Ísafold - 30.09.1916, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.09.1916, Blaðsíða 2
2 IS A F OL D Það kemur því engum á óvart, þetta hjal Lögréttu um nauðsynina á því, að einn flokkur hafi öll ráð á þing- inu, án tillits til þess, hvað sá flokk- ur ætlar að gera. — En það er von- laust. Og eina bjargráðið fyrir okk- ur er þvi, að reyna að kjósa þá vienn á þing, sem eru eitthvað meira en flokkstnenn, menn, sem hafa vit og vilja og geta varið einhverjum tíma til að vinna þjóðinni gagn, en ekki þá menn, sem aldrei hafa verið annað en fylgifiskar annara manna og myndu vera tilneyddir að vinna þingstörfin í hjáverkum og á hlaupum. Lögrétta virðist ekki geta hugs- að sér, að annað fái ráðið flokka- skiftingu á þinginu en deilumál, sem nú eru úr sögunni, eða atvinnuveg- irnir. Líklega á hún við, að stefna manna i innanlandsmálum hljóti að fara eftir því, hvaða atvinnu þeir stunda, en ef svo væri, þá væri auð- gert að mynda öflugan flokk þegar á næsta þingi og ætti hann þá að sjálfsögðu að taka við stjórn. — Það yrði bændaflokkurinn. — Þvi fer fjarri, að það þyrfti langan undir- búning. En sú flokkaskifting á ekki rétt á sér og er ekki likleg til fram- búðar. En eins og nú er ástatt, er óhugs- andi, að sú stjórn, sem kosin verð- ur á næsta þingi, eigi langa framtið fyrir höndum. Og má því einu gilda, hvort hún hefði mikinn eða litinn, veikan eða sterkan flokk að baki sér. Ef til vill æskilegast, að hún gerði sér ekki vonir um langa lifdaga. Samkvæmt reynslu undan- farinna ára, verður engri stjórn hér á landi hugað lengra líf en eitt kjör- tímabil og stafar það vitanlega af því, hve óholl flokkaskiftingin er; og svo verður það altaf, meðan þeir menn eiga að vinna saman í flokki, sem hafa gerólíkar skoðanir á ýms- um mikilvægustu málefnum landsins. Af því leiðir, að hver stjórnin fell- ur um aðra þvera, engin festa verð- ur í löggjöfinni; lög, sem samþykt eru á einu þinginu, verða numin úr gildi á því næsta o. s. frv. Það er því langur vegur frá þvi, að það sé æskilegt, að. Heimastjórn- arflokkurinn, eða nokkur annar af gömlu fiokkunum, nái fullkomnum meiri hluta, því að því lengur verð- ur þetta óholla ástand rikjandi hjá oss. — En hins mega allir óska, að kosnir verði á þing mikilhæfustu menn úr öllum flokkum, allir þeir, sem líklegir eru til að geta gert gagn í framtíðinni, hvernig sem flokkaskiftingin verður. í þetta sinn ættu allir að geta orðið samtaka um að kjósa nýtustu mennina, hvaða flokki sem þeir heyra til. Flokksleysingi. Orösending trl „Landsins“. »Landið« sýnir mér þá vin&ttu að minnast mín öðru hvoru. Oft vill það brenna við, að ekki séu sem áreiðanlegastar fregnir þær, sem það flytur um mig og athafn- ir mínar. Eg geri ráð fyrir því, að það stafi af þvi, hve ókunn- ugur ritstjórinn er mér og mín- um högum; því eigi vil eg gera ráð fyrir öðru verra. Út af því, sem blaðið réttir að mér í siðasta tbl., skal eg upplýsa það um, að eg hefi ekki sótt um »náið bandalag« við Heimastjóm- armenn. Það, sem um slíkt bandalag kann að hafa verið rætt í félaginu »Fram« er án minnar beiðni eða tilhlutunar og án minnar vitundar. Hitt er það, að ýmsum mönnum í Heimastjórn- arflokknum og líka meðal Sjálf- stæðismanna mun hafa þótt það eigi ósanngjarnt að hvor flokk- urinn héldi sínum þingmanni, þeim er nú er, eins og sakir standa. Út úr því mun hafa ris- ið umtal það um þetta efni, sem sagt er, að hafi farið fram í fé- laginu »Fram«. Að eg yrði í kjöri af hálfu Heimastjórnarmanna mun eng- um manni hafa dottið í hug. Eg hefl staðið og stend enn fjarri stefnu þess flokks í því máii, sem flokkarnir