Ísafold - 15.04.1916, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.04.1916, Blaðsíða 3
ISAFOLD göfga mannssálina og vernda hana frá sora mannlífsins.*) Samrýmd formsfegurð og efnis- meðferð skapar ritlist. Samræmi náttúru og mannlifslíkinga er að skapa mannssálir og sálarlíf, og það- an sjáist áhrif náttúrunnar og sam- band sálarinnar við hið ytra líf. Er það tilgangurinn með því, sem hér fer á eftir, að sýna hversu verk- um J. Tr. er ábótavant í þessu, og þó sumstaðar sé hart að orði kveðið, þá er það aðeins þar sem brotin gegn listinni eru átakanlegust. Frh. Gullfoss fór héðan síðastl. miðviku- dag áleiðis til Austfjarða og útlanda, fullhlaðinn vörum. Meðal farþega til útlanda: Ólafur Björnsson ritstjóri, Th. Thorsteinsson kaupm., Capt. Carl Trolle, Bick. Thors framkvæmdastj., Guðm. Thorsteinsson listmálari, Ásgr. Eyþórsson kaupm. o. fl. Til Aust- fjarða fóru: Jónas Andrósson kaupm. á Norðfirði, Björn Sveinsson kaupm., Sigfús Blöndahl kaupm., Halldór Jóns- son umboðsm. á Seyðisfirði o. fl. Flora kom hingað í fyrradag snemma. Hafði verið tekin miðja vegu milli Færejja og Vestmannaeyja af brezku herskipi og látin halda til Stornoway til rannsóknar á póstflutningi. Úr þeirri rannsókn varð þó ekkert og skipinu leyft að fara ferða sinna. — Hrepti versta veður á leiðinni hingað til lands og misti útbyrðis eitthvað af síldartunnum, tómum þó. Flora fer í dag vestur og norður um land með mikinn fjölda farþega. Samábyrgðin. Umboðsmenn fyrir Samábyrgð íslands á fiskiskipum eru: Trolle & Kohde, Bredgade 6j Khöfn, fyrir Danmörku, Noreg og Svíþjóð. Á Dýrafirði hefir Ól. Proppó kaupmaður fengið umboð. Landssjóðskolin kosta kr. 9.60 skp. Matth. Einarsson læknir kvað vera væntanlegur með Botníu í næstu viku. Hjúskapnr. 12. apríl voru gefin saman þau Tngveldur A. Sigmunds- dóttir kenslukona frá Sandi og Jón Pótursson frá Inggjaldshóli. Hjáipræðisherinn. Búið er nú að rífa gamla »Kastalann« til grunna er Hjálpræðisherinn hefir haft bækistöð sína í síðan hann kom til landsins. Ætlar herinn að reisa þar fallegt stein- steypuhús, tvílyft með risi, sem mikil bæjarprýði er að, og á það að verða fullgert í október næstkomandi. Dr. Alexander Jóhannesson flytur fyrirlestur í Bárubúð á morgun kl. 5 síðd um: Fegurð kvenna íný- íslenzkum skáldskap. Fyrirlestur þessi á að birtast í apríl hefti bókmentatímaritsins Eddu, er gefið er út i Kristjaniu. Kinnarhvolssystur hefir Leikfólag Bvíkur nú sýnt fyrir troðfullu húsi 5 sinnum. Leikið verður í 6. sinni í kvöld. Messað í dómkirkjunni á morgun kl. 12 síra Bj. J., kl. 5 sfra Jóh. Þ. Messað á morgun í fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 12 (S1'ra Ók Ól.) og í fríkirkjunni í Beykjavík kl. 5 (síra Ól. Ól.). Ásgrímur málari opnar á morgun málverkasýningu í Vinaminni. Mun hennar getið nánar áður en langt um líður. En eigi þætti oss það neitt ótrúlegt þótt menn fýsti að sjá það allra nýjasta eftir Ásgrím, slíkur lista- maður sem hann er — og það sem bezt er, alíslenzkur listamaður, sem markar stefnu í list sinni eins og beztu listamenn hvers lands gera. *) Sbr. ræðu haldna á Breiðu- mýri 19. júní 1915. Johannes Mayrhofer er þýzkur rithöfundur, sem hefir sérstaklega kynt sér mentalíf Norð- urlanda, og þar á meðal er kunnur ýmsum Islendingum, sem við rit- störf eða skáldskap fást. Hann leggur flest fagurfræðilegt á gjörfa