Ísafold - 04.11.1909, Blaðsíða 2

Ísafold - 04.11.1909, Blaðsíða 2
286 I8AF0LD /1 iyt TTTrrrrT i Hin fyrsta skófatnaðarútsala hjá Lárnsi G. Lúðvígssyni, þingholtsstræti 2 n hefst laugardaginn þann 6. nóvember næstkomandi. þ þar verða seld mörg hundruð pör af alls konar skófatnaði fyrir alt að hálfvirði eða með alt að 60% afsl. Sannsðgli-riddarinn og sannleiknrinn. Hið aldraða erki-sannleiksvitni með »hvítasunnuandlitið«, hr. J. Ól., ridd- ari af sannsöglinni p. p. fer á stúfana í síðustu Rvik klyfjaður ósanninda- brigzlum m. a. til mín — ósanninda- brigzlum, sem hann jafnharðan verður að eta ofan í sig, vilji hann heita nokkurn veginn heiðarlegur blaða- maður. J. Ól. ber mér á brýn, að eg hafi skrökvað því í ísaf. 15. sept., að bréfkafli í sama blaði frá dönskum blaðamanni, út af ráðgjafa-viðtalinu rangfærða í Kr. Dagblad í vor, hafi verið til mín; bréfið hafi verið til ráð- gjafans, segir I. Ól. — og eg þvi farið með ósatt mál. — En petta eru blá- ber ósannindi úr J. Ól., og var hon- um vorkunnarlaust að stilla sig um að lýsa mig ósannindamann i máli, sem hann gat ekkert um vitað. Bréfið er til mín, en ekki ráðgjaf- ans, svar við fyrirspurn, er eg sendi blaðamanni þessum, hr. Arnskov, i vor, út af staðhæfingum miklum úr einum danska-flokks dindlinum í Khöfn um að hr. Arnskov byðist til að vinna eið að þvi, að við- talið i Kr. Dagblað væri rétt. Eg vildi gjarna geta sýnt það svart á hvítu, að dindillinn segði ósatt. Þvi spurði eg hr. Arnskov. Hann svar- aði bréfi mínu samdægurs, og set eg hér kafla þá úr bréfi hans, er máli skifta, á dönsku, svo að eigi verði borið við, að þýðingin sé fölsuð. Hr. Arnskov skrifar: 7. apríl 1909. Hr. Ól. Björnsson. Nej, jeg har abso- lut ikke overfor nogen vedkendt mig Interviewet i Kr. Dagbl&d, endsige lovet at stadfceste det med Ed. Jeg har overfor alle, hvem jeg har talt med om disse Interviews, udtrykkelig betonet, at Gengivelsen i Kr. Dagblad var, uden at jeg havde Del i det eller set det, — lavet om paa en uheldig Maade......... Ministeren har ganske Ret i, at han ikke kan vedkende sig Interviewet i Kr. Dagblad. Men jeg kan heller ikke ved- kende mig Interviewet som mit. Svo mörg eru þessi orð blaða- mannsins í bréfinu til min og hygg eg þau munu nægja til að sanna: 1., að J. Ól. en ekki eg skrökvar til um, hverjum bréfið hafi verið skrifað ; 2., að J. Ól. dróttar því alveg að ósekju að ísaf., að sagt hafi verið ósatt frá efni bréfsins; 3., að illindaraus minnihl. bl. út af ráðgjafaviðtalinu í Kr. Dagblad, er markleysuhjal eitt, ritað mót betri vit- und, þar sem það er játað af blaðamanninum sjálfum, sem viðtalið er haft eftir, að það sé ranghverft á óheppilegan hátt. Rvík. flytur ennfr. bréf, sem herra Amskov er eignað. — Sé rétt sagt frá um það, hefir meira en litið minnis- leysi bagað hr. A., er hann reit bréf- ið. — Hr. A. segir þar, að eg hafi beðið hann um að skrifa ráðgjafanum um, hvernig i þessu viðtals-máli lægi. Fyrir þvi er enginn fótur. Hr. A. tók það alveg upp hjá sjálfum sér, og get eg sannað það með eigin orðum hr. Arnskovs í bréfinu til mín. Það er dagsett 7. april og segir hann þar: Til þess að gera yðnr fnlla grein fyrir sambenginn (i þessn viðtalsm&li) kom eg heim til yðar í fyrrakvöld (5. april), en hitti yðnr ekki heima. En með þvi að eg hngði, að það v»ri mikilsvert fyrir r&ð- gjafann, að fá skýring & málinu, reit eg hana sama kvöldið, af þvi eg sá, að ís- landsskip var að leggja af stað. Svo mjög fanst hr. Arnskov pá til um, hve ranghverft viðtalið var í Kr. Dagblad, að hann gerir sér óbeðinn ferð til mín, þótt eg þekti hann nauða- lítið, til þess að leiðrétta það, óg, er hann hittir mig ekki, ntar hann þegar óbeðinn leiðréttingu til ráðgjafans. Hr. Arnskov er ennfr. látinn furða sig á því í bréfi sinu í Rvík, að »númer« skuli hafa orðið af bréfi hans. Til þess œtlcrðist hann; ella hefði hann ekki farið að gefa leyfi til þess í sjálfu bréfinu, að nota pað opin- berlega í isl. blöðum. Hr. Arnskov vill ennfr, nú láta það heita svo, að viðtalið í Kr. Dagbl. hafí »misritast». En í vor sagði hann við mig, að rangfærslurnar í Kr. Dagblad væru til komnar sem hér segir: Hann væri sjálfur starfsmaður við blaðaskrif- stofu eina i Höfn, er kostuð væri af vinstriblöðum utan Hajnar. Greinar, sem hann ritaði fyrir þessa skrifstofu, mætti hann því ekki láta Khafn- arblöðum í té, nema aðeins með peim skilyrðum, að þau sneru þeim við, svo að markið á þeim þektist ekki. Svo hefði og verið í þetta sinni um ráðgjafa-viðtalið í Kr. Dagblad. Það hejði orðið að snúa pvl við, en það þá tekist svona herfilega óheppi- lega. Hér hefir því einnig skolast, ekki lítið, í hr. Arnskov siðan í vor. O. B. Gjafir og áheit til Heilsuhælisfélagsins í Reykjavik meðtekið af Einari Arnasyni: Frá ónefndum.................. 10,00 — ónefndri konu............. 10,00 — ónefndum íslendingi. . . 100,00 — stúdent H. K............... 5,00 Hverir verða næstir? Tekjur landsímans 2. ársfjórðung 1909 hafa verið sem hér segir. Simskeyti innanlands: . kr. 4954,45 Simskeyti til útlanda: . — 3298,38 Símskeyti frá útlöndum: — 1505,80 Alls: kr. 9758,63 Símasamtöl . . . . kr. 9643,70 Talsímanotendagjald . — 2181,08 Aðrar tekjur .... — 692,81 Alls kr. 22276,22 Þvínær 7800 kr. meiri hafa tek- jurnar verið nú en sama ársfjórðung- inn í fyrra. Tekjuvöxturinn hefir orðið tiltölulega mestur á talsimanot- endagjaldinu; það nærri þrefaldast. En mest gætir lekjumunarins á sím- samtölum. Þau námu þenna ársfj. í fyrra c. 6150 kr. en þetta ár c. 9650 kr. Góö fisksalu. Hjalti Jónsson kom, á botnvörpung sinum Marz, frá Hull í gær. Fór hann þangað fyrir skömmu með hálffermi skipsins (c. 197 skpd.) af fiski (mest lúðu og kola) og seldi það fyrir 520 pd. Sterling (9,360 kr.) — eða skpd. á ca. 48 kr. Snorri Sturluson og Jón forseti höfðu verið að selja fisk sömu dag- ana í Grimsby, en ekki fengið eins gott verð fyrir hann. —Það gerir þeim skömm!— Saiirblada-landplágaii. Það var íslenzk saurblaðsritstjórn. Þeir sátu á ráðstefnu, félagar. — Við komum þessum stuldi á pá, segir hinn ráðnari og reyndari þeirra. — Hvernig þá? Það er engin íeið að því. Því trúir enginn, þó við ljúg- um því á þá. — Við skulum nú sjá. Við Ijúg- um ekki stuldinum upp á nema einn þeirra, þann sem fæstir þekkja Hinir verða svo bendlaðir við hann, lagsmenn hans og nánustu flokksbræður. — Hvern þá? — Hann S. — Já, en hann hefir á sér almenn- ingsorð fyrir ráðvendni og reglusemi. — H v a ð a almennings? — Allra, sem nokkuð þekkja til. — Já, einmitt, allra sem þekkja til. En hvað eru þeir margir? Ekki nema einn eða tveir tugir manna í mesta lagi hérna í kauptúninu. Hann er nýlega hingað kominn og á fáa kunn- ingja; hann er fremur ómannblendinn. En svo eru hinir allir, sem