Ísafold - 05.03.1910, Blaðsíða 2
54
ISAFOLD
Suðurpólsleitir.
J'rakkinn <lr. Charcot kominn aftur. — Nýtt land fundið.
að hún var gerð að próíessor við há-
skólann í Paris núna í vetur.
Nýlega hefir hún gert stórmerki-
lega uppgötvun á frumefninu polonium,
sem fundið er fyrir nokkrum árum.
Hún hefir sannað, að efni þetta breyt-
ist i tvö önnur frumefni, helium og
blý. Með þessu hefir hún sýnt, að
frumefni eru ekki óbreytileg, heldur
geta orðið að öðrum efnum.
Polonium hefir mikið geislamagn
(radiaktivitet) og getur leyst sundur
lifræn efni. Frú Curie náði í Vio
milligrams af efni þessu úr mörgum
smálestum af blýi. Polonium er 5000
sinnum fágætara en radíum.
Hinn alkunni suðurfari dr. Jean
Charcot frá Frakklandi er nýlega kom-
inn á bygt ból, Punkta Arenas í
Magallansundinu við Suður-Ameríku,
úr för sinni í suðurhöfunum, þeirri,
er hann hóf 15. ágúst 1908 frá Hávre
á skipi sínu nPourquoi pasl« (Hví
ekkif). Gharcot hefir áður farið könn-
unarferð suður á bóginn, sem sé frá
1903 —1905, í höfin fyrir sunnan
Eldland við Suður-Ameríku og þar
vestur af. Vísindaárangur var mikill
Kh. 21.-2.-’10
en sjálfur vill hann ekki takast þetta
á hendur. Segir hann, að fyrir för-
inni eigi að vera ungur og óþreyttur
maður. Ferðalaginu verður hagað likt
og norðurför Pearys og hundar hafð-
ir með til sleðadráttar. Hyggur Peary,
að það verði happasælast, — en Scott
ætlar að hafa með sér litla hesta
austan úr Asíu til þess að draga sleð-
ana. Þessir hestar eru óvenju-liðlegir
og þrautseigir.
Nú verður gaman að sjá hvorir
Prestskosningin
hér i Reykjavík fór fram siðastliðinn
laugardag. — Hluttakan í kosningunni
rýr, enda þótt mikill undirróður væri
siðustu dagana á undan kosningunni.
Á kjörskrá voru 3241, en ekki kusu
nema tæp 1250 og þar af voru rúm
30 ógild.
Hlutskarpastur varð Bjarni Jónsson
(frá Mýrarholti). Hann hlaut 489
atkvæði. Næstur honum varð síra
Þorsteinn Briem, er fekk 404 atkv.,
þá sira Bjarni Hjaltested 169 atkv.,
síra Bjarni Þorsteinsson 124 atkv.,
sira Kristinn Daníelsson 17, síra
Böðvar Bjarnason 10.
Enginn umsækjenda hefir hlotið
lögmælta atkvæðatölu, en þá mæla
lögin svo fyrir, að stjórnin skuli
leggja úrskurð á, hver hnossið eigi
að hljóta. — Sá úrskurður er ókveð-
inn upp enn.
Nýr dýralæknir.
Hingað til hefir dýralæknirinn hér
í Reykjavík verið einasti dýralæknir
landsins. Enginn annar til. Nú er
bót ráðin 4 því. Ungur íslendingur
einn, Sigurður Einarsson, hefir nýlega
tekið dýralæknispróf i Khöfn og er
hann nú af ráðherra skipaður dýra-
læknir á svæði því, er Norður- og
Austuramtið náði áður yfir, frá 1. apr.
að telja. Hann á að hafa bústað á
Akureyri.
Styrktarsjóður barnakenn-
ara. Sig. Jónsson barnakennari
hér í Rvik var 28. f. mán. af ráð-
herra skipaður i stjórnarnefnd styrkt-
arsjóðs handa barnakennurum.
af þeirri för, því aðjmaðurinn er hinn
ótrauðasti.
| fCharcot ferðast um höfin fyrir vis-
indin eingöngu. Hann kærði sig ekki
mjög um að komast að suðurpólnum
og reyndi heldur ekki til þess. Á
leiðinni þangað er enn svo margt
ókannað og óþekt. Dr. Charcot hef-
ir kánnað höfin og löndin af mikilli
vísindanákvæmni — og fundið nýtt
hafa betur. Pearysflokkurinn fer ári
síðar af stað, en ætlar sér þó að
verða á undan að heimsskautinu. Hvor-
ir fyrir sig hafa tiltekið daginn, sem
þeir ætla að standa á pólnum.
