Ísafold - 25.05.1910, Blaðsíða 3

Ísafold - 25.05.1910, Blaðsíða 3
IS AFOLD 127 Mótmæli gegn aukaþingi. Úr Rangárvallasýsu. Heimastj.(!)blöSin gumuðu mikið fyrir fyrir skömmu af þingmálafundi, er hald inn var að Stórólfshvoli þ. 17. þ. mán. Á honum sæist nú, hvernig hugir manna væru þar í sveit. Aukaþingskrafa sam- þykt með 77 atkv. gegn 9! Þarna sjá- ið þór nú kjósendaviljann í Rangárvalla- sýslu! En viti menn. í kjölfar þessarrar fundarályktunar sigla svo mótmæli þau, er hér fara á eftir. Þau eru úr aðeins einum hreppi sýslunnar. En þar mót- mæla 4 0 kjósendur af 47 kjósend- u m a 11 s eindregið aukaþingi. Hér er um eindreginn vilja á m ó t i aukaþingi að tefla en svo er þótt 77 atkv. úr öllu kjördæmi, saman- smöluð víðsvegar að tjái sig hlynt auka- þingskröfu. — Um fundinná Stórólfshvoli skrifar merkur maður og gætinn ísaf. á þessa leið: 3>Sjálfstæðismenn hér í sýslu lótu sig fundinn litlu skifta — og sóttu hann fæ8tir. Mestu róð fyrir mér og mörgum öðrum, ef til vill miklum meirihluta sýslubúa, að meun vildu ekki hafa fyrir að fara að hlýða á hlutdrægar ræður æsingaseggja í þessu eina máli, hanka- málinu, eða vera að taka þátt i ham- förum þeim, er sumir menn fara nú um landið«. Aukaþingsmótmælin hljóða svo: Vér undirritaðir alþingiskjósendur i Landhreppi í Rangárvallasýslu mótmœl- um hér með eindregið aukaþingi í þetta sinn\ vér viljum láta hið reglulega al- þing, er svo skamt er að bíða, útkljd þau mdl, sem nokkrir vilja leggja fyrir aukaþing nú þegar; sjdum ekki, að þessi vilji vor geti skert rétt nokkurs manns eða þjóðfélagsms í heild sinni; teljum landssjóði standa nær, að hjdlpa þjóð- inni til að framkvæma ýms lífsnauð- synleg fyrirtæki, svo sem vegagerð og brua o. m. fl. heldur en kosta c: 30 þús. kr. fyrir þarflaust aukaþing, og það of- an d harðinda-afleiðingar siðasta vetrar. Landhreppi 15. maí 1910. Árni Árnason bóndi Látalæti. Filippus Guð- laugsson bóndi á Hellum. Eyjólfur Q-uð- mundsson bóndi i Hvammi. Vilhjálmur Ól- afsson bóndi á Skarðseli. Filippus Sæmunds- son húsmaður í Skarði. Þórður Þórðarson bóndi Króktúni. Ólafur Brynjólfsson bóndi Stóra-Klofa. Guðni Jónsson bóndi á Skarði. Ófeigur Vigfússon prestur á Fellsmúla. Ólafur Jóusson hreppstjóri Austvaðsholti. Bjarni Björnsson bóndi Efra-Seli. Loltur Jakobsson bóndi Neðra-Seli. Oddur Jóns- son bóndi á Lunansholti. Guðmundur Gunn- arsson lausamaður Lunansholti. Sigurgeir Sigurðsson lausamaður Bjalla. Eyjólfur Finnbogason bónýli Bjalla. Árni Hannesson bóndi, Hellir. Jón Hannesson bóndi Húsa- garði. Ólafur Sigurðsson lausamaður Húsa- garði. Runólfur Ingvarsson Snjallsteins- höfðahjál. Teitur Magnússon Snjallsteins- .höfða. Jón Einarsson bóndi Holtsmúla. Jóhann T. Magnússon Snjallsteinshöfða. Jón Þorsteinsson bóndi Holtsmúla. Þorsteinn Þorsteinsson meðb. Holtsmúla. Þórður Þórð- arson bóndi Hjallanesi. Lýður Árnason bóndi Hjallanesi. Elias Þórðarson lausam. Hjaila- nesi. Hans Brynjólfsson bóndi Þúfu. Guðm. Jónsson bóndi Heiðsholti. Skúli Kolbeins- son bóndi á Flagbjarnarholti. Gestur Sveins- son bóndi á Flagbjarnarholti. Jón