Ísafold - 06.10.1915, Blaðsíða 2

Ísafold - 06.10.1915, Blaðsíða 2
2 IS A FO L D gera ráð fyrir hjá mentuðum stá- dentum. Það sem gerir háskóla- námið svo frjálst og óbundið er, að hér er yður heimilt og frjálst að haga námi yðar í flestum greinum eins og yður þykir bezt og hag- kvæmast. Að vísu hefir hver deild semja látið lestrar- og kensluáætlun fyrir nemendur sína. En þær áætl- anir eru ekki annað en leiðbeining- ar, sem nemendum er í sjálfsvald sett hvort þeir fara eftir þeim eða ekki; sérstaklega eiga þær að gefa byrjendum nokkurn veg- inn greinilegt yfirlit yfir námið í öllum þess einstöku greinum. Það sem enn fremur gerir námið hér svo frjálst og óbundið er, að nemendurnir eru alls ekki skyldir til að tileinka sér skoðanir kennara sinna óprófaðar og órannsakaðar, og yfir- leitt ekki skyldir til að gjalda nein- um öðrum skoðunum og kenningum jákvæði en þeim, sem þeir hafa sjálfir sannfærst um við ítarlega prófun og nákvæma athugun að eru samkvæm- ar sönnu og réttu. Það er sem sé meira að segja einmitt einn megin- tilgangur háskólanámsins að menta námsmennina til svo sjálfstæðrar skoðunar á hlutunum og lifinu yfir- leitt, sem frekast er unt. En þetta leiðir beint af sjálfu eðtt visindanna eins og þau eru eftir frumlaki sínu og markmiði. Eins og hin vísinda- lega hvöt er í insta eðli sínu hung- ur og þorsti eftir sannleikanum, svo er sjálft frumtak allra vísinda sann- leikurinn og markmið þeirra þekk- ing sannleikans. Það er nú ósk mín og von, að þér hafið þetta hugfast á því skeiði lifs yðar, sem nú fer í hönd, svo að þér látið engar tálmanir aftra fram- sókn yðar í leit sannl^ikans, engar óviðkomandi hliðsjónir eða hleypi- dóma hafa áhrif á stefnu yðar, en keppið að takmarkinu með þann leiðarstein í stafni, sem er sannleik- urinn í hverju efni sem er. Þá verður nám yðar í sannleika frjálst og óbundið. Og svo bið eg þess og óska yð- ur til handa, ungu nemendur! að þessi dagur verði yður öllum upp- haf ánægjuríks, giftusamlegs og arð- vænlegs námstíma, að þér megið bera gæfu til að færa yður sem bezt i nyt þá fræðslu, sem hér er á boð- stólum, til þess að menta sem bezt anda yðar og auðga hann að nyt- samri þekkingu, og til þess að þroska sem bezt þá hæfileika, sem yður eru af guði gefnir, sjálfúm yður til gagns og gleði, háskóla vorum til heiðurs og sóma, og þjóðfélagi voru til blessunar og heilla. Með þessari ósk býð eg yður svo, ungu meyjar og menn, i nafni há- skóla vors, velkomna hingað sem rétta háskólaborgara. Guð blessi háskóla vorn! Guð blessi alt starf kennenda hans og nemenda. Fyrirlestrar þeir á háskólamissir- ínu þessu, er helzt muuu athyglis- verðir fyrir aimenning, eru þessir: Prófessor, dr. phil. Björn M. 01- sen heldur fyrirlestra um bókmenta- söqu Islendinga þriðjudaga og laugar- daga kl. 5—6, fer yfir Sólarljóð og Eddukvaði fimtudaga kl. 5—6 og laugardaga kl. 6—7. Prófessor, dr. phil. Aqúst H. Bjarnason les fyrir Aqrip aj almennri sálarfrœði fyrir yngstu stúdentana mánudaga, þriðjudaga, fimtudaga og föstudaga kl. 4—5, heldur fyrirlestra fyrir almenning um undirstöðuatriði siðjrteðinnar miðvikudaga kl. 7—8. Dócent Jón