Ísafold - 16.03.1910, Blaðsíða 3

Ísafold - 16.03.1910, Blaðsíða 3
ISAFOLD 63 miljónir dollara. Mestan hluta fjár þessa hefir hann þegar gefið, en af- ganginn fær sjóðurinn að honum látn- um — og fyrir þetta á að koma upp velgerða- og uppeldisstofuunum og reka aðra mannúðarstarfsemi, meiri en dæmi eru til áður. Nobel og Camegne verða að engu i samanburði við þetta. Stofnandi sjóðsins John R. Rocke- feller ætlast til, að aðrir auðmenn leggi fé í sjóðinn og kveðst mundu reyna að fá þá til þess. — lafnframt hættir Rockefeller öllum »spekulationum« og sezt í helgan stein. Reykjavikur annált. Fiðluspil. Hr. Oscar Johansen, fiðluleik- arinn, styttir Reykjavikurhúum marga kvöld- atundina á Hótel Island. Hann ætlar nu að efna til hljómleika i Bárubuð á föstu- dagBkvöldið og má þá óefað eiga von á góðri skemtun. Hann leikur þar sitt af hverju eftir heimsmeistarana Edvard Grieg, Bach, Mozart og Beethoven. Em þar að auki leikur hann tvö ný lög eftir eitt tón- skáldið okkar íslendinga, hr. Sigfús Einars- son. Það eru Romance og Ballade. Oss vitanlega hsfir ekkert íslenzkt tónskáld, nema Svbj. Svbj. smiðað lög sórstaklega fyrir fiðlu eða yfirleitt annað en sönglög fyr en Sigfús gerir það nú. — Það verður gaman að heyra þessar nýsmiðar Sigfúsar — og enginn hætta á öðru, en að jafn-lag- tækur leikari og hr. 0. J. fari vel með þær. Húsbruni: í gærkvöldi|á áttunda tíman- um kviknaði í húsi einu vestur í Sauða- gerði, eign Stnrlu kaupmanns Jónssonar. Steinoliuvél hafði oltið um koll og kveikt eldinn. Stinningsrok af vestanátt var á, og fuðraði húsið — ibúðarhús, hlaða og fjós, alt i einni byggingu — upp á rúmum 2 timum. Slökkviliðsstjórinn hinn nýi, hr. Guðm. Ólsen, vatt þegar við, erhonumvar gert viðvart og kom með menn sína að hrunanum kl. 7'/j — En ekkert viðlit var að bjarga húsinu. Bar hvorttveggja til, að rokið var svo mikið og þó miklu fremur hitt, að vatnið varð að sækja um langa leið í brunahana langt inni á Kaplaskjóls- veg og í lífi nýtan brunn skamt þar frá. Sprautunum varð að eins með mestu herkjum komið út, að eldinum; enginn al- mennilegur vegur að húsinu og jafnvel yfir grjótgarða að sækja. Virðist það litt ver- jandi að leyfa að byggja hús þann veg, að illkvæmt sé að þvi, er brnna ber að hönd- um. ísafold átti tal við slökkviliðsstjórann i morgun. Hann kvartaði mjög undan þvi, hversu tregir menn væru til hjálpar við hruna hér, menn gegndu alls eigi, þótt beðnir væru að hjálpa til, enda þótt það sé skýlaus skylda hvers ólamaðs manns, samkvæmt hrunareglugjörðinni. — Ekki taldi slökkviliðsstjóri heldur enn vera komið það lag á slökkvitækin sem þarf; t. d. vantar enn vagn handbægan, sem megi hafa vatns- Blöngurnar liggjandi á; nú verða að mestu einstakir menn að drösla þeim á herðum sér, en það er bæði erfitt verk og gengur dræmt. Auðvitað herðir slökkviliðsstjórinn á þvi, að undinn verði bugur að þvi, að koma slökkviliðinu i lag. Hann hefir þeg- ar tekið upp lialdkvæma nýlundu: komið upp 12 manna fastri sveit, sem vanir menn, svo sem járnsmiðir, trésmiðir og þess hátt- ar menn skipa og fá þeir sérstaka borgun fyrir verk sitt. Þeir eiga að vera undir- foringjar, er bruna ber að höndum, taka þátt i æfingum, sem halda á oftar miklu en áðnr