Jörnnds- son lausamaður Flagbjarnarholti. Eiríkur Eiriksson Flagbjarnarholti. Kristófer Jóns- son bóndi Vindási. Jón Sigurðsson bóndi Minni-Völlum. Guðbrandur Arnbjörnsson bóndi á Stóruvöllum. Guðjón Þorbergsson bóndi á Stóruvöllum. Jón Árnason bóndi Lækjarbotnum. Þorleifur Guðmundsson Im. Bjalla. ■----------- Skipaferðir. Kong Helge fór héðan 22. þ. mán., austur um land og út. Ógrynnin öll af sunnlenzku verkafólki, undir 300, tók sór far með honum héðan austur og ætl- aði úr Keflavík og Vestmanneyjum. — Konráð Hjálmarsson kaupm. tók sér og far á honum austur. Perwie fór í strandferð í dag. Hefir verið að flytja vörur til Borgarness og Hvalfjarðar seinustu dagana. Ceres kom frá útlöndum og kringum land þ. 22. þ. mán. með allmarga far- þega, m. a. kaupmennina Zisselmann og Henriques frá Khöfn, Carl Sæmundsen o. fl. — Ceres fer aftur í dag beint til útlanda. Farþegar m. a. jungfr. Elín Matthíasdóttir og Sigurbj. Þorláksdóttir, áleiðis á kennarafundinn^ sem balda á í Stokkhólmi í sumar. Ennfr. jungfr. Soffía Thorsteinsson, til Englands. Loks um 30 vesturfarar. Sterling fór hóðan til útlanda h. 23. þ. mán. Farþegar m. a.: Morten Han- sen skólastjóri, Carl Frederiksen bakara- meistári (til lækninga), Chr. Fr. Nielsen kaupm., Einar Vigfússon verzlm., Zetter- holm skraddari, frú Marie Þórðarson (kona Matth. fornmenjavarðar), jungfr. Elín Andrósdóttir og Þórunn Jónsdóttir o. fl. Úr andófsherbúðuniim. Slúðurhylkiu. Hrakfarir minnihlntablaðanna gerast tið- ar! Það kemur naumast fyrir annað en að þau verði sér til skammar, er þau stinga niður penna í aðfinningarskyni við stjórn- ina. Hvernig á líka annað að vera þar sem J. Ól. er látinn stjórna atreiðunum — mað- ur sem »stingur út« allar söguskjóður höf- uðstaðarins i slúðri og raupi! 1. Ráðberra átti að hafa veitt síldar- matsmanninum á Akureyri meira fé til ut- anferða en lög stóðu til! Sú var ein slúð- ursagan. Það er alveg satt, sagði hænan i æfin- týrinu ! J. Ól. hefir það i spurningarformi. Er það satt?, spurði hann. Auðvitað var það ósannindi! Og frá þvi skýrði sfldarmatBmaðurinn i sjálfu mál- gagni J. Ól. En í stað þess að leggja niður rófuna eins og sneypt dýr — fitjaði J. Ól. upp á nýjum útúrsnúningum og slúðri og raupi um sjálfan sig! 2. Stjórnin átti að hafa staðið I van- skilum við Landsbankann um landssjóðslán það, er tekið var i sumar — var önnur slúðursagan. í stað þess að fara inn til bankastjór- anna og fá að vita hið sanna undireins — hélt Jón Ól. áfram: Er þaðsatt! Er það satt! Og hinir Heimastj.(!)munnarnir átu það eftir. Eins og gargandi gæsir væru — þaut um Heimastj.(!)loftið: Er það satt! Spyr sá sem ekki veit! Nei, auðvitað voru það ósannindi! Það var skýrt frá þvi hér i blaðinu. Nýtt gæsagarg! Útúrsnúningar og stað- hæfingar: Vist er það satt. Það er al- v e g satt. Bankastjórarnir svöruðu nú i siðasta blaði skýrt og skilmerkilega. Skyldi gargið nú hætta? — Við sjáum nú til! Búumst ekki við þvi. Miklu lik- legra, að kveði við enn hásara og enn falskara gæsagarg i næstu blöðunum; svo almáttugt virðist hatursofstækið orðið þar innanborðs, að liðið hefir sjálfsagt ekki vit á að skammast sín fyrir frumhlaupið. 