Ísafold - 14.12.1910, Blaðsíða 1

Ísafold - 14.12.1910, Blaðsíða 1
I Kemai út tviavar l viku. Yer?) árp. (80 arkir minst) 4 kr. erlendn* 6 ki eT»a l */* dollar; borgist fyrir mibjan júli (orlendis fvrir fram). ISAFOLD UnpsOgn (skrilleg) bundin vib áramót, er óffiid nema komln sé til útgefanda fyrir 1. okt. eg M.cripandi skuHlaus vib blafóft Afsrreibsla: AuMturst.Twt.i 8. XXXVII. árg. Reykjavík miðvikudaginn 14. clesember 1910. 79. tölublað I. O. O. P. 9212169 Bókasaín Alþ. lestraríél. Pósthússtr. 14. 5—8. Forngripasafn opib s 1. þrd. og fmd. 12—2 íslandsbanki opinn 10—2 */* og K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa frá 8 árd. til 10 síbd. Alm. fundir fsd. og sd. 8 */• síbdegis Landakotskirkja. Gubsþj. 9 */• og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 10^/b—VJ og 4—5 Landsbankinn 11-2 •/*, 6*/a-0*/t. Bankastj. vib 12-2 Landsbókasatn 12—8 og 5—8. Útlán 1—8 Landsbúnabarfélag8skrifstofan opin trá 12—2 Landsfébirfór 10—2 og 5—ö. Landsskjalasafnib á þrd. fmd. og ld. 12—1 Lækning ók. i læknask. þribjd. og föstd. 11—12 Náttúrugripasafn opib l*/»—2 */* á sunnudögum Ókeypis1 eyrna-, nef- og hálslækning Pósthús- stræti 14 2. og 4. fimtud. i bv. mánufó. 2—8. Tannlækning ók. Pósth.str.14, 1. og 8. md. 11—1 Lárus Fjeldstcd yfirréttarmdlafærslumaður Lækjargata 2 Heima kl. n—12 og 4—S- Faxaflóagufobáturinn Ingólfur fer til Borgarness is. des. - -- Garðs 18. des. Farmgjaldið. Eftir fíjörn Kristjánssou. I. Þú biður mig vinur minn í síðasta bréfi þínu að gefa þér nánari skýr- ingar á farmgjaldshugmyndinni, segir þú að mikill vaðall hafi komið út um hana í ýmsum blöðum, einkum i Ingólfi í »millibilsástandinu* og Reykja- vík, en með því að greinar þær, eink- um í öðru blaðinu séu gagnsýrðar af persónulegri óvild, og einhliða flokks- fylgi eins og flest annað, úr þeirri átt, þá þori þú ekki að treysta þvi sem þar stendur. Auk þess séu grein- ar þessar flestar nafnlausar, eða með dularnöfnum, og að ekki bæti úr skák þar sem nafnið sjálft sjáist. Eg vil leitast við að svara spurn- ingum þínum eftir föngum, þó þær séu sumar þess eðlis að eigi sé til hlitar hægt að svara þeim í hinum einstöku atriðum á þessu stigi máls- ins. Og eg vil taka það fram, að til þess að eg gæti svarað öllum spurn- ingum þínum, yrði eg að hafa ýrum- varp Jyrir mér, sem yrði þá umræðu- efnið. Mér finst t. d. þú spyrja æði-óvita- lega, þar sem þú biður mig að skýra frá því, hvort eigi sé hægt að búa um vöru t. d. vefnaðarvöru, sem þyngsta farmgjaldið ætti að hvíla á í sömu umbúðunum og þá vöru, sem t. d. ætti að bera lægsta gjaldið. Til þess að geta svarað þessarri spurn- ingu, yrði eg fyrst að vita um hvaða vörutegundir ættu að vera í hverjum flokki, og í öðru lagi yrði eg að vita um hvað hátt gjald ætti að hvíla á hverjum flokki fyrir sig. Ef t. d. ’ grænsápa og mjöl væri í fyrsta flokki og af henni væri goldið farmgjald 10 aurar af hverjum 100 pd., en t. d. vefnaðarvara í 2. flokki, sem gjalda ætti af 2 kr. af hverjum 100 pd., þá er ekki sennilegt, að sá sem sendir vöruna vildi vinna fyrir að setja vefn- aðarvöru ofan í grænsáputunnu, eða ofan í mjölpoka, til þess að firrast 1 kr. 90 aura farmgjald af vefnaðar- vörunni 100 pd. Það mundi illa borga sig. Og ef munurinn á farmgjaldinu milli flokka væri ennþá minni, þá gæti það, þótt vörurnar væru nær- skyldari en hér var bent á, alls ekki borgað sig að taka þær úr sinum upphaflegu umbúðum eða búa til ný- jar umbúðir utan um þær aðeins