Ísafold - 11.09.1909, Blaðsíða 3

Ísafold - 11.09.1909, Blaðsíða 3
ISATOLD 235 Kensla í íslenzkum rétti við Khafnarhásköla. í fjárlögunum dönsku eru nú veittar 2400 (?) kr. til kenslu i íslenzkum rétti við ,háskólann í Kaupmannahöfn. Embætti það var auglýst í sumar og mun eiga að veitast nú í haust. Enginn íslendingur sækir um það, að því er oss er frekast kunnugt. En stjórnmálaspekingurinn Knútur Berlín, doktor í lögum, sækir og mun eiga að fá það. Ekki eignumst vér íslendingar hauk í horni eða talsmann réttinda vorra þar sem er Knútur Berlín. Eins og kunnugt er metur hann söguleg og lagaleg réttindi vor harla lítils. En í orði kveðnu — minsta kosti — segist hann samt viðurkenna eðlilegan réu vorn til sjálfstæðis. Einu sinni hefir hann t. d. látið það í ljósi í samræðu við ritstj. ísafoldar, að hann hefði ekkert á móti skilnaði og ekki heldur á móti persónusambandi við Dan- mörku, ef sú leið yrði farin, að Ís- lendingar og Danir skildu fyrst, og að því loknu kysi íslendingar Friðrik 8. til konungs yfir sig og hann ,(sam- kvæmt dönsku grundvallarlögunum) fengi þá leyfi ríkisdagsins danska til þess að vera kotiungur á íslandi. EftirmælL Hér í blaðinu var n/lega getið um lát dbr. Jens Jónsaonar á Hóli í Dalasýslu, er dó að heimili sínu 5. ág. síðastliðinn. Vil eg leyfa mór að geta hans lítið eitt nánar. Hann fæddist 28. nóvember 1833, í Sælingsdalstungu í Hvammssveit. Hann mun hafa orðiö lítillar mentunar aðnjót- andi á æskuárum sínum, en var nátt- úrugreindur og áhugasamur; aflaði sór því sjálfur þess fróðleiks, er hann þurfti á að halda. — Búskap byrjaði hann 27 ára gamall á Skarfsstöðum í Hvamms- sveit, en brá þó búi þar eftir 3 ár, með því að hann misti þá fyrstu konu sína. Róðist hann þá að Hjarðar- holti og var þar 1 ár, en flutti þaðan að Pálsseli í Laxárdal og bjó þar í 2 ár. Keypti hann þá Hól f Hvammssveit og flutti þangað vorið 1866 og bjó þar sfðan til dauðadags. Þegar Jens kom að Hóli mátti jörðin kallast kotbýli f niðurníðslu, en hann gerði hana að einni af betri jörðum sveit- arinnar, sléttaði og girti alt túnið og stækkaði það að miklum mun; auk þess ræktaði hann og girti utan túns 10 dag- sláttur. Hann var framtakssamur og duglegur og mun oftast hafa verið fjár- flesti bóndi f Dalasýslu, enda efnaðist hann vel. En Jens var engu síður atorku- og á- hugamaður í sveitar- og héraðsmálum. Hann var í hreppsnefnd í mörg ár, hrepp- stjóri í 30—40 ár, sýslunefndarmaður í 30 ár, sáttasemjari alla sína búskapar- tíð á Hóli, safnaðarfulltrúi og sóknar- nefndarmaður lengi. Auk þess var hann í stjórn Verzlunarfélags Dalamanna um 20 ár, formaður Kaupfélags Hvamms- fjarðar í 6 ár, einn af stofnendum Spari- sjóðs Dalasýslu og formaðnr hans f síð- astliðin 10 ár. Oll þessi fólagsskapar- störf þótti hann leysa af hendi með ein- stakri samvizkusemi. Hann var og tví- vegis kosinn fulltrúi á Þingvallafund. Hann var þrfgiftur: Fyrst 1860 Ingi- björgu Þorleifsdóttur prófasts í Hvammi og átti með henni 2 börn, er bæði dóu í æsku. Síðar, 1865, Jóhönnu Jónatans- dóttur frá Litlalaugadal á Skógarströnd. Eignuðust