Ísafold - 27.09.1911, Blaðsíða 4

Ísafold - 27.09.1911, Blaðsíða 4
884 ISAFOLB Aðalfundur flskiYeiðahlQtafélagsins „Fram“. Til aðalfundar í fiskiveiðahlutafélaginu »Fram« var boðað n. febrúar þ. á., sbr. 3. tbl. Lögbirtingablaðsins s. á. En með því að sá fundur lauk ekki hlutverki sinu, var honum frestað, og verður nú framhaldið af fundinum fimtudaginn 12. október næstkomandi í Klúbbhúsinu við Lækjartorg í Rvík, kl. 12 á hádegi. Þar verða lagðir fram endurskoðaðir reikningar, og tekin ákvörðun um leigu á skipi næstu vetrarvertíð, samkvæmt ósk margra félagsmanna. Fólagsstjórnin. I sláturstfðinni er bezt fyrir alla að kaupa: Pipar — hvítan og svartan, Allrahanda — Saltpétur Engifer, Negul, Salt, á 2 aura pd. Smjörsalt, Rúgmjöl — Bankabyggsmjöl í Liverpool. Sími 43. Syltetöj af öllum tegundum selst með afarlágu verði í Liverpool. Sími 43. Kartöflur eru beztar og ódýrastar í Liverpool. Kensla í þýzku og sömuleiðis ensku og dönsku fæst hjá cand. Halldóri Jónassyni, Kirkju- stræti 8 BIL Hittist fram að mán- aðamótum í Lækjargötu 6 BL helzt kl. 2—3 og 7—8. Kvennaskölinn verður settur mánudagfinn 2. október, kl. 12 á hádegi. Reykjavík, 27. september 1911. Ingibjörg H. Bjarnason. Tvð herbergi fást til leigu í miðbænum. Menn snúi sér til Ásgeirs Torfasonar. Sigurður Vigfússon kennari fer til Eskifjarðar 4. okt., og verður þar til næsta vors. Til leigu húsnæði fyrir litla fjöl- skyldu. Upplýsingar hjá Ól. Stefáns- syni, Hverfisgötu 2 B. Stúlka óskast í vist, Pósthússtr. 14 B. — Martha Strand. 170 maQQi, þá getur hver sagt aér sjálf- um, að reiði guðs hlýtur að koma yfir slfka menn, sem daglega njóta góðs af náð hans og miskunnsemi, en skeyta samt aldrei boðorðum hans. ... Og mér er nær að halda, að þvf sé svo farið, að guð sendi þessa halastjörnu í reiði sinni til að hefja flóðbylgju yfir þetta land, til hefndar fyrir syndir þess, eins og prédikarinn sagði...... Kyrðin var svo djáp í stofunni, að hver hreyfing heyrðist. Marteinn horfði fast á hann. það var rétt eins og hann væri ekki laus við að vera smeikur við að vera svona nálægt honum. Honum fanst almanna- rómurinn segja satt, þegar hann sá hann úti á höfum og sá litla bátiun hans vaggast á öldunum, að það væri kraftaverk, að hann skyldi geta bjarg- að þriggja manna lffi á honum. ... Sá orðrómur sem gekk um héraðið, að drottinn hefði opinberast Niels — það sagði prédikarinn að verið hefði, þegar Nfels fann son sinn í snjónum — brá nokkurskonar dularfullum bjarma yfir hann ... og allir sjómenn eru trúaðir á hið dularfulla. Jíáskóíinn. Shrdseítiing fjáskölaborgara fer fram í Alþingishúsinu, fimtudag, föstudag og laugardag í yfirstandandi viku frá kl. 12—3. Allir þeir stúdentar, sem ætla að stunda nám við háskólann, eldri sem yngri, verða að gefa sig fram við háskólaritarann í því skyni og jafnframt greiða honum 15 kr. Ritarinn verður viðstaddur i stofunni, fram af lestrarsalnum gamla, á ofantilteknum tíma. Reykjavík 23. september 1911. Jláskólaráðið. Jiáskóíaborgarabréf