til þess að greiða ef til vill 1 kr. minna af 100 pd. en farmgjaldslögin ákvæðu Og hvernig færi sendandinn að tryggja sér að fá sjóábyrgðina bætta 88 Jólasala Edinborgar 88 byrjar á morgun. Okkar augnamið er að þessi sala beri höfuð og herðar yfir allar þær Út- sölur, sem haldnar haía verið hér í Reykjavík; en til þess að við getum náð þvi takmarki, hlýtur hver maður að sjá — því það liggur í augum uppi — að við verðum að bjóða þau kjör, sem hvergi fást annarsstaðar. Og slík kjör munum við bjóða. JJttjiiQÍð vef það sem t)ér fer á eftir: 35.00 yfirfrakkar úr fínasta klæði, nýkomnir, fást nú fyrir 24.00. 61.50 karlmannsfötin smekklegu, alullarefni með nýtízku sniði, fást fyrir 45.00. 25.00 Regnkápur á 12.50 13.00 Regnkápur á 7.00. 30.00 alullarsjöl, nýkomin, 18.00. =z== 35.00 Kvenkápur, nýtízku snið, 20.00. == En auk þess afsláttar, sem gefinn er af ofannefndum vörum, fær hver kaup- andi sem kaupir fyrir eina krónu, einn kaupbætismiða, sem veitir handhafa þau hlunnindi að íá keypta nýlenduvöru með 10 % afslætti, sem þýðir að: 28 aura Sykurpund fæst með kaupbætismiða fyrir 25 Vs a. 26 aura Sykurpund fæst með kaupbætismiða fyrir 23 a/B a. En kaupandinn fær ennþá meiri hlunnindi, því auk kaupbætismiðans fær hann einnig annan miða, sem veitir honum rétt til hluttöku i þeim kr. 300.00, sem verzlunin útbýtir meðal sinna mörgu viðskiftavina, nú um hátíðarnar. Sá miði kostar kaupandann ekki neitt, en getur orðið honum til mikillar ánægju og hagsmuna. Nánari upplýsingar fast á götuauglýsingum. Verzlunin EDINBORG, Reykjavík. ef skipið færist, ef hann hefði látið telja á farmskrá t. d. 200 pd. af mjöli í staðinn fyrir 100 pd. af mjöli og 100 pd. af vefnaðarvöru? Ábyrgðarfélagið mundi alls ekki bæta honum aðra vöru en þá, er stóð á farmskránni, sem sé 200 pd. af mjöli. Sendandi á altaf mikið á hættu, eins og eg hefi áður bent á, að segja vöru á farmskrá aðra en hún er, þar sem kaupandinn þarf ekki að viður- kenna, að hann hafi tekið við annarri vöru en þeirri, er á farmskrá stendur, og ábyrgðarfélögin þurfa ekki að bæta aðra vöru en þar stendur, þótt slys beri að höndum. Meðan gjaldsmunurinn er ekki meiri en 1 kr. 90 a. á 100 pd. á hinum ýmsu vöruflokkum, þarf enginn að óttast að nokkur maður vilji vinna fyrir að hnoða tveimur ólíkum vöru- tegundum saman i sömu umbúðir. Og við skulum halda okkur við það, að lægsta farmgjald verði 10 aurar á hverjum 100 pd., en hæsta gjaldið 2 krónur, því að með þvi móti má ná meiri tekjum en allur vínfangatoll- urinn nemur. Af þessu geturðu séð, vinur minn, að á meðan skattaálögurnar halda sér innan þeirra takmarka að eigi borgi sig fyrir neinn að svíkjast undan skatt- gjaldi, þá er eigi hætta á að landssjóðs- tekjurnar komi eigi til skila og á með- an vér getum haldið oss innan þeirra takmarka, þá þarf ekkert aukið toll- eftirlit. En haldi maður sig ekki á þessu sviði, heldur tolli fáar vörugreinir með háum tolli, eins og vér tollum nú tóbak og vindla, þá mundi hver hrekkjamaður vilja vinna fyrir að senda þessa vöru undir röngu nafni, aj pví að tollurinn er miklu hærri en verð vörunnar sjálfrar. Honum þarf ekki að flotast nema einu sinni að senda tóbakið og vindlana ótrygt, til þess að geta úr því haldið áfram með það áhættulaust, því að hann væri þá bú- inn að hafa af landssjóði, og stinga í sinn vasa, meiri fjárhæð eii næsta jafnstór sending kostar. En undir pessu dstandi lijum vér nú i tollmálunum. Eg hefi orðið að vera nokkuð marg