hefir gerst o. s. frv. Ein þess hattar æfing var einmitt haldin i gær frá kl. 5—7. Nánari upplýsingar um brunann. Bergur Jónsson hét maður sá, er i hús- inu bjó og var hann að vinnu úti á höfn, er brunann bar að, en kona hans var að mjólka kú allskamt frá. Tvö börn voru beima, 9 ára stúlka og 4 áradrengur. Þau höfðu komið eitthvað við olíuvél, sem stóð þar á stól, svo að hún valt um koll, og stóð þegar alt i björtu báli. Börnin urðn lafhrædd og stukku út i næsta hús. Fólkið misti aleigu sina. Er mjög bág- statt og mjög hjálparþurfi, bæði um fatn- að og annað. Málverkasýning Ásgríms Jónssonar hefir verið mjög vel sótt, svo sem hún og marg- faldlega á skilið. Á sunnudaginn komu þangað nálægt 400 manns, en minna auðvitað i gær og i fyrra- dag. Sýningum heldur áfram þessa viku og næstu viku. Enginn, sem listum ann, má láta tækifæri þetta ónotað! — Ein mynd af Heklu hefir verið seld (70 kr.). Skot það, sem varð barninu úti á Yestur- götu, að bana á föstudaginn, hljóp úr byss- unni i höndum drengs á 12. ári, en var ekki af völdum barnsins sjálfs. Kappglíma. Nærri lá, að ekkert yrði úr kappglím- unniílðnaðarmhúsinu ígærkveldi vegna brunans úti í Sauðagerði. Aðalglímu- kapparnir eru bunumeistarar í slökkvi- liðinu og þurftu að sjálfsögðu að gæta þeirrar skyldu framar öllu öðru. En eldurinnn rénaði það snemma, að þeir gátu þotið til glímunnar nokkru eftir þann tíma, er hún á 11 i að byrja, svo að töfin glímumannanna, sem af brun- anum stafaði, og óstundvísin islenzka af áhorfenda hálfu, féllust nokkurnveg- inn í faðma. Rúmir 20 yngimenn glímdu í 4 flokk- um, ogvar i þá skift glimumönnum eftir þyngd. í hverjum flokki giimdi einn við alla og allir við einn. Tvö voru verðlaun í flokki hverjum. Þess- ir hlutu: 4. (léttasti) flokkur, 1. verðlaun: Magnús Tómasson. 2. — Ólafur Magnússon. 3. og 2. flokkur, 1. verðlaun: Jóhann Einarsson. 2. — Guðm. Sigurjónsson. 1. (þyngsti) flokkur, 1. verðlaun: Hallgrímur Benediktsson. 2 — Sigurjón Pétursson. Jóhann Einarsson er nýliði í glímu- iþróttinni hér syðra, hefir akirei glímt opinberlega fyr. Hann er Þingeying- ur og nemandi við kennaraskólann, mjög sterklegur og þrekvaxinn yngis- maður, og glímir mikið vel. Hann bar sigur úr býtum yfir öðrum eins glímuköppum og Guðm. Sigurjónssyni og Halldóri Hansen, en varð i val að hníga fyrir aðalköppunum, Hallgrimi og Sigurjóni. Fegurstar og liprastar glímur í gær- kveldi voru óefað þær, er þeir glímdu Hallgrímur og Sigurjón, Guðmundur Sigurjónsson og Hallgrímur, og Guð- mundur og Halldór Hansen. Var hrein unun að horfa á þá lipurð og léttleika, og ekki síður hitt, hvað þau glímu- tökin — minsta kosti í leikmanna- augum — voru ljómandi drengileg. Hallgrímurfeldi Sigurjón í gærkveldi. Og mjög virðast þeir jafnir; — ágætis- kappar báðir. Lítilsháttar slys vildi til í glímunni. Einn glímumanna, Kristinn Pétursson, fór úr liði, en læknir var við hendina og kipti þegar í liðinn. Horfinn útbústjóri. Frá Akureyri var ísafold símað síð- astliðið mánudagskvöld, að Friðrik'-Krist- jánsson, forstjóri útbús íslandsbanka, væri horfinn. Hið seinasta, sem ti hans hefir spurst er, að hann aðfara- nótt föstudags síðastl. sat við vinnu heima hjá sér í húsi því er útbúið var, °g