þau 9 börn. Af þeim lifa að eins 2 synir, Bjarni óðalsbóndi í Ás- garði og Friðjóu hóraðslæknir á Eski- firði. Loks giftist Jens í þriðja sinn 1875 Sigrfði Daníelsdóttur prests í Ögur- þingum. Þau eignuðust 6 börn; af þeim lifa 3 dætur: Jensína, kona Guðbjarnar Guðbrandssonar bókbindara í Reykjavik, Valgerður, kona Jóns Jóuassonar ritstjóra í Hafnarfirði og Jóhanna búsett á Hóli. — Síðustu konu sína misti Jens 30. júlí 1907. Jarðarför Jens fór fram að Hvammi 23. ágúst síðastl. Hun var afarfjölmeiin og fluttu 3 prestar þar líkræður, sókn- arpresturinn síra Ásgeir Ásgeirsson f Hvammi, prófastur síra Ólafur Ólafsson í Hjarðarholti og sfra Jóhannes L. L. Jóhannesson á Kvennabrekku. í kirkj- unni var sungið einkarfallegt kvæði eftir Bjarna Jónsson frá Vogi. Það er mikil eftirsjá að Jens fyrir hórað hans og sveit, því að hann var stórnýtur maður og drengur góður. I+( Loftsýn. »Retournonsa lanature«, (Hverfum aft- ur til náttúrunnar), segir Rousseau. Undar- legt, hvað mikilmennin hafa mikil tök á fólki! Eg rak mig á þessa setn- ingu < blaði, sem var innan í hágöfugri embættisbók — og óðara varð eg leiður á lífsstarfinu og þaut út undir kletta og söng »retournons a la nature«. Og alt f kring um mig var hrópað: »retour- nons a la nature«. Það voru klettarnir, Bem tóku undir með mér á óaðfinnan- legri frönsku, klettarnir, sem eg hólt að alfaðir hefði innsiglað með þagnarinnar eilífa innsigli. Eg fleygði mór niður á lítinn, grænan blett, og starði upp í himininn. Fyrst fanst mór útsýnið of mikið, og eg lokaði augunum. Svo opnaði eg þau aftur. Skýin yfir höfði mér urðu að ótal myndum. Alt í einu sýndist mór þau verða að háöldruðum embættismönnum úr Reykjavík; þeir drukku brennivín og prédikuðu frelsi. Og Nansen, Björnson og Mikkelsen klöpp- uðu á kollinn á þeim. En Magnús Ein- arsson og Sigurður Lýðsson hrópuðu um himingeiminn: »sjálfur leiddu sjálfan þig«. Og vínguðinu kom í eldrauðu skýi. Og brennivínsnefin á mannfólkinu stækk- uðu um helming. Og hver einstakur átti nóg með að leiða sjálfan sig og enginn gat stutt annan, því fólkið var orðið helmingi frjálsara og brennivíns- straumurinn vaxinn um helming. Og allir stórtemplarar, stórkanslarar og stór- ritarar urðu að undri. — Var eg orð- inn ruglaður? Eg nuggaði ennið lengi, lengi. Svo leit eg upp aftur. Alt var eins og venjulega. Skýin liðu hægt um himinhvolfið, fíllinn gargaði í fjallinu fyrir ofan mig, en steinarnir steinþögðu. Bjeaður karlinn hann Rousseau hafði dregið mig út í þessa heimsku. Hrylli- legustvar embættismanna loftsýnin. Auð- mjúklega rendi eg augunum til höfuð- staðarins og sá eg að alt var í lagi. Heilag- ur kaucellistíll hvfldi yfir ásjónum hinna öldruðu feðra. Og enn fór þó hrollur um mig. Eg leit ekki á náttúrufegurð- ina f kringum mig, eg þaut heim, og gróf mig niður í myglaða réttlætisbók. Og ilmurinn verkaði þægilega á mig; smátt og smátt kom ró yfir mig og sál mín steig allra virðingarfylst hærra og hærra í mjúkum embættisdraumum, þang- að sem jarðabókasjóðsávísanirnar verða til, en gegnum draumana heyrði eg béuð köllin í