Yfirráðgjafi Egiptalands myrtur.
---- Kh. 21/2 1910.
Yfirráðgjafinn á Egiptalandi, Butros
pasja var myrtur í gær i Kairo af
Brezk stjórnmál.
Baráttan gegn lávörðunum.
----- Kh. 21/s 10.
Nú eru öll kurl komin til grafar í
brezku kosningunum. Verður hið
nýja þing þannig skipað:
274 framsóknarmenn (liberals),
273 íhaldsmenn eða sambandsmenn
(Konservativs, Unionists),
82 írskir jþjóðflokksm. (Nationalists).
41 verkflokksmenn.
Eftir kosningar hafa orðið smá-
breytingar og sætaskifti í ráðuneytinu.
Innanríkisráðgjafinn Herbert Gladstone,
sonur gamla Gladstones, hefir verið
gerður að landstjóra í Bandaríkjunum
í Suður-Afríku. Winston Churchill verzl-
unarráðgjafi hefir tekið við innanríkis-
ráðuneytinu, en Buxton póstráðgjafi
við verzlunarráðuneytinu. Póstráðgjafi
er aftur orðinn Herbert Samuel, kansl-
ari í hertogadæminu Lancaster.
Redmond, foringi íra.
Hinn 15. þ. m. kom nýja þingið
saman. Eins og sjá má af þingmanna-
tölunni, verður stjórnin að treysta á
fylgi verkflokksmanna og íra, en það
er örðugt að tjónka við þá, eins og
getið hefir verið.
Stjórnin hefir átt í miklu stappi við
flokka þessa um það, hvernig haga
skuli dagskránni í þinginu. Stjórnin
vill koma fram fjárlögunum fyrst, til
þess að ná inn þegar öllum ógreidd-
um sköttum og síðan lagafrumvarpinu
um frestunarrétt efri málstofunnar. En
írar hafa risið upp og heimtað lávarða-
lögin fyrst. Foringi þeirra, Redmond,
flutti nýlega ræðu i Dublin og heimt-
aði þar, að takmörkun efri málsstof-
unnar yrði látin sitja fyrir öllu öðru.
Því næst hefir hann krafist fyrir hönd
íra tryggingar fyrir því, að frumvarp
Slys á höfninni.
í fyrradag hvolfdi bát hér á höfn-
inni, frá skipinu Sigríður; varð á milli
bifbáts og annars báts, er hann hafði
í eftirdragi. Festin milli bátanna
komst undir kjölinn og hvolfdi bátn-
um. Sjö menn voru á bátnum, 6
komust af, einn þó mjög aðfram kom-
inn, en einn druknaði eða dó áður
en komist varð með hann i land.
Hann hét Jón Guðmundsson, kvæntur
fjölskyldumaður í Grettisgötu.
Fullyrt, að þessi maður hefði bjarg-
ast, ef hann hefði kunnað eitthvað
til sunds. — Allir eiga að lœra að
syndal
Pétur J. Tborsteinsson
stórkaupm, og kona hans, frú Ást-
hildur, komu með Ceres um daginn,
alkomin hingað til Reykjavíkur.
Einar Hjörleifsson
skáld var einn farþega á Ceres.
Hann hefir vérið á ferðalagi um Bret-
land, Frakkland, Þýzkaland og Dan-
mörku.
Gufuskipið Ceres
kom hingað á þriðjudagsmorguninn.
Var skamt fyrir sunnan land, er ó-
veðrið skall á. Fram hjá Vestmann-
eyjum varð hún að fara. — Meðal
farþega voru Björn Guðmundsson
kaupm., Jón síldarmatsmaður Berg-
sveinsson, Helgi Eggerz frá Vestur-
heimi, nokkrar nunnur o. s. frv.
Ceres fer vestur á ísafjörð í dag og
hittir Ingolf, Thorefélagsskipið, þar.