orður við þig um þetta atriði, þv að eg heyri á bréfi þínu, að »vaðall inn« sem þú kallar hefir orðið til þess að villa þér sjónir, og eg vonast til að þú sannfærist um, að enginn sam vizkusamur tnaður getur felt dóm um þetta mál, fyr en hann hefir fengið fullsamið farmgjaldsfrumvarp í henc- ur. Öll skrif um það svona JyrirJram eru blekkmgar einar, einn ávöxturinn af hinu pólitíska ástandi, er vér lifum í. Mælist illa fyrir. Ur öllum áttnm mælast þau tíðindi mjög illa fyrir, að hinir núverandi conungkjörnu þingmenn skuli ætla að reyna að hrifsa til sin stórkostleg for- réttindi fram yfir þjóðarinnar eigin lúlltrúa — í skjóli mjög svo vafa- samrar skýringar á bókstaf stjórnar- skrárinnar. Það blandast engum hugur um — ekki heldur Heimastjórnarmönn- um, að það er mesta ósvinna og lítils- virðing á þingræði og þjóðræði, ef lessir herrar fara að krefjast þingsetu á 4. reglulega þinginu, í stað þess að ieir hefðu átt að vera biínir að leggja niður þingmensku. Eftirfarandi bréf hefir ísafold borist af Austurlandi, dags. 5. þ. m.: »Leitt er að vita, ef nú skyldi verða iúrið að þrátta um þá konungkjörnu, ívort þeim beri að sitja — eða ekki að sitja á næsta þingi. Um það ætti að minsta kosti öllum Sjálfstæðis- mönnum að koma saman, að vinna á móti slíkri þrásetu, að svo rniklu leyti, sem hún helgast ekki af beinum fyrir- mælum laga (stj.skr). Og vitanlega eru engin bein fyrirmæli um þetta í í stjórnarskránni, ekkert bann við því, að aftra megi kgkj. þing. að sitja á fleirum en þrem reglulegum þingum, né því slegið föstu, að kjörtími þeirra sé sex ár rétt. Enda hefir því aldrei verið framfylgt svo.' Og það væri pjóðar háðung, ef því væri ekki harð- lega mótmælt af hálfu Sjálfstæðis- manna, að rofin væri nú sú regla að láta kg.kj. þingmenn sitja að eins á 3 þingum og haga útnefningu nýrra þing- manna »eftir atvikum«, eins og verið hefir undanfarið. Eða pví atti að gera peim harra undir höjði en Julltrúum pjóðarinnar, sem aldrei hafa fengið að sitja á fleirum en 3 reglulegum þing- um, — umboðið tekið af þeim í það eina skifti, er 4 regluleg þing bar upp á kjörtíma þeirra (1909). Það virðist liggja svo þráðbeint við, að eins færi um þá konungkjörnu, sem hina, vegna færslu þingtímans. Við því var að búast, að Hannesar- menn berðust fyrir þessu sem hverju öðru, er miðar til að treysta erlenda valdið gegn oss. En þess mætti vænta, að hér yrðu ekki mjög skiftar skoð- anir meðal þeirra, sem telja sig til S j álfstæðisflokksins.« Skipstapi. Þann 29. f. m. fann Helgi Þórar- insson, borgari i Þykkvabæ i Land- broti sjórekinn mann á fjöru nefndrar jarðar, sömuleiðis 2 höfuðföt, annað örskamt frá líkinu. Líkið var að öllu óskaddað, nema lttið eitt hruflað á nefinu. Sömuleiðis var það í öllum fötutn óhreyfðum, sokkar ekki komn- ir niður af leggjum, og peningabudda og úr kyrt í vösum. Var á öllu að sjá, sem líkið væri nýrekið og mað- urinn hefði druknað mjög nærri landi. Þá fann Helgi og lítinn trékassa rekinn með 12 vínflöskum. Fleira fann hann þá eigi, og ekki kom hann þá líkinu alla leið til bæjar, heldur næsta dag. Daginn þar á eftir, i desemb., fór Helgi aítur á fjöru, og hafði hann þá jafnframt sent til hreppstjóra Kirkju- bæjarhrepps og tilkynt honum fund- inn. Þá fann Helgi ekkert, en sá austan Skaftáróss bát, rétt við ósinn. Næsta dag fór Helgi enn á fjöru við annan mann og óðu þeir austur yfir Landbrotsvötn og fundu þeir á

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.