Ísafold - 06.05.1911, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.05.1911, Blaðsíða 2
114 ISAFOLD Gísít Sveittsson og Vigfús Einarsson yfirdómslögmenn. Skrifstofutími II1/,—I og 5—6. Þingholtsstræti 19. Talsimi 263 þykkja konungssamband. Nii er eigi lengur neinn flokkur til meðal ís- lendinga, sem eigi heldur fast við fullveldi landsins ....... Nd fara fram kosningar í sumar og verður þá fyrir hvern kjósanda landsins lögð þessi spurning: jullveldi eða ekki full- veldi Islands. Niðurstöðunni má ganga vísri: hver einasti íslendingur æskir þess að fá viðurkenningu á lagarétti þeim, er ísland jafnan hefir átt síðan það árið 1262 varð konungsriki. Ef Danmörk eigi lætur sér lynda konungssambandið er eigi annað við borð en skilnaður landanna. Margt virðist benda á, að mikilmegandi Dan- ir ýmsir séu eigi ófúsir á að slíta sambandinu við ísland. Fjarlægðin landanna milli er mikil, hvorug þjóðanna skilur tungu hinnar, og flest er ólíkt með þeim, lög, hætt- ir allir og venjur*. Ýms erlend tíðindi. ---- Kh. 21. apr. ’ll. f Mexíkó eru eilífir bardagar. For- setlnn Porfirio Dias ræður ekki við neitt, en uppreistarmenn vilja hann feig- ann. Bandaríkin hóta nú öllu hörðu, ef ekki linnir landamærastyrjöldunum og er við sjálft búið, að þau innlimi Mexikó, ef ástandið verður svo lengi, sem nú er það. Frá Portúgal. Opið bróf um skiln- að ríkis og kirkju verður gefið út þessa dagana. Menn búast við óspektum. Flug í Khöfn. í gær gafst bæjarhú- um hér færi á að líta furðulega sjón. Flugmaður einn frá Belgíu, C o z i c að nafni, allfrægur, sem hór hefir verið ráð- inn til að fljúga undanfarna daga, hóf sig upp frá Smáravöllum og flaug þrisvar sinnum í meira en 300 stikna hæð yfir borgina og auk þess langt út á Sundið. Alls var hann í loftinu í lx/4 stund. Svendsen, flugmaðurinn danski, hóf sig og á loft, en eftir litla stund hreif hvirfilvindur vélina og slöngvaði henni til jarðar, svo að hún mölbrotnaði, en sjálfur slapp Svendsen óskaddaður fyrir snarræði eitt. Frá Ammundsen, norðtirfaranum norska hafa borist fregnir nýlega frá Niels e n, skipstjóra á »Fram« ný- komnum til Buenos Ayres. Hann verst allra frótta um hvar Ammundsen só, en segist hafa skilið við hann 14. febrúar til þess að lenda ekki í illviðrum. En samtímis hefir norskt blað fengið skeyti frá Ammundsen um að hann só að hefja suðurför um leið og Fram skilji við sig, só við 9. mann, hafi 115 hunda, vistir og brenni til 2 ára og hafi reist skýli á 78° 24’ suðurbreiddar. Það er því svo að sjá, sem Ammundsen ætli þegar að reyna að ná pólnum, en slíkt hefir eng- inn reynt um vetur fyr. Schackleton telur förina óframkvæm- anlega, því þar suður frá sé 100 stiga frost um þetta leyti árs og ofsalegir byljir, sem enginn mannlegur kraftur standist. ---------- Hafísinn heldur í rénun, en fer hægt. Strand- bátarnir báðir séð sitt óvænna að kom- ast norður. En Austri komst út af Eskifirði suður á bóginn í fyrra dag og er von hingað á morgun. Vestri fer frá ísafirði suður á morgun (áætl- unardag). Ingolj hefir enn reynt að komast fyrir Langanes, en orðið frá að hverfa og liggur nú á Þórshöfn. í gærkveldi höfðum