Ísafold - 02.09.1914, Blaðsíða 1

Ísafold - 02.09.1914, Blaðsíða 1
'B ...... Kemur át tvisvar í viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. eða l^dollar; borg- iss fyrir tuiðjan júli erlendis fyrirfram. Lausasala 5 a. eint. « -----------------------a P 5 I Uppsögn (skrifi.) | I bundin við áramót, f | er ógild nema kom- | | in sé til útgefanda | | fyrir 1. oktbi. og | | só kaupandi skuld- | | iaus við blaðið. I XLI. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 2. september 1914. 67. tölublað Erí. símfrsgnir. Frá Norðurálíu-óíriðnum. London 28. ág. kl. 6.10 síðd. Fregnir frá landamærunum eru enn fremur óljósar, en síðustu skeyti þaðan benda á það, að hinn sameinaði Frakka og Bretaher hafi látið undan síga 15 milur brezkar inn í Frakkland og hafa þeir þar ágæta aðstöðu. Asquith forsætisráðherra Breta kunngerði i neðri mál- stoíunni að 5 þýzkar herfylkingar (armycorps) og tvær her- deildir riddaraliðs hafi ráðist á Bretaherinn síðastliðinn mið- vikudag milli Cambria og Lecateau. Mannfall óvirtanna var afarmikið. Bretar mistu og marga menn. Þýzka beitiskipið Magdeburg strandaði í Finska- flóanum og sprakk í lolt upp eftir að rússnesk herskip höfðu hafið skothrið á það. Mannfail var mikið. Rússar hafa tekið borgina Tilsit (norðarlega í Austur- Prússlandi) og náð afarmiklu herfangi. Þeir eru nú á leið til Köenigsberg. Lord Kitchener kunngerir i efri máistofunni að hann hafi ákveðið að auka brezka liðið i Frakklandi með herdeildum frá Indlandi, auk þess liðs, sem koma mun í viðbót frá Bretlandi. _________ Reuter. Konungur vor, Kristján X., sendi ráðherra íslands, Sigurði Eggerz, svolátandi skeyti í gærmorgun: Udtaler min Deltagelse i den ved Mineeksplosionen foraarsagede Ulykke. Önsker Oplysninger om de forulykkede Paarörendes ökonomiske Forhold. ^ Christian R. A íslenzku: Læt í ljósi hluttekning mína í tilefni af slysi þvi, sem varð við áreksturinn á tundurduflið. Óska vitneskju um fjárhag venslafólks hinna látnu. Christian R. Ráðherra þakkaði konungi skeytið samstundis. Arpýðufé]».bókagafn Teœplaras. 8 kl. 7—9 Borgarstjóraskrifstofan opin virka daera 1 >—3 Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4—7 Bæjargjaldkerinn Lanfásv. B kl. 12—3 og 5—7 íslanctabanki opinn 10—2x/a og o1/*—'7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8Ard.—10 iöd. Aim. fundir fid. og sd. 81/* siðd. Landakotskirkja. Öubsþj. 9 og 6 á helgum Landakotsspítali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn H-21/*, 51/*—6'/*. Bankastj. 12 2 Landsbókasafn 12—B og 5—8. ÍJtlán 1—3 Landsbúnaðarfélagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsféhirbir 10—2 og 5—6. L&ndsskjalasafnib livern virkan dag kl. 12—2 Landssirninn opinn daglangt (8—9) virka dnga kelga daga 10—12 og 4—7. Náttúrugripftsafnib opib l1/*—21/* á sunnud, Pósthúsið opib virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgð Islands 10—12 og 4—6 Stjórnarrác)sskrif8tofurnar opnar 10—4 dagl. Talsími Reykjavíkur Póstk.B opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. YifilstabakæliD. Heimsóknartimi 