verða afhent skrásettum stúdentum mánudaginn 2. október, kl. 1 e. hád., í stóra kenslusalnum vinstamegin. % Reykjavík 25. september 1911. Jfáskóíaráðið. iðnskóíinn. Skólinn verður settur mánudag 2. október kl. 8 síðdegis. Þeir sem ætla að sækja skólann gefi sig fram við undirritaðan fyrir lok þessa mánaðar (Rannsóknarstofan kl.2—3 síðdegis). Sérstök kensla verður í fríhendisteikningu (kennari Þór. B. Þorláksson) og i húsgagnateikningu (kennari Jón Halldórsson) ef nógu margir gefa sig fram. /fc Torfason. C. J. Höibraaten & Co. Telegrafadr. Höibraaten Eidsvold Norge Trælastexportörer. Byg&eplanker, Gulvplanker, Panelingsbord. Box og Bjælker. Telegraf og Telefonstolper. Pæletömmer. _Tii að safna meðmælum írá ýmsum skiftavinum vlðsvegar & íslamii í aðalskrá vora fyrir 1911 og 1912, hðfum vir ákveðið að selja 000 ekta siifurúr handa konum og kðrlum með 15 kr. afsiætti af vana- legu verði. Verkið 1 úrunum er af beztu gerð, kassarnir úr ekta silfri með gyltri rðnd. Skrifleg 3 ára ábyrgð. álment verð 25 kr. — Menn geta þvi. meðan nokknð er eftir, fengið gott og sterkt, fallegt, ekta silfurúr sent fyrir 10 kr. og B5 aura 1 burðargjald, en að eins með því skiiyrði, að hver kaupandi, sem er i aila staði ánægður með hið fengna úr, sendi ose meðmæli með þess konar úrum, til afnota i vorðskrá vora 1911 og 1912. Pyratu 300 úr- unum fylgir ókeypis mjðg góð og lagleg kven- eða karlmannsfesti (gylt). Ef beðið er um 2 úr í einu, eru þau send burðargjaldslaust. Borgun á ekki að senda fyrirfram. Urin eru að eins send gegn því að borga þau við móttöka, ieysa þau út á pósthúsi. Hver, sem kaupir úr, fær ókeypis senda á í mánaða fresti aðalskrá vora fyrir 1911 og 1912 um nál. 1000 muni af ýmsum tegundum, og ættuð þér þvi þegar að biðja um úr. — Áskrift: Kroendahl Importforretning, Söndorgade 51, Aarhns. Gillette, hin heimsfræga, ágæta rakvél, sendist gegn póstkröfu á póstafgreiðslustaði. Verð 18 kr. með 12 blöðum að við- bættum flutningskostnaði. Leiðarvísir fylgir hverri vél. Magnús Þorsteinsson. Talsími 237. Bankastræti 12. Kensla í þýzku. Eg, sem hefi dvalið í Þýzkalandi á annað ár, tek að mér að kenna þýzku. Heima kl. 10—12 og 4—5. Guðrún Zoéga Tjarnargötu 5. Bezt er að kaupa ensk vaðmál & dðmuklæði í verzlun G. Zoéga. Kenslu í málum og fleirum bóklegum náms- greinum veitir undirrituð, einnig í hann- yrðum og byrjun í orgelspili. Sömuleiðis les eg með skólabörn- um. — Til viðtals í Þingholtsstræti 8, til mánaðamóta, en eftir þau á Smiðju- stíg 7 (uppi). Steinunn Jóseýsdóttir. Bnsku og Prönsku kennir eins og að undanförnu Þorgrímur Gudmundsen. Til viðtals eftir miðjan október í Vesturgötu 22. Kvöldsköla fyrir ungar stúlkur heldur undirrituð eins og að undanförnu. Námsgreinar: íslenzka, enska, danska, reikningur, skrift og hannyrðir. Úmsóknum verður veitt móttaka i Þingholtsstræti 16. Reykjavík 25. september 1911. Bergljót Lárusdóttir. Þorfinnsstaðir í Vesturhópi er tii sölu frá næstu fardögum. Hún framfleytir í meðalári 150—160 fjár, 2 kúm