Ísafold - 09.01.1915, Blaðsíða 2

Ísafold - 09.01.1915, Blaðsíða 2
2 I SAFOLD um — í dómkirkjunni á Hólum. Hef- ir Loftur fengið Dísu biskupsdóttur til að hleypa sér inn í kirkjuna og er hún þar með honum. Hún skilur eigi hug né athafnir Lofts fyr en fornvinur Lofts þar á Hólastað, Ól- afur, sem Loftur hafði tælt Stein- unni frá, kemur að þeim í kirkjunni og ljóstar upp öllum tildrögum til dauða Steinunnar — í áheyrn Dísu. Hún hverfur til að kalla á föður sinn. Loftur hendir Ólafi út úr kirkjunni, fyllist tryllingi, hamast og særir sex biskupa upp úr jörðunni og að lokum sjálfan Gottskálk með Rauðskinnu í hendi. Hygst nú að handsama máttarins bók, finst hann rífa hana af Gottskálki, ep tómhent- ur er hann, þegar hann gætir betur að, og fellur þá í örvilnan dauður á kirkjugólfið. A þessa leið er í stuttu máli efni léiksins, en fátt segir af honum með efnisyfirliti einu, því að mesta prýði hans eru viðræðurnar sjálfar og hrein skáldskapar-gullkorn sumar setning- arnar. Það er eins um þetta leikrit Jóhanns eins og sum Ibsens-leikrit- in, að við hverja endursýn eða end- urlestur finst manni hugurinn auðg- ast nýjum hugsunum og frumlegri fegurð. Það mun hollráð hverjum manni, sem á færi þess, að heyra og sjá Galdra Loft oftar en einu sinni. Margt fer fram hjá manni fyrsta sinni, en festist í hug annað sinni, svo er þar um auðugan garð að grisja viturlegra hugsana og fag- urra hugsjóna. Blandast mér eigi hugur um, að frá skáldlegu sjónarmiði stendur Galdra-Loftur talsvert framar Fjalla- Eyvindi. Það má vera íslenzkum skáldskaparvinum tilhlökkunarefni að fá Galdra-Loft í bókarformi á ís- lenzka tungu. Vel er það, að Galdra-Loftur skyldi fyrst leikinn á aðalleiksviði íslands, og enn betur þó, að svo verulega góð var meðferðin af hálfu Leikféi- ags Reykjavíkur. íslenzjsu leikritin, er Leikfélagið hefir sýnt síðustu ár- in, Fjalla-Eyvindur, Lénharður og nú síðast Galdra-Loftur, hafa stórum aukið tilverurétt þess og áunnið því virðingar og þakklætiskröfu hjá öll- um þeim, er íslenzkum Iistum unna. Ef ytri umbúnaður leiksviðsins og aðbúnaður á áhorfendasvæði væri Galdra-Loftur. Söguleg rannsókn eftir Hannes jÞorsteinsson. I. Flestir fullvita íslendingar munu hafa heyrt Galdra-Lofts getið og kannast við söguna um hann, ein- hverja hina mögnuðustu og hroða- legustu galdrasögu í Þjóðsögum Jóns Arnasonar. Má óhætt telja Loft nafnkunnustan íslenzkra galdramanna á síðari öldum, annan en síra Eirík gamla Magnússon á Vogsósum, er lifði fram á daga Lofts.1) Hefði Loftur orðið efnilegur erfingi að fjöí- kyngi Vogsósaklerksins, hefði honum enst aldur, hefði hann ekki oftekið sig á særingunum miklu í Hóladóm- kirkju, þá er hann ærðist þar, og sneri faðirvorinu og blessunarorðun- um upp á djöfulinn, svo að alt lék á reiðiskjálfi. Hann beið ósigur i baráttunni við »makt myrkranna*, x) Síra Eiríkur dó í desember 1716, sama veturinn, sem Loftur mun hafa verið fyrstan í Hólaskóla. nokkurnveginn eins og gerist í sæmi- legum leikhúsum erlendis, mundi heildarsvipurinn eigi gefa