12—1 Þjóðmenjasaínið opið sd., þd. fmd. 12—2, Skrifstofa Elmskfpafélags fslands. Landsbankanum (uppi). Opin daglega kl. 5—7. Taisími 409. Hjðrttir Hjartarson yhrdóms- lögmaður, Bókhl.stíg 10. Sími 28. Venjul. heima 12F2—2 og 4—ÝU- Heildsöluverzlun. Magmis Tk. S. Blöndahl Reykjavík. Kaupir allar islenzkar vörur. Ráðstafanir landsstjórnarinnar og velferðarnefndarinnar. Viðtal við ráðherra. Dálítið hefir brytt á misskilningi og mishermum út af ráðstöfunum þeim, er landsstjórnin með ráðu- neyti velferðarnefndarinnar hefir gert út af ófriðnum. Fyrir því þótti ísafold rétt að reyna að afla sér vitneskju um það sem gerzt hefir í þessu efni — frá fyrstu hendi og sneri sér því til ráðherra, er brást vel við um að láta oss i té skýringar á ráðstöfun- um þeim, sem þegar hafa gerðar verið, og er það, sem hér fer á eftir hið helzta, er ráðherra skýrði oss frá. Hið fyrsta, sem stjórnin og nefndin lét sér ant um var að fá þegar leigt skip til vöruflutninga. Var leitað fyriff sér í Noregi, Danmörku, Ame- tíku o. s. frv. Ameríku-skipin reynd- ust dýrust. Að lokum var leiga fest á norska skipinu Hermóði, sem reyndist ódýrast. Mánaðarleigan af skipinu er 650 sterlingpund eða 1 i-7oo kr. Má geta þess, að siðan Hermóður var leigður hefir skipa- leiga hækkað að miklum mun. Um för þeirra Ólafs Johnson og ^veins Björnssonar til Ameriku tjáði táðherra oss, að báðir væru ráðnir af Hndsstjórninni, með ráði vel- Rrðarnefndarinnar. í fyrstu var eigi gert ráð fyrir, að færi nema einn maður og Ólafur johnson fenginn til þess, enda þá eigi höfð í huga jafnmikil viðskifti og síðar voru ráð- gerð. En nú standa sakir svo, að landsstjórnin hefir nálægt 800,000 kr. til umráða, handbært i Ameríku. Getur því komið til tals, ef haganleg viðskiftasambönd fást, að kaupa ekki einn heldur fleiri skipsfarma af nauð- synjavörum. Tilætlunin með sendiför umboðsmanna landsstjórnarinnar var og, að þeir skyldu leita fyrir sér um framhaldsviðskifti við Ameriku, með- an á ófriðnum stæði og áfram, ef svo lízt, ennfremur kynna sér pen- ingamarkað þar í landi o. m. fl. Þótti þetta ærinn starfi einum manni og er einnig var tekið tillit til þess, að hann gæti fatlast frá — þótti rétt að senda tvo menn. Enda mælt- ist og Ólafur Johnson eindregið til þess að fá með sér mann úr vel- ferðarnefndinni, og var þá Sveinn Björnsson ráðinn til fararinnar, sam- kvæmt einróma tillögu velferðar- nefndarinnar. Hermóður fór svo, eins og kunn- ugt er, norður til Akureyrar og tók þar heilmikið af síld, en héðan tals- vert af ull. Er flutningsgjaldið af vörunutn, sem fara, nál. 20 þús. kr. og er það álitlegt tillag upp í leigu skipsins. ísafold virðist hvorki stjórnin né velferðarnefndin ámælisverð fyrir þess- ar framkvæmdir sínar, heldur þvert á móti og ættu þeir menn, sem sífelt þurfa eitthvað að finna sér til tor- tryggingartilefnis framan í almenn- ingi að velja sér annað yrkisefni en þetta. Þessi Hermóðarför til Vesturheims getur orðið mjög mikilsverð fyrir framtíðarviðskifti vor, ef vel tekst, og í stað þess að tortryggja þá ráðstöf- un, ættu góðir menn