3. Landsstjórnin átti að hafa keypt i óheimild einhver hús af Einari fyrv. nm- boðsmanni Markússyni i Ólafsvik, — þetta var þriðja slúðursagan. Það er alveg satt, sagði hænan! Er það satt? — spurði J. Ól. Nei auðvitað eru það ósannindi. Hr. E. M. skýrir frá þvi i síðustu Rvlk En ekki þagnaði >spyr sá sem ekki veit< — að heldur, — heldur hélt áfram að þeyta slúður-sápubólum úr hinni miðnr hreinu kritpipu sinni eftir sem áður. En þá þykir oss dómgreind sæmilegra manna gerð ástæðulaus brigzl, ef ráð er fyrir þvi gert, að ærlegir menn leggi nokk- uð upp úr sápubólublæstri og hænuframferði J.^Ól. — eftir að svo remmilega hefir ver- ið flett ofan af slúðurfýsn hans, f u 11 - t r ú a (!) Sunnmýlinga. Skyldi herrann ekki vera b ú i n n að blta höfuðið af allri skömm? Spyr sá sem ekki velt? Fjórir sprettir. Sannsögliriddarinn fær sér fjóra spretti á sannsöglihryssunni sinni i siðustu Rvik. 1. Kælirúma-spretturinn er sá fyrsti. — Hvernig riddarinu ataði sig á þeim sprett- inum er bent á annarstaðar i blaðinu. 2. Landsbankareikningurinn er ekki birt- ur ’enn þá — þrátt fyrir skýlaus lagafyrir- mæli. Hann á að vera birtur i blöðunum fyrir aprillok. Þvi hefir og undantekning- arlaust verið hlýtt hingað til! Þetta var heróp riddarans á öðrnm sprett- inuml Jafnsatt er það og önnur heróp þessa herra! Ekki þarf lengra að fara en þangað til í fyrra. Þessi undantekningarlausa hlýðni bankastjórnarinnar gömlu: að birta reikn- inginn fyrir aprillok, sýnir sig að vera i því fólgin, að reikningurinn þá er birtur 22. maí. Landsbankastjórnin gamla hefir þvi ekki hlýtt þessum fyrirmælum undantekningar- laust, en J. Ól. virðist fara rangt með »nndantekningarlaust«. En ástæðan til þess, að Landsbankareikningurinn birtist ekki fyr en i dag — mun vera sú, að elta hefir orð- ið gamlar vitleysur gegnum marga ársreikn- inga — og það tekið tímann sinn, sem nærri má geta. — En hver á sök á þeim vitleysum? Ekki nýja bankastjórnin. 3. Þriðja sprettinn hleypir riddarinn undan rökum herra Einars Markússonar. Eintómt undanbald — og hártoganir — og skulum vér ekki orðnm eyða að þvi. 4. spret.tinum er lýst i greininni »Yel & haldið«. Oft ratast kj ...........satt á munnl — segir máltækið. En hvenær ratast J. 01. satt á munn? Spyr sá sem ekki veit.? Reykjavikur-annáll. Aflabrögð : Hér fer á eftir skrá yfir afla skipanna við Faxaflóa á vetrarvertiðinni. H. P. Duusskipin eru ekki talin hér með af því að afli þeirra var birtur í næst sið- asta blaði. Hann nam alls 225,000. — Skip- stjóranöfnin eru i svigum aftan við hvert skip. H/F P. J. Thorsteinsson & Co. Rvik: Portland (Sigurgeir Sigurðsson) 13000 Greta (Árni Hannesson) 13000 Ragnheiður (Ólafur Teitsson) 21500 Guðrún (Sigurður Oddsson) 23000 Tojler (Jóhannes Jónsson) 13000 Björn Pálss (Pétur M. Sigurðss.). 