vér fréttir af Akureyri um hafísinn og eins af Seyðis- firði. Eystra kvað allur haýís burtu ýyrir utan firðina, en nokkur jaka- burður inni á sjálfum fjörðunum. Fyrir norðurlandinu mest gert úr hafísnum framundan Skagafirði. Enn- fremur var enn jakaburður í vestan- verðum Húnaflóa. Með þeirri átt, sem nú er um alt land, stinnings-sunnanvindur, er eigi vonlaust að vágesturinn hrekist alveg burt frá landinu. Afturköllunin. Vörn ráöherra. Ráðherra Kristján Jónsson sendi ísa- fold í gær bréf eitt til stjórnarráðs- ins frá "hæstaréttarlögmanni G. M. Rée í Khöfn og krafðist þess, að tek- ið yrði upp í blaðið samkv. prent- frelsislögunum, út af ummælunum i síðasta blaði um afturköllun hans á bankamálinu fyrir hæstarétti. Það er oss ánægja að verða við þessari kröfu ráðherra pegar í pessu blaði, þótt eigi væri oss skylt — ef á annað borð er um skyldu að tefla — að birta það fyr en í næsta blaði. Vér gerum það, svo að vórn ráðherra komist sem fyrst út um alt land, nú með póstum. Btéfið frá hr. G. M. Rée hljóðar svo í islenzkri þýðingu stjórnarráðsins: Bréf frá G. M. Rée dags. i KaupmaDnahöfn 16. marz 1911. Til stjórnarráðs Islands Reykjavík, íslandi. Árið sem leið var eg fyrir tilstilli yfir- réttarmálaflutningsmanns Sveins Björnssonar beðinn af fyrverandi ráðherra íslands Birni Jónssyni fyrir hönd islenzku landsstjórnar- innar og af bankastjórunum Birni Kristjáns- syni og Birni Sigurðssyni fyrir hönd Lands- banka Islands, að áfrýja til hæstaréttar landsyfirréttardómi nm innsetningargerð í Landsbanka Islands, sem núverandi ráðherra, en þáverandi háyfirdómari Kristján Jónsson hafði krafist; jafnframt var eg beðinn að flytja málið fyrir hæstarétti. Eg hef lekið út stefnu í málinu til fyrirtektar fyr en venjulegt er, i hæstarétti, sem haldinn verð- ur á þessu ári, og er stefnufrestur útrunn- inn 16. júni þ. á. Eftir þeim opinberu upplýsingum, sem nú eru fyrir hendi um pólitíska ástandið á íslandi, verð eg þó að ætla að máli þessu verði ekki haldið áfram, heldur verði að afturkalla það, og það að falla niður. Hinn fyrverandi ráðherra getur að minsta kosti ekki eftir að hafa fengið lausD, kom- ið fram sem sækjandi málsins fyrir hönd hinnar islenzku landsstjórnar, og eg get ekki álitið að hinn núverandi ráðherra vilji koma fram sem sækjandi fyrir hönd stjórnarinnar i máli gegn sjálfum sér, að því öldungis sleptu, að slíkur málatilbún- ingur að minu áliti er lagalega séð ómögu- legur. Að visu mætti halda málinu áfram svo að Landsbankinn væri einn sækjandi, en eftir því, sem eg befi heyrt um ályktanir alþingis í bankamálinu verð eg að telja það ósennilegt, að bankinn óski málið fintt fyrir réttinum og leitt þar til lykta. Að svo vöxnu máli verð eg að biðja hið háa stjórnarráð að skýra mér frá, — svo tímanlega, að eg fái vitneskju um það fyr- ir 16. júni þ. á. — hvernig eg á að hegða mér í þessu hæstaréttarmáli, sumpart hvort hinn núverandi ráðherra Islands vill halda þessu máli áfram fyrir hönd landsstjórnar- innar, sumpart hvort Landsbankinn vili halda málinu áfram, eða vill, að það falli niður. Hér birtist þá eina vörnin, sem Kr. J. hefir fram að færa fyrir aftur- köllunarfrumhlaupi sínu. Vitneskja Rée um stjórnmálaástand- ið mun bygð á fregnum í dönskum blöðum, sendum héðan og mjög lit- uðum. Eftir því gerir Rée ráð fyrir að núverandi stjórn muni afturkalla málið; eins og hann hafi grunað hver maður Kr. J. var. Þótt rétt sé, að B. J. geti eigi haldið áfram málinu, er hann er farinn úr ráðherrastöðnnni og Kr. J. eigi haldið áfram málinu gegn sjálfum sér, þá gat hann auðvit- að !