Hann tekur póst og flutning úr Ceres
og heldur svo norður fyrir land og
austur. —
» TerrafNova■
land fyrir vestan/og"sunnan jAlexand-
ers I. land, svo að nú hefir hann
fylt upp í eyðu þá, sem er á
landabréfinu milli þess lands og Ját-
varðs VII. lands. Hann hefir siglt um
stórt svæði í Suðuríshafinu þar sem
ekkert skip hefir komið nokkru sinni
fyr.
Annars hefir ekki frézt um ferðir
hans nákvæmlega enn þá, annað en
það, að hann hefir ratað i miklar
mannraunir, skipið strandað hvað eftir
annað og orðið fast i is. Landfræð-
ingar biða komu hans með óþieyju
og vænta mikils árangurs. Það er í
ráði, að Frakkar fagni honum með
mikilli viðhöfn þegar hann kemur
heim.
Englendingar og Ameríkumenn
keppa um að ná Snðurpólnum.
Scott höfuðsmaður og menn Pearys.
Eins og getið hefir verið um áður,
ætlar Scott höfuðsmaður að leggja af
stað í suðurpólsleit á sumri komanda.
Scott er Englendingur og alkunnur
suðurfari. Hann komst á 82 stig og
17 minútur suðurbreiddar fyrir nokkr-
um árum og hafði þá enginn jafnlangt
komist áður og enginn síðan annar
en Shackleton einn (88. stig og 23
mín). Hann lagði þá upp frá New
Zeeland og sama ætlar hann að gera
nú. Hann siglir á skipi sinu, Terra
Nova, sem smiðað hefir verið til
þeirrar farar eingöngu.
En Scott fær hættulegan keppinaut.
Pearyfélagið í Ameriku (Peary Arctic
Club) hefir ákveðið að gera út menn
til suðurfarar, sem leggja upp frá
Suður-Ameríku ogsigla á »Roosevelt«,
skipi Pearys. Peary hefir lagt á ráð-
in og fðrunautar hans verða í förinn,
,~skip Scotts.
ungum innlendum lyfsalaúrþjóðflokkn-
um á Egipta’andi. Morðinginn skaut
á ráðgjafann 3 skotum, og dó hann
nokkru síðar. Morð þetta vekur al-
heimsathygli og þykir líkjast mjög
indversku morðunum. Morðinginn var
þegar handsamaðnr.
Skiptapar.
Fjöldi manns druknar.
---- Khöfn. 21/2 ’IO
Skömmu fyrir miðjan þennan mán-
uð fórst gufuskipið »General Chanzy«
í ofviðri i Miðjarðarhafinu. Skip þetta
var franskt og sigldi milli Marseille
og Algier. Einn maður komst af, en
hinir druknuðu allir, 133 að tölu.
Gufuskipið »Cambodia« frá Austur-
Asiufélaginu danska fórst 15. þ. m.
við Heinæs í Noregi á leið frá Frede-
rikstad til Suður-Afríku. 16 menn
druknuðu, en 13 komust lífs af.
Úr loftinu..
Curtiss vinnur hraðflugið.
----- Kh. 21/j 1910.
í flugstefnunni miklu á Los Angelos
í Kalíforníu hefir Glenn Curtiss, amer-
íski fluggarpurinn, nýlega flogið hrað-
ast allra manna í flugvél, sem sé J/4
úr danskri mílu á 1 mínútu. Með
þessum hraða flaug hann í fulla klukku-
stund. Fyrir þetta hlaut hann 123
þús. franka að verðlaunum.
---------------------
Balfour, foringi íhaldsmanna.
til heimastjórnar fyrir írland verði
borið fram i neðri málstofunni hið
bráðasta.
Stjórnin hefir reynt að leiða írum
fyrir sjónir, að fjárlögin verði ekki
rædd nema að nafninu á örstuttum
tíma og samþykt með ályktunum, en
írar hafa setið við sinn keip og verk-
flokksmenn með Keir Hardie i broddi
farar tekið í sama strenginn.
Stjórnin vill vitanlega ekki láta gott
mál stranda á þessu. Það komst þá
í tal, að láta ræða bæði lögin, fjár-
lögin og lávarðalögin, jöfnum hönd-
um, á sínum fundinum hvort, en nú
hefir það orðið að samkomulagi eftir
því sem síðast fréttist, að deildin skeri
úr þvi sjálf með atkvæðagreiðslu hvor
lögin skuli afgreidd á undan. Vonandi
verður því þetta smáræði ekki til
fyrirstöðu.
írar skiftast í tvo flokka i þinginu.