eftir því, er þykir talsvert meira en í meðal- lagi gott erlendis. En því er mið- ur, svo er leikhús vort úr garði gert, að leikendur pessveona eigi ná að njóta sin á leiksviðinu og áhorfend- ur eigi að njóta sín til að njóta leiks- ins. Það er stórsynd, stór menningar- misbrestur, að eigi skuli eun efni og ástæður til að reisa hér sæmilegt leikhús. Sumt af því, sem trutfar áheyr- endur leiðinlega mikið, mundi þó auðvelt að lagfæra. Tel eg þar til hinn hvimleiða hávaða fyrir utan leiksalinn, meðan á sjálfum þáttun- um stendur. A miðvikudagskvöldið var, mátti t. d. heyra hávær samtöl úti á gang- inum, stökkbrölt í stiganum upp á loftið, og tramp um alt húsið. Þetta átti sér stað, þegar dauðaþögn ríkti í salnum og allir áheyrendnr, gagn- teknir af leiknum, vildu eigi missa af einu orði. Er þetta svo hvim- leitt, að eigi tekur tali. En á þess- um agnúum hlýtur Leikfélagið, aðal- leigjandi Iðnaðarmannahússins, að geta krafist umbóta og það ætti að gera gangskör að því. Þá er meðferðin á einstökum hlut- verkum. Skal fyrst frægnn telja — aðalmanninn í leiknum, Galdra Loft. Hann er leikinn af Jens B. Waage. Hann hefir nú fyrsta sinni um mörg ár fengið hlutverk að leika, sem honum — að eg hygg — hefir fundist verulega vert að leggja sig i líma um að lifa sig inn í. Og hon- um hefir tekist það. Það var fágætur leikur meðferð hans á Galdra-Lofti , fjölbreytt svip- brigði og nákvæmlega stilt látbragð alt við það, er hann átti að segja og gera. Svo lýtalítill leikur í jafn- afarvandasömu hlutverki, er prýði leiksviði voru. Steinunn, annað hlutverk'ð, er leik- in af frú Stefanlu Guðmundsdóttur. Sennilega hefir frúin aldrei áður int af hendi sannari og innilegri leik en i öðrum þætti í Gildra-Lofti. Hún hrópaði ekki hátt, né æddi um sviðið, þótt örvinlan dauðaus væri búin að yfirbuga hana. Leikur hennar var kyrlátur og Iát- laus, en borinn uppi af sönnum og 2 er sogaði hann til sín, af því hann kunni ekki tökin á Kölska, og varð honum því að herfangi. Annars er óþarft að lýsa hér sögu Lofts, eins og hún er sögð í Þjóðsögunum, því að hún er að eins þjóðsaga og hefir vitanlega lítið sannsögulegt gildi, annað en það, að rétt er hermt, að Loftur var í skóla á Hólum, þá er sira Þorleifur Skaftason var þar dóm- kirkjuprestur. En það er Iíka alt og sumt, að undanteknu því, að Loftur mun við kukl fengist hafa, eins og lengi hafði títt verið meðal skóla- pilta, bæði á Hólum og þó sérstak- lega í Skálholti, einkum á 17. öld og jafnvel alllangt fram á hina 18. II. Mér vitanlega er ekkert til á prenti um Galdra-Loft svo teljandi sé1) pema J) Eg reikna ekki það, sem Espólín segir um Loft, því að það er auðsjá- anlega bygt á sömu heimild, sem frá- sögn Gísla Konráðssonar: að Loftur hafi gert síra Þorleifi Skaftasyni skrá- veifur (sbr. Árb. IX, 40—41: »Furðar mig á fróttum þeim« o. s. frv.). Sama er að segja um frásögn Espób'ns síðar (Árb. IX, 49), að mikið orð hafi leikið á fjölkyngi Lofts í skóla o. fl. miklum innra krafti. Þetta v a r hin stórlynda, en stilta stúlka, sem hrept