átið landritara, sem gegnir störf- um ráðherra í forföllum hans, halda áfram málinu fyrir stjórnarinnar hönd, til þess að fullnægja ýorminu. Því hér er að eins um ýorm að tefla. Hver er ráðherra í svipinn snertir ekki aðaleýni málsins. Spurning Rées er: Vill landsstjórn- in halda áfram málinu og vill Lands- bankinn halda áfram málinu. Ef Kr. J. hefði komið fram eins og hann átti að gera, hefði hann átt að svara jái fyrir landsstjórnina og láta Landsbankann svara fyrir sig og það var skylda hans. í stað þess skrifar hann Rée og skipar fyrir að málið falli niður að öllu leyti, að forn- spurðri Landsbankastjórninni. Svarar eigi fyrirspurn hennar hér að lútandi fyr en prem dögum eýtir að bréf stjórn- arráðsins er komið Rée í hendur og hann þvi sjálfsagt búinn að fella nið- ur málið fyrir fult og alt, svo eigi verði aftur tekið af Landsbankanum. Eina vörnin, bréf Rée, réttlætir ekkert af þessu. ------ÖSG------ Hvar á Forsetinn að standa? Enn mun það óráðið. Nefndin og myndhöggvarinn eru eigi búin að koma sér saman. Heyrst hefir, að skólabletturinneigi sér marga fylgismenn meðal þeirra, sem þar eiga um að ráða. Síðan á miðvikudag hafa ísafold enn borist nokkurar tillögur. Þessar eru hinar helztu: Rögnv. Ólafsson átti við oss sím- tal frá Vífilsstöðum, ætlaði að ritagrein um, hvar hann teldi hentugasta stað- inn, en orðið of seint að koma henni að í bl. Rögnv. telur beztan stað ýyrir ýraman alpingishúsið. Hann ætlast til, að minnisvarðinn sé reistur svo sem 15 álnir fram af miðju alþingishúsinu — í Kirkjustræti og það rúm unnið upp aftur með því að taka svo sem 20 álna boga af Austurvelli og leggja götuna í þann boga fyrir framan minnisvarðann. Ef til vill flytjum vér grein um þetta frá Rögnv. í næsta bl. Önnur ný tillaga er að reisa minn- isvarðann uppi á Arnarhólstúni í þrí- hyrningnum milli Hverfisgötu og göt- unnar út á Battaríið. Þriðja tillagan er að reisa hann á grasþríhyrningnum fyrir framan ráð- herrabústaðinn — þar sem hann blas- ir við yfir Tjörnina. f Árni Gíslason leturgrafari, andaðist í fyrrakvöld í hárri elli. Mesti merkismaður. Nán- ar minst síðar. Ennfremur er nýdáinn Valtýr bóndi á Seljamýri í Loðmundarfirði, faðir Helga kennara í Hafnarfirði. Kvennafundur mikill var boðaður fyrir fám kvöld- um í Iðnaðarmannahúsinu til þess að efna til samskota í því skyni að láta mála mynd af Hannesi Hafstein og festa upp í þingsalnum — Jyrir aý- skiýti hans aý kvenréttindamálinu. — Svo urðu undirtektir daufar, að þessi tillaga fekk aðeins 1 atkv. (flutnings- konu). Enda engin ástæða til að minn- ast H. H. sérsfaklega í því máli — frekara en t. d. Skúla Thoroddsen, heldur miklu síður. Rösklega gert. Hákarlaskip eitt, vélarbáturinn