allir að láta sér vel líka. Um sendimenn lands- stjórnarinnar skal eigi fjölyrt hér, því að báðir eru þeir svo kunnir menn og hafa gott traust lands- manna, svo að val þeirra mun sjálf- sagt engum verulegum ágreiningi valda. Mikið af fé þvi, sem landsstjórn- in hefir handhært til vörukaupa i Vesturheimi hefir íslandsbanki lánað landinu. Lánið, sem íslandsbanki hefir veitt í þessu skyni er 500.000 kr. víxillán með 7% vöxtum og er tekið samkvæmt heimild ófriðarlag- anna á síðasta þingi. Er það vel, að það tókst að fá þetta lán, því að margir voru í vafa um það, er lögin voru samþykt og ber að meta að verðleikum, að ís- landsbanki skyldi sjá sér fært að lána féð. Aðrar ráðstafanir landstjórnarinnar og nefndarinnar eru þær helztar, að keyptir hafa verið nokkurirkolafarmar. — Það þótti eigi fært að veita fé til að vinna kolin í Dufansdal, af því að kolamarkaður var opinn erlendis, en ella mundi það hafa verið tekið til alvarlegrar íhugunar, eftir því sem ráðherra tjáði oss. Ekki er enn ráðið með hverjum hætti vörur þær, er landsstjórnin kaupir, verða seldar almenningi, en verið að íhuga fyrirkomulagið á þvi þessa dagana. A það lagði ráðherra mikla áherzlu að þessi vörukaup landssjóðs mættu með engu móti draga úr framkvæmd- um kaupmanna um að útvega land- inu vörur. Mundi þá vegur verzl- unarstéttarinnar vaxa, ef hún reynd- ist vel á þessum erfiðu tímum og væri þess fastlega vænst að vöru- verð væri ekki hækkað meira en nauðsyn krefði, svo að hið opin- bera neyddist ekki til að ákveðá hámark vöruverðsins eins og svo viða hefir verið gert annarsstaðar. Reykjaviluir-aimálí. Ferðalag. Margir Iíeykvíkingar hafa verið á ferðalagi undanfarið, en eru nú óðum að koma heim. M. a. hefir ritstjóri þessa blaðs verið á ferð hálfs- mánaðartíma um Borgarfjörð og Snæ- fellsnes. Nokkurir ferðapistlar úr þeirri för munu innan skamms birtast hór í blaðinu. Hermóður, leiguskip landsstjórnar- innar til Vesturheims, fór héðan á laugardag áleiðis til New-York. Við- dvöl hafði þaö nokkura á Akureyri til þess að taka þar síld, en fór þaðau í dag kl. 1. Apríl (skipstj. Hjalti Jónsson) kom hingað í gær frá austurströnd Engiands, hafði komist klaklaust fram hjá öllum tundurduflum í Noröursjónum. Njörður er kominn til Fleetwood, en ófrétt enn um sölu á afla hans. Paul Hermann prófessor, hinn þýzki, kom í fyrrakvöld úr löngum (43 daga) leiðangri um Vestfirði. í för með hon- um var annar Þjóðverji, en til fylgdar Ögmundur ftkólastjóri Sigurðsson og sonur hanai Prófessor Hermann held- ur heim áleið með Ceres. Skipafregn. Colnmbus, skip Tuliniusar kom hingað í morgun kl. 8. Ceres kom að vestan í gærkveldi með allmargt farþega. F'l ó r a kom í morgun umhverfis land, hlaðin farþegum. Meðal þeirra: umboðssalarnir Hallgr. Benediktsson, Rosenthal, Vilh. Knudsen, Carl Olsen, ennfr. Kristján Blöndal frá Sauðárkróki, Smith símaverkfræðingur. Flóra fer aftur í kvöld kl. 12. Jón Kristjánsson læknir fer utan á Flóru í kveld og veröur í Khöfn í vetur, bæði til dvalar á fæðingarstofn- uninni og ennfremur til að fullkomna sig í sórfræðigrein