hönd, hann er fyrirtaks ljóðskáld, og skrifar bæði í bundnu og óbundnu máli. Hann kom hingað til íslands með einu af síðustu þýzku ferðamannaskipunnm, og heimsótti mjög marga menn hér í bæ, sem kunnir eru afritum sínum. Eitt af ritum hans er um Hinrik Ibsen. Mayrhofer fær ótrúlega mik- ið út úr bréfum Ibsens og ljóðmæl-, um hans. Aðalinnihald ritsins er um leikrit Ibsens, sem voru skáldsins aðal-æfistarf. Sérstakur kapítuli er um hvert leikritið fyrir sig. Dóm- arnir eru bæði settir fram beinlínis og óbeinlínis. . Síðari leikrit Ibsens eru Mayrhofer siður kær, en hin fyrti. Þar kallar hann Ibsen spá- mann realistisku stefnunnar. Hon- um er sú stefna ekki eins hugleikin, og hin fyrri stefna Ibsens. Ibsen endar rómönsku stefnuna með íKonungsefnunumc, og Mayrhofer álítur að, ef Ibsen hefði haldið henni áfram, þá hefði hann orðið eitt af mestu skáldum heimsins. En hann tekur aðra stefnu, og svo sýnist oftlega, segir Mayrhofer, sem hann hafi, þrátt fyrir alt sitt gengi á sinni síðari braut, langa lengi borið æsku- ástina til rómönsku stefnunnar í brjósti sér, og séð eftir henni með hrygð og þrá. Mayrhofer er ungur maður enn þá. Við væntum alls hins bezta frá honum, og vonum að þar á meðal verði eitthvað, sem geri landi þessu, og einhverjum af mönnum þess sóma. Risaframfarir á sviði landbúnaðarins. I danska blaðinu »Verden og Vi« 5. árg. nr. 47, 19. nóvember 1915, er eftirfarandi grein um »Aktiebola- get Separatorc. Fyrir rúmri hálfri öld síðan var mjólkin á sveitaheimilum vorum sett i ker, til þess að rjóminn fengi að setjast. Síðan var rjóminn fleyttur af mjólkinni með sleif eða skeið. En hugvitssamur maður komst eitt sinn að þeirri niðurstöðu, er hann var að fleyta rjómann af mjók- inni, — en það er mjög erfið vinna —, að rjóminn er ekkert annað en fituefni, sem sökum þess hve létt það er, flýtur ofan á undanrennunni. Hann fór þá að hugsa um, hveröig auðveldara væri að skilja rjómann frá mjólkinni en með þolinmæði og rjómasleif. Auðvitað með miðflótta- aflinu. Kinverjarnir, sem fyr á öldutn að minsta kosti voru mun hugvitssam- ari en við, notuðu fyrir þúsundum ára nokkurskonar skilvindu til að skilja safa og olíu úr aldinum og jurtatrefjum. »Skilvindan« þeirra var að visu ekki annað en pottur í bandi. En hugsunin (Principet) var nákvæmlega hið sama, eins og í hinni ágætu vél sem ber nafn Dr. Gustaf de Laval’s og eru nú yfir i3/* millión slíkra véla að vinna víðs- vegar í heiminum. Útbú frá »Aktiebolaget Separator« og systurflrmu Stockholmsverksmiðj- unnar hafa verið stofnuð í New- York, og þar er allri notaþörf Ame- ríku fullnægt í eigin verksmiðju. Einnig í Berlín, París, Wien, Buda- pest, Milano og Kaupmannahöfn. Aðalverksmiðja Alfa-Laval skilvind- anna er þó í Stockhólmi, og ná byggingar firmans þar yfir meira en 30000 fermetra svæði. Þar vinna daglega rúmlega iooo manns undir yfirstjórn 60 verkfræð- inga Og skrifstofumanna. í aflstöð verksmiðjunnar eru 4 stórir gufukatlar með vélkyndingu. Með »Laval’s« turbínu. og nokkrum smærri aflvélum eru framleidd 1300 hestöfl. Um 1000 nýtizku vélar starfa þar daglega og framleiða þús- undir af skilvindum. Ollu er komið fyrir i vélasölum verksmiðjunnar á amedska vísu. Alls eru framleiddar 120000 Alfa- skilvindur árlega, og framleiðir Stock- hólmsverksmiðjan helming þeirra. Er vér höfðum séð hina geypi- stóru