27000 Langanes (Páll Matthiasson) 29500 Skarphéðinn (Einar Einarsson) 18500 Sléttanes (Erlendur Hjartarson) 15000 H/F Sjávarborg : Geir (Kristinn Brynjólfssoný 31000 Sjana (Olafur Þórðarson) 16000 Guðrún Zoéga (Jafet Sigurðsson) 20000 Jósefina (Jón Einarsson) 19000 Friða (Olafur Olafsson) 20000 ísabella (Guðm. Kr. Olafsson) 17000 Th. Thorsteinsson: Sigriður (Sölvi Viglundsson) 17000 Margrethe (Finnur Finnsson) 18800 Tryggvi Gunnarsson o. fl.: Acorn (Salomon Jónsson) 11000 Jón Laxdal. Hildur (Guðm. Guðnason) 35000 L. Tang ísaf.: Haraldur 24000 Sigurður Jónsson Görðunum: Haffari (Ingólfur Lárusson) 27000 Guðmundur Olafsson o. ft.: Bergþóra (Bergþór Eyjólfsson 23000 H/F •Stapinm: Ester (Kristinn A. Jónsson) 17000 Jón Þórðarson RdðagertJi: Sea Gull (Jón Þórðarson) 29000 Jón Olafsson o. fi.: Hafsteinn (Jón Olafsson) 21500 Kristinn Magnússon ísaf. : Haraldur (Þór. Guðmundsson) 17000 Botnvörpuskipin: P. J. Thorsteinsson & Co. Snorri Sturluson (B. 01.) ls/a—ls/6 173000 Freyr (Kolb. Þorsteinss.) */8—‘/6 116000 Yalur (Hróm. Jósefsson) 10/i-1,/6 39000 HjP »ísland« : ' Marz (Hjalti Jónsson) */8—S8/4 108000 H/F •Fram« ; íslendingur (.T. Jóhannss.) 16/6—u/6 98000 » Alliance« : Jón Forseti (H. Þorsteinss.) 2/3--1*/6 18(000 Þilskipaaflinn hefir með öðrum orðum orðið nær 761000 fiskar. Og geri maður ráð fyrir, að um 120 fiskar fari að meðal- tali i skippundið verður það nær 6340 skippund. Með 60 kr. verði eða svo áskip- pundinu verður þá gróðinn af þilskipunum á vetrarvertiðinni undir 400.000 kr. Botnvörpungaaflinn hefir orðið hátt upp i þilskipaaflann, eða 721000 fiskar alls. Dánir: Guðmundur Ásmundsson bókb. Dó 15. mai. Ingunn Þorsteinsdóttir, gift kona 45 ára; Dó i Landakotsspitala 21. mai. Kristin Grimsdóttir, 31 árs. Dó i Landa- kotsspítala 16. mai. Úlfbildur Eiriksdóttir, ekkja, 74 ára, á Brekkustlg 3. Dó 21. maí. Fasteignasala. Þingl. 12. mai. Guðm. Egilsson trésmiður selur kaupm. Rich. Braun lóð úr Melkotstúni, vestan Tjarnargötu, milli lóðar Th. Kr. verkfr. og Sigf. B. konsúls, 4600 ferálnir. Dags. 11. mai. Guðm. Glslason trésm. og Jón Hermanns- son úrsmiður selja Einari J. Pálssyni t.ré- smið húseign nr. 4 d við Hverfisgötu með tilheyrandi fyrir 13600 kr. Dags. 29. apr. Högni trésm. Finnsson selur Árna banka- ritara Jóhannssyni 108 ferálna lóðarspildu i horninu við Grundarstig og Bjargarstig fyrir 155 kr. Dags. 4. mai. Jón Brynjólfsson selur trésmið Sveinbirni Kristjánssyni húseign nr. 19 C við Grettis- götu með tilheyr. fyrir 4804 kr. 56 aura. Dags. 27. des. 1909. Matthias Þórðarson skipstjóri selur kaupm. Johnson & Kaaber óskiftan helming sinn i vörugeymsluhúsinu austanvert við bæjar- bryggjuna, með tilheyrandi, fyrir 9000 kr. Dags. 9. mai. Ottó N. Þorláksson selur eftir umboði Gisla Gislasyni i Birtingaholti og nætur- verði Guðm. Magnússyni búseign nr. 27 við Framnesveg (Selland) með tiL.eyrandi fyrir 5038 kr. 14 a. Dags. 26. apríl. Sveinbjörn Kristjánsson trésm. selur Þorgr. kennara Guðmundsen og Birni Gunnlaugs- syni Laugaveg 70 húseign nr. 19 C við Grettisgötu með tilheyraudi fyrir 5500 kr. Dags. 6. mai. Þingl. 