Ísafold - 30.10.1909, Blaðsíða 3

Ísafold - 30.10.1909, Blaðsíða 3
I8AF0LD 283 Fyrir veturinn er komið í miklu úrvaii: V etrarfrakkar handa fullorðnum og unglingum frá 15 Vetrarjakkar af öllum stærðum, er kosta — 8 Vetrarföt, þykk og haldgóð úr hreinni ull — 27 ull að hálfu — 16 Svört og mislit kamgarnsföt komin aftur — 26 Vetrarhúfur, vetrarhanzkar, óvenjumikið tirval. Nærföt, af öllum stærðum og gæðum, stóreflis úrval. Nýttl Nýttl Stormjakkar handa konum og körlum til að nota við íþróttir og ferðalög, vatnsheldir, vindheldir, léttir og þægilegir. Ómissandi læknum, sýslumönnum, verkfræðingum og öðrum, er mikið þurfa að ferðast eða vera úti. Lítið í glugganal Brauns verzlun, Hamborg. Talsími 41, Aðalstræti 9. —38 kr. —24 — —43 — „Aðalkjarni samningsins". Kaupmaðurinn segir ennfremur: »Þá má ekki gleyma aðalkjarna samn- ingsins«, sem útgerðarmaður og ísa- fold séu hreyknust af. Það er kœli- rúrnin. Hann finnur að því, að ekki er ákveðin kælirúmastærðin, og felst eg á, að réttara hefði verið að ákveða stærð þeirra, og sjálfsagt hefði það verið, ef að eins hefði verið samið við eitt félag. En þar sem við tvö félög er samið, má búast við, að kæli- rúmin eins og annað verði samkepnis- atriði og að Thore álíti hyggilegast fyrir sig að hafa kælirúmin heldur of stór en of lítil. Það verður samkepnis- atriði svo sem og það, að hafa skipin yfir höfuð sem bezt við hæfi íslend- inga, því stutt mundi landsjóðstillagið ná, ef Thore gæti ekki trygt sér aðrar nægar tekjur. Kælirúmsstærðin virðist þó ekki vera aðalatriðið hjá kaupmanninum, heldur hitt, að kæliklefarnir eru nefndir *kœlirúm« í Thoresamningnum og, að Thore er ekki skvlt að setja ikælivél í neitt af skipum sínum*. »Er vist nóg til þess að fullnægja samningnum að hafa lítilfjörlegan ískassa í skipun- um«, segir kaupmaðurinn. Svo spinn- ur hann heilmikinn ósannindavef út af þessu. Eg veit ekki betur en að allir skynbœrir íslendingar þekki það, að kælirúm í skipi þýði klefi, sem kæld- ur er eftir vild með þar til heyrandi vél og öðrum áhöldum og, að það þýði ekki sama sem íshús, er beinlínis frystir vöruna, sem í það er látið. Og alþingi var fullljós þýðing orðsins. í fjárlögunum, 13. gr. c., i athuga- semdinni um þetta efni stendur: »og sé eitt skipið með kælirúmi, vel hæfu til fisk- og kjötgeymslu milli landa«. Stjórnin hefir því í þessu efni ná kvæmlega notað orð það eða tákn- un, sem í fjárlögunum stendur, en auðvitað getur kaupmaðurinn heldur ekki stilt sig um að finna að því, að stjórnin fylgir lögunum nákvæmlega. Annars virðist þessi gauragangur Lögréttu og Reykjavikur vera full snemmbær. Það eru jafnan tvær hlið- ar á slikum samningum, sem þessum, bókstafur samningsins og ennfremur, hvernig honum er beitt. Mér finst nægur tími til að rífast um samninginn þegar það kemur i