Ísafold - 23.10.1915, Blaðsíða 3

Ísafold - 23.10.1915, Blaðsíða 3
IS AFOLD Kvenna-skrúðgangan í Lundúnum 18. júlí. (Eg sá ekki alla skrúðgönguna og hefi þvi að nokkru leyti orðið að styðjast við enskar blaðagrein- ar. Einkum hefi eg notað grein, er birtist hér í blöðunum, eftir hina góðkunnu norsku kvenrétt- iudakonu, Ellu Anker). Það rignir eins og það sé heit úr fötu. En hvað gerir það til. Menn hafa vöknað svo oft kvenn- anna vegna. Og þarna standa þeir í þúsundum á götum og gatnamót- um og biðu eftir því að þær komi. Og loksins koma þær! Fjörutíu þúsundir i einu ! Það hafði eng- an dreymt um! Allir á verði! Og nú er horft og nú er liugsað. Nú er hlegið. En þeir töfrar! Dýrðin ! Dýrðin ! Þvílíkt blóma haf ! Fáni eftir fána ! Þjóð eftir þjóð ! Þjóðiag eftir þjóðlag. Og nú gellur við Marseillaisen. Marseillaisen ! Marseillaisen! Frelsissöngur mannkynsins kallar alla bandamenn til vopna. Aux armes! Til vopna borg- meyjar! Meðfram Tempsánni er þyrping in þéttust. A »Victoria Embark- ment« hefir verið reistur hár ræðu- pallur. Þar standa þeir Lloyd George og Churcill og horfa yfir hópinn. Það er gaman að taka eftir svipbrigðunum á Lloyd Ge- orge þegar fylkingin fer fram hjá. Þær veifa til hans með fán- unum og fagna honum á ýmsa, lund. Húrrahrópunum ætlar aldr- ei að linna. En Lloyd George er svip- þungur í dag. Það er eins og skyggi yfir augun. Námumenn- irnir í Wales hafa gert verkfall, en það er honum til mikilla óþæg- inda. — En nú koma konurnar til hjálpar. Ljósblár fáni blaktir við honum. »Við viljum smíða vopn! Vegna sóma landsins' Við viljum smíða vopn handa mönnum vorum! Aux armes ! Citoyennes !« Hvítklæddar meyjar dansa fram hjá og strá rauðum rósum. Sum- ar kyssa á fingur til hans og veifa með brezkum fánum. Nú birtir yfir brúnum Lloyd George og hann brosir við þess- um þúsundum af hlæjandi aug- um. En hver er þarna ? — Hvaða stúlka er þetta? Hún er blátt áfram til fara og berfætt. Hún heldur á stórum sundurtættum fána. Hann er svartur, gulur og rauður. Það er belgiski fáninn ! Á eftir henni koma margar dökk- klæddar konur., Lloyd George tekur ofan og horfir á eftir þeim — lengi. Nú kveður við brezki þjóðsöng- urinn! Rule Britannia! Brezk- ar konur koma í þjóðbúningum. Þær lyfta upp logarauðum fána: »Við berjumst fram í rauðan dauðann! Niður með þýzkt ofbeldi! . Við viljum heiður Englands og frelsi Evrópu!« Nú ætlar alt um koll að keyra af fögnuði. Fánaáletrunum er tekið með húrrahrópum og hvín- andi lófaklappi. »Men must fight and women must work!« Lloyd George skilur undireins að gömlu vísunni hefii verið snúið. »Men must fight and women must weep! Hann hvíslar einhverju að Churcill og báðir brosa. Nú koma rússneskar konur í þjóðbúningum með perlukórónur á höfði. Þær syngja rússneska þjóðsönginn, sem þykir fegurstur allra þjóðsöngva. Þvínæst koma franskar og ítalskar konur, en þá ætlar alt að ganga af göflunum, því að gömul »suffragetta« — pilsvarg- ur, sbr. Jónas — æpir upp að pallinum: We want the vote! Votes for women! Sú er nú skrækróma! Það er fyrsta sinni í dag að gamla herópið heyrist! »Já«, segir Lloyd George, og ætlar að rifna af hlátri, »en fyrst byssur og blý!