19. mai. Gfsli Jónsson Bergst.str. 32 selur Þor- grimi Guðmundssyni Laugaveg 70 lóðar- spildu, 600 ferálnir, skúr .'X8 ál. og 150 ál. grjót fyrir 800 kr. Dags. 22. febr. Jón Gnðmundsson í Brnnnholti selur Sæmundi Bjarnasyni lausamanni húseignina Brunnholt við Brekkustig með tilheyrandi fyrir 3600 kr. Dags. 12. mai. Sigurður Ólafsson Laugaveg 27 B selur Helga trésmið Helgasyni Hvg. 6 lóðarræmu, 20 ferálnir fyrir‘40 kr. Dags. 29. apríl. Hljómleikar: Á föstudagskvöldið kl. 9 efnir hr. Oscar Johansen fiðluleiaari til hljómleika i Bárubúð. Það ber nýrra við i þetta sinn, að hr. 0. J. sýnir sig og sem tónskdld. Öll löqin á söngskránni eru eftir hann sjálfan. Það verður fróðlegt og gaman að heyra, Hjúskapur: Hjörtur Frederiksen hjúkr- unarm. og ym. Karen Marie Larsen. Gift 21. mai. Kristján Þorgrimsson konsúll Svia og ekkjufrú Magnea Jobannessen. Gift 22. mai. Veðrátta vikuna frá 16,—21. mai 1910. Rv. íf. Bl. Ak. Gr. Sf. Þh. Sunnd. Mánud. 7.0 «,» 2,2 8,1 9,0 8,6 6,0 2,9 6,0 Þriðjd. 6.3 5,8 18,0 10,6 20 6,2 MiT)vd. 5.9 8.1 60 7.9 1.6 6,8 6.8 Fimtd. 5.8 4.0 6.2 5,2 60 6,2 10,1 FOstd. 9,0 4,2 2,9 5,5 8,0 4.1 8,9 Laugd. 9,5 8,2 8,4 9,0 8,8 8,6 Kv. = Reykjavik; íf. = laafjörhur; Bl. = Blönduós; Ak. = Akureyri ; Gr. = Grlmastahir; Sf. = SeySisfjðrhur ; Þh. = Þórshöfn 1 K æroyjum. Stórkostlegt tjón. Margar sveitir missa mörg hundruð fjár i ofveðri. Hörmulegar fréttir hafa nýlega bor- ist hingað af stórkostlegum fjárskaða i mörgum sveitutn á Austurlandi í of- veðri h. 7. þ. mán. Þann dag kl. 4 e. h. skall á ofsa- veður mesta. En um morguninn hafði fé verið beitt alment, vegna heyleysis, þótt veðurhorfur væru illar. Fréttir eru komnar nokkrar úr Jökuls- árhlið, Jökuldal, Fjöllum, Möðrudals- heiði og Vopnafirði. A flestum bæjum á Fjöllum, Möðru- dalsheiði og i Vopnafirði er sagt að muni hafa farist frá 40 og upp í 100 ýjdr. En úr Jökulsárhlið og Jökuldal hafa verið greindir þessir fjárskaðar: Stefán bóndi á Sleðbrjót í Jökuls- árhlíð hefir mist 150 f]ár. Elias bóndi á Hallgeirsstöðum hefir mist 180 fjár. Pétur bóndi 'á Haugsstöðum (Jök- uldal) 100 sauði. Jón bóndi á Skeggjastöðum (Jökul- dal) 60 fjár. En sjálfsagt hefir einnig margt fé farist á öðrum bæjum í þessum sveit- um. — Elías á Hallgeirsstöðum hafði fundið 50 af sítium kindum lifandi, en búist við, að þær muni drepast flestar. Mikið af fénu, er bi'ist við, að far- ist hafi þann veg, að veðrið hafi hrak- ið það í fljótin. — Þessar fréttir bárust ísafold, þeg- ar blaðið var nærri fullprentað, svo að nánari atvik verða ekki greind að þessu sinni. -i=<!R==- Iðnsýning Ástu málara. Flestum er hugnæmt að hugsa og tala um framþróun, og þó einkum. um íslenzka framþróun til menningar og sjálfstæðis. — En að sjá hana? þykir mönnum það ekki gaman? Verkin hennar Astu eru framþróun, íslenzk framþróun, og meira að segja stórstig. Enn mun enginn íslending- ur, i þeirri grein, hafa komist þangað með tærnar, sem hún hefir hælana. — Og er hún ekki falleg, sagan hennar Ástu? Af því að hún er dóttir blá- fátækrar ekkju, sem á fyrir fjölda barna að sjá, þá byrjar hún að nema málaraiðn — karlmannsiðn — og kærir sig ekkert um almenningsálitið í því sambandi. Að fimm árum liðnum lýkur hún sveinssmíði og hlýtur heið- urspening. — En hún vinnur sig lengra áfram, og