þekkja e k k i til hans, — allur hinn mikli sægur manna um land alt, sem blað- ið les (af því að það flytur svo mikið af lygasögum og botnlausum rógi um helztu menn landsins). — Þ e i r trúa því allir hiklaust. Og þó að þeir trúi því ekki eða geri ekki nema hálftrúa því, þá höfum við mikið gagn af því samt — að þjófnaðaraðdróttun- inni, á eg við. Hún gerir p eim skömrn! — Hvernig fer hún að gera þ e i m skömm, þegar það kemst upp, sem það hlýtur að gera von bráðara, að þetta er tóm lygi, — kemst upp, að S. er alsaklaus og félagar hans þá að sjálf- sögðu lausir við alt vitorð með hon- um — það er ekki hægt að vera í vitorði um það, sem ekkert er um að vita. Er það ekki við, verður það ekki blaðið, sem skömmin bitnar þá á ? — En hvað þú ert einfaldur ! Þú veizt sýnilega ekki, hvernig vant er að ganga í heiminum, þegar svona ber undir. Þar að auki og fyrst og fremst skal eg benda þér á það, að það er tilvinnandi, pó að blaðið (við) hefði einhverja skömm af því, — til- vinnandi vegna þess, að hann fær líka skell af róginum, höfuðpaurinn sjálf- ur, hann M., af því að S. er hans maður. Það fellur blettur á hann, í heimskra manna augum að minsta kosti, — og þ e i r eru nú alt af marg- ir, — þegar það berst út, að hans mað- ur, hann S., hefir stolið, meira að segja framið innbrotsþjófnað. Það er eins og eg sagði, að það gerir þeim skömm, hvernig sem fer; ogfyrirþað er þó nokkuð gefandi. — Ekki lízt mér á þetta ráð. Eg held við höfum ekkert upp úr því nema skömm til handa sjálfum okkur, og að þar sannist hið fornkveðna, að sér grefur gröf þótt grafi. — Þú ert græningi. Fyrst og fremst ketost það nú aldrei upp, að við höfum logið þessu. Við segjum, að okkur hafi verið sagt það. Og ef þeir vilja vita, hver það hefir gert, þá segjumst við annaðhvort ekki muna það, eða við nefnum ein- hvern, sem er ekki til eða þá farinn langt í burtu, jafnvel í annað land. Þar að auki fullyrðum við ekkert um, að S. hafi stolið, heldur segjum, að það hafi kvisast, það sé mál manna, það sé altalað, og þar fram eftir göt- um. Þá sleppum við, jafnvel þó að sannist, að annar sé að stuldinum vald- ur. En ef aldrei kemst upp um þjóf- inn, þá stöndum við skínandi vel að vígi. Þá .sannast aldrei, að S. hafi ekki stolið. Það getur ekki sannast. Og grunurinn festist við hann og fylgir honum æfilangt. Þá er viðkvæðið, ef á hann er minst: Er það hann, sem stal hérna um árið i E . . .? Ef þá svarar einhver: Það sannað- ist aldrei á hann, er anzað óðara: Eg held pað standi nú á sama; það stelur margur, sem aldrei verður uppvíst um; hann er jafnsekur fyrir því. — Svona fer um mannorð þessa manns, þegar frá líður. Og þegar enn lengra er um liðið eða kemur á annan landsenda, er far- ið að kalla S. dæmdan þjóf, þ. e. a. s. á bak; upp í eyrun er það varast, vitaskuld. Eg var heyrnarvottur að þessu sam tali fyrir nokkuð mörgum árum. Eg hirði ekki um að tilgreina, hvar eða hvenær. Eg lagði ekki mikið upp úr því þá. En svo rek eg mig á það, þegar frá líður, að spáin ratist. Lygin, rógur- inn þessara kolapilta, eða réttara sagt: hins ráðnara og rosknara þeirra, roskn- ara í klækjunum, hún hafði tilætluð áhrif. S. var þá kominn í annan lands- fjórðung, og þar gekk staflaust sá orð- rómur, að hann hefði stolið pening- um, miklum peningum, þegar hann var í E . . . . Mér var kunnugt, hvernig orðróm- urinn var upp kominn, og