Ísafold - 01.07.1916, Blaðsíða 4

Ísafold - 01.07.1916, Blaðsíða 4
4 ISAFOLD tungu í Leirárhreppi Gunnlaugssonar bónda s. st,, Bjarnasonar bónda s. st. Jónssonar Gull-Bjarnasonar. Kona Bergþórs á StaSarhóli og móðir Jóhanns var Jóh .nna Marja dóttir Jóns bónda á Litlafjalli í M/ras/slu og GuðríSar Steindórsdóttur prests í Hvammi í Norðurárdal Jónssonar. En kona Gunn- laugs í Vogatungu og móðir Bergþóru var Guðlaug Þórðardóttir frá Þerney Sveinbjörnssonar og systir Sveinbjarn- ar bónda á Hvítárvöllum föður Þórðar Sveinbjarnarsonar konferensráðs og síra Sveinbjarnar á Staðarhraumi. En móðir Þórðar í Þerney og kona Svein- bjarnar bónda s. st. var Sesselja Jós- efsdóttir sterka, er prestur var að l^s- felli og á Ólafsvöllum, sem óð Hvítá fyrir neðan ferjustaðinn hjá Skálholts- hamri að vetrarlagi í hörkufrostl, son- ur Lofts prests að Miklholti og Set- bergi, Skaftasonar prests s. st. Lofts- sonar prests að Húsafelli Þorkelssonar Vellings sýslumanns í Þórnesþingi. Jóhann sál. var fæddur í Ardal í Ándakílshreppi í nóvember 1831, en fluttist þaðan með foreldrum sínum 7 ára gamall að Staðarhóli hjá Hvann- eyri og dvaldi þar í 12 ár unz faðir hans druknaði. Fluttist þá aftur að Árdal og fór að búa þar með móður sinni, þá 19 ára gamall, við mjög litil efni. Fluttist þaðan aftur eftir 7 ár að Skeljabrekku ásamt systkynum sín- um, Guðríði og Þórði, sem var 10 ár- um yngri. Bjuggu þeir bræður þar félagsbúi ókvæntir þar til Þórður dó, 1896, en Jóhann einn eftir það til dauðadags og hafði þá búið í 52^/g ár. Efnahagur þeirra bræðra var mjög góður eftir að þeir fluttu að Skelja- brekku; keyptu þeir brátt þá jörð og bættu stórvægilega, því þeir voru at- orkumenn, búhyggnir og ráðdeildar- samir, og að mörgu leyti fyrirmynd í búnaðarhátttum, þó í eldri stíl væri nokkuð. Sem áður er sagt voru þeir bræður ókvæntir alla tíð, en Þórður eignaðist 3 börn með ráðskonu þeirra bræðra, Guðrúnu Guðmundsdóttur, sonu 2, Einar og Jóhann, efnismenn, sem alla tíð voru hjá frænda sínum og aðstoð- uðu hann í elli hans með ráði og dáð, og nú taka við búi þar á Skeljabrekku, og 1 dóttur, Jóhönnu Marju, sem nú er búandi kona á Akranesi. Jóhann sál. var öflug stoð sveitarfólags síns alla sína löngu búskapartfð. Hann var maður greindur vel og fróður um margt, elnkum í fornum fræðum og gat verið hinn skemtilegasti í viðræðum. Trygg- lyndur var hann og vinfastur, raun- góður mjög og hinn áreiðanlegasti í hvfvetna. Hann var meir fyrir það gefinn að vera en Býnast, og fyrir kom það því, sem svo oft vill verða, að hann var misskilinn af þeim, sem ekki þektu lundarfar hans. Bróður- börnum sfnum var hann sem faðir og gaf þeim og móður þeirra, er honum hafði hjúkrað síðustu árin, allar eigur sínar eftir sig látinn. 