eftir sjö ára einbeitta ástundun í iðninni, hefir hún lokið meistaraprófi og hlotið lof dómnefnd- ar. Til þessa hefir hún meðal annars orðið að nema tvö erlend tungumál, dönsku og þýzku. — En eg ætlaði ekki að fara að segja söguna hennar Ástu, heldur sögu af sjálfum mér. Hún er stutt: Eg var einn, meðan eg skoðaði handaverk Ástu. — Á sýn- ingu Asgrims i vetur nutu menn ekki myndanna sakir manntroðnings, en þarna er maður einn. — Þó þori eg að segja handaverk Ástu gerð af þeim hagleik og lærdómi, að þau í sinni grein standi verkum Ásgríms fyllilega á sporði. Þið kvenréttindakonur, þið málarar og menn sem málið, og þið iðnaðar- menn og öll hin, sem yndi hafið af að sjá vel unnin verk, sjá framþróun, þið ættuð að skoða verkin hennar Ástu. — Eg varð hrifin af þeim — og eg held, að Ásta sé einhver virð- ingarverðasta konan í landinu. X. X Vel á haldið. ísafold flytur 11. þ. m. stutta grein með þessari fyrirsögn. Blaðið skýrir þar frá kostnaði við byggingu peningshúsa úr steinsteypu, er reist voru á Kleppi síðastliðið súmar. ísafold segir: »kostnaðurinn við bygg- inguna varð alls 1875.78 kr., en mats- menn þeir, er kjörnir voru af stjórnar- ráðinu til að meta bygginguna, mátu hana á 3,900 kr. eða meira en helm- ingi meira en hún hafði kostað.« Þetta hlýtur að líta nokkuð einkennilega út fyrir lesendum blaðsins, sem ekkert þekkja til, enda er dæmi þetta ekki rótt. Það má vel vera, að landssjóður hafi ekki þurft að borga meira fyrir bygginguna en ísaf. segir, en samt sem áður er það ekki hinn rétti byggingar- kostnaður, því að öll möl og grjót, er brúkað var til steypunnar, bæði í veggi og gólf, var flutt að byggingunni af heimamönnum á Kleppi, og meira og minna unnið að steypunni sjálfri og öðrum aðdráttum af heimamönnum, án þess að það sé reiknað. Það er fjarri því, að eg vilji að nokkru leyti draga úr lofi því, er læknirinn fær fyrir hag- sýni og góða ráðsmensku við fram- kvæmd verks þessa. En okkur Stef- áni múrara Egilssyni, sem framkvæmd- um matsgjörð þessa, kemur það ekki við og ber ekki að fara eftir því við mat okkar, þótt margt til bygg- ingarinnar hafi fengist fyrir lítið eða ekkert, ef byggingin sjálf er góð og gild. Yið metum hvert teningsfet í steypunni með því verði, sem löng reynsla hefir sýnt og sannað, að vera muni sannvirði þess að öllum jafnaði, sýnt og sannað ekki einungis okkur, sem framkvæmdum þessa matsgjörð, heldur fjölda mörgum öðrum, er við byggingar fást og hafa fengist ura lang- an aldur. Reykjavik 20. maí 1910. Sigvaldi Bjarnason. Stefán Egilsson er ekki í bænum og því hefi eg orðið að svara einn fyrir okkur báða. 5. B. Þessar skýringar herra Sigv. Bjarnasonar gera mönnum skiljanlegt, hvernig ú stendnr hinum mikla mismun á matinu og þvi, sem húsin hafa kostað landssjóð. Þarf því eigi að eyða fleirum orðum að þvi. En bent skal á, hvernig »sannsöglisridd- arinn< notfærir sér það tarna. Ræðst á virðingarmennina með óbóta- skömmum, gerir pólitlk úr, eins og i haust, er smádrengjnnum varð á að hnupla. Þeir væru synir sjálfstæðismanna, sagði hann. Eins núna. Virðingarmenairnir