« En þetta »fyrst« það er ein- mitt loforðið, sem konurnar altaf hafa veaið að bíða eftir. Aux armes! Citoyennes! Til vopna borgmeyjar. Konur vinna nú víða þar sem menn hafa unnið áður. Og mað- ur rekst alstaðar á konur klædd- ar í »Khaki« —- enskan her- mannabúning. Þær vinna á járn- brautum og símastöðvum. Þær eru járnbrautarþjónar, símaþjón- ar, bankasendlar og bílstjórar, yfirsetumenn og ökumenn, og kolamokarar, og yfirleitt alt sem nöfnum tjáir að nefna. — Það vinna nú yfir átta- tíu þúsundir kvenna í vopna- smiðjunum og það er þörf fyrir fleiri. Og það var einraitt þessvegna að frú Pankhurst smalaði þessum fjörutíu þúsundum saman. Það var til að gefa stjórninni kost á almennri varnarskyldu kvenna í verksmiðjunum. Þær hafa nú gengið um öll helztu höfuðstræti í borginni. Þær hafa nú farið fram hjá stjórnarhöllinni, þar sem Lloyd George tók á móti sendinefndinni. Og nú erum við aftur stödd fyr- ir framan pallinn, og biðum þess með eftirvæntingu að »01d Pank«, því að svo er frú Pankhurst al- ment kölluð, taki til máls við hliðina á Lloyd George. Það er ekki lengi að skipast vcður í lofti. Fyrir tveim árum síðan var það hún sem var pott- ur og panna í öllum árásum á »parlamentið« — og lét spfengja hús Lloyd George!! Og þarna standa þau saman ! Frú Pankhurst er há og rennileg »ladylike«, með ljósbláan hatt á höfði, Hún er samt farin að eld- ast í útliti, enda ekki að furða, eftir margra ára erfiði, fangavist- ir og hungurstilraunir á sjálfri sér. Lloyd George hefir elzt til muna síðasta kastið. Hárið lið- ast í silfurlokkum upp frá enn- inu, sem er hátt og breitt, en augun tindra af eldfjöri andans. Hann reynir til að tala, en fagnaðarópunum vill ekki linna. Hann fer að skellihlæja yfir öllum þessum árangurslausu til- raunum, en það verður ekki til annars en að alt lendir i skelli- lilátri. Loks kemst hann þó að. Hann þakkaði frú Pankhurst og talaði nokkrum orðum um skrúðgönguna. Hún væri nýr vottur þess, hve mikla hæfileika hún hefði til að haga því, sem hún tækist á hendur — eins og hann reyndar áður hefði reynt (sprengingin). Skellihlátur. Hann þakkaði öllum konum í skrúðfylkingunni, sem hefðu látið þá ósk í Ijósi, að þær vildu koma landinu til hjálpar. Hann væri viss um, að þær væru ekki ein- ar um þá ósk, heldur einnig miljónir annara kvenna, sem ættu menn og syni í hernum. Og með þessum þjóðaranda ættum við að sigra. Það risu nú ægilegir skýja- bólstrar í austrinu, en þá væri engin ástæða til að óttast. Rúss- ar mundu greiða úr þeim öllum, nú sem endranær. — Nú væri alt í lagi í London. Við þyrftum á hjálp kvennanna að halda, og þeirra hjálp væri tekið með þökkum. Við værum nokkuð á eftir, við þyrftum að vinna upp á 12 mánuðum, það sem óvinirnir hefðu verið að búa sig undir árum saman. En við mundum vinna! Við skyldum vinna! —--------- Nú get eg ekki heyrt orðaskil lengur. Eg ætla að ærast í »Tipperary«. London 28. júli. H. Hamar. Erl. sfmfregnr frá fréttarit. ísafoldar og Morgunbl. Kaupmannahöfn 15. okt. Búlgarar hafa opinber- lega sagt Serbum stríð á hendur. Grikbir neita að koma til liðs við Serba. Bómenar hlutlausir. líússar og ítalir senda lið (til hjálpar Serbum ?) Kaupmannahöfn 17. okt. Brezkur kafbátur sökti þýzkum tundurbát hjá Möensklint. 