9 + 7 -r 8. Þann 30. nóv. f. ár, audaðist á Mið- hóli < Slóttuhlíð, ekkjan Anna Bjarna- dóttir, eftir langa og þunga legu, 80l/2 árs að aldri. Anna sáluga var fædd á Mannskaða hóli á Höfðaströnd 28. maí 1835 og ólst þar upp hjá foreldrum sfnum, þar til hún misti móður sína þegar hún var 9 ára gömul. Eftir það var hún á Mannskaðahóll í 10 ár hjá föðnr sínum og stjúpu, þá fluttist hún að Skálá í Slóttuhlfð, þar sem hún dvaldi í 7 ár, þá giptist hún fyrri manni sfnum Tómasi Jónssyni á Miðhóli, sem sama ár byrjuðu búskap á Yztahóli í sömu sveit. Hún naut ekki langra samvista við hann, þvf eftlr 3 ára samveru drukn- aði hann við hákarlaveiðar. Anna sál. var ekkja í 2 ár, en gekk þá að eiga Guðmund Jónsson, sem síðar varð hreppstjóri og sýslunefndarmaður Fells- hrepps um mörg ár. Þau hjón bjuggu á Yztahóli þar til 1886, að þau fluttust að Miðhóli og avo þaðan eftir tveggja ára dvöl að Lðnkoti í sömu sveit. Þar misti hún Guðmund sál. 9. marz 1899, en dvaldi þar samt unz hún fluttist aftur að Miðhóli 1908, með Tómasi Jónassyni dóttursyni sínum, þar sem hún eiddi sínum síðustu æfi- árum. Alls eignaðist Anna sál. 7 börn og eru þrjú af þeim á lífi. 1. Hallfríður kona Friðriks Stef- ánssonar fyrv. alþingismanns á Svaðastöðum. 2. Guðrún, ógift. 3. Guðmundur Anton, bóndi á Bræðrá. Hór er með örfáum orðum sagt frá helztu viðburðum í lífi Önnu sál., og sézt á þeim að hún hefir lifað við- burðaríku lffi, þó að hún dveldi allan sinn aldur í sama prestakalli og hafði því lítið af víðáttu heimsins að segja, eins og svo altítt er með íslenzkar sveitakonur, en störf þeirra í þarfir þjóðfólag8ins, eru fyrir það mikils verð og þess vert að þeirra só opinberlega getið. Það er þolgæði og þrautseigja alþýðunnar í gegnum hin erfiðu störf lffsins, sem mest hafa haldið lffsneista þeim í hinni íslenzku þjóð, sem að síðustu hefir flutt hana tram að því endurreisnar tímabili, sem nú stendur yfir. Anna sál. starfaði í kyrþey að sínu mikla heimilisstarfi, og því að gleðja þá sem hjálpar þurftu, því það var henni ánægja að gleðja þá sem bágt áttu. Margir eru þeir sem minnast henn- ar með innilegu þakklæti og hlýjum hug. Blessuð só minning hennar. Kunnugur. Erl. símfregnir (frá fréttaritara ísaf. og Morgunbl.). Kaupm.höfn, 29. júní. ítalir hafa unnið mikinn sigur á Austurríkismönn- um, sem halda óðfluga undan á allri herlínunni. Bretar hafa hafið sókn á ýmsum stöðum á vestur- vígstöðvunum, og hefir þeim orðið töluvert á- gengt. Friðslit milli Bandaríkj- anna og Mexiko væntanleg á hverri stundu. Liebknecht, jafnaðar- mannatoringi, hefir verið dæmdur í 21/2 árs fangelsi. Prestaskipunarlögin — (Kollatslögin) nýju í Dan- mörku voru feld í Lands- þinginu. Þessi prestaskipunarlög eru þess efnis, að prestar í þjóðkirkju Dana gætu orðið undanskildir beinu eftir- liti biskups, en kæmu í þess stað undir beina umsjón kirkjuráðuneytis- ins. En ástæðan til þess, að ráðu- neytið bar fram lögin, var sú, að biskupinn á Falstri hafði neitað að Iáta A'boe-Rasníussen fá skipunarbréf (Kollats). Ot úr þessum málalokum má bú- ast við harðsóttri kirkjubaráttu í Danmörku. Happdrætti Landsspítalasjóðsins var dregið 26. þessa mán. 1. vinningur nr. 1142 2. -----— 1990 3. -----— 980 Vinninganna má vitja hjá frú Ingi- björgu Johnsén, Lækjargötu 4. H. PENS’ > Spejlglas og Vinduesglas Köbenhavn K. St. Kongensgade 92. Ljábrýnin beztu — ekta demantsbrýni — fást ennþá hjá Stefáni Runólfssyni. Þingholtsstræti 16. Óskað er eftir fimm eða sex hraustum, íslenzkum valsungum. Trlboð sendist undirrituðum eða ritstjóra ísafoldar. í því sé tilgreint lægsta verð, sem