hafði skipbrotið lífsins, er hún misti ástir Lofts, sem ekki gat lifað án hans, en dó með fyrirgefning til hans á vörunum. Sá væri úr »skrítn- um steini«, sem eigi kemst við af þeim átakanlega leik. Fjölhæfni frú Stefaníu á leiksviði má viðbregða. Hún er eins og söngmaðurinn, sem ræður við tvær áttundir á tónsviðinu. Eftir mörg ár, þegar við, sem nú erum ungir, erum orðnir gamlir menn og ungu mennirnir fara að dáðst að þeirrar tíðar leikendum, þá spái eg, að hjá okkur körlunum kveði við : »Þá hefðuð þið átt að sjá frú Stefaniu og Jens Waage í Galdra-Lofti! Þá hefðuð þið séð vel leikið«. Svo lengi mun endur- minningin um þenna leik þeirra lifa ljós í hug vorum. Tvö eru önnur meiri háttar hiut- verk í Galdra-Lofti, Dísa biskups- dóttir og Ólafur félagi Lofts. Dísu leikur jungfrú Emilía Indriðadóttir og er hún að vanda samvizkusöm og á- reiðanleg i leik sínum. En æsku- ljóminn og barnslega sakleysið, sem heillar Loft, við fyrstu sýn á leik- sviðinu, kom eigi nógu vel fram. Ólaf leikur Arni Eiríksson og hygg eg réttmæli, að þetta hlutverk hafi hann fremur tekið að sér af skyldurækt en löngun. Það er ekki hægt að fá mikið út úr því hlutverki, en sumir aðrir Leikfélagsmenn sennilega átt betra fas og gerfi í hlutverkið en Á. E. Ráðsmaðurinn er ekki stórt hlut- verk, en Andrés Björnsson hefir haft lag á að gera hann svo úr garði, að hann festist í miuni. Hin hlutverkin eru mjög smá, en flest vel af hendi leyst. Biskuparnir í síðasta þætti tala eigi nógu skýrt sumir og er það slæmt. Næst mun Leikfélagið ætla að sýna annað islenzkt le’krit, Syndir annara, eftir Einar Hjörleifsson. ís- lenzkum verkefnum handa því fer fjölgandi, og því fleiri sem þau verða, því meiri framsókn má búast við i íslenzkri leiklist. Það tvent mun saman fara. Leikhús og leiklist mun eigi þrífast í neinu iandi, þar sem eigi er til þjóðlegur leikritaskáld- skapur. Ego. 3 sagan í Þjóðsögunum1) og hún er ekki mikilsvirði í sögulegum skiln- ingi, eins og geta má nærri. En til er í bandriti í Landsbókasafninu hr. 1191 4to2 * * * * *) smáþáttur um Loft með eiginhendi Gísla Konráðssonar, og hefir hann skotið honum inn í þátt Þormóðs skálds Eiríkssonar í Gvend- areyjum8). Þessi frásögn Gísla ei að því leyti merkari en sagan í Þjóð- sögunum, að hún er aðallega bygð á sögn Péturs’prófasts Péturssonar á V íðivöllu m (f. 17 5 4, f 1842) hins m erk- skólapilta á Hólum í þann tíð og að hann hafi síðan tynst voveiflega, því að þaS er ekki bygt á annari heimild en sögn Gísla eftir síra Pétri (sjá hór sfðar). ') I. B. bls. 583—586, prentuð þar eftir handriti síra Skúla Gíslasonar á Stóra-Núpi, síðar á Breiðabólsstað, ágæts sagnamanns (f 1888). 2) Handrit þetta átti áður dr. Jón Þorkelsson landskjalavörður, og var það meðal handrita þeirra, er Lands- bókasafnið keypti af honum, og hafði hann fengið það vestan úr Stykkis- hólmí 1881. 