ljós, hvernig honum verður beitt, hvernig skipin, kælirúmin, ferðaáætl- anirnar verða o s. frv. Reynist þetta ekki að mun betri samgöngur en þær 25 ferðir, sem sameinaða félagið bauð þinginu siðast, og minnihlutinn vildi friðlaust sam- þykkja, pá er tími kominn til pess, að athuga gerðir stjórnarinnar t þessu efni. Ef farið hefði verið með bókstaf samninganna við Sameinaða félagið að undanförnu, meðan það var einvdlt, eins og nú er farið með bókstaf Thoresamningsins, þá er enginn efi á, að margt hefði mátt að honum finna, en það gerði þáverandi minnihluti ekki, þvi hann vissi, að í slíkum samn- ingum stóð venjulega ekki nema aðal- drættirnir. Minnihlutinn, er þá var, hafði ekki ráð á eins mikilli óhlífni og ósvifni eins og minnihluti sá, er nú er í landinu. Kaupmaður. Landburður af síid má heita, að verið hafi hér i Rvík i þessari viku og er enn, — aðallega inni í sundum, fram undan Klepps- landi. »Sjórinn fram undan Kleppi er eins og berjaskyr, svo mörg eru netin þar«, segir nákunnugur maður. — Milli 20 og 30 bátar bafa daglega stundað síldartekjuna og einstaka þeirra 'fengið þetta 8—10 tn. á dag. Skautaferðir hafa verið allmiklar hér á tjörninni þessa viku. Farið saman fyrirtaks- veður og allgott skautasvell. Ilt er til þess að vita, að vér Is- lendingar skulum eigi vera lengra á veg komnir í skautaíþróttinni, en raun ber vitni, svo mörg og góð færin sem vér eigum á að iðka hana. — Enginn samanburður er t. d. á því, hve hinir beztu skautamenn Dana fara fimlegar á skautum og kunna meira að þeirri íþrótt en skauta- menn hér. Mikil er samt framförin frá því fyrir 14—16 árum. Þá kunni tæpast nokkur maður neitt til skautaiþróttar. Var þá um það eitt hugsað að »gana« nógu fljótt áfram. Slys. Fyrir nokkrum dögum datt hér á hálkunni frú Bryndís Zoéga, kona Geirs yfirkennara, og slasaðist talsvert. Nýtt kvikmyndafyrirtæbi er að hlaupa af stokkunum hér í bænum, útibú frá stóru norsku kvik- myndaleikhúsi í Björgvin, að sagt er. Kvikmyndasýningarnar fara fram í Bárubúð og byrja fyrir almenning í kvöld. í gærkvöldi var haldin reynslusýn- ing og boðið til fjöida bæjarbúa, svo að Bárubúð var troðfull. Kvikmjmd- irnar voru mikið góðar og allvel vald- ar, alvöru- og gaman.myndir, hvað innan um annað. . Ein mýndin sýndi smáleik einn, er Höndin nefnist. Aðalhlutverkið í honum leikur frú Charlotta Wiehe-Berény, hin danska leikkona, sem nú er heimsfræg orðin. Ein landlagsmynd var sýnd fráPaler- mó á Sikiley. Af þesskonar myndum ætti kvikmyndaleikhúsin endilega að sýna meira. Það eru einmitt þær, landslagsmyndir erlendar og þjóð- háttamyndir, som mest er í varið og helzt hafa mentunargildi fyrir almenn- ing, er eigi á færi á því áð komast nokkurn tíma út fyrir Iandsteinana. í hinu nýja kvikmyndahúsi er leikið undir á lúðra. Leiðréttingar. Prótarkalestur