krafist er fyrir ung- ana skiluðum á skipsfjöl. J. C. Carter, Monavea, Carlow, Ireland. Veggfóður með út v; flutningsleyfi fæst í TAPET stórum og litlum E skömtum með verk- T smiðjuverði, ef litur og verð er tekið fram. Engin sýnishorn vegna stríðsins. Verðið er: 25, 50, 75, 100, 150 aurar og hærra. Aðeins fallegar gerðir. Nordisk Tapet Industri A.s. Kjöbenhavn B. Nokkrir bændasynir, sem vilja kynna sér búskaparlag í Danmörku, geta fengið aðstoðarvist á góðum bændabýlum á Sjálandi. Laun 300—400 kr. á ári og frí ferð héðan. Aðstoðar-vistina má byrja nú þegar eða i október eða nóvem- ber. Gaardejer C. Rohleder, Solvang, Helsinge, Sjælland i Bestyrelsen for: Frederiksborg Amts Gaardmændsforening. Hagaganga Eins og að undanförnu eru teknir hestar, sauðfé og nautgripir til hagagöngu í Geldinganes. Gjald fyrir hross og nautgripi eru 10 aurar um sólarhringinn, fyrir kindur 50 aurar yfir vorið. Menn snúi sér til herra verzlunar- manns Jóns Lúðvigssonar, Laugav. 45 (verzlun Jóns frá Hjalla)' eða Lindargötu 1 D, er annast um inn- heimtu á gjöldum fyrir hagagöngu. Sömuleiðis tekur hann á móti og innheimtir gjöld fyrir skip er leggj- ast upp á Eyðsgranda. Reykjavik í maí 1916. Aslaug Stephensen. Sig. Oddsson Gufunesi. Kaupendur ísafoldar hér i bænum, og eins þeir sem lengra eru .í burtu, eru vinsamlega beðnir að tilkynna afgreiðslunni ef þeir hafa skift um bústað. Sölubúð sem er neðarlega vié J&augavQg, ósfíasf fií laigu nu þagar. dlfgr* visar á. Skóverzlun Stefáns Gunnarssonar nefir fengið mikið úrval af karla kvenna skófatnaði. Ennfremur vatnsstí^vél, g-óð í síldarvinnu. Aðal-kenslustarfi 9 við barnaskólann í Stykkishólmi er laust. Laun minst 18 kr. um viku. Kenslutimi frá 1. okt. til 1. maí. Urasækjendur stili umsóknir sínar »til forstöðunefndar barnaskólans i Stykkishólmi*, og séu komnar henni I hendur fyrir 15. ágústm. næstk. Stykkishólmi 21. júni 1916. Skólanefndin. Undirritaður kaupir: mórauða og* sauðsvarta vorull með hæsta verði. Sömuleiðis s vel verkaða hVíta vorull og óþvegna ull, ef um semur. Alafossi pr. Reykjavík, 20. júní 1916. Bogi A. J. Þórðarson. 3-5 herbergja íbúð með stúlkuherbergi og geymslu óskast frá 1. október eða fyr, á góðum stað í bænum. Upplýsingar á skrifstofu ísafoldar. Sími 48. 3 kennara vantar við Barnaskóla cg Unglingaskóla Siglufjarðar. Umsóknir sendist skólanefnd fyrir 1. ágúst. Yfir- og undirkennarastaðan við barnaskólann í Keflavik í Gullbringusýslu eru lausaar. Kenslutimi 7 mánuðir. Kennaralaun samkvæmt fræðslulögum að minsta kosti. Umsóknarfrestur til is. ágúst næstkomandi. Keflavík 24. júní 1916. Skólanefndin. Ullarverð jafn háttogífyrra geta menn naumast fengið, en lítið minna hafa menn upp úr ull sinni með því að senda hana til klæðaverksmiðjunnar Nýja Iðunn í Reykjavík og láta vinna úr henni þar. A yfirstandandi sumri kaupir verksmiðjan einnig þvegna og óþvegna vorull af öllum litum, en einkum svarta og mórauða, og gefur fyrir hana hátt verð. Síafsetningarorð-bóh Björns Jónssonar er viðurkend langbezta leiðbeiningarbók um ísl. stafsetning. Fæst hjá öllum bóksölum og kostar að eins 1 krónu. f

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.