úr að velja. > Brauns verzlun Hamborg. Talsími 41. Aðalstræti 9. því undir dóm alþýðu á íslandi, hvort i lýðveldisforsetar Feneyja séu ekki í gröfum sínum rétt nefndir t o g a r, | og þangað til dómurinn verður upp- kveðinn, leyfi eg mér að kalla þá svo. Gufubátnum skilar áfram (hann er 20 min. ofan á Markúsartorg); sam- ferðamennirnir segja okkur góðfús- lega hvað hallirnar heita. Þarna kem- ur Rialtobrúin, 73 féta marmarabogi, 3 3 fet yfir sjó, þar sem hún er hæst, — sett búðum á báðar hliðar. Þarna á vinstri hönd er höll, sem kölluð er hús Desdemónu. Ekki veit eg hvort svo var, en vel gæti sá engill hafa setið þarna á svölunum. Til hægri handar gnæfir hin rikiláta Hjálpræðis- kirkja (St. Maria della Salute). Hún er reist fyrir áheitafé eftir drepsóttina miklu 1630. Sagt er að grundvöll- urinn sé miljón eikarbolir. Kirkjan kostaði lika hálfa miljón dúkata. Odd- inn fram undan kirkjunni heitir Hjálp- ræðisoddi. Þar endar Stórállinn. Ögn lengra fram stendur hin há- turnaða Georgskirkja í eyju. Við leggjum að stéttinni andspænis henni — á vinstri hönd. Við erum komin á Litlatorg (Piazzetta). Á Liíla-torgi fram við álinn standa tvær fagrar granítsúlur, fluttar þangað frá Sýrlandi eða Miklagarði og reistar þarna um 1180. Á annari súlunni stendur Markúsarljónið vængjaða. Það fekk eins og fleira að bregða sér til Parísar um skeið og þar var því sundrað 1815, en skreið saman aftur 1893 og stendur nú á sínum forna stað, svo sem ekkert hefði í skorist. Á hinni súlunni stendur sá heilagi Teodór (Todaro) og treður á krókó- díl (aðrir segja að myndin sé af St. Georg). Todaro var höíuðdýrlingur Feneyinga þangað til hann varð að þoka fyrir guðspjallamanninum, er bein hans voru flutt til Feneyja frá Alexandríu 828. Þriðja súlan sem átti að fylgja þessum tveim systrum sínum sökk rétt við bakkann og hefir aldrei fund- ist síðan. Hún hefir líklega verið illa fengin! Vestar að Litlatorgi liggur Bóka- safnið fræga, það er talið með feg- urstu höllum frá 16. öld — ljómandi svipprúðar súlnaraðir. En austan að torginu og fram með Riva degli Schia- voni liggur — Togahöllin. Það mun ekki ofsagt, sem sagt hefir verið, að varla hafi önnur þjóð markað metnað sinn og virðingu fyrir sjálfri sér i veglegri höll en þessa. Höllin á upptök sín á 9. öld, en oft hefir henni verið breytt og hún auk- in og endurbætt. Hún var gerð handa toganum, tiumannaráðinu, fjöru- tíumannadóminum, ríkisrannsóknurun- urn, eða hvað þær hétu allar þessar stofnanir, sem réðu málum ríkisins. Það yrði ónýtt mál að ætla að fara að lýsa henni til hlítar með öllum hennar veglegu sölum, skreyttum mál- verkum mestu snillinganna, sem Fen- eyjar hafa átt, eða lýsa súlnagarðinum, bak við Markúsarkirkju. En aldrei varð eg þreyttur á að virða hana fyrir mér og dást að henni. Eining og fjölbreytni, afl og yndisþokki fara þar saman. Hliðarnar sem snúa að Litla- torgi og Riva degli Schiavoni, eru upp að miðju tvær marmarabogaraðir, hvor röðin upp af annari; í neðri röðinni 36 súlur, súluhöfuðin skreytl merkilegum myndum; í efri röðinni 71 súla. En fyrir ofan súlnaraðirnar eru hliðarnar að utan lagðar mislit- um marmaraflögum, önnur flagan hvít, hin bleikrauð. Aðalfundur glímufélagsins A r m a n n s verður haldinn í Thomsensskála föstudaginn 15. jan. 1909, kl. 8V2 S<Á Félagsmenn ámintir að mæta stund- víslega. — Nýir meðlimir teknir inn. Rvík, 9. jan. 1909. Stjórnin. Undirritaður hefir nú sem fyr til sölu lóðir og íbúðarhús, smá og stór. Skifti á húsum og jörðum geta komið til greina. Þilskip, vélarbátar, verðbréf og aðrir arðberandi fjármunir teknir upp í andvirði húsa. — Sömu- leiðis óska eg að fá keypt 3—4 hús. Viðtalstimi á virkum dögum frákl. 7—8 síðd. Virðingarfylst Guðm. Egilssou. Laugaveg 40. reglusamir og duglegir Al 1 menn geta á þessu ári fengið góða atvinnu. Gött kaup í boði. Menn snúi sér til Gnðm. Olsen. Vinnukona óskast frá 14. maí næstkomandi. Óvanalega hátt kaup í boði. Ritstj. vísar á. Kolaskip (gufuskip) lagði af stað í gær frá Englandi til J. P. T. Bryde’s verzlnnar. Steinhringur tapaðist á götun- um (í Miðbænum). Skilist í ísafold. Morgunstulka óskast kl. 8—2 á lítið heimili. Ritstj. vísar á. Á skrifstofu bæjarfógeta er kven- belti, nýfundið. Glímubelti, merkt U. M. F. R., hefir tapast á leið frá neðanverðum Skólavörðustíg og á Þingholtsstræti. Finnandi vinsamlega beðinn að skila því þegar í stað á Njálsgötu 16, gegn fundarlaunum. Gólfdúkur fundinn á Njálsgötu. Vitja má á Kárastíg 6. Eg undirskrifaður, Jón Einarsson, viðurkenni hérmeð, að öll þau orð, sem ag taiáði herra Ágúst Ó. Sædal til vanvirðu kveldið 6. janúar 1909, úti fyrir Temperance-hótel Reykjavík, ómerk og í ölæði töluð. Reykjavík 8. janúar 1909. Jón Einarsson. Týnst hefir í miðbænum: silfur- miðstykki úr belti. Fundarlaun. Rit- stj. vísar á eiganda. 1 lorv 1 V I VJ C4.0J O ins o. fl., að und- angengnu fjárnámi þ. 23. des. síðastl., verður fiskiskipið HEKLA selt á uppboði, til lúkningar veðskuldum að upphæð kr. 8,500,00, auk vaxta og kostnaður. Uppboðið verður haldið hér á skrif- stofunni föstudaginn 22. janúar 1909, kl. 12 á hádegi. Þeir er kaupa vilja skipið geja skoð- að það þar sem það liggur á Eiðsvík. Skrifstofu Gullbringu- og Kjósarsýslu 5. jan. 1909. Lárus Fjeldsteð, settur. Stórt úrval af emaileruðum áhöldum, sérlega vönduðum og óvanalega ódýrum fæst nú í Liverpooi. Jón Ólafsson: tsl. verzlunariöggjöf. Handbók fyrir kaupmenn og verzlunarmenn. Kostar innbd. I kr. 35 a.; í glt. bd. með innskotnnm eyðublöðum (til að rita á breyt- ingar og viðauka) 2 kr. — Fæst hjá ritara Verzlunarsbólanefndarinnar, faktor Karl Nikuldssyni í Thomsens magasín.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.