á Eimreiðarritgerð minni, Danir i nýíslenzkum skáldskap, hefir ekki tekist sem bezt. Eg las aðra próförk af henni norður á Sjálandi og hafði þar hvorki handrit mitt né bækur þær, er tilvitnanir mínar eru úr. Og sá, sem hinar prófark- irnar las, hafði ekki heldur þær Ijóðabæk- ur né þau rit hjá sér, sem kvæðabrot og ummæli eru tilfærð úr. Þótt flestar vill- urnar séu meinlausar og raski ekki hugsun- inni, dugir ekki, að þær séu óleiðréttar, af þvf að aðrir en eg eiga f hlut. Bfs. 206 (Jónasarbréfið); hrnndu-— kvarnirnar alla götuna; hrundu — — — kvarnirnar um alla götuna. »Æh», sagði djöfsi, det er smukt Sprog det Danske: Ah — — det er et smukt Sprog 0. s. frv. Bls. 209 (Vísa G. Br.): Verði haukur þinn á þingi þeirra merki, er si og »æ«: sem að æ. Bls. 212 (Vfsa Br. 0.): Eins er sem henni eitthvað i hjarta liggi þungt: d hjarta. Bls. 213; »Ljúka störfum leyft ei var lands og /)ýdðarvinum:« /Veisísvinum: Landsins berrar, heldur en verra ikomist: heldur en verra komi. Á hls. 217 er versta villan: »Svo frjáls vertu, móðir, sem vind- ur á vog og vetrarins stormdunur þungu«: sem vötn þín með straumunum þungu. Á sömu bls.: landrétt hefir guð settan: landsrétt o. s. frv. Bls. 218: »Stjórnar- málið 1863: 1869. Bls. 219:« Og ristum Dönum naprast níð, sem nokkur þekti tið:« sem nokkur þekki tið. »Fram í dapran dauðann sjáum:« dauða sjáum. *Þót.t það kosti lif og hlóð:« Þó það gildi lif og blóð. »Þvt jafuvel úr hlekkjunum sjóða má sverð:« Og jafnvel úr o. s. frv. Bls. 225: »Á milli tveggja bróðurlanda:> fósturstranda• Bls. 227: »Þótt hundrað plágur dyndu yfir lýð:* dyndu yfir landið. »Sú skoðun hefir fyrst og fremst það til sins ágætis: Sú stefna (átt er við skiln- aðarstefnuna). Kvartanir sem gengið hafa hér í landi; hér á landi. Bls. 228: »Sem þann Norðmenn keuna:« sem þanns o. s. frv. Bls. 232: »Þvi miður er nú litið orð- ið eftir af okkur íslendingum:« okkur of- aukið. Bls. 233: »Mér er sem eg sjái hann Kossúth:« hann ofaukið. Menn treystu þvi, að hún á því fengi nýja stjórnarbót: nýja hverfi. Khöfn 4. okt. 1909. Sigurður Guðmundsson. Hjólskautunum fjölgar. Hjólskautunura, sem getið hefir verið áður hór í blaöinu, og notaðir eru á steinlímdum borgarstrætum, fjölgar uú óðum um allan heim. I Berlín er nú orðið svo mikið um þá, að lögreglan hefir orðið að setja dkautaförum sömu reglur og vögnum. Það er bannað, að renna sór á stóttum og á fjölförnum strætum, og ekki mega skautamenn renna í kapp á þeim nó útúrdúra til viðhafnar. Til eru víða um heim hjólskautafólög og brautir eða svæði, sem eru gerð beinlínis fyrir þá skauta. Jafnvel í Kaupmannahöfn er svofeld skautabraut á leiðinni. Nýtt! Nýtt! Skóvinnustofan „Akureyri^ 57 Laugaveg 57. Tekur að sér að gera alt sem að skósmíöi lýtur. Gerir við gamalt og smíðar nýtt, bæði skó og stígvél af nýjustu gerð. Meginreglur: 1. Að vanda vinnuna af fremsta megni. 