8) Þessi Galdra-Lofts þáttur Gísla Gísla tekur yfir 4 kapítula (23., 24., 25. og 26.) í Þormóðsþættinum, bls. 255—260 í bandritinu. T raustsyfirlýsingar til ráðherra. Viðsvegar af landinu hafa ráðherra Sigurði Eggerz borist traustsyfirlýs- ingar og þakkir fyrir framkomu hans i ríkisráði 30. nóv. Allir þingmálafundir, sem haldnir hafa verið siðan, hafa lýst eindregnu trausti á honum. Nú siðast fundur í Vestmannaeyjum, eins og getið er annarstaðar í blaðinu. Hér fara á eftir nokkur s k e y t i, sem ráðherra hafa borist. Frá í s a f i r ð i fekk hann svo- hljóðandi skeyti 30. f. m.: Verið velkominn heim, pökk fyrir staðfesti 0g drenoilega jramkomu. — Arngrímur Fr. Bjarnason, Árni Arnason, Ástmar Benediktsson, Árni Gíslason, Asgeir Jónsson, Arni Sig- uiðsson, Axel Ketilsson, Albert Jóns- son, Baldur Sveinsson, Bjarni Einars- son, Björn Hallgrímsson, Einar Ág. Bjarnason, Einar Halldórsson, E. Kjerúlf, Elis Ólafsson, Eyjólfur Bjarnason, Guðbjartur Jónsson, Guð- jón L. Jónsson, Guðjón Jónsson, Guðmundur Geirdal, Guðm. Guð- mundsson, Halldór Ólafsson, Hall- dór M. Ólafsson, Helgi Eiríksson, Helgi Ketilsson, Helgi Sveinsson, Hreiðar E. Geirdal, Ingvar Vigfússon, Ingvar Pétursson, Jón Baldvinsson, Jón Brynjólfsson, Jón P. Gunnars- son, Jón Gunnarsson, Jón Hióbjarts- son, Jón S. Edwald, Jón Magnússon, Jón H. Sigmundsson, Jón Þ. Ólafs- son, Jóhannes Pétursson, Jóhannes Jensson, Jóhannes S. Þorkelsson, J. Jóakimsson, Júlíus Símoaarson, Krist- inn Gunnarsson, Leó Eyjólfsson, Magnús Magnússon, Magnús Jóns- son, Magnús Ólafsson, MagnúsTorfa- son, Maguús Arnólfsson, Ólafur Halldórsson, Ólafur Sigurðsson, O. Steinbach, Páll Andrésson, Samúel Jónsson, Sigmundur Brandsson, S. Karl Löve, S. Guðmundsson, Sigurð- ur Halldórsson, Sigurður Sigurðsson frá Vigur, Sigurður H. Þorsteinsson, Sigurjón Kristjánsson, Sigurvin Hans- son, Stefán Sigurðsson, Sveinn III- ugason, Skúli Einarsson, Þórður Kristjánsson, Þórður Þórðarson, Þor- steinn Guðmundsson, Þorleifur H. Jónsson. Frá F 1 a t e y r i barst ráðherra þetta skeyti þ. 8. des.: 4 asta manns, er í æsku sinni hafði heyrt sagnir um Galdra-Loft, og talað við menn, er verið höfðu honum sam- tíða í skóla og þótst verða fyrir skráveifum af honum, eins og t. d. síra Jón Gunulaugsson í Holts- múla (-{• 1780). Eins og síðar mun sýnt verða var og síra Grímólfur Illugáson í Glaumbæ (f 1784) faðir Elínar, fyrri konu síra Péturs prófasts, samtíða Lofti í Hólaskóla og er því mjög sennilegt, þótt þess sé ekki getið i Þormóðsþætti, að sira Pétur hafi einmitt haft sagnirnar um Loft frá þessum tengdaföður sínum, er sjálfur var talinn vita jafnlangt nefi sínu og lifði lengst allra skólabræðra Lofts, að því er mér er kunnugt. Og hafa þá sagnirnar ekki farið margra á milli, enda virðist frásögn Gísla hafa nokkurn sannsögulegan blæ á sér, og sumt í henni má telj- ast sögulega rétt, eftir því sem eg hefi komist næst við rannsókn um þetta efni. Má svo að orði kveða, að frásögn þessi standi miðja vega milli Galdra-Loftssögunnar í Þjóð- sögunum og sannsögulegra heimilda, og þó fremur nær hinum síðartöldu. En vandinn er að greina þar rétt frá röngu, söguleg sannindi frá ýkjum Samkvœmt skeyti pví, er oss hefir borist, vottum