Jónsson heldur áfram fyrirlestrum um sógu Islands ejtir 1700 þriðjudaga og laugardaga kl. 7—8 og heldur fyrirlestra um verzl- unarsögu Islands fimtudaga kl. 7—8. Dócent Bjarni Jónsson frá Vogi heldur fyrirlestra um bókmentir Grikkja miðvikudaga kl. 5—6 og um bókmentir Rómverja laugardaga kl. 2—3. Sendikennari, mag. art. Holger Wiehe heldur fyririestra um dönsk hetjukvaði og pjóðvísur mánudaga og föstudaga ki. 5—6, ætingar í dönsku fyrir þá, sem lengra eru komnir, mánudaga og föstudaga kl. 6—7, heldur fyrirlestra um sógu danskrar tungu miðvikudaga kl. 6—7. Dr. phil. Alexander Jóhannesson hefir æfingar í þýzku mánudaga og föstudaga 'kl. 8—9; skýrir ieikrit Schillers: Mærin frá Orleans, mið- vikudaga kl. 8—9 síðdegis og held- ur fyrirlestra um Schiiler fimtudaga kl. 8—9 síðd. (byrjar 14. okt,). Bókafregn. Bólu-Hjáimars-kvæði eru að byrja að koma út i nýrri útgáfu, á kostnað Hjálmars Lárussonar, son- arsonar Bólu-Hjálmars. Dr. Jón Þorkelsson hefir búið þau undir prentun. Er 1. heftið komið, 192 bls. í átta blaða broti, en von á 3 heftum alls. Bólu-Hjálmars- kvæði í fyrri útgáfunum munu nú nær ófáanleg, svo að þörf var orðin á nýrri útgáfu. Heftið kost- ar kr. 1,75. Iðunn, 2. hefti hins nýja flokks, er nýkomið. Byrjar á tveim þul- um að vestan, sem eru svo vel kveðnar, að vér getum eigi stilt oss um að taka þær hér upp: I. Sólrún, Gullbrá, Geislalín! gaktu í lundinn fríða, fákurinn brúni bíður þín, bæði skulum við ríða fram til hliða, fram til Lambahlíða. Við skulum liggja í lautunum, á lóusönginn hlýða, tína blóm í brekkunum 0g berin út á móunum. En líttu’ ekki undir lyngið »þar launbirnir skríða*. Við skulum ganga í gilið, þó gatan sé mjó, upp að stóra steininum, sem stendur undir fossinum. Þar býr hann Litar, dvergurinn digri. Hann á að gera þér gyltan stól og gersemar fleiii: höfuðdjásn og hálsmen, hring og linda, silfurhnapp og sylgju, söðul og keyri, gullskeifu’ undir gæðinginn. Grætur rós á eyri. Greið er löngum gatan fram að Eyri. »Hvað er fegra en sólarsýn?« Sittu hjá mér dúfan mín, seinna flýg eg suðr að Rín, og sæki þér gull 0g dýra vín. »Hirði eg aldrei, hver mig kallar vóndan< heldur kyssi’ eg húsfreyjuna’ en bóndann. II. Stúlkurnar ganga sunnan með sjó. Mitt út á firði svam marbendill og hló. Báran upp að berginu bylti sér og dó. Hafmey sat á steini og hörpuna sló: »Hafðu við mig stakkaskifti stúlkukindin mjó; mig langar svo tii landsins í laufgaðan skóg. Eg hef litið ungan svein út, á grænum mó, upp frá þeirri stundinni enga fann eg ró. Tindilfætt er lukkan, treystu’ henni aldrei þó. Valt er á henni völubeinið og dilli-dó. Gef mér fima fótinn þinn, þú færð í staðinn sporðinn minn, kongurinn lætur kórallinn í krónuna þína binda, gljáskeljar og gimsteina gefur hann þér á linda. Glóir sól á tinda, — gaman er að synda um Unnarsali og Ægis lönd, yztu fram að sævarrönd, þá Sunna gengur Græði á hönd og geislabál þau lcynda. Aftansunna svæflr káta vinda«. Selur sefur á steini, svíður í fornu meini. Upp í sveit hann eitt sinn bjó með fturvöxnum sveini. Nú er honum um og ó, á hanu »sjö« í löndum 0g urtubörnin »sjö* í sjó synda út með ströndum — sofa á skerjum, synda fram með ströndum. Hans er mesta hugarfró að horfa upp til dala. »Vappaðu með mér, vala«. Fram á sviði fisk eg dró og fleytuna mína hlóð. En »fjármannahríðin er full með bölmóð«. D. Forvitnir munu margir að vita, hver undir D-inu dylst, en eigi mun unt, minsta kosti að svo stöddu, að svala þeirri forvitni. Næst er þýdd saga, Colomba, eftir italska skáldkonu, Grazíu Deledda, er þykir nú orðið önd- vegi skipa ítalskra kvenskálda. Þá kemur ræða sú, er jungfrú Ingibjörg H. Bjarnason flutti í sumar þingsetningardaginn um stofnun landsspítala og fylgir mynd af henni í ræðustólnum. Um landsspitalaþörfina ritar því næst Guðm. Björnsson. Ágúst H. Bjarnason birtir frh. af ritgerð sinni: Heimsmyndin nýja. Eftir Ferdinand Wrangel, rússneskan stjórnmálamann, er fróðleg grein um Friðarhugleiðingar og þar á eftir kemur Ársyfirlit yfir heims- styrjöldina tekið eftir Independent. Jón Olafsson heldur áfram End- urminningum œfintýramanns og er nú kominn að skólaárum sínum. Þá kemur grein um vestur ís- lenzkt alþýðuskáld, sem alkunnur er þar í landi, en hefir verið al- ókunnugur vor á meðal fram að þessu. Heitir hann Kristján JúU- us Jónsson frá Akureyri, er nú um fimtugt og býr í Mountain- bygð í Pembinasýslu í Norður- Dakota. Skáldnafn hans vestra er Cowan og getur sá, er um hann ritar, síra Jón prófessor Helgason, þess til, að smíðað sé upp úr »K-n«, skammstöfun nafnsins Kristján. »Eftirtekt á sér mun Cowan fyrst hafa vakið með gamankviðl- ingum sínum«, segir J. H. »Eru margar af lausavísum hans af- bragð, því maðurinn er meinfynd- inn, og virðist honum vera afar- létt um að kasta fram kviðling- um«. Nokkurar af vísum og kviðl- ingum Cowans er tekið upp í grein J. H. — Hér eru örfá sýn- ishorn: 1. Cowan launar ilt með góðu. Einlægt þú tafar illa um mig, aftur eg tala vel um þig. En það bezta af öllu er, að enginn trúir þér — né mér. 2. A »móti« Borgfirðingar biðu þar hjá Breiðfirðingum gestir, Austfirðingar alstaðar, Eyfirðingar hér og hvar, en vitfirðingar voru þar langtum flestir. 3. Cowan visað úr vinnu. Cowan og tveir aðrir voru rekn- ir úr vinnu, og þrír aðrir teknir í staðinn: Góður, betri, beztur burtu voru reknir; illur, verri, verstur voru aftur teknir. 4. Fyrstu orðin. Þú móðurtungan-mæra, sem mér ert hjartakær, eg man það máske betur en margt, sem skeði í gær: hið fyrsta af öllum orðum, er orð eg mynda fór, var orð, sem ei eg gleymi, en orðið það var — hjór. Svo flýði’ eg feðragrundu, mér fanst þar alt of þurt; að leita fjár og frama eg fullur sigldi burt. Af hafi hingað komnum mér heimur birtist nýr. Þá lærði eg orð á ensku, en orðið það var — beert 5- Cowan horgar lífsábyrgð. Af þessum dollar þú mátt sjá, að þreyttum skrokk ei hlífi við að borga ábyrgð á einskisverðu lífi. Stutt, en einkennileg saga, Stór- hríð eftir Arna Óla blaðamann, er enn í þessu hefti og loks all- ítarleg ritsjá eftir þá Ágúst H. Bjarnason 0g Jón Ólafsson. Yfirleitt má um Iðunni segja, að ef hún heldur svo fram stefn- unni, sem nú í byrjun, mun hún vafalaust eignast hylli nöfnu sinnar — eldri Iðunnar. Tvö dýrtiðarlðg. ísafold mun smátt og smátt skýra frá aðalefninu í helztu laga nýmælum hins síðasta al- þingis eða. prenta þau upp í heild, svo landslýður geti þegar kynt sér þau. í dag birtum vér tvö dýrtíðar- lögin. Eru hin fyrri gengin í gildi og farið að framkvæma þau. Það eru I, ö g um bráðabirgða verðhækkunar- toll á útfluttum, íslenzkum afurð- um. (Afgreidd frá Ed. 14. septbr.). 