2. Að afgreiða svo fljótt sem unt er. 3. Að selja ódýrar en allir aðrir, og 4. Að lána ekkert. Með allri virðingu Friðb. Níeisson. 1 sem vilja eignast falleg 1T) börn, ættu að kaupa nýtt hjónarúm fal- legt, með afarlágu verði í Grettisgötu 42. Undirrituð saumar peysuföt og nœrföt fyrir mjög lága borgun. María Pétursdóttir Laugaveg 67. Kviststofa og svefnherbergi til leigu á Hverfisgötu 6, einnig fæði ef óskað er. Hjúskapur. Jón Hróbjartsson frá Auðsholti i Biskupstungum og ym. Elín Eiríksdóttir frá Fossnesi í Gnúp- verjahrepp, 23. oktbr. „Fyrir tólkið" reykir Einar á Floltastöðum ailskonar kjötmeti. Góð bújörð í grend við Reykja- vík fæst til kaups og ábúðar í far- dögum 1910. Ritstj. v'sar á. Myndarleg stúlka óskast í vist á gott heimili í Hafnarfirði. Upp- lýsingar gefur Guðrún Bjarnadóttir, Vesturgötu 33, Reykjavík. Peningabudda, með peningum í, fundin á Vesturgötu. Vitja má að Dúkskoti. Bréfaveski, með 30—40 kr. í, hefir tapast frá Lindargötu 6 til skó- sölubúðar Lárusar Lúðvígssonar. Skil- ist í afgreiðslu ísafoldar. Kensla. Undirritaður ker.nir eldri og yngri börnum, (allar lögskipaðar námsgreinar) jafnt byrjunar sem fulln- aðarkenslu undir ferming; ennfremur fullorðnum íslenzku, dönsku, ensku (byrjendum), landafræði, reikning. sögu o. fl. — Þorst. Finnbogason kennari, Bergstaðastræti 4 3. Til viðtals heima: kl. 9—10, 3—4 og frá 7 að kvöldi. Vetrarstúlka óskast nú þegar í Pósthússtræti 146. Skautaólar góðar og ódýrar selur söðlasmiður Bened. Sigfússon, Laufásveg 4. Stúlka óskast í vist. Ritstjóri vísar á. Stúlka óskast í vetrarvist; upp- lýsingar í Grjólagötu 10. Kristjana Markússon byrjar útsaumstilsögn sina með nóvbr. n. k. Stúlka óskar eftir vetrarvist á góðu keimili. Afgreiðslan vísar á. 1 Öllum þeim, bæði sóknarbörnum mln- um og öðrum, er hafa auðsýnt mér hluttekningu við fráfall konu minnar og jarðarför, votta eg innilegt þakk- læti mitt. Kristinn Danielsson. Jarðarför minnar ástkæru eiginkonu, Guð- laugar Jónu Sigurðardóttur, fer fram þriðju- daginn 2. nóv. Húskveðjan hefst kl. 12 á hádegi frá heimili okkar. Þetta tilkynnist vinum okkar og vandamönnum. Reykjavik, Vatnsstíg 6, 29. okt. 1909. Magnús Þórarinsson. 10 a. bréfsefni fást æfinlega í bókverzlun Isafoldar. sem skifta um heimili eru vinsamlega beðnir að láta þess getið sem fyrst í afgreiðslu blaðsins. Soðfisk góðan og vel þurkaðan, t. d. smáfisk, ýsu, keilu og upsa, selur ódýrast verzl. Liverpool. Blómsturlaukar Hyacinther — Tulipaner — Narcisser Tacetter — Crocus — Ixia Scylla m. m. fást á Stýrimannastíg 9. H|f Sápuhúsið og Sápubuðin. Verðskrá: Til þvotta: Ágæt grænsápa pd. 14 a. — brún sápa - 16 - Ekta Lessive lútardnft . . — 20 - — kem. sápnspænir . . . . — 35 - Ágæt Marseillesápa .... . — 25 - — Salmiaksápa . - 30 - Kvillaja-Gallsápa tekur úr bletti stk. 20 a. Gallsápa (i misl. dúka) . . pd. 35 - Handsápur: Stór jurtasápa (x/3 pd.) . . stk. 15 a. — tjörusápa Þ/s pd.) . . — 30 - — karbólsápa (‘/s pd.) . — 30 - Schous barnasápa (ómissandi við hörn) . . . Btk. 25 a. 3 stk. ekta fjólusápa . . . . ... 