eru einhverir »blóð- dyggustu Bkósveinar ráðherrans*! — segir J. 01. og svo þýtur i skammaskjúnum. En hér fer fyrir J. Ól. cins og fyrri dag- inn, er hann hugði Björn Jónsson hafa samþykt erindisbréf frakkneska konsúlsins — og helti sér yfir hann með ókvæðis- orðum. En Hannes Hafstein var það, sem gert hafði! Það sannaðist eftir að J. 01. tæmdi sig! Hvað skeði! J. 01. steinþagn- aði! Ódæðisverkið það hefir hann aldrei minst á síðan. Nú vill enn svo bölvanlega til, að annar maðurinn, sem J. 01. bendlar við matið, hr. Hjörtur Hjartarson, hefir ekki komið nærri þvi, heldur einmitt herra Sigvaldi Bjarnason, sem alls ekki er fylgismaður B. J., heldur telst til Uppkastsmanua. Svo J. 01. hljóp illa á sig þarna eins og fyrri daginn! R i t s t j. Raddir hvaðanæfa. Úr Grímsnesi 25. april 1910. (Nl.). ^ Ekki verður sagt að sóknargjaldalögin frú 30. júli 1909, hafi átt hér neinni veru- legri óvingan að sælda. Sama er að segja nm fræðslulögin frá 22. nóv. 1907. Þeim var tekið hér með ró og undirgefni, enda eru Grimsnesingar mjög löghlýðnir; fræðslu- nefnd var því kosin hér á réttum tima, og tók húu þegar til starfa að annast fram- kvæmd þeirra, fyrst i gamla forminn þannigt að láta kenslu fara fram á fleiri stöðum, en það reyndist erfitt og fyrir margra hluta sakir lítt framkvæmanlegt hér i strjálbýlinu. Það var þvi tekið það ráð, að byggja skólahús i miðri sveitinni með heimavistarskilyrðum og til að fá þvi íramgengt varð hreppur- inn að festa kaup á jörð undir skólann. Skólinn var bygður á næstl. sumri og hald- ið uppi farkenslu þar i vetur, í tveimur deildum, sem var kent til skiftis hálfan mánuð í senn, frá 1. nóv. til 15. april. Þar nutu heimavistar þau börn, sem oflangt áttu til heimangöngu. Hefir kenslufyrirkomu- lag þetta reynst miklu hagfeldara á flestan hátt og óefað notadrýgra, enda höfum vér góðan kennara, hr. Eirik E. Sverrisson; hann hefir og mjög stutt fræðslnnefndina i þvi að koma fræðslnmálnm hreppsins í við- unanlegt horf. Kirkjulif er hér heldur dauft. Þó virð- ist vera að vakna áhngi meðal safnaðanna, að sameina hinar þrjár kirkjur hreppsins, sem allar standa sin á hverjum jaðri sveitar innar, og byggja eina kirkju fyrir hrepp- inn, sem standi á hentugum stað i miðri sveit, telja menn liklegt, að andlegt lif verði ekki jafnvel glætt á annan hátt. Þá hefir því máli verið hreyft, að sam- eina i eitt þan tvö rjómabú, sem standa sitt á hvorum jaðri hreppsinB, og setja það sem næst hinum væntanlega akvegi, sem ætlast er til, að liggi eftir endilangri miðri sveitinni, sem haganlegast hreppsbúum til nota gætn þú flestir sem lengst ættu til dráttar ekið rjómanum til búsins. Kafli sá sem nú er fullger af vegi þessum, hefir komið að góðum notum, það sem hann nær. Komið hafa fram óskir nm það, að fá sem fyrst talsima inn i hreppinn, að Minni- borg, sem er aðalsamkomustaður brepps- búa; þar er sameinað fundahús, þinghús og barnaskóli. Um stjórnmálaskoðanir manna á þessum tima, er það að segja, að þær eru að þessu Binni, geymdar en ekki gleymdar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.