200 þús. ítalir eru farnir til Serbíu. Látinn er Tétur Sœtnundsen fyrrum verzl- unarstjóri á Blönduósi. Fluttist hann til Akureyrar í fyrra eftir mik- ið og gott æfistarf meðal Húnvetn- inga. Hann varð tæpra 75 ára að aldri. Hafði verið lítið eitt lasinn nokkra daga, en þó haft fótavist. En aðfaranótt þriðjudags varð hann bráðkvaddur i svefni. Kona Péturs, Magðalena, f. Möller, lifir matin sinn ásamt þrem börnum: Edvald verzlunarstjóra á á Blönduósi, Carli umboðssala og Sigríði konu Hallgrlms Daviðssonar verzlunarstjóra á Akureyri, Góður drengur og vinfastur hreinlyndismaður er i val hniginn með Pétri Sæmundten. -------------------- ísland erlendis. Eggert Stefánsson söngvari efndi til söngskemtunar i Khöfn þ. 5. okt. og hafði á söngskrá m. [a. nokkur Íslenzíí lög. En hann fær ekki góða dóma í blöðunum, þykir syngja »óhreint« og eiga eftir að læra mik- ið enn, áður en fær sé um að syngja fyrir almenning. Ýnis erl. tíðindi. Látnir Danir. Snemma i október dó Axel Heide bankastjóri við Privat- bankann í Khöfn, kominn nokkuð á sextngs aldur. Heide var um nokk- urt árabil einna áhrifamestur fram- kvæmdamaður um allan fjármálarekst- ur meðal Dana, og þá maður stór- auðugur. En hann, eins og fleiri, fekk áfall i viiðingu og trausti, fyrir Aiberti-fjárprettina og gekk mjög af honum síðan. í stað mörgu milj- ónanna voru nú við dauða hans eigi eftir af eignum hans meira en um 300 þús. kr. Knupmannahafnatbæ sýndi Heide mikla rausn, gaf boiginnitvær mikl- ar myndastyttur, aðra af skáldinu Oehlenschleger, en hina af Absaloni biskupi, höfundi borgarinnar. Fyrir þessa rausn hlaut hann konferenz- ráðsnafnbót. » Nokkur afskifti hafði Heide af fjármálum vorurr, aðallega þó með sinni tilstuðlan að stofnun íslands- banka. — Þá er og nýlátinn allkunnur stjórnmálamaðnr danskur, H.Hamme- rick etazráð. Sat hann á þingi Dana frá 1890 og til dauðadags. Var ein- hver helzti maður í hinum fámenna hópi hægrimanna í þjóðþinginu. Loks er látinn þ. 4. okt. Otto Mallint', nafnkunnasti organleikari Dana og tónskáld gott. Karl staaff, fyrrum yfirráðherra Svla og einhver merkasti stjórnmála- forkólfur þeirra, dó þ. 4. okt. hálf- sextugur að aldri. Hann var foringi frjálslynda flokksins, stoð hans og stytta. Tvivegis var hann yfiiráð- herra. En lét af því starfi i síðara skifti i febrúar 1914, vegna ósam- þykkis við Gustaf konung um fram- kvæmd landvaruarmála. Ingólfsminnisvarðiiin. Til hefir staðiS að reisa hið nýja Landsbanka- hús uppi á Arnarbólstúni, á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis. En nú hefir verið bent á, að sú fyrirætlun muui koma alveg í big við fyrirhug- aðan Ingólfs-minnisvsrða á Arnarhóli, og í bág við áður gefin loforð lands- stjórnar um landrými þar til minnis- varðans. Margan manninn hefir furðað á þeirri ráðbreytni að fara með Landsbankann f r A miðblki bæjarins, að nauðsynja- lausu, og er vonandi að horfið verði frá því, úr því að svona mikil vand- kvæði eru að fá húsið á þeim stað, sem fyrir bankastjórn mun hafa vakað. Brunaveggur lirynur. Aftaka aust- an rok var á þriðjudaginn var. Þá fóll brunaveggurinn, sem var milli Hótel Reykjavíkur og Vöruhússins, og staðið iS hefir uppi síðan í brunanum