og 5—6 hrossum. íbúðar- hús úr timbri, nál. nýtt, vel vandað 12X10 álnir. Peningshús næg. Jörð- in er sérlega hæg. Tún girt. Mikið af slægjul. flæðiengi. Hey holl og þrifagóð. Beitiland gott. , Matjurta- garður góður. Frí stórgripabeit yfir sumarið og upprekstur í Hólalandi. Fyrirspurnum um jörðina svara auk undirritaðs eiganda, þeir Friðfinnur Jónsson á Biönduósi og Magnús Þor- láksson á Blikastöðum i Mosfellssveit. Þorfinnsstöðum 18. sept. 1911. Björn Stefáasson. Stúlka óskast í vetur á heimili nálægt Reykjavík. Gott kaup. Þórður L. Jónsson,Þingholtsstræti i,leiðbeinir. Lipur stúlka getur fengið vist í Klúbbhúsinu. 1—2 góð herbergi með sérinn- gangi og með eða án stofugagna til leigu nú þegar á Stýrimannastig 10. GÓö stúika óskast i vetrarvist nú þegar. — Ritstj. vísar á. Tilsögn í hraðritun(Stenografi), bókfærslu (ein- faldri og tvöfaldri) og verzlunarreikn- ingi (Kalkulationum, Kontokuröntum, vixlum o. fl.) látin i té tvo næstu mánuði; 10 tíma námsskeið í senn. Jón Sívertsen, Ingólfsstræti 9. Hittist heima 10—n og 8—9. Ágætt fæði, ódýrt, og 2 her- bergi i Iðnskólanum. Til leigu nú þegar 1—2 her- bergi án húsgagna. Ritstj. vísar á. Stúlka óskast í vist á gott heimili frá 1. okt. Ódýrt fæði geta nokicrar náms- stúlkur fengið frá 1. okt. á Nýlendu- götu 15 B niðri. Fæði er selt á Laufásveg 16. Fæði, gott og ódýrt, fæst sem fyr í Kaýfi- o? Matsóluhúsinu Hajnarstrati 22. — Þar er og séð um veizlur og smásamsæti fyrir alt að 20 manns. Reikningur sparisjóðsins I Keflavlk yfir tekjur og gjöld hans íirið 1910. Tekjur: ' Kr. a. 1. í sjóði 1. jan. 1910 .... 1660 70 2. Borgað af sjálfskuldarábyrgð- arlánúm........................ 2867 50 3. Sparisjóðsinnlög.............. 20528 81 Vextir 1910.................... 581 04 4. Disconto........................ 425 33 5. Vixlar innleystir............. 17255 00 6. Vextir af lánnm................. 488 20 7. Ýmsar tekjnr..................... 40 97 8. Innheimt fé fyrir Landsbanka íslands........................ 5756 86 Samtals kr. 49604 41 Gjöld: Kr. a. 1. Lánað gegn ábyrgð sveitarfé- lags............................ 500 00 2. Lánaðgegnsjálf8kuldarábyrgð 3635 00 3. Vixlar keyptir................ 20779 00 4. Utborguð sparisjóðsinnlög . 8868 03 5. Innlagt i Landsbanka Islands gegn viðtöknskirteinum . . 7000 00 6. Ýmisleg gjöld................... 161 10 7. Vextir af innstæðnfé . . . 581 04 8. Útborgað innheimt fé fyrir Landsbankann................... 5756 86 9. í sjóði 31. des. 1910 . . . 2323 38 SamtaU kr. 49604 41 A c t i v a : Kr. a. 1. Sknldabréf fyrir lánnm: a. Sjálfsknldarábyrgðarlán . 6042 50 b. Gegn ábyrgð sýslnfélags . 2000 00 c. — — sveitarfélags 500 00 2. Óinnleystir vixlar .... 7354 00 3. Viðtöknskirteini............... 7000 00 4. í sjóði 81. des. 1910 . . ■ 2323 38 Samtals kr. 25219 88 P a s 8 i v a: Kr. a. 1. Inneign 208 samlagsmanna . 24552 35 2. Varaajóður...................... 