sinni. Stjórn íslandsbanka. í gærdag (1. sept.) tók Hannes Hafstein af nýju sæti i íslandsbanka- stjórninni. Um leið og H. H. fór inn fór Kristján Jónsson út — hætti bankast j órastörfunu m. Er það vel farið, að dómstjóri yfirréttar skuli nú eigi lengur undir- tyllubankastjóri í einkabanka og hefði auðvitað aldrei átt fyrir að koma, eins og ísafold benti rækilega á, þegar sú ráðstöfun gerðist. Svar til prófessors Jóns Helgasonar frá slra Guðmundi Einarssyni i Ólafsvík. J. H. hefir í svari sínu til mín, í 44. tölubl. ísaf. þ. á., reynt að s/na fram á fáfræði mína og sljóleik hugs- ana minna, er hann kveður mig ekki kunna að aðgreina hugtökin t r ú og k e n n i n g u eða gera greinarmun á »barna t r ú« og »barna 1 æ r d ó m i«. Vissulega skiftir það hér ekki miklu máli hvort eg er fáfróður eða vitur, að eins að eg boði fagnaðarerindi Krists rétt og ómengað eins og presti samir. í grein minni í Ingólfi, eða orðum þeim, sem þar eru tilfærð eftir J. H., er ekki verið að tala um kenningu sór- staklega, heldur kenningu eins og hún lýsir sór í trú, í báðum greinunum sem tilfærðar voru sem andstæðar; því þar stendur að friðþægingarkenn- i n g i n hafi um aldir »verið í háveg- um hcfð svo sem sjálft hjarta- blað kristnu trúarinna r1), en kristna trúin, og þá einnig hjarta- blað hennar, hefir verið og er enn »barnatrú almennings«, svo J. H. ræðst á barnatrú almennings er hann ræðst á sjálft hjartablað kristnu trúarinnar, eða hann leitast við að »ræna kristinn almenning barnatrúnni«. Hór getur ekki verið að tala um misskilning á hugtökunum t r ú og k e n n i n g u eins og J. H. segir, a) Leturbr. gerð af mér. nema því að eins að hann hafi sjálfur frá upphafi ruglað því saman og því sagt annað en hann meinti. Eins og setningarnar eru frá hans hendi, eru þær andstæðar hvor annari; hann get- ur ekki smokkað sér út úr því, að hann játar á öðrum staðnnm því sem hann neitar á hinum, það þarf engan vísindamann til þess að sjá það. Annars skal eg játa það, að mér finst ekki mikill munur á barna t r ú og barna 1 æ r d ó m i, því flest börn munu trúa því sem þeim er kent, hjá þeim á hjartað sjaldan í miklu stríði við skynsemina eins og hjá sumum lærðu mönnunum. Hvað því viðvíkur að J. H. telji það róttnefni á »friðþægingarkenningunni« að hún só »hjartablað kristnu trúar- arlnnar«, sem hann segir að eg haldi fram í grein minni, þá gerði eg ekki ráð fyrlr því, það er nokkuð sem hann sjálfur leggur inn { grein mína, af hverjn skal látið ósagt. Eg álít ekkl J. H. svo óhreinskilinn að hann berj- ist gegn því sem hann telur rett og satt. — En hitt er víst að honum getur skjátlast eigi síður en öðrum mönnum. — Nei, eg bygði á því að hann viðurkennir að friðþæging- arkenningin hafi verið í hávegum höfð svo sem sjálft hjarta- blað kristnu trúarinnarog er það enn af fjölda manns víðsvegar um kristnina, og á því, að hann telur það rangt og ræðst því á þetta hjarta- blað kristnu trúarinnar og um leið á barnatrú almennings. Hitt er rótt, að eg trúi því að Jesús

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.