Vict- oria, sem Agúst Flygenring kaupm. á, dreif sig fyrir nokkurum dögum af ísafirði norður ýyrir Horn. Fór héðan úr Reykjavik viku fyrir páska. Formaður skipsins er Asgrim- ur Guðmundsson úr Ólafsfirði, vanur hákarlaformaður. Skipið tók ij ýarpega af Vestra, fór með þá norður, smaug milli jak- anna við Horn með miklu lagi og komst klaklaust til Akureyrar með þá. Halsteinskan og Þjóðræðið. »Lög- rétta« á laugardaginn er með hátíðlegum alvörusvip að fárast yfir því, að meiri hlutinn í neSri deild sé aS brjóta á bak aftur vilja Vestmanneyinga, meS því að stofnsetja loftskeytasamband þar í stað talsímasambands, og má lesa á milli línanna, að aðra eins synd hafi Haf- steinskan og hinn dásamlegi Heimastj.- flokkur aldrei leyft sór að drýgja. En hverfi maður nú aftur til ársins 1905. Hvað gerðist þá? Það, að Hannes Hafstein, með alt sitt lið í halanum, braut á bak aftur, ekki aðeins óskir og kröfur eins smákjördæm- is, heldur nálega allra kjördæma 1 a n d s i n s, þegar ritsímasamningurinn alræmdi var samþyktur, þrátt fyrir öfl- ug mótmæli nærri því hvers einasta þingmálafundar um landið þvert og endi- langt. Það er víst ekki óvinnandi verk að finna í þingtíðindunum frá 1905 »hnút- ur og hallmæli« til kjósenda laídsins »fyrir það, að þeir hefðu gerst svo djarfir, að láta þinginu í ljósi álit sitt á málinu«. Það vreri hyggilegra fyrir Lögróttu að skygnast sem allra snöggvast í Heima- stjórnarpokahornið, í þessu máli, áður en hún fer að naga Sjálfstæðismenn út af þessu. A. Frá alþingi. Neðri deild. Stjórnarskráin var á miðvikudaginn til einnar umræðu í neðri deild — og var færð ekki svo lítið úr lávarða búningnum. Hrekst hún nú aftur upp í efri deild — og finni hún eigi náð fyrir augum þeirra háu herra í þeim búningi, sem nú er hún — pá er úti um hana á pessu pingi, því að stjórnarskrárfrumvarp verður að hljóta meiri hluta í báðum deildum. Helztu breytingar: 1. Tekinn upp aftur kosningarrétt- ur og kjörgengi vinnuhjúa með 16:9. A móti voru: Eggert, Bj. Kr., Haf- stein, Jóhannes, Jón frá Múla, Jón Magn., J. Ól., Pétur, Stef. Stef. 2. Tekið upp aftur ákvæðið um að leggja sambaudslög, er alþingi kynni að samþykkja undir leynilega atkvæða- greiðslu allra kjósenda í landinu með 14:11 atkv. (Eggert, Einar, Hafstein, Jóh., Hvannár-Jón, Múla-Jón, J. M., J. Ól., J. Sig., Pétur og Stefán). 3. Tillaga efri deildar um að þing- ið komi saman 17. júní fekk ekki að standa, heldur var samþykt tillaga frá Sig. ráðunaut um að láta það koma saman lögmæltan dag þ. e. 15. febrúar. Þetta var samþykt með 16 gegn 9 atkvæðum (síra Eggert, Björn Sigf., Björn Jónss., Vog-Bjarni, Bjötn Kr., síra Hálfdán, Magn. Blöndahl, Þorl.). 4. Samþykt að þeir sem utan trú- arfélaga eru skuli inna þau gjöld, sem þeim ella hefði borið að greiða þjóð- kirkjunni — til háskóla Islands eða einhvers styrktarsjóðs í sambandi við hann. (14 atkv.) 5. Felt með 20 atkv. að láta færa breytingar á stjórnarskránni inn í gömlu stjórnarskrána frá 1874. 