vinnusali, samsetningarstofur og málarsali verksmiðjunnar, sýndu eigendur hennar oss smjörbú sitt, sem þeir hafa fulla ástæðu til að vera ánægðir með. Engin skilvinda fer út úr verksmiðjunni, fyr en hún hefir sannað það við reynsluna, að hún getur skilið mjólkina, og rjóm- inn, sem skilinn er í verksmiðjunni á þennan hátt, er síðan gerður að smjcri, sem starfmenn »Separator’s« fá á þann hátt nokkru ódýrara en i búðum. Verksmiðjan hugsar alveg einstak- lega vel um heilsufar og velferð starfsmanna sinna. Hún hefir stofnað marga sjóði til eflingar velferð starfs- mannanna, alls um 1300000 króna. Cr stærsta eftirlaunasjóðnum fær hver starfsmaður 800 til 1200 krónur eftir- laun árlega, frá því hann er 60 ára, eða ef hann verður óvinnufær sök- um lasleika. Ekkjur manna, sem dáið hafa í þjónustu verksmiðjunnar, fá alt að 300 króna eftirlaun á ári. Auk þess eru sérstakir sjóðir fyrir slys og sjúkdóma, svo og einn mjög stór sjóður »til styrktar verka- mönnum til að byggja sér sumarbú- staði í sveit«. Verkamenn fá dag- lega ókeypis kaffi eða nýmjólk, og gerir verksmiðjan þetta í þeim til- gangi að venja verkaménn frá áfengis- nautn. Á óðali Separator’s »Hamra« er nýtlzku heilsuhæli, og i verksmiðj- unum sjálfum er hugsað svo vel um verkamenn, að slíkt á sér ekki dæmi í Danmörku. Þar er stórt gufueldhús og borð* salur, Jar sem starfsmennimir geta fengið tvær ágætar máltíðir (morgun- verð og kveldverð) fyrir 75 aura á dag. Verksmiðjan launar sérstakan lækn- ir og tannlæknir; hún hefir stórt baðhús með sérstakri deild fyrir raf- böð og nuddingar. Afleiðingin af þessari umönnun við þjóna sína, ásamt góðum hækk- andi launum, er sú, að verksmiðjan ætið hefir mjög duglegt verkafólk, og hafa sumir vertð yfir 30 ár í þjóuustu hennar. Hlutafé Separator’s er 28 milliónir króna. Með stöðugri vinnu, með þátttöku í öllam mögulegum sýning- um, með tilraunum með smjörbú o. fl., en fyrst og fremst sökum þess, hve afar fínt og fullkomið smíðið og frágangur á öllu er, erSeparator orðið heimsfirma, sem við með ánægju setjum fremst í röð sænskra stóriðnaðarfyrirtækja. Þyi það, að danski landbúnaður- inn, sem er mjög vandur um val á vélum sinum, hefir sett Alfa-Laval skilvinduna í svo afarmörg smjörbú sín, það er viðurkenning, sem við ekki getum gengið fram hjá. Og — Separator skilur mjólkina okkar, en í okkar hag. Þannig ritar danska blaðið. . Accumolatorsyre Saltsyre Salpetersyre Svovlsyre Vand destl. Allun ' Blyhvidt Mönnie Sölverglöd Tungspath Zinkh.vidt Carraghenmos Skjællak orange Skjællak T. N. Terpentinolie Aceton Formalin Svovlkulstof Kvægsölv Karbolineum Karbolsyre Stenkulstjære Vandgastjære Vilcoolie Bisulfat Catechu Blysukker Chlorcalcium Chloikalk Chlormagnesium Chlorsur Natron Chlorzink Gul Cyanjernkalium. Glaubersalt calc. Japanvoks Elain Lerjord svovlsur Magnesia Mælkesukker Mælkesyre Soda caust. Soda calc. Natronlud Svovl Svovlnatrium Talcum Zinkstöv Citronsyre Vinsyre Bieget Palmeolie Parafin Ceresin Gasglycerin Glycerin kem. ren. Kobbervitriol Kali Salpeter Natron Salpeter Vilhelm Hansen & Co.a.s. Köbenhavn L. Hejrevej 43. Telefon 6188. Telegramadr.: Vilhansen íslenzkur landbúnaður tekur nú miklum og hröðum framförum. Þess vegna álitum vér þessa grein vel verða upptökú í ísafold. Dönsku greininni fylgdu nokkrar myndir. Ef íslensku bændurnar og aðra skyldi langa til að sjá