hafa skifst um hingað til. Tilraunir »Landsins« og að- stoðarmanna þess til að setja mig í flokk Heimastjórnarmanna, hafa ekki liaft nein áhrif á skoðun mína og stefnu í samhandsmálinu. Þrátt fyrir alt rykið, sem þyrlað hefir verið upp, veit eg, að allir þeir, sem athuga vilja málið með nokkurri stillingu, sjá og viður- kenna, að eg hefi eigi vikið hárs- breidd frá stefnuskrá Sjálfstæðis- manna: Áð láta sambandsmálið hvíla sig, og: Að vinna að andlegu og efnalegu sjálfstæði landsins. Þá stefnu mun eg enn halda íast við. »Landið« telur víst, að eg nái eigi kosningu hér og tekur upp með mikilli ánægju þau orð, sem höfð eru eftir einum Heimastjórn- armanni, að eg sé »sneiddur heill- um og fylgi« hér. Eg lít tals- vert öðrum augum á það mál. Kosningarúrslitin verða að sýna, hver hefir á réttu að standa um það, og þeirra er ekki langt að bíða. En eitt er mér óskiljanlegt. Til hvers er »Landið« að eyða sín- um dýrmæta pappír og dýrmætu prentsvertu í árásir á mig úr því það telur mig svo »sneiddan heill- um og fylgi«? Væri ekki heilla- ráð að eyða ekki púðrinu á svo hættulaust þingmannsefni í þess- ari dýrtíð? Sveinn Björnsson. Ástandið i Belgíu. Hinn nafnkunni forustumaður jafnaðarstefnunnar í Belgíu Emile Vandervelde hefir nýlega beint eftirfarandi >opnu bréfit um ástand samlanda sinna, til aðalblaða jafn- aðarmanna í Khöfn, Kristjaníu og Stokkhólmi. Tilefnið er, eins og sést af bréfinu, för nokkurra norrrænna jafnaðarmannaforingja til Belgíu í sumar: Kæru félagar! Ef treysta má fréttastofu Wolfs hafa danskir og sænskir jafnaðar- menn nýlega farið svo að segja opinbera kynnisför til Belgíu. Landstjórinn Bissing hershöfðingi hefir veitt þeim áheyrn. Foringi einn, Volkman höfuðsmaður, hefir rómað mjög í eyru þeirra ágæti þýzkra stjórnarhátta. En mætti eg spyrja þá, hvort þeir hafi átt kost á að hlýða kveinstöfum lýðs- ins belgiska, hvort þeir frjálslega hafi fmátt hafa tal af félögum sínum í verkmannaflokknum og hvort þeir hafi komist í kynni við þau 700000 manns sem verk- fall hafa gert og fremur kosið síðustu 2 árin að lifa af þriggja franka styrk á viku heldur en að vinna í þarflr óvinanna ? Þýzku yfirvöldin hafa sýnt yð- ur, það sem þau hafa óskað. En hafið þið séð nokkuð annað? Haf- ið þið getað gert ykkur grein fyr- ir hinu ömurlega ástandi þjóðar- innar, sem eigi hefir annað ódæði framið en að nota rétt sinn til löglegrar sjálfsvarnar og sýna trúmensku fram í rauðan dauð- an við alþjóðlegar skyldur sínar? títaðhæfingarhafa að vísu heyrst um, að Belgíu hafi verið þetta mátulegt. Hún hefði átt að leyfa þýzku hersveitunum tálmalausa yfirferð um landið. Þar að auki hefði hún fyrir stríðið verið bú- in að binda sitthvað fastmælum við banda-veldin. Þeim er svo mæla eða hugsa, srara eg óhikað og blátt áfram: Það er ósatt! Hið sanna er, að Bretar og Frakkar voru með réttu, sbr. við- burðanna rás, hræddir um, að Þjóðverjar mundu hefja árás- ir yfir Belgíu. Þeir létu oss vita af þessu og raunar þurfti ekki annað en renna augunum yfir járnbrautauppdráttinn þýzka til að sjá hvar hættunnar var von í raun og veru. En milli vor og bandaveld- anna voru engir samningar gerð- ir, aðrir en þeir, sem Þjóðverjar einnig höfðu undirritað, þeir er bæði trygðu oss og skylduðu oss til hlutleysis. Belgía heimtaði þáð eitt að mega lifa í friði inn- anum allar nágranna þjóðirnar. Eg get bætt því við, að ef land- ið hefði ekki verið fullkomlega hlutlaust, mundi stjórn þess, sem var mjög íhaldssöm, aðallega skip- uð Flamlendingum, frekara hafa hallast á sveifina með hinu vald- mikla Þýzkalandi, en með þjóð- ræðislöndunum