667 53 Samtals kr. 25219 88 Keflavik 31. des. 1910. Kristinn Danielsson Þorgr. Þórðarson p. t. formaður. p. t. gjaldkeri. Arnbjörn Olafsson. Reikning þennan höfnm við endnrskoðað og ekkert fnndið við hann athugavert. Keflavik 22. ágnst 1911. Sig. Þ. Jónsson. Olafur V. Ofeigsson. Ritstjóri: Ólafur Björnsson. ísafoldarprentsmiðja. 175 Hann leiddi hana austur fyrir búð- ina. þar sem mjó gata lá milli tveggja hæða niður að sjónum. Naustin lágu fremst frarnmi á mar- bakkanum móti opnu hafinu. Hún fylgdi möglunarlaust með. Hann opnaði naustdyrnar til þess að þau gætu verið í skjóli fyrir baldri kveld- goluuni og ýtti kassa fram, svo hún gæti setið. En hún stóð kyr og sneri andlitinu til hafsins. Marteinn setti sig. Honum varð lika litið út á hafið, þar sem tunglið ljóm- aði yfir hvfta ölduhryggina, svo langt sem augað eygði. Hann tók í hendi hennar, — Settu þig Bóthildur, sagði hann rólega. Hún tylti sér niðar á kassaröndina. Sjórinn bvítfyssaði fram með strönd- inni eins og björt umgjörð. j?að var flæði .... Hann rifjaði upp fyrir sér í hugan- um það sem hann hafði heyrt um kvöldið. Hann vissi að sjórinn hækk- aði eftir því sem tunglið kom hærraá himininn. jþegar það stóð uppi yfir 174 áu þess þó að færa sig, svo það varð nokkuð bil á milli hans og þeirra. Marteinn fann að Bóthildur kreisti hendi hans, og handleggur hennar varð beÍDn og stífur. Hann fann hve felmtruð hún var, þótt hann horfði ekki á hana. Stundarkorn var dauðaþögn. Menn- irnir stóðu agndofa eins og þeir þyrðu ekki að horfa hver á annan. þá brast aðkomumaður í grát og rauf þögnina. Tunglskinið lýsti inn um gluggann og brá hvítum bjarma yfir sandhólana. Marteinn varð þess skyndilega var, og það var eins og viljaþróttur færð- ist í hann allan. — Komdu, sagði hann. Hann tók í handlegg hennar og leiddi hana með sér gegnum þvöguna. Frammi við dyrnar streittist hún á méti. ... En hann opnaði dyrnar og dró hana með sér. Níels Klitten hafði staðið upp. |>au heyrðu rödd hans um leið og þau komu út. þegar þau komu út í kalda loftið krepti Marteinn hnefann. — Komdu, sagði hann; eg verð að tala við þig Bóthildur. 171 þegar hann heyrði hann ná tala um hafið og slys, varð honum svo undar- lega órótt í hug og augu hans hlust- uðu óttaslegin, svo hann gleymdi um stund hvar haun var staddur. Einn karlmaðurinn reri fram og aft- ur og sagði: — Heldurðu ekki að maður verði þess var, þegar dómsdagur kemur? — Dómsdagur kemur eins og þjófur á nóttu, Valdi Maden. Svo steodur skrifað, svaraði annar. — þá finst mér að við sem trúum, ættum stöðugt að bafa bátinn okkar við hendina, til »ð bjarga lífi barna okkar og kvenna ... |>ví annars kæmi syndaflóðið jafnt yfir okkur og hina. — f>ar skjátlast þér, svaraði Níels Klitten. Sá seœ guð elskar þarf ekk- ert að óttast. Ef þetta á að verða, myndi það ekkert hjálpa, þótt við hefðum marga báta við hendina. Sá sem getur séð guð jafnvel og hann þekkir vilja hans, leggur líf sitt ör- uggur í hendi hans. — Getur þú alt af séð guð, Níels Klitten? — Já, það get eg ... fegar eg er

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.