gerði eg mér alt far um, að hrinda honum og eyða. En varð nauðalitið ágengt. Eg segi það síðan jafnan, að meiri ólyfjan er ekki til í mannlegu félagi en saurblöð eða samvizkulausir saur- blaða-útgefendur og saurblaðastjórar, hvort heldur er þeir, ritstjórarnir, tala eða rita frá sjálfs sín brjósti, af sjálfra þeirra varmensku-innræti, eða þeir eru »leppar« fyrir aðra, — ekki annað en leiguþjónar sér enn verri manna, flugu- menn, gerðir til höfuðs heiðvirðustu mönnum alsaklausum, — gerðir út af ærulausum skúmaskotsbófum, ýmist lágt eða hátt settum í mannfélaginu, stundum svo hátt, að þeir vitasér mundi hvergi vært með nokkurn veginn mæt- um mönnum, ef athæfi þeirra væri al- menningi kunnugt, en eru þeir dreng- skaparmenn (!), að þeir vega á þá lund aftan að þeim, er þeir leggja fæð á. Eg met stórmikils heiðvirða stjórnar- andstöðu. Tel hana ómissandi í hverju landi. Felli mig vel við orðatiltækið enska: hans hátignar stjórnarandstöðu- flokkur. Skil það svo, að andstöðu- flokkinn beri að meta landinu raunar ekki fremur óþarfan en stjórnarflokk- inn, og eigi hann jafnt tilkall til að vera kendur við imynd landsins, kon- unginn. Og það er rétt, ef hann gerir skyldu sína, gerir hana sleitu laust og hlífðarlaust, en með sæmi- legri kurteisi og með fölskvalausri sannleiksást. En að hugsa sér hitt: látlausar lygar, látlausan róg, látlaus illyrði og svivirðingar um þá menn, er standa fyrir stjórn lands, jafnt hvort sem þeir gera það vel eða miður vel, — fyrir það eitt, að þeir gera það, að þeir eru i þeirri stöðu, og það þótt í hana séu kjörnir eða tilnefndir af full- trúum þjóðarinnar. Leggja stjórn í einelti annaðhvort til að þjóna illu innræti, hatri eða öfund i stjórn- endanna garð, e ð a til að þóknast lélegri og fávísari hluta þeirra, er blöð- in lesa, þessi sem nefnd eru sorp- blöð, kitla eyru þeirra, er ilt vilja heyra. Hugsa ekkert um það, þó að þeir geri samvizkusömum og vönd- uðum stjórnarandstæðingum hinn mesta ógreiða með háttalagi sínu, veki ef til vill ímugust, ef ekki andstygð á a 11 r i stjórnar-gagnrýni, komi almenn- ingi á þá skoðun, að alt sem fundið er að gjörðum stjórnar, sé fals og lygi, tómur ósanninda-samsetningur og illgirnisþvættingur. Fara oft með svo aulalegan ósanninda-samsetning, svo endemislegar lyga-fjarstæður, að engu er líkara en að þeir séu viti sínu fjær, eða þá að með þá sé farið líkt og segir frá um þræla, er böðlar stóðu bak við með reiddar svipur og létu dynja á þeim, ef þeir unnu ekki eins og þeim var sagt. Eins er engu lík- ara en að grímuklæddir yfirmenn þess- ara þræla, leppanna, standi bak við þá með reiddan vöndinn, er þeir hóta að láta ríða á þeirra ófélegum skrokk, ef þeir rægi ekki nógu þrælmannlega, ljúgi ekki nógu ósvífið, svívirði ekki nógu hlífðarlaust, — hugsi ekkert um, hvort nokkurt vit, nokkur heil brú er í nokkurri setningu. Naumast getur fyrirlitlegri atvinnu en þá, er þrælalið þetta rekur, þ. e. saurblaðalepparnir. Vanalegt þjófahyski er hefðarfólk hjá þeim, hinum leigðu mannorðsþjófum. Vanalegir þjófar hafa oftsinnis eitthvað upp úr sínu starfi, — þeim fénast eittfivað. Hinir ekki neitt. Þeir vinna yfirleitt fyrir gýg, nema ef þeir fá umsamið kaup fyrir vinnu sina, málann, sem þeim hefir verið heitinn, en þeir eru oft sviknir um af »heiðursmönnum« þeim, er þá hafa ráðið og fela sig bak við þá. Þeim hlotnast