Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Ķsafold

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Ķsafold

						Kemur út tvisvar í viku. Verö árg. (80
arkir minst) 4 kr., erlenðis 5 kr. eöa 1'/*
öollar; borgist fyrir miðjan júlí (erlenöis
fyrirfram).
1SAF0LD
Uppsögn (skrifleg) bunðin við áramót, er
ógilð nema komin sé iil útgefanða fyrir 1. okt.
og kaupanði skulðlaus við blaðið.
Afgreiðsla:   Austurstræti 8.
XXXIX. árg.
Reykjavík 27. nóvember 1912.
79. tölublað
¦
I
I
I
i
Björn jónsson
8. október 1846 -- 24. nóvember 1912
^RJÚPIÐ í lotning, hneigið öldung hárum,
heilögum friði sali stafar bráin,
þreytan er horfin, dreginn sviði úr sárum,
sólstafir himins leika um skörung dáinn.
Saga við brjóst hans byrgir hvarm og grætur
býður i nafni íslands: góðar nætur.
Stórhuga, geiglaus stóð hann fast á svelli,
sterkur og fremstur jafnt til sókna og varna,
hugsjónum trúr og tryggur hélt hann velli
til þess að rétta hluta landsins barna —;
rökfimur, skýr í riti, snjall í svörum,
röggsamur þó að orkan væri á förum.
Starf hans var drýgsta lyftimagn vort lengi,
leiðsögn hans blys, sem endast fram í tímann;
sú er mín trú, að sorgin grípi í strengi
saknaðardjúp, er harðnar réttarglíman.
Myndi þá ekki happi þjóðin hrósa
Helju þann Baldur úr ef mætti hún kjósa!
Svo var um hann sem fleiri mikilmenni
— misskilning sinnar tíðar oft hlaut sæta —,
þau fá að launum þyrnisveig að enni
þegar þau vilja lýðinn hefja og bæta.
Sú er þó bót, að sæmdarorðið lifir,
sögunnar dómur gröfum þeirra yfir.
íslenzkra jökla hátign yfir hvarmi
heiðrik og stórfeld lýsti af enni og brúnum,
logandi eldur byltist dýpst i barmi,
bjarmanum sló á fjölda af huldum rúnum.
Harðfylginn var hann hverju réttu máli,
hjartað hans mótað gull í kærleiksbáli.
—  Man ég þá stund er hinsta sinn eg sá hann,
svipbrigðum dauðans merktan fjalla-örninn,
titrandi af viljans þrótti og lífsþrá lá hann,
landið sitt fól hann guði og öll þess börnin.
Mér var sem vafurloga huliðsheima
heilaga sæi eg um hann ljóma og streyma —.
Aldir  og sagan mikilmennin stækkar,
mót þeirra skýrist bezt í framsókn þjóðar.
Kumblið þess manns, er hér er liðinn, hækkar,
heiðursvörn um það tengja dísir góðar —.
—  Foringinn sefur — víkið hljótt til hliðar —
hjúpaður ljóma af dagsbrún árs og friðar.
Gudm. Guðmundsson.
»W»/SWi>/Wwi^*.^ai'«Mi A^iV^Wwwm
Æfiatriöi.
Björn Jónsson var fæddur þ. 8. október (ekki 3.
okt. eins og önnur blöð hafa skýrt frá) 1846 i Djúpa-
dal í Barðastrandarsýslu.
Foreldrar hans voru Jón Jónsson hreppstjóri og
kona hans Sigríður Jónsdóttir, er þar bjuggu lengi
og dóu bæði sama árið (1862). Attu þau 6 börn, er
á legg komust. Var B. J. elztur þeirra. Systkini
hans voru: Sveinn Jónsson trésmiður i Stykkishólmi
(d. 1909), Ingibjórg (ekkja hér í Evík), Steinunngift
Einari Magnússyni kaupm. á Vatneyri, Júlíana gift
Jóni Jónssyni i Djúpadal og Bjarni snikkari, er fór
til Vesturheims fyrir nál. 25 árum og hefir eigi af
honum frézt um 20 ára skeið.
B. J. ólst upp með foreldrum sínum fram til 13 ára
aldurs; hafði hann þá venjuleg drengjastörf, eins og þau
gerast á fátæku sveitaheimili, á hendi, smalamensku
o. s. frv. Mun foreldrum hans eigi hafa til hugar
komið að setja hann neitt til menta. En það sem
réð því, var í raun og veru tilviljun. Svo stóð sem
sé á, að prestlaust var í^ Gufudal árin næstu á undan
1860 og þjónaði sira Ólafur E. Johnsen á Stað á
Reykjanesi, prestakallinu í millibili. Hann varð þvi
til að búa B. J. undir fermingu og fanst þá svo mikið
til um námfýsi og atgervi piltsins, að hann mátti
eigi annað heyra en að hann yrði til menta settur.
Talaði hann um það við föður hans og bauð honum
að taka hann til sín og kenna honum. Varð það þá
úr, að B. J. fór að Stað til síra Ó. E. Johnsen og
var þar við námveturinn 1859—1860 og 1860—1861.