1. gr. Auk útflutningsgjalds þess er ræðir um í lögum: Nr. 16, 4. nóvember 1881, — 10, 13. apríl 1894, — 8, 6. marz 1896, — 11, 31. júlí 1907 og -- 31, 22. óktóber 1912 skal greitt útflutningsgjald af íslenzkum vörum, svo sem fyrir er mælt í þessum lögum. 2. gr. Gjaldið skal miða við söluverð vörunnar með umbúð- um, fluttrar um borð í skip (fob) á þeirri höfn, er hún fyrst fer frá, eða söluverð erlendis (Cif) að frádregnu flutnings- og ábyrgð- argjaldi til útlanda, svo og miðl- aragjaldi. 3. gr. Gjald þetta hvílir á allskonar fiski, lýsi, síld, smjöri, ull, saltkjöti, kindargærum, sel- skinnum, hestum og sauðfé á fæti, og einungis á þeim hluta söluverðsins samkvæmt 2. gr., sem fer fram yfir það verð, er nú skal greina: Á hverjum kr. 100 kg af fullverk. þorski 58,00 100 » » » smáfiski 52,00 100 » » fullverk. ýsu 46,00 100 » » » löngu 55,00 100 » » » keilu 37,00 100 » » » upsa 30,00 100 » » » Labrad.fiski 36,00 100 » » » harðfiski 72,00 100 » » » blautfisk í ís eða frystu 20,00 Á fiski upp úrsalti telst gjald- frjálst verð á hverri tegund 40 % lægra en á fullverkuðum fiski sömu tegundar. Á hverri tunnu kr. (108—120 lítra) af síld 20,00 (105 kg) af meðalalýsi 70,00 (105 » ) » öðru lýsi 30,00 (112 » ) » saltkjöti 78,00 Á hverju kr. kg af þveginni, hv. vorull 2,00' » » annari ull 1,30 » » smjöri 2,00 Á hverju kr. kg af sauðargærum (miðað við þyngd á þeim ósöltuðum og óhert- um) ij0o Á hverju selskinni 5,00 » sauðk. á fæti, hvert kg i lifandi þyngd á 0,40 » hverju hrossi 120,00 4. gr. Gjaldið er 3 af hundr- aði af hinum gjaldskylda hluta vöruverðsins. Skal það greitt áður en skip það, er tekur vör- urnar til flutnings, er afgreitt frá útflutning8höfn hennar, hvort sem skipið fer með vörurnar til útlanda rakleitt, eða til umskip- unar í annari höfn innanlands. Lögreglustjórarinnheimta gjald- ið og fá í innheimtulaun 2 %. Skal gjaldið greiðast í pening- ingum, eða ávísunum, er gjald- heimtumaður tekur gildar. 5. gr. Sérhver sá, er sendir á stað til útflutnings fyrnefndar vörur (sbr. 3. gr.) er skyldur að fá gjaldheimtumanni í hendur samrit eða staðfest endurrit, af farmskrám þeim eða öðrum hleðsluskjölum, er skipinu fylgja. Svo er hann og skyldur til að gefa skriflegt vottorð, að við- lagðri æru og samvizku, ura vörumagnið, og ef varan er þeg- ar seld, um söluverðið (sbr. 2- gr.) og söluskilmála. 6. gr. Hafi lögreglustjóri grun um, að rangt sé sagt til vöru- tegunda eða vörumagns í skipi, skal hann láta rannsaka farm skipsins, áður en það er afgreitt frá höfn. Nú er gjaldskyld ■ vara sam- kvæmt lögum þessum send burt óseld, eða sá er sendir veit ekki söluverðið, eða gjaldheimtu- manni þykir skýrsla hans um söluverðið ófullnægjandi; skal þá gjaldheimtumaður uppkveða verð-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.