27 - í bakstur: Florians eggjaduft (á við 6 egg) 10 a. 3 Florians búðingsdnftsbréf . . 27 - 10 a. Vaniliu bakstursduft ... 8 - 10 a. nýtt krydd . . ■.......... 8 - 3 stérar stengnr Vanilíu .... 25 - 1 glas ávaxtalitnr.............10 - Möndln- sítrónn- og vanilindrop- ar á 15 a. og 25 a. Finasta Livorno S ú k k a t . pd 70 - Ilmefni: Stór flaska Brillantine (hármeðal) 45 a. Ilmefni i lausri vigt 10 gröm . 10 - Dökt, hrúnt eða gnlt skókrem 12. a. og 20 a. 3 dósir Junokrem (á Boks-Calf). 27 a, H/f Sápuhúsið og Sápubúðin Austurstræti 17. Laugaveg 40. Kensla. Undirrituð kennir orgelspil og dönsku; ennfremur ýmsar hannyrðir. JÓNA BJA^NADÓTTII^. Njálsgötu 26. LrÁÍ^U^ EJEDD^TBÐ yfirréttarmálfœrslumaður IiSekjargrata 2 Heima 10 ‘/,—12 */a og 4-5. Kvenfélag frikirkjasafnaðarins heldur fund í íðnaðarmannahúsinu miðvikudaginn 3. nóv. kl. 5 síðdegis. Félagskonur beðnar að mæta. 18 tegundir af enskum vaðmálum og dömuklæðum i verzlun G. Zoega. Tombóla til ágóda fyrir Sjúkrasjóð kvenfélags fríkirk- junnar verður haldin í Iðnó 6. og 7. nóvember næstkomandi. Gjöfum til tombólunnar, sem verða þakksamlega þegnar, veita undirritaðar viötöku. Guðriður Guðmundsdóttir, Miöstræti 8 A. Ragnheiður Bjarnadóttir, Bókhlööustig 2, Hólmfriður Þorláksdóttir, Bergstahastræti 8, Helga Torfason, Þorbjörg Þórðarson, Laugavog 18, Baukastræti 10, Caroiina Henriksdóttir, Veaturgötu 29. Skautamennogkonur Þið fáið ekki að eins skautana sjálfa, heldur einnig Skauta-húfur, — peysur, — trefla, — vetlinga og — hlífar í Thomsens Magasíni. NJir ávextir komnir með Pervie í dag: A m e r í s k epli, Bananer, Perur, Vínber. Tomater. Agurkur. Laukur. Auk þess alls konar kalmeti. Hvergi í borginni jafn ódýrir ávextir og kálmeti sem í Li verpool. Talslmi 43. Byssur & riflar fást á Hverfisgötu 3. Viðskiftabækur (Kontrabækur) fást i Bókverzlun ísafoldar. Safnaðarfundur frikirkjumanna í Reykjavík verður hald- inn í fríkirkjunni s. d. 31. þ. m. kl. 3l/2 síðd. Umræðuefni lög síðasta alþingis um sóknargjöld. Á r í ð a n d i, að fríkirkjumenn m æ t i til að kynna sér þetta mál. 8 afnað ar stj órnin. Bókauppboð mánudaginn 1. nóv. kl. 11 f. h. í Goodtemplarahúsinu. Fjármörk. Þeir, sem fjármörk eiga hér í bæn- um og vilja koma þeim í markaskrá, sem prentuð verður í vetur, eru á- mintir um að senda þau greinilega skrifuð fyrir 13. nóvbr. næstkomandi til Jónasar Jónassonar l Miðstrati 4. Borgun undir markið er 25 aurar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.