honum Rousseau: »retournons, retournons«. Sagax. Druknun. Guðmundur Jónsson bóudi í Þing- nesi druknaði í Hornafjarðarfljótum þ. 21. ágúst. Haldið, að hann hafi lent í sandbleytu. ' teykjavíkur-annáll. Oánir. Elín Snorradóttir, gift kona (Guðm. Kr. Ólafssonar skipstjóra) 52 ára, heimili Langaveg 22 B; dó 6. sept. Gnðrún Jónasdóttir, gift kona (Samúels Ólafssonar söðlasmiðs) 37 ára, heimili Lauga- veg 53 B; dó 4. sept. Fasteignaafsal. Chr. B. Eyólfsson ljós- myndari selur Sigurði kaupmanni Ásbjörns- syni húseign nr. 37 við Bergstaðastræti fyrir 4000 kr. Dags. 2. marz. Þingl. 9. sept. Guðmundur Stefánsson nœturvörður af- salar i hendur Landsbankanum eignarheim- ild fyrir húseigninni Nr. 67 við Laugaveg, er hann hafði fengið með upphoðsafsals- bréfi hæjarfógeta. Dags. 31. júli. Þgl. 26. ágúst. Ingvar Guðmundsson selur Þorst. Sveins- syni á Laugaveg 74 húseign Nr. 37 við Bergstaðastræti fyrir 4000 kr. Dags. 17. april. Þgl. 9. sept. Jóhannes Nordal fshússtjóri selur Jóni Jakobssyni landsbókaverði og Hannesi Thor- arensen Slátrunarfélagsstjóra l/3 i húseign- inni Nr. 27 við Laufásveg með tilh. fyrir 5070 kr. Dags. 4. sept. Þgl. 9. sept. Sigurður kaupm. Ásbjörnsson selur Ing- vari Guðmundssyni húseign Nr. 37 við Berg- staðastræti fyrir 4000 kr. Dags. 22. marz. Þgl. 9. sept. Niðursuðuverksm. Island. á ísafirði (eign Péturs M. Bjarna- sonar & Co.) hefir á Árósasýningunni hlotið heiðursskjal (Diplom) fyrir nið- ursoðinn fisk og kjöt. Engar aðrar íslenzkar afurðir voru á sýningunni. í byrjun var kona ein í islenzkum skautbúningi við afgreiðslu í búð verk- smiðjunnar. íslendingum, er á sýn- inguna komu, þótti það lítt hæfa skautbúningi vorum, að flagga með honum sem auglýsingu um niður- soðið kjöt og fengu því til leiðar snúið, að afgreiðslukonan hætti að vera í bonum. Stjórnarvaldaaugl. (ágrip) Skuldum skal lýsa í dánarbú Einars Eirikssonar húsmanns frá Helgastöðum í Biskupstungum fyrir skifta- ráðanda í Árnessýslu innan 6 mánaða frá 26. f. mán.; i db. Einars Sigurðssonar sjó- manns i Bergstaðastræti 30 Rvik fyrir skifta- ráðanda i Rvik innan 6 mán. frá 9. þ. mán.; í db. séra Eyólfs Jónssonar frá Árnesi fyrir gnllsmið Jóni Birni Eyólfssyni á ísafirði innan 6 mán. frá sama degi; i þrb. Hall- dórs Vilhjálmssonar i Barðsnesgerði í N#rð- urfj.hr. fyrir sýslumanninum i Suður-Múla- sýslu innau 6 mán. frá s. d.; 1 dbú Þor- láks Þorlákssonar frá Yesturhópshólum fyrir Þorláki Magnúsi Þorlákssyni á Blikastöð- um i Mosfellssveit innan 6 mán. frá s. d.; i þrotabú Gisla Jónssonar söðlasmiðs, Lauga* veg 50 B i Rvík fyrir skiftaráðanda i Rvik innan 6 mánaða frá sama degi. 2— 3 herbergi með eða án hús- gagna til leigu í Grjótagötu 10. 3— 4 herbergi móti sól og stúlknaherbergi til leigu 1. oktbr. í Lækjargötu 12 B. — Upplýsingar á Laugaveg 10. — A. V. Carlqvist. Stulku vantar í vetrarvist, helzt frá 14. þ. m. Ritstj. ávísar. Fæði fæst frá 1. okt, í Hverfis- götu 2. 1 herbergi fyrir einhleypa sama stað. Upplýsingar í barnaskól- anum hjá Katrínu Guðbrandsdóttur. 