þykjast menn hafa spurnir af hon- um fram til kl. 3 um nóttina en síð- an ekki söguna meir. Hr. Sighvatur Bjarnason hafði um föstudaginn verið að vinna með hon- um að endurskoðun útbúsins. Leitað var dauðaleit að Friðriki all- an laugardaginn og sunnudaginn, en kom fyrir ekki. — Og í dag um há- degi höfðum vér símtal af manni á Akureyri og var Friðrik þá ófundinn enn. Þess er þvi helzt getið til, að hann muui hafa týnt lífi, en hvern veg, er hulin ráðgáta. Sighvatur bankastjóri er eftir á Ak- ureyri og fór eigi með Láru suður, eins og hann ætlaði sér. Hann hefir verið spurður *að, hvort um nokkra óreglu af Friðriks hálfu í stjórn útbús- ins hafi verið að tefla, en hann hefir varist allra frétta. Vér höfðum og simtal af Schou bankastjóra í dag, og spurðum hann hvort hann hefði eða vildi frá nokk- uru segja, en hann svaraði því, að hann vissi ekkert ábyggilegt um þetta mál enn. Botnvörpusektirnar. Hannes Hafstein hefir skrifað J. C. Christensen og Neergaard og spurt >á um hvernig lægi í ummælum þeirra um botvörpusektaíamwmy hans. Þeir íafa svarað, að ummæli þeirra um samning þenna (Overenskomsten) hafi lotið að þeim samningi (Overens- komst) milli H. H. og J. C. Chr., að H. H. skyldi flytja málið um skiftingu sektanna inn á þingið og styðja það þar, sem hann og gerði. Með öðrum orðum: Hér er þá eigi um bindandi samning að tefla fyrir íslendinga heldur að eins ein- falda fjárveitingu á fjárlögunum. Og virðist nokkuð djúpt í ár tekið að telja oss íslendinga samningsrofa fyr- ir það, að fjárveiting þessi var numin úr fjárlögunum. Hirðmálgagn H. H. er að væna ráð- gjafann sem nú er um, að hann hafi farið með ósannindi í máli þessu. Slík ósvífin fjarstæða á þ a r heima, annarstaðar eigi. Ráðgjafi sagði það eitt á Iðnaðarhúss- fundunum, sem óhrekjandi er, að hinir dönsku ráðgjafar hefðu sagt, að H. H. hefði gert samning um botnvörpu- sektirnar, sem íslendingar hefðu brot- ið með því að nema botnvörpusekta- f)árveitinguna úr fjárlögunum og hann heitið því að reyna að koma á ein- hverju samkomulagi á næsta þingi, ej um slíkan samninq vœri að teýla. Frekara gerði ráðgjafi ekki að, til að fullvissa sig um eðli samningsins, með þvi að það í þann svipinn var alls ekki neitt áríðandi, þar sem ekki varð þetta neitt fótakefli fjárlagastað- festingunni Osannindin í þessu máli eru úr andóýsherbúðunum. Þar voru þau breidd út í þeirri mynd, að ráðgjafi hefði brotið f]árlögin með því að lofa Dönum botnvörpusektahluta á þessu fjárhagstímabili. En eins og margoft hefir verið tekið fram, fellur hver eyrir af botn- vörpusektunum þetta fjárhagstimabil landssjóð. Og hvað síðar verður er alþingis að ákveða um. Sjái það sér fært að láta íslanc sjálft taka að sér strandvarnirnar er það auðvitað hin langskemtiiegasta lausn, sem hugsast getur. Verzí. Björn Krisfjánssoti í Keijkjavík hefir nú fengið miklar birgðir af nýjum vefnaðarvörum t. d.: Léreft af ýmsum tegundum — Húfur margs konar Sjöl, smá, — Gardinutau og gardinur tilbúnar, mikið úrval Flúnnell, fleiri tegundir Nærfatnaður kvenna, svo sem skyrtur, bolir, náttkjólar o. fl. Moiré pils — Handklæði og handklæðadregill Barna bleyjur — Koddaver tilbúin — Dömuklæði Vaxdúkur í hillur. TUí vattdaðar vörur og ódtjrar