við undirritaðir alping- iskjósendur í Mosvallahreppi yður hug- heilar pakkir jyrir drenqilega og ein- arða jramkomu í ríkisráði Daua jyrir Islands hönd. Snorri Sigfússon, Kjartan Rósin- kranzson, Ólafur Torfason, Hinrik Þorláksson, Betgur Rósinkranzson, Sveinn Sigurðsson, Kristján Guð- mundsson, Brynjólfur Davíðsson, Jakob Jensson, Guðmundur Sigiyðs- son, Bjarni Bjarnason, Jóhannes Guðmundsson, Guðjón Sigmundsson, Eiríkur Sigurðsson, Bjarni Sigurðs- son, Göðbjartur Helgason, Þorbjörn Guðmundsson, Kristján Torfason, Olafur Árnason, Ólafur Jónsson, Örnólfur Hálfdanarson, Asbjörn Bjarnason, Sveirm Árnason, Finnur Finnsson, Ebenezer Sturluson, Jón Friðiiksson, Asgeir Guðnason, Magn- ús Jónsson. Frá V í k í Mýrdal kom svofelt skeyti 2. janúar.: Jaínjramt pví, að bjóða yður vel- kominn heim, pökkum vér drengilega framkomu yðar í stjórnarskrár- og Jánamálinu. — Framtiðar heillaósk. Sigurjón Markússon, Jón Þor- steinsson, Þorsteinn Jónsson, Einar Erlendsson, Guðjón Jónsson, Guðjón Jónsson, Halldór Jónsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Klemens Klemensson, Guðlaugur Jónsson, Bjarni Kjartans- son, Guðgeir Jóhannsson, Sigurjón Kjartansson, Erléndur Bjarnason, Jón Ölafsson, Guðmundur Þorsteinsson, Magnús Einarsson, Tómas Jónsson, Eyjólfur Guðmundsson, Stefán Hann- esson, Sveinn Þorláksson, Einar Finnbogason, Páll Ólafsson, Einar Brandsson. Stjórnmálafélagið Skjöldnr á Ak- ureyri sendi honum og samúðar og þakkarkveðju og einstakir þingmenn einnig. ---------------------- Misprentasf hefir í greininni Frakk- neskan í háskólanum í 104. tbl. ísa- foldar f. á., neðarlega í 1. dálk gr.: úrslit málsins fyrir útlit málsins. Mannalát. Nýlega eru látnir austur í sveií- um tveir kunnir bændur, báðir úr lungnabólgu. Það eru Hjálmar Jóns- son á Syðra-Seli í Hrunamannahreppi og Þórður Pálsson á Löngumýri á Skeiðum. 5 og þjóðsagnaumbúðum. Þau atriði í frásögn Gísla, er helzt munu styðj- ast við söguleg rök eru í stuttu máli þau, að Loftur hafi verið ættaður úr Breiðafjarðareyjum, verið á fóstri hjá Þormóði skáldi í Gvendareyjum, er komið hafi honum í skóla á Hólum sakir vinfengi við Stein biskup, að Loftur hafi verið mjög námfús og bókhnýsinn, en ekki verið vel þokk- aður í skóla og fengist við kukl, Þetta mun alt sönnu næst og mun siðar að því vikið nánar. Svo getur Gísli um særingar Lofts í Hóladóm- kirkju, nokkuð svipað þvi sem sagt er frá í Þjóðsögunum, en ekki nánd- arnærri jafn skáldlega og hrikalega.1)' J) GíbIí segir, að það hafi verið Gráskinna, er Loftur vildi ná, en 1 Þjóð- sögunum er það Rauðskinna. Fleira ber þar og á milli. Þá er tekið var of fljótt í klukkurnar og Loftur mistí bókarinnar segir Gísli, að hann hafi sagt: »Þar fóruð þið með sálina mína«. En samningurinn við Kölska segir hann, að hafi verið gerður innarlega á skóla- gólfinu á Hólum, og margir skólapilt- ar hafi trúað því fram undir lok 18- aldar, að spor Lofts sæjust ökladjúp ofan í skólagólfið og svo svört seni sviðin væru.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.