1 herbergi með húsgögnum og forstofuinngangi, helzt í miðbæn- um óskast til leigu strax. Afgr. ávísar. Til leigu 2—3 herbergi frá 1. október í Tjarnargötu 8._____________ Ibúðir til leigu, góðar og stórar, í húsunum nr. 3 og r8 í Þingholts- stræti. Semjið við Sigurð Björnsson, Grettisgötu 38. Stór og björt íbúð, 5 herbergi auk eldhúss og stúlknaherbergis, með mið- stöðvarhitun, fæst leigð nú þegar eða 1. okt. Afgr. ávísar. Stofa til leigu. Upplýsingar í Vesturgötu 26 C. Ung hæns til sölu í Grjótagötu hjá Einari Vigfússyni. Til leigu frá 1. október stofa með svefnherbergi í húsi Steingr. Guðmundssonar, Amtmannsstíg 4. Peningabuddu, er fanst inn á vegi, má vitja til Gunnars kaup- manns Gunnarssonar í Hafnarstræti 8. Herbergi, stórt og gott, með húsgögnum og sérinngangi, og 2 tóm loftherbergi eru til leigu 1. október í miðbænum. Upplýsingar í Lindar- götu 3 6.____________________________ Kommóður og borð til sölu í Grjótagötu 9. Til leigu 4—5 herbergi mót sól. Upplýsingar hjá Ámunda kaupmanni Árnasyni. 1 herbergi til leigu. Upplýs- ingar gefur Jón Lúðvígsson verzlm., Þingholtsstræti 1. Til leigu 2—3 herbergi með eldhúsi og geymslu, Hverfisgötu 51. Afarstóra tombólu halda Thorvaldsensfélagið og Kvenfélagið í sameiningu 2. og 3. október. Nánar á götuauglýsingum. Teikniskóli Stefáns Eiríkssonar byrj- ar sem að undanförnu hinn 1. októ- ber, og eru menn því beðnir að skrifa sig heima hjá mér, 15. og 16. þ. m. frá kl. 6—8 báða daga. Skólagjaldið, 8 kr., greiðist um leið. Grjótagötu 4. Innilegt þakklæti öllum þeim, er með nær- veru sinni heiðruðu útfarir mæðra og tengda- mœðra okkar, Helgu Ásmundsdóttur og Guð- laugar Þórarinsdóttur. Óseyri 10. sept. 1909. Geirlaug Sigurðardóttir, Einar Þorgilsson. Fundi með kjósendum í Borgarfjarðarsýslu ætla eg að halda á Akranesi (í Báru- búð) fimtudaginn 23. þ. m. kl. 12 á hádegi; að Grund í Skorradal föstu- daginn 24. þ. m. kl. 2 e. h. Reykjavik 10. sept. 1909. Kristján Jónsson þm. Bf. Otto Mönsteds danska smjörlíki er bezt. Biðjið kaupmanninn yðar um þessi merki: „Sóley“ „Ingólfur“ „Hekla“ eða „Isafold“ Til leiðbeiningar. í verzlun Jóns þörðarsonar fæst verkaður fiskur, svo sem þorskur, langa, keila, skata upsi, ísa og saltað tros, söltuð grásleppa, harðfiskur o.m.fl. Alls konar nauðsynjavara seld með lægsta verði. Skriftarkensla. Eg undirrituð hefi í Kaupmanna- höfn lært að kenna skrift, og tek að mér kenslu í hentii frá 15. sept. (helzt börnum, sem eigi hafa lært fyr). Sigríður Arnadóttir, Bergstaðastræti 9 B. Þurmjólkin sem mest var eftir spurð síðastliðinn vetur er nú aftur komin í verzlun Jóns Þórðatsonar. Leiðarvísir á íslenzku fylgir með um notkun hennar. MoiofbÉrinn Hvítá fer eftirtaldar ferðir: 18., 24. og 30. sept.; ro., 15., 19., 24. og 30. okt. Hve langt báturinn fer upp eftir ánum, Norðurá og Hvítá, í hverri ferð, er komið undir flutningsþörf. Auk þeirra ferða, sem taldar eru, fer báturinn ætið aukaferðir þegar þörf krefur. Stjórn mótorbátsfél- Stígandi. Barnaskólinn í Bergstaðastræti 3 byrjar 1. október, í enn fullkomnari stil en nokkru sinni fyr. Ný skólaborð, endurbætt kensluáhöld og auknir kenslukraftar. Foreldrar