ekki sú hugsvöl- un, sem varmennum er að því, að skaprauna saklausum sæmdarmönnum; slíkir menn lesa aldrei saurblöð, þeir sjá aldrei né heyra það sem í þeim stendur; þeir leggja sér ekki til munns andlegan óþverra fremur en líkamleg- an; eru ekki þeir heimskingjar, að hjálpa rægitólunum til að koma sínu fram með því að ljá þeim eyra. Og áhrif hafa þau nauðalítil sem engin á aðra, að minsta kosti ekki nokkurn málsmetandi mann, úr því að atvinna þeirra er orðin heyrinkunn, úr því að kunnugt er orðið, að þau fara varla með annað en róg og lygi og eru ekki til annars fædd og í heiminn borin, þótt »heiðarlegheita« grímu beri - fyrir andliti fyrst i stað sum þeirra; gera það til að láta fólk glæpast á sér. Það eru hugsunarlausir einfeldn- ingar, sem að taka nokkurt mark á því sem þau fara með. Og þá hitt, að börn og óþroskaðir unglingar kunna ekki að greina sora frá hollmeti. Þ a r kemst eitrið að. Og þar í felst aðalskaðræðið, aðalhættan að saur- blöðunum fyrir mannfélagið. Þ e s s v e g n a er nauðsynlegt að verjast þeim eins og næmum sóttum. Þórr. Póstafgreiðslura enn eru þessir skipaðir i dag: 1. i Reykjavik Ole P. Blöndal póstskrifari, í stað Guðna Eyjólfsson- ar, er vikið var frá stöðunni í sumar. 2. á Blönduósi Böðvar Þor- 1 á k s s o n skrifari i stað Gísla sýslu- manns ísleifssonar, er sagt hafði sýsl- aninni lausri. 3. í Keflavík Ólafur J. A. Ól- a f s s o n verzlunarmaður. 4. á Vopnafirði E i n a r R u n - ó 1 f s s o n símastjóri þar. Mikill fiskur hefir veiðst á ísafirði þessa viku. — (Eftir símtali). Leikfélagið byrjar að leika um aðra helgi, leik- ritið John Glaydes Honour (Ástir og miljónir). Stýrimenn á Thoreskip. Hann heitir Jóhann P. Jóusson, en ekki Jón, stýrimaður sá, er sigldi um daginn og get- ið var í síðnstu ísafold. Úr bréfi af vestfjörðum 6. okt. »Flestir þeir, sem ekki eru enn gagnsyrðir af óhroða hugsunum og flokksæsingi, mæla á eina leið um lubba legan rithátt Lögr. og Rvíkur. Er rauna- legt til þess að hugsa, að jafnmikil ó- hroði og hjá þeim blöðum kemur fram, skuli eiga heima í hugartúnum manna, sem framarlega vilja standa, og eru tald- ir meðal helztu manna þessarar þjóðar. Þann arfa þarf þjóðin að reita upp, vísa honum til sætis í safnhaugum, þar sem hann ekki spillir góðum og hollum gróðri.« Svo mikla ósvinnu hefir »danski flokk- urinn í frammi«, að hann lætur bera það út um alla Reykjavík, að maður sá, er þetta hefir skrifað, sé snúinn frá stefnu sinni, frá því að verja landið danskri innlimun, segja að hann só nú snúinn gegn stjórninni o. s. frv. Hvað er það, sem ekki má segja fólki, sem ekkert veit um tildrög ósannind- anna ? Gestur. Clemenceau Fyrverandi ráðuneytisfor- leikritaskáld. seti Frakkland, Clemen- ceau, kvað vera að semja leikrit núna eftir að hann fór frá. Það kvað vera soðið upp úr skáldsögu þeirri (»Les plus fortes«), er hann gerði fyrir nokkrum árum síðan. Leikritið á að leika í einhverju helzta leikhúsinu í París. Likbrensla er að verða almenuari og almennari. Á Þyzkalandi t. d. voru brend 2451 lík í 17 borgum á fyrra missiri þessa árs, en ekki nema 2089 á sama tímabili í fyrra. í júnímáuuði þ. á. voru 383 lík brend í bæjum þessum, en ekki nema 319 í júní í fyrra. Flest- ar líkbrennur i júnímánuði hafa farið fram í Hamborg, sem só 35 móti 34 í fyrra í sama mánuði.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.