6. Samþ. að taka út ákvörðunina um, að takmarka fjárveitingafrumkvæði við ráðherra eða fjárl.nefndir. Tilraunir voru gerðar til þess að breyta skipun eýri deildar, þannig, að þar yrðu færri hlutfallskosnir þingmenn en efri deild vildi vera láta. — Þeir dr. Jón, Vog-Bjarni og Benedikt stungu upp á að hinir hlutfallskosnu þing- menn skyldu vera 7 í stað 10 — eða réttur helmingur deildarinnar — og eigi kosnir, fremur en aðrir þing- menn, til lengri tíma en 6 ára. En þessar tillögur voru feldar fyrir þeim með eins atkvæðis mun 13 gegn 12 atkvæðum. Með þessarri breytingu voru allir sjálfstæðisflokksmenn, nema síra Sig. Gunn., Ól. Briem og Sig. Sig. Skúli Thoroddsen vildi leyfa að rjúfa alt þingið, einnig hiria hlutfalls- kosnu, en það var felt með 13 atkv. gegn 12. allir (sjálfstæðismenn, nema Sig. G., Ól. Br. og Sig. Sig.). Enn var feld tillaga frá meiri hluta stjórnarskrárnefndar um að gera alla efri deild hlutfallskosna, með 13 : 12 atkv. Ráðherra8kiftasímskeytin. Það mál var rætt i gær í Neðri deild og útkljáð, þann veg, að ekkert varð úr rannsóknarnefndarskipuninni — til að rannsaka öll símskeyti, er þingmenn hefði sent héðan um það mál til kon- ungs eða stjórnarskrifstofunnar íKhöfn, sbr. síðasta blað. Tillagan var ýeld með jöfnum at- kvæðum, eftir all-kappsanflegar um- ræður, aðallega þó eða raunar að eins milli 2 þingmanna, þeirra Skúla Thor- oddsen og Hannesar Haýsteins. Auk þeirra tóku að eins þátt í þeim lítil- lega þeir Ben. Sveinsson, Björn Jóns- son og Jón Ólafsson. Þeir studdu röksamlega hvor sinn málstað, Sk. Th. og II. H. — Skúli tilkall þingsins til að ver.a einkis dul- ið, er þingmenn legðu til við konung um jafnáríðandi mál og ráðherraskifti, en hinn (H. H.) um rétt konungs til að spyrjast fyrir í trúnaði við þá menn, er hann vildi hafa til þess kvadda, og þeirra til að svara honum í trúnaði, hvort heldur er nærstaddir væru eða svo fjarstaddir, að nota yrði síma. Sló út í heldur mikinn svarra fyrir þeim, með óvægum brigzlum hvors í annars garð. Skúli kvað beitt hafa verið vopnum lyga og blekkinga af heimastjórnarmanna hálfu til að koma sínu fram um ráðherravalið í vetur, en það lýsti H. H. tvívegis arulausa lygi. Hann bauðst til að sýna sín skeyti forsetum beggja deilda, ef þeir Sk. Th. og fráfarinn ráðherra vildu sýna sín, — þótt ekki vildi hann láta þau uppi við aðra. Bjórn Jónsson fyrv. ráðherra tók svo til orða, að ef símskeyti þessi ætti að koma í stað einslegs viðtals, er kveðja þyrfti til á konungs fund með ærnum kostnaði og tímatöf, þá teldi hann það eitt hlýða, að fara með þau alveg eins og einslegt viðtal og greina hvergi frá að nauðsynjalausu. En í einslegu við- tali væri margt hjalað, er miður ætti við að gera heyrinkunnugt, þótt ósak- næmt væri. Sendandi símskeytis ætti fult tilkall til, að ekki færi annarra í nfllli það er símskeytið flytti, en hans og þess, er skeytið ætti að fara til. Þinginu væri óheimilt að virða vett- ugi þá hollu meginreglu, og kvaðst hann aftaka það að sínu leyti. Taldi því það eitt rétt, að hætta við þessa rannsóknarnefnd, eins og þm. Eyfirð- inga (H. Hafst.) legði til. Gert var stundarfjórðungs fundarhlé undan umræðum, eftir kröfu eins þm., dr. J. Þ., er kvartaði und.m tfma- leysi til að átta sig á nýkominni við- aukatillögu um að tillagan skyldi