skólaskyldra barna þurfa e k k i að sækja um undanþágu fyrir börn sín, en eru vinsamlega beðnir að gefa sig fram við undirritaðan Jyr- ir 21. p. m. Asgrímur Magnússon. Loðskinn á gólf, yfir barnavagna og í hvílu- poka, líka fóðurskinn, hvergi ódýrari en hjá Bergi Einarssyni sútara Lindargötu 8 A. Söðlasmiðir, skósmiðir og aðrir út um land, sparið peninga með því að láta mig súta fyrir ykkur gul fóðurskinn; tek að eins ull- ina í ómakslaun. (Má ekki raka gær- urnar). Bergur Einarsson, sútari. Lindargötu 8 A. 2—3 vanta i góðan stað. Upplýsingar geta fengist hjá mönn- um hér í bæ, er hafa átt hesta í þeim stað. Semjið sem fyrst við Berg Einarsson, Lindargötu 8A. Smælingj ar eftir Einar Hjörleifsson. Fimm sögur: 1. Góð boð; 2. Fyr- irgefning; 3. Þurkur; 4. Skilnaður; 3. Vitlausa Gunna. Bókin er prentuð í Ameríku en nýkomin hingað. Aðalsala í bók- verzlun ísafoldarpr.sm. Verð: heft 1 kr., bundin 1.75. Til leigu 2 góð samanliggjandi herbergi fyrir einhleypa með inngangi úr forstofu. Upplýsingar gefur E. Þorkelsson, úr- smiður, Austurstræti 6. Ungu meyjar! Lesið eftirfarandi línur! l»að mun borga sig. Ungur maður á bezta aldri, gáfað- ur og vel mentaður, er mun því geta trygt sér góða atvinnu í framtíðinni, óskar að giftast ungri, greindri, mynd- arlegri og efnaðri — helzt ríkri stúlku. Freistið hamingjunnar og notið tæki- færið — það býðst ekki oftar. Til- boðum merktum: T r y g ð, tekurritstj. ísafoldar á móti. Ilæns til söíu í Þingholtsstræti 15; góðar varphænur. Lampar Þar á meðal nattlamparnir þeir beztu og þægilegustu sem fást, lampabrennarar, lampaglös tiýkomið til G-uðm. Olsen. Steinolíumaskínur, 3 kveikjaðar ódýrastar hjá Guðm. Olsen. Tímakensla. Undirrituð veitir tilsögn í orgelspili, gitarspili og dönsku. Laugaveg %i 8 L — Maren Pétursdóttir. Skósmiður, duglegur og reglusamur, sem sjálfur vill reyna lukkuna og setja upp vinnustofu, getur nú fengið nýja skósmíðamaskínu, fyrirtaks góða, nýja jarnleista beztu teg. og alt leður, sem hann þarf að brúka, alt þetta með afar-þægi- legum kjörum og mánaðar- afborgun. Afgr. blaðsins ávísar. Igræðireitinum við Rauðavatn (Baldurshaga) eru nú í haust og að vori til stórar plöntur af lævirkjatrjám (Larix sibirica), reyni- við (Sorbus anaparia), sænskum reyni- við (Sorbus skandica) og axelber-reyni- við (Sorbus aria), allar vel fallnar til plöntunar í görðum. Þeir sem vilja fá plöntur af áminst- um tegundum, eru beðnir að panta þær hjá Guðmundi Davíðssyni, Frakka- stíg 12. Verðið er 5 aura pr. stk. án flutn- ings. Systurnar í st. Viking, sem heima eru, eru vinsamlega beðnar að hittast í Báru- búð á morgun, sunnud. þann 12., kl. 6 e. m. Áríðandi málefni til umræðu. Jónína Jónatansdóttir. Einingin nr. 14. Fundur miðvikudaginn 15. þ. m. Framkvœmdarnefnd stórstúkunnar mætir á fundinum. Margbreytt umrceðuejni, Allir Jélagar stúkunnar beðnir að nueta. Ndtnapappír aftur kominn í afgreiðslu ísafoldar. n ‘\l * 'I traust óg vel útlítandi KPinnin “tilsðln. upplýsing- j IlUIUIIjUI ar { fsafoldarprentsm, Fóðurhesta

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.