mikla í vor. Fisksalan til Englands. Þrír ís- lenzkir botnvörpungar hafa nýverið selt afla sinn í Fleetwood fyrir ágætt verð, Eggert Ólafsson fyrir 1070 sterl. þd., Ýmir fyrir 1125 sterl. pd. og Njörðnr fyrir 1 7 0 8 sterl. pd. — eða nærri 32000 kr., en það er hæsta verð, sem nokkurntíma befir fengist fyrir skips- farm af nýjum fiski. Hjúskapur: Jón Hjartarson kaup- maSur og jungfrú Sigrún Jónsdóttir Gift 16. okt. Jón Guðnason cand. theol. og jgfr. Guðlaug BjartnmrsdÓ8tir. Gift 20. okt. Einar Gíslason bóndi í LeirárgörSum { Borgarfirði og jungfrú Málfríður Jó- hannesdóttir. Gift 22. október. Skipafregn. Gullfoss kom til Khafnar 17. okt. S t e r 1 i n g kom hingað á miðviku- dagsmorgun frá Khöfn og Leith. Far- þegar: Lúðvík Andersen klæðskeri og jungfrú Sigríður SigurSardóttir (pró- fasts í Stykkishólmi). í Leith var annar stýrimaður tekinn fastur fyrir að hafa haft meðferðis vfn- birgðir, er hann BkýrSi eigi frá yfir- völdum þar, og 2 skipverjar voru sekt- aðir um rúmar 200 kr. af sömu ástæðu. Silfurbrúðkaup sitt hóldu þau Sig- geir kaupm. Torfason og frú hans þ. 18. þ. mán. Rán tekin, en Iátinn laus aftur. Botnvörpungurinn Rán hólt í fyrri viku á stað til Khafnar í viðgerðar- skyni. En á leiðinni var hún tekin af brezkum herskipum og höfð til Leir- víkur, þrátt fyrir yfirlýsingu frá brezka ræðismauninum hór, um, að skipið vseri tómt og í þeim einum erindum, að láta skoða sig erlendis. Eftir nokkurt staut 1 Leirvík var skipinu slept úr haldi og hólt þá leið- ar sinnar til Khafnar, og kom þangað á miðvikudag. Ráherra komst fyrst f fyrrakvöld til Björgvinjar, á Flóru. Skipið var tekið inn til Kirkwall og tafðist þar svona lengi. Til New-York kom vöruflutninga- skip þeirra Johnson og Kaaber í fyrra- kvöld, eftir góða fsrð og greiða. Dýrtíðaruppbót fá flestir starfsmenn Reykjavíkurbæjar eftir sama mæli- kvarða og dýrtíðarlögin frá síðasta þingl gera ráð fyrir handa starfsmönnum landsins. Fyrsti vetrardagur er í dag, með vorhita. En meiri muu samt hitinn verða þenna dag að ári, því þá eiga kjördæmakosningar að fara fram fyrir 6 ára tímabil. Messað f dómkirkjunni á morgun kl. 12 síra Bjarni Jónsson (ferming og altarisganga), kl. 5 sr. Jóh. Þorkelsson. í frfkirkjunni í Hafnarflrðl kl. 12 síra Ól. Ölafsson. Misseraskifti. Alt- arisganga. í fríkirkjunni í Reykjavík.kl. 12 síra Har. Níelsson, kl. 5 síra Ól. Olafson. Erl. simfregnir. Opinber tilkynning frá brezku utan- ríkisstjórninni í London. Skýrsla French. London 14. okt. Eftir að stórskotalið vort hafði skotið á óvinina um hríð, hófum vér áhlaup á skotgryfjur þeirra og skildum oss með reyk og gasi. Á- hlaupið gerðum vér á 600 metra svæði, suðvestur frá Hulluch til Hohenzollernvigisins. Vér náðum um 1000 metrum af skotgryfjum rétt fyrir sunnan og vestan Hulluch, en gátum ekki búið um oss þar, vegna ákafrar skothriðar óvinanna. • — Fyrir suðvestan St. Elie tókum vér og höfum á voru valdi skotgryfjur Þjóðverja bak við Ver- melles—Hulluchveginn og suðvestur- hlutann af Quárries. — Þá náðum vér og aðalskotgröf- inni hjá Hohenzollernvíginu, en óvin- irnir sitja fastir í tveimur samgöngu- gryfjum milli vigisins og Quarries.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.