myndir af verksmiðjum, byggingum og skil- vindum Separator’s, mun aðalum- boðsmaður verksmiðjunnar á Islandi, hr. Hallgrímur Benediktsson, Reykja- vík, vafalaust geta og vilja sýna þær og skýra. Max. Vélabátur fórst við Vestmannaeyjaeyjar á sunnu- daginn var. Hét hann Haffari, eign Jóns kaupmanns Einarssonar þar í eyjunum. Hafði farið á sjó snemma sem aðrir bátar, en svo hvesti með hríð þegar á leið daginn og á heim- leiðinni rakst báturinn á Skarfatanga á Heimaey og brotnaði i spón. Fimm menn voru á bátnum og druknuðu þrir, formaðurinn Jón Stefánsson, vélstjórinn, Gunnar ,að nafni, og einn háseti, Gunnlaugur. Tveir menn voru syndir og komust til lands og klifu upp klettana — Tómas Þórðarson frá Varmahlíð undir Eyjafjöllum og Þórarinn nokk- ur úr Keflavík. Tómas hafði verið á vélbátnum Sæunn, sem fóist í Eyjunum fyrir nokkru, en komst þá einnig lífs af. 3 Dómur féll í vfirrétti síðasta mánudag (10. þ. m.) í máli, er Einar Jónsson járnsmiður á Eyrarbakka höfðaði í fyrra í héraði gegn Guðmundi Is- leifssyni útvegsbónda, út af æru- meiðandi ummælum og áburði, um að hann (Einar), sem var slökkvi- liðsstjóri á Bakkanum, hefði »kveikt í« Ingólfshúsunum, er brunnu þar. Undirrétturinn dæmdi Guðmund í 1 jo kr. sekt eða 3$ da%a einjalt janqelsi, og umrnæli hans dauð 0% ómerk, en hann skyldi greiða Einari 30 kr. málskostnað. Þessum dómi áfrýjaði Guðmundur til yfirdóms, en þar var hann staðjestur, og áfrýj- andi dæmdur í 40 kr. mdlskostnað í viðbót vtð hitt. Var það tekið fram í dómnum, að Guðm. hefði á engan hátt getað réttlætt áburð sinn. Málið flutti f yfirrétti fyrir hönd Einars Jónssonar, Gísli Sveinsson yfirdómslögmaður, en af hendi Guðm. ísleifssonar Páll Jónson yfirdóms- lögmaður. Símfregnir. Skipströnd. ísafirði í gær. Á sunnudaginn strönduðu tvö ey- firzk skip við Önundarfjörð. Hétu þau Júlíus og Vonin. Menn björg- uðust allir. Vonin náðist útafturinnan skams,. en er eitthvað skemd. Július hefir ekki náðst af grunni ennþá og ekki búist við því að hann muni nást. Hér er bezta veður í dag. „Gaulverjabæjarmár. Eftirhreyta. Dómur var kveðinn upp i yfir- rétti fyrra mánudag í máli, þar sem Jón Magnússon fyr i Gaulverjabæ (eða Páll Jónsson yfirdómslögmaður fyrir hans hönd) áfrýjar úrskurði fó- getaréttar Arnessýslu um synjun á að setja hann inn á jörðina. Voru stefndir Skúli Thorarensen bóndi í Gaulverjabæ og Dagur Brynjúlfsson hreppstjóri. Yfirdómur staðfesti synj- unarúrskurðinn, dæmdi áfrýjanda í 25 kr. málskostnað til hvors hinna stefndu og 20 kr. sekt fyrir þrætu- girni. Áminoing vegna átengis- veitingar. Mælt er að 6 eða 7 læknar hér í bænum hafi fengið áminningu hjá landlækni fyrir mis- brúkun á áfengisveitingu með lyf- seðlum gegnum lyfjabúðina hér. — Sem kunnugt er, þá er hver á- fengisseðill bókfærður í lyfjabúðinni ásamt nafni lækms þess er seðilinn hefir gefið út. — Nú munu vera alls um 20 læknar með læknisleyfi hér í bænum að meðtöldum upp- gjafalæknunum. Gjaldkeramálið. Hingað til hefir reynst ókleyft að fá ákveðin svör bankastjórnar- innar um það, hvort hún óskaði að skjöl gjaldkeramálsins og bankabygg- ingarmálsins yrðu birt eða ekki. B. Kr. virðist ekki jafn ákveðinn í því máli þegar hann á að taka opinbera ákvörðun um það á sina ábyrgð og þegar hann ærslast í blaðinu sínu á bak við drenginn.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.