Ræður Redmond fyrir öðrum, en
(yBrien fyrir hinum. í Redmonds-
flokki eru 69 menn, og eru þeir fúsir
á að samþykkja fjárlögin til þess að
klekkja á lávörðunum. O’Brien hefir
undir sér 13 manns, og þeir greiða
atkvæði gegn fjárlögunum, en með
lávarða-drápinu.
í dag flytur konungur hásætisræð-
una og þá verður hægara að gera sér
hugmynd um hvað stjórnin ætlar fyrir
sér. Hásætisræðan vr lögð fyrir kon-
ung í ríkisráði i fyrradag, og hann
samþykti hana orðalaust. Annars vita
menn ekki enn hvað í henni stendur.
Það er sagt, að i dag eigi að fara
fram atkvæðagreiðsla i neðri málstof-
unni til þess að stjórnin geti kannað
hug þingmanna og talið atkvæði sín
í þingsalnum. Atkvæðagreiðslan kvað
eiga að vera um þingsályktun þess
efnis, að deildin geti greilt atkvæði
um gömlu fjárlögin umræðulaust.
Nýtt snjóflóð.
Pjórir menn farast.
(Simfregn fri Isafirði).
Siðastliðið þriðjudagskvöld komsnjó-
flóð í ytri Skálavík og féll á bæinn
Breiðaból. í því fórust 4 manns.
Fyrst hugðu menn 9 hafa farist, en
5 þeirra náðust lifandi eftir 40 tima.
Þeir, sem fórust, voru: Sigurður
bóndi Guðmundsson á Breiðabólj. og
barn hans eitt, en kona hans og 4
börn náðust lifandi. Ennfremur fórst
Ari Pétursson á Breiðabóli og kona
hans Lovísa.
Mannskaðaveður.
Skiptjón og hrakningar.
Hér gerði siðastliðið sunnudags-
kvöld hvassveður á austan og er á
leið nóttina varð úr afspyrnurok, svo
að menn muna naumast annað eins.
Á Reykjavikurhöfn sleit upp 7 skip;
það voru : Egill, eign Stapafélagsins, er
rak á land vestur á Seltjarnarnesi fram-
undan Pálsbæ og braut mjög; Guðrúnu
SoJJiu, eign Th. Thorsteinssons kon-
súls rak upp undan Bollagörðum og
skemdisl æði mikið. Talið tvísýnt
mjög, að nokkuð verði gert úr þess-
um tveim skipum. Fimm skip rak
upp, án þess þau skemdust til muna.
Það voru »Hafsteinn«, eignjóns Ólafs-
sonar skipstjóra, »Skarphéðinn« (Mil-
jónafél.), »Margrét« (Thorsteinsson
konsúll), »Haraldur« (Kr. Magnússon)
og »Keflavík« (Duusverzlun).
Á Agli voru að eins 2 unglingar
um borð. Þeir komust lifandi yfir í
annað skip. Sama máli var að gegna
um 7 manns, er voru um borð í Guð-
rúnu Soffíu.
Bifbátur, sem hlutafélagið Adda' átti,
rak upp i Slippinn og brotnaði í spón.
Annar bifbátur frá Viðey sökk einnig.
Tjón það, sem þegar er kunnugt
orðið, telja menn, að nema muni sjálf-
sagt 50 þús. krónum.
Það er dýr skattur og tilfinnanleg-
ur, sem borga þarf fyrir hafnleysið
hér í höfuðstaðnum I
----s+s----
Slíraslit.
Simasamband við Seyðisfjörð hefir
ekkert verið þessa viku. Símskeyti
frá útlöndum engin komið. Siminn
kvað vera slitinn nálægt Hofi, og
skyldi þaðan senda mann til Seyðis-
fjarðar í dag, bæði með skeytin héðan
og til þess að sækja skeyti á Seyðis-
firði. Á morgun má búast við þeim
skeytum.
Svar frá Guðm. Sigurjónasyni til Á.
Jóhannsonar kemur í næsta blaði.
Iæiðrétting. í greininni um slökkvi-
liðið í Rvík í síðasta blaði hafa orðin:
»sem minst er á í 3. gr.« komist aftan
við 10. gr., en eiga þar alls ekki heima,
heldur í byrjun næBtu greinar. Hún
átti að byrja svo: Flokkstjórar, sem
minst er á í 3. gr. o. s. frv.