effir gæöutn. Stór rýmingarútsala! Til þess að rýma til fyrir nýjum vörum verður nú alt selt með 10—20—50 °|0 afslætti. Komið og fullvissið yður um að þetta sé satt. H. S. Hanson 29 Laugaveg 29. s Sterling a að fara beint til Kaupmannahafnar 21. marz. Tækifæriskaup. Skemtivagn tvihjólaður, fyrir 4, lítið brúkaður er til sölu. Sigurður Guðmundsson, Hafnarstræti 16. Stulka, sem er útlærð i matar- tilbúning með góðum meðmælum óskar eftir atvinnu. Afgreiðslan ávísar. Yflrfrakki i óskilum frá Sterling. Geymdur á afgreiðslu Thorefélagsins. kemur út í dag og verður lögð fram á bæjarþingsstofunni á morgun. Hún fæst og í bókverzlun ísafoldar frá þvi á morgun. Stúlka óskast til ársvistar frá 14. maí. Ritstj. vísar á. Þingmálafundur á Seyðis- firði. Svoielt símskeyti barst ísa- fold, er blaðið var að fara í pressuna: Þingmaður Seyðisfjarðar boðaði þing- málafund í gær á Seyðisfirði fyrir til- stilli minmhlutamanna. Þeir höfðu æsingar miklar frammi og mættu flestir. Fundurinn lýsti vantrausti á ráðgjafa fyrir afskifti hans af bankanum með 55 atkvæðum gegn 18 — eða einmitt þeim atkvæðum, sem dr. Valtýr fekk við siðustu kosningar. Aukaþings kröfðust 42 gegn 17, en vantrausts- yfirlýsing til ráðgjafa samþykt með 35 atkv. gegn ir. Valtýsatkvæðin 5 3 uppskáru þá þess- ir heiðursmenn i minnihlutanum og ekki eitt fram yfir þau. Sigurinn er því ekki armað en ósigurinn við síðustu kosningar. Uppkastsberserkirnir hafa gengið berserksgang á Seyðisfirði eins og á Borgarnessfundinum. En eftirtekjurnar munu Hkar og eftir Borgarnessfundinn. Því spáum vér. Og eitt er vert að athuga. Hvergi nokkurstaðar geta þeir, æsingapostul- arnir, herjað út m e i r i hluta kjós- enda og er þvi allur bægslagangur þeirra furðu lítils virði fyrir þá sjálfa. Tjón í Vestmaimeyjum. í ofviðrinu mikla í febrúarlok varð mikið tjón og spillvirki í Vestmann- eyjum, enda stórveður þar svo afskap- legt, að menn minnast trauðla neins slíks. Tvo bifbáta tók upp. Annar lá við stjóra, en slitnaði frá honum, rak upp og mölbrotnaði. Hinn sökk á festinni, dróst út á Eyrarháls og brotnaði þar. Annar var vátrygður, en hinn ekki. Tjón það metið 5000 kr. Þá tók einnig útum 20 smábáta og fóru 9 af þeim í spón, en hinir skemdust meira og minna. Mjög kunn- ugur maður metur tjónið ein 2000 kr. Loks skemdist ný og ramgerð bryggja, er Edinborgarverzlun á, og er talið að kosta muni viðgerð hennar nál. 1000 kr. Svo var flóðhæðin óvenjumikil i of- viðrinu, að einn bifbátinn rak nærri efst upp á sýslubryggjuna, en það er jafnhátt veginum, að heita má. Aðflutningsbann áfengis. 1. Hverju sætir það, að vér íslend- ingar höfumst við á hinum veðursæl- ustu og frjósömustu stöðum lands þessa, sem kostur er á að fá en lát- um Dyngjufjalladal, Vonarskarð og hinar víðáttumiklu lendur Ódáðahrauns og Sprengisands liggja ónumdar? Mundi eigi ráð að flytja bygðir sínar og bú þangað ? Gnógt mundi þar ýmis konar annmarka og meinsemda við að berjast, svo að engi hætta mundi á verða, að hæfileikar vorir eða afkomanda vorra eyddist eða gengi úr sér fyrir sakir áreynsluleysis. 