Bretlandi og Frakklandi. Þýzka árásin ein, sem sjálfur þýzki kanzlarinn — gleymum því eigi — hefir játað að hafi verið óréttmæt, neyddi Belgíu til að hefjast handa til að vernda þjóðarsjálfstæði sitt óskert. Sökum þess, að netin eru svona úr garði gerð, fylkjum vér jafn- aðarmenn oss um stjórnina og alkunnir andstöðumenn hernaðar svo sem Louis de Brouekére Henri de Man, hinir svæsnustu vinstrim8nn og deilugjörnustu ung-jafnaðarmenn urðu fyrstir og fremstir í flokki um það for- dæmi að gerast sjálfboðaliðar i her Belga, Að sjálfsögðu vissum við, að mótapyrna vor mundi fljótt brot- in á bak aftur, ef eigi kæmi oss styrkur neinstaðar að og að smáher vor mundi eigi lengi halda í fullu tré við mestu hern- aðarþjóð Norðurálfu. Hitt vissum við ekki, heldur lærðum fyrst af sjálfum viðburð- unum í þeirra hræðilegu mynd — viðburðum, sem snúið hafa á vora hlið öllum, öllum sem nokkra samvizku hafa, sem sé, að Þjóðverjar, sem trygt höfðu oss hlutleysi vort, mundu ekki láta sér nægja að traðka það undir fótum, heldur níðast á fórnarlambi sínu og leggja sig í lima um, með argvítugustu ráð- um að eyða land vort, drepa tíunda hvert mannsbarn og tor- tímá sjálfstæði þess. Hafa félagar vorir í norræna kynnisfararhópnum íhugað alt þetta, er þeir oóttu Belgíu heim ? Var yður kunnugt um hinar op- inberu belgisku skýrslur, sem sanna, að 20.000 hús hafa verið eydd, án nokkurrar ástæðu frá hernaðarsjónarmiði, að 5000 Belg« ir, utan hermannastéttar, hafa verið myrtir, án þess að hafa nokkuð fyrir sér gert, með því lygayfirvarpi, að þeir hafi skotið á hersveitirnar, sem ruddust inn í landið? Hafið þið lesið sönn- unargögnin i annari belgisku gráu bókinni um það, er Þjóð- verjar haimtu menn að gislum og líflétu þá, ráku borgara landsins í útlegð og kúguðu þá til vinnu í óvinaþarflr? Vitið þið, að af þeim 7 miljónum Belga, sem eftir voru í landinu, mundu 3Va miljón hafa farist af sulti og seyru, ef Belgastjórn hefði ekki, með til- styrk Ameríkumanna og banda- þjóðanna, varið 25 miljónum á mánuði hverjuin til hjálpar þeim? Er yður loks kunnugt um her- skattana óhemjulegu, sem hafa sogið merginn úr þjóð vorri og komið þessu vesalings landi á vonarvöl? Virðist yður að hlut- leysið, og sér í lagi hlutleysi jafnaðarmanna, eigi að fara það langt í aðgerðarleysi, að það úti- loki hvern andmælaneista í nafni hins traðkaða réttar? Eg skil vel, að menn vilji eigi láta neyða sig til að trúa okkar eigin frásögn og því þurfi að meta ásakanir vorar og að rann- sókn frá annari hlið þyki óhjá- kvæmileg. En sú rannsókn er einmitt hið eina, er Belgía þráir og heimtar. Fyrst er þá að geta rannsókn- arnefndar þeirrar, sem skipuð er af belgisku stjórninni og stingur upp á því við þýzku stjórnina, að láta endurskoða vottorðs-gögn sin af óhlutdrægum hlutleysis- þjóðarmönnum. En árangurslaust. Þá eru það belgisku biskuparnir og félagar vorir í Hollandi, þeir Van Kol og Vliegen, sem lagt hafa til, að þýzku jafnaðarmenn- irnir Noste og Scheideman hefðu rannsókn. Árangurslaust! Þegar svona er í pottinn búið — eiga borgarar frá smáþjóð, er. fyrrum hefir orðið fyrir sömu bú- sifjum og vér, — jafnaðarmenn, félagar vorir, sem vér elskum og virðum, að hafa gefið sam- þykki sitt til að koma til Belgíu sem gestir landstjórans, að hafa gengið fram hjá dyrum alþýðu- hússins, að hafa farið víðsvegar um landið í föruneyti böðla þess, án þess að leita sambands við hið fórnaða fólk, já, meira að segja, án þess að hlýða á vitnis- burð hinna aðdáunarverðu ör- eiga, þessara manna, sem um tveggja ára bil hafa lagt aum- lega tilveru sína í sölurnar fyrir málefni