ná til fráfarins ráðherra, og lét mótflokk- ur hans illa yfir þeirri timatöf — virðist hafa ímyndað sér það vera gert í hans þágu. En það sýndi sig hafa verið tóman misskilning, með því að hans flokkur, sjálfstæðisflokkurinn, greiddi a 11 u r atkv. m e ð tillögu þeirra Sk. Th., nema Sig. Sig. (og Ól. Briem, var ekki á fundi), auk hans sjálfs (B. J.). Fjárlögin komu til einnar umræðu í neðri deild í fyrradag. Stóðu um- ræður lengi. Og ekki varð atkvæða- greiðslu lokið fyr en kl. 2 um nótt- ina. Vegna þrengsla verður að bíða næsta blaðs að skýra nánara frá breyt- ingunum. Ed. Farmgjaldið vill meiri hluti nefndar í efri deild (Stef. Stef., Ág. Flygenring og Eir. Briem) Iáta fella, eri minnihl. (Sig. Hjör. og Gunnar Öl.) ráða til samþyktar. Reykjavikur-annáH. Aðkomumenn: Björgvin Vigfússon sýslnm., sira Gisla Einarsson, Hvamiri, síra Magnús Andrésson frá Gilsbakka, Jón Stefánsson ritstj. irá Akureyri. Aflabrögð. í nótt komu inn þessir botn- vörpungar: Jón forseti með 40,000, Leigu- bonvörpungur Thorsteinssona (Kolb. Þorst.) með 35,000, Snorri með 38,000, Freyr (I g»r) með 20,000. — Alls munu botnvörp- ungar hér i b» nú vera búnir að draga á land um 1500,000 fiskjar á vorvertíðinni, og eiga þó mikið eftir enn. — Enginn vafi á þvi, að botnvörpungafiskurinn alla ver- tiðina mun nema minsta kosti 1 milj. kr. Botnfa fór vestur á fjörðu á fimtudaginn með marga farþega, er hingað komu á Ask um daginn. Dáinn. Árni Gislason leturgrafari. Dó 5. maí. Guðsþjðnusta. Hádegismessa í dómkirkjunni á morgun. Altarisganga (sira Jóhann), Bjarni Jónsson prédikar. Kl. 4 siðdegis verður hátiðarguðsþjónusta fyrir meðlimi unglingastúknanna hér í bæn- um I tilefni af aldarfjórðungsafmæli ungl- ingareglunnar á Islandi. Sra Fr. Fr. pré- dikar. Messað í Frikirkjunni á hádegi sr. Ól. Ól. Gipsmyndin af Jóni Sigurðssyni verður liklega búin á mánudag og er þá hálfgert í ráði að láta hana vera til sýnis nokkura daga i alþingishúsinu. Herman Sandby, hljómleikasnillingurinn, sem getið var um i næstsiðasta blaði, kem- ur hingað liklega um miðjan júlímánuð. — Með honum kemur kona hai.s, skáldkonan Allhild Sandby. Ætla þau hjón að ferðast nokkuð um landið. Steingrimur Thorsteinsson skáld, rektor mentaskólans, verður dttræður 19. þ. mán. Hann er frábærlega ern, engu ellilegri — eða réttara sagt jafn-unglegur og fyrir 10 — 15 árum. Nýr koiiHÚll. Guðm. Hannesson lögmaður á ísa- firði hefir nýlega verið skipaður norsk- ur varakonsúll þar í stað Haralds Tangs kaupmanns. Slys- Mann tók út fyrir viku af fiskiskip- inu Isabella, eign Edinborgar. Hann hét Ólafur Þorvarðsson. íslenzka fánann hefir verzlunin Dagsbrún í Reykja- vík tekist á hendur að útvega að ósk- um nokkurra Ungmennafélaga; útveg- ar hún fánann frá einni helztu fána- verksmiðju á Bretlandi, og er trygging fyrir því, að litir og allur frágangur sé hinn fullkomnasti. Þeir sem hugsa sér að veifaíslenzkum fána á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar, ættu þegar að bregða við og senda pantanir, þannig að þær yrðu komn- ar tií verzlunarinnar, eigi siðar en 10. maí.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.