2. Búandi nokkur hefir sáð góðu sæði matjurta í garð einn. Ungjurt- irnar koma í ljós. Þær vaxa vel og dafna og þekkja þó enga baráttu og hafa ekkert annað að starfa en taka næringu sina til sín úr frjómoldinni, og andrúmsloftinu og njóta sólaryls- ina. En nú vill svo til, að óvinur- inn hefir sáð arfa og alls konar ill- gresi á meðal matjurtanna, þvi skýt- ur unnvörpum upp og nú hefst óvægi- leg og miskunnarlaus barátta milli þess og matjurtanna. En árangurinn verður dálítið annar en vænta mætti, eftir kenningu hr. M. E., sé hún (bar- áttan) látin afskiftalaus: Um haustið kemur það í ljós, að hinar blómlegu og þrekmiklu ungjurtir eru orðnar að ónýtum aumingjum, krömdum, kyrkt- um og ofurliði bornum af iilgresis- margnum, er þær máttu ekki við. 3. Annar búandi tekur lömb sín i hús til eldis öndverðan vetur. Hann gefur þeim bezta og hollasta heyið og hirðir þau svo vel sem verða má. Þau eiga sannarlega ekki í ströngu að striða, en þó má lesa út úr svip þeirra og öllum tilburðum sæld og framfarir. En nú vill svo til, er lengra kemur fram á, að hjörðin verður al- tekin af illkynjaðri skitusótt og f]ár- kláða. Er nú lif þeirra orðið langt frá þvi að vera baráttulaust eða mein- semdasnautt. En nú verður atburður er undar- legur má þykja frá sjónarmiði Magn- úsar dýralæknis: Þessi hjörð er svo hraust, sælleg og framfarasöm hafði verið áður en baráttan byrjaði, hún dregst fram, veslast upp og veltur út af, yfirstigin og eyðilögð af orma- grúa þeim, er að innan át innýfli hennar og af kláðamaurunum, er að utan nöguðu hörund hennar, »hverra tala að er legíó«. Svo heldur hr. M. E. áfram og leitast við að sýna fram á, að með aðflutningsbanninu hafi bindindismenn unnið máli sínu hið mesta mein. Að- flutningur áfengis til landsins og neyzla þess muni hætta og þar á eftir muni öll bindindisstarfsemi deyja út af sjálfu sér »Áhuginn og varúðin dofna. End- urminningarnar um þenna fláráða fjanda verða óljósari. Hinar uppvax- andi kynslóðir alast upp í baráttuleysi og fara því á mis við þroskun þeirra eiginleika, sem forfeðrunum komu að góðu haldi þegar þeir ráku fjandann af höndum sér«. Svo »uppdaga« menn áfengið og þá liggja niðjar vor- ir »álíka flatir fyrir »eldvatninu» og blökkumenn á vorum tímum«. Það,sem veldur grun um,að þessi kenn- ing hr: M. E. sé eitthvað dálítið geggj- ug er það, að samkværht henni hefð- um vér átt að gjöra kýlapestina aust- urlenzku (svarta dauða, pláguna miklu), sárasóttina (fransósinn), bólusóttina — allar saman landlægar hér, er þær bár- ust hingað, til þess að geta haldið þessum meinsemdum i hæfilegum skefjum. Nú geta þær komið yfir oss óviðbúna hvenær sem vera vill og þá liggjum vér »flatir fyrir þeim«. Alveg hið sama er um útrýming fjárkláðans að segja; hún var grund- völluð á þröngsýni einni saman. En þar er bót við böli, frá sjónarmiði Magnúsar dýralæknis, að fyrir algjörðri útrýmingu hans er ekki full vissa fengin enn þá. Auðvitað skal það játað, að líkur eru fyrir því, að heíði Svartidauði t. d. orðið landlægur, þá hefði mein- gjörðir hans, er fram i sótti, ekki orðið jafn stórskornar og í upphafi. Þvi mundi barátta vor gegn honum hafa áorkað og að því leyti er ofur- lítið sannleikskorn i þessari kenn- ingu hr. M. E. En þrátt fyrir það munu' fáir vera í efa um að útrým- ingin var langtum æskilegri, fyrst og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.