Reyndist síra Ólafur E. Johnsen honum jafnan síðan
hinn mesti hollvinur og hjálpvættur. Var B. J. á
Stað að sumrinu öll sín skólaár og átti jafnan ást-
fóstri að fagna þar. Hann skoðaði síra Ó. E. J. sem
fósturföður sinn.
Veturinn 1862—1863 kom síra Ólafur Johnsen
B. J. til náms hjá Sveini prófasti Níelssyni áStaðar-
stað. Síra Sveinn kendi þá mörgum piltum undir
skóla og þótti ágætur kennari. Mun B. J. hafa búið
að þeirri góðu undirbúningskenslu alla sina skólatíð.
Dvöl hans á Staðarstað varð og upphaf annars meira,
því að þar kyntist hann konu sinni, er seinna varð.
Um haustið 1863 gekk B. J. inn í skóla. Voru
þar með honum í bekknum m. a. Björn M. Ólsen
próf essor, síra Valdimar Briem sálmaskáld og sira Jón
á Stafafelli, og þessir venjulega efstir eftir þeirri röð,
sem hér er skráð. Um skólavist B. J. segir síra Friðrik
Bergmann í grein í Eimreiðinni 1904: »Þótti hann
ágætur skólamaður og var álitinn nokkurn veginn
jafnvígur á allar námsgreinir. En einn af skóla-
bræðrum hans, sem nú er löngu látinn höfum vér
heyrt segja, að mest hafi hann öfundað hann af þvi,
hve nám mannkynssögunnar og alt, er að því lýtur,
hafi leikið honum í hendi«.
Úr skóla útskrifaðist B. J. 1869. Mun þá hugur
hans hafa staðið til að sigla þegar, en efnaleysi
hamlaði, og var hann þá um hríð að hugsa um að
leggja fyrir sig guðfræði hér við prestaskólann. En
úr þvi varð samt eigi, heldur fór hann þá um haustið
til Flateyjar og dvaldi þar næsta vetur og kendi
piltum undir skóla.
En árið 1870 sigldi hann til Khafnar og tók að
stunda þar lög við háskólann.
Þar komst hann brátt í kynni við Jón Sigurðs-
son forseta og mun su viðkynning mjög hafa að því
stuðlað, að hugur hann hneigðist þá þegar að stjórn-
málum. Hann kallaði síðar meir Jón Sigurðsson
»ógleymanlegan stjórnmálákennara sinn«. B. J. var
stöðugur gestur og velkominn á heimili Forseta og
eftir því sem kunnugum mönnum hefir sagst frá hafði
Jón Sigurðsson mikið álit á B. J. Indriði Einarsson
segir t.  d.  í  Endurminningum  sínum  um Forseta:
Björn Jónsson virti Forseti mest af bllum ungum Is-
lendingum, sem Jcomu til háskólans í þau fimm ár, sem
eg var þar. Og annar rithöf. (síra Fr. J. B.) segir í
grein um B. J. í Eimr., að Jórt Sig. hafi átt að segja,
að hann þekti engan meðal ungra námsmanna ís-
lenzkra, er eins vel vœrí til foringja fállinn og B. J.
— Likt kemur og fram í bréfunx J. S. frá þeim árum.
Það mun hafa verið mest íyrir fulltingi Jóns
Sigurðssonar, að B. J. var falið að rita Skírni 1872.
Það starf og stjórnmála-afskifti ha.ns um það leyti
munu hafa allmjög dregið hann frá náminu, svo að
eigi varð úr prófi að því sinni. Harui var þau ár
í ritnefnd Nýrra Félagsrita; reit þar m. a. ítarlega
grein um lagaskóla hér á landi og fleira. Skirni reit hann
2 ár, 1872—1874. En þá um sumarið fór hann hing-
að heim og varð það þá úr, að hann staðfestist hér,
Þá um sumarið var það ákveðið á Þingvalla-
fundi að stofna skyldi nýtt þjóðblað og B. J. fenginn
til að taka að sér forstöðu pess. Sneri B. J. sér þá
til útgefenda Víkverja, blaðs þess, er Páll heit.
Melsteð þá stýrði og falaði blaðið til kaups. Úr
beinum kaupum varð eigi, en það varð að samkornu-
lagi, að Vikverji skyldi hærtta, en hið nýja blað,sent
kaupendum hans.
ísafold nefndi B. J. bla.ðið og kom 1. blaðið út
þ. 19. sept. 1874.
Síðar sama árið þ. 10. des. kvæntist hann Elísa-
betu Sveinsdóttur (prófasts Níelssonar á Staðastað).
Næstu 4 árin dvaldist 33. J. i Reykjavík og hafði
á hendi ritstjórn ísafoldar. En auk þess vann hann
á skrifstofu bæjarfógetans, sem þá var, L. E. Svein-
björnsons, síðar háyfirdóm;ar.a og þar á eftir á skrif-
stofu landshöfðingja. Á þessum árum (1877)stofnaði
hann og ísafoldarprentsmiðjir.
Hugsuninni um lagapróf hafði B. J. samt eigi
slept fram af sér og árið 1878 réðst hann enn til
siglingar í því skyni m..a. að ljúka laganámi.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4