réttar og frelsis. Nei, eg hvorki get né vil trúa því. Mér þykir vænna um að hugsa mér, að oss hafi borist rangar fregnir og að félagar vorir frá Norðurlöndum hafi, svo framar- lega, sem þeir hafa til Belgíu komið, átt færi á og vilja til þess að hlýða á oss. En ef þið ekki hafið gert það, er enn þá færi á því, annaðhvort fyrir ykkur eða aðra. Og í þeirri öruggu von, að sannleikur «g réttlæti verði eigi um eilífð að lúta í lægra haldi, bið eg yður birta þetta bréf og sendi yður, kæru félagar, bróðurlega kveðju frá öreigahópnum belgiska, sem fordæmdur er til að þegja við öllu. Emile Vandervelde. .... ; isa Bókafregn. Bókmentafélags-bækurnar. Auk »Skírnis« gefur Bókmentafé- lagið þetta ír út: i. minningarrit aldarafmælis félagsins, 2. safn til sögu íslands V. bindi 2. hefti, 3» Islenzkt fornbréfasafn XI. bindi, 2. hefti, 4. íslendingasaga Boga Mel- steðs, þriðja bindi, fyrsta hefti. Minningarritið er fallega útgefin bók og myndarleg, 212 bls. í stóru fjögra blaða broti. Er þar fyrst »yfirlit yfir sögu hins íslenzka Bókmentafélags 1816— 1916« í 8 köflum, samið af Páli Er Ólasyni, nema einn kaflinn (Deilda- skiftingin numin úr lögum), sem er eftir núverandi forseta félagsins, B. M. Ólsen. Þá koma 7 viðaukar, einnig samd- ir af Páli E. Ólasyni, nema hinn fyrsti, um »íyrsta uppkast hinna nýju laga, sem samþykt voru af báðum deildum 1911, með athugasemdum,. sem því fylgdu«, sem er eftir forseta. Hinir viðaukarnir eru þessir: 2. stutt æfiatriði for- seta Bókmentafélagsins 1816—1916, ásamt myndum af þeim öllum, nema Brynjólfi Péturssyni, sem engin mynd er til af. 3. Embættismanna- tal 1866—1916. 4. Heiðursfélagar í Bókmentafélaginu frá stofnun þessr 5. Skrá um . vaxtasjóð og peninga- eign hins íslenzka Bókmentafélags á ári hverju frá 1866—1915. 6. Bækur þær, er hið íslenzka Bókmentafélag hefir gefið út frá 1866—191S. 7. Ársbækur frá félaginu r&66—1915» Síðast í Minningarritinu er frá- sögn um aldarafmælishaldið hér i bæ, ásamt ræðu forseta og kvæðaflokki Þorst. Gislasonar. Framan við Minningarritið er mynd af Rasmusi Rask og i ritinu er ennfremur mynd af minnisvarða hans í Khöfn. Þetta minningarrit hefir að geyma afarmikinn fróðleik um störf Bók- mentafélagsins. Það sómir sér veí og mun kærkomið öllum hinunr mörgu, er félaginu unna. Saýn til sögti Islands flytur ossf þetta sinni hið stórfróðlega erindi Jóns prófessors Helgasonar ura Reykjavik 14 vetra — eða um alda- mótin 1800. Vonandi verður þetta erindi einnig selt utanfélagsmónnum, svo að þeir, sem eigi hlýddu á pró- fessorinn í fyrra og ekki eru heldur i Bókmentafélaginu, geti átt kost á að ná í það og lesa það. Það eru afar og ömmur, langafar og lang- ömmur fjölmargra Reykvíkinga og annara .landsmanna, sem þarna er sagt frá, bæði sjálfum þeim og störf- um þeirra, fjörlega og ljóst. Fjórar myndir fylgja erindinu prentaðar, þrjár þeirra gerðar af höfundi sjálf- um, en ein uppdráttur af Reykjavík 1787, gerður af R. Lievog stjörnu- meistara. Það er ekki til neins að fara að skýra frá einstökum köflum þessarrar bókar, Hana verður að lesa i heild, en vart trúum vér öðru en að öllum þeim, sem eitthvað hafa gaman af persónu- sögu, þyki vænt um þessa bók, og þá auðvitað ekki sizt niðjum þess fólks, er voru frumbyggjar Reykja- víkur-kaupstaðar. Islendingasaga Boga Melsteðs er í tveim fyrstu bindunum komin tæp 160 ár fram í sögu landsins eða til ársins 1030. í þessu bindi byrjar það, sem Bogi nefnir »Annað tíma- bil. Þroskatið kristninnar, 1030— 1200«. Segir í þessu hefti frá mörgum merkismönnum frá önd-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.