Ísafold - 28.07.1917, Blaðsíða 2

Ísafold - 28.07.1917, Blaðsíða 2
2 I S A F O L D ir — gætu fullnægt því sem reglu- gerð bankans gerir ráð fyrir — þá yrði bankaráðið þó ekki hrein »grín-mynd«. En hvemig hefir alþingi geng- ið frá þeirri hlið málsins? Furðulegasta og kátbroslegasta dæmi þess er framkvæmd al- þingis 1915. Þá voru fyrir 2 bankaráðsmenn, sem áttu heima annar á Akureyri og hinn á Hólmavik. Þingið kaus svo þriðja manninn og var hann þá búsett- ur i Stykkishólmi og gat enginn vitað þá, annað enn hann mundi og þar búsettur, er hann ætti að fara að rækja bankaráðsstarf sitt, þótt kringumstæðurnar síðan hafi breyzt svo, að hann sennilega verður búsettur í Reykjavík í bankaráðstíð sinni. Með öðrum orðum: Yfirstjórn íslands banka, sem á samkvæmt reglugerð bankans að vera beinir húsbændur fram- kvæmdastjóranna, sem á að leggja þeim lífsreglurnar og láta ]>eim standa af sér beig, ef eitthvað fer aflaga, hún er svo skipuð í þessu tilfelli, að 3 yfirstjórnend- ur eru í öðrum löndum, í mörg hundruð mílna fjarlægð og aðrir 3 sinn á hverju landshorni, ráð- herra eini maðurinn »á staðn- um«. Að þetta skuli hafa svo til gengið er beint — hneyksli —, sem sjálf reglugerðin undirstrikar, er hún í 20. gr. talar um, að fela megi »sérstökum fulltrúum sérstakar tegundir af störfum þeirra til framkvæmda og að annast endurskoðanir í skrifstof- um bankans, sumpart hinar reglu- legu endurskoðanir *), sumpart endurskoðanir á óákveðnum tím- ura, enda sé ályktun um þaðsam- þykt með eigi fœrri en 5 atkvœð- um.t Þetta síðasta ákvæði sýnir greinilega »húmbuggið« þegar á hið »framkvæmanlega« er litið, þar sem aldrei hafa fleiri en 4 fulltrúar verið hér d landi, hvað þá heldur á samastað bankans. Eg vænti þess, að allir, sem nenna að líta á þessa hluti með heilbrigðri skynsemi. játi það með mér, að »bankaráð« Islands banka er einhver sú skringileg- asta »fígúra« á fjármálahimni vorum, eins og hún hefir verið framkvæmd. En eg vona um leið, að mér verði samsint í því, að brýn nauðsyn beri til, að úr þessari »grín-fígúru« verði búin til veruleg »mannsmynd« þ. e. banJcaráð í reyndinni, bankaráð, sem fært sé að dæma um alla starfsemi bankans, t'ært um að taka í taumana, ef á þarf að halda og fært um það fyrst og fremst að vera »vörður og vernd- ari« seðla-útgáfunnar, þ. e. vitur og óhlutdrægur dómari um þann mælikvarða, sem er hinn eini rétti fyrir því hvað mikið megi út gefa af seðlum, að bankaráðið kunni að meta réttilega viðskifta- þörfina pá og þá. Það er sú breyting til bóta, sem fyrir mér vakir öllu öðru fremur nm íslandsbanka, að bankaráð hans taki þeim stakkaskiftum, að það láti sér eigi lengur nægja, að veraréttur ogsléttur »fjár«hirðir — heldur verði viðskiftanna þarfur þjónn — með því að gerast raun- veruleg yfirstjórn vors einasta i) Hvenær skyldu þær hafa verið framkvæmdar af banka- ráðsmönnunum? seðlabanka, með opin augun fyr- ir sinni miklu ábyrgð. Til þess að það mætti takast til fullnustu þyrfti vitaskuld helzt alt bankaráðið að vera menn, bú- settir í Reykjavík, en meðan svo stendur, að erlendu hluthafarnir hafa þau ráð, sem að framan getur, mun naumast hægt að bú- ast við því. En ef meiri hlutinn væri hér sífelt, væri. samt mikið unnið. Og að þvi ber alþingi fyrst og fremst að stefna. Þeir tímar hafa runnið yfir íslands- banka, sem sennilega mundu ekki hafa reynst, hvorki honum né viðskiftalífi voru yfírleitt eins erfiðir og leiðir, sem þeir reynd- ust, svo framarlega, sem til hefði verið bankaráð — frekara en að nafninu til til. VI. Niðurlags-athugasemdir. Að þessu sinni ætla eg mér ekki að fjölyrða raeira um þessi bankamál, en vildi mæJast til þess, að háttvirtir alþingismenn vildu ihuga sérstaklega hvort þeim þætti ekki eitthvert vit í því að breyta stjórnarfyrirkomu- lagi Landsbankans eitthvað í þá áttina, sem hér hefir verið stung- ið upp á. Og svo langar mig loks til að gera örfáar sundurlausar athuga- semdir, til íhugunar, úr því talið hefir nú borist að bankamálum. Landssjóðslán. f fjárlögum vorum má sjá, að hvert landssjóðslánið á fætur öðru hefir verið tekið í Danmörku, með mjög mismunandi kjörum. Mundi nú ekki vera réttara eftirleiðis, að landssjóður sneri sér ætíð til bankanna hér og láta þá annast um að bjóða-lánin út? Er vart skiljanlegt annað en að það mundi vera auðveldara fyrir þá að fá góð lánskjör en þann og þann ráðherra, sem — án þess að nokkur trygging sé fyrir, að gæddur sé fjármálahæfileikum — er að »baukast« með slík mál» pri- vat« við lífsábyrgðarfélög, spari- sjóði eða banka suður í Danmörku. Bankavaxtabréfin. Miklu meiri gang- skör þarf að gera að því en hingað til hefir verið gert, að koma íslenzkum banka- vaxtabréfum á erlendan markað, til þess, að bœndur geti fengið við- unanleg lán til rœktunar og bygg- inga. Ef ekki er hægt að selja þau, eins og þau eru nú, þá kem- ur að því að grípa á sjálfu kýl- inu — og gera þau seljanleg — en það er með því móti að hœkka vextina af þeim. Bændur munar minna um að borga J/a% meira fyrir lán sín en þeir hafa gert fram að þessu, ef þeir fá þá nógu löng og hagkvæm lán — en að láta jörðina liggja í órækt og töð- una eyðileggjast í heygörðum. Meira frum- Loks skal eg minnast kvœði frá ^ eitt atriði, sem mér bönkunum. vjrgjg£ jjafa verig tajs. vert sameiginlegur galli á þeim mönnum, sem haft hafa yfirstjórn bankamála vorra, svo mætir menn sem þeir hafa verið flestir. Þessi galli er frumkvœðisleysi þeirra. Að forstjórar banka vorra hafi verið frumkvöðlar að fyrirtækjum yfirleitt, er fátítt. En svo er það um bankastjóra þeirra banka er- lendis, sem verulega mega sín, að þeir beinlínis skapa fyrirtœki. Það má nú ef til vill segja það um forstjóra bankanna okkar, að þeir hafi ekki hingað til haft neina sérstaka ástæðu til að leggja stund á þetta, hafi getað komið fé sínu vel út án þess. En — eigi að siður sér maður það, ef litið er á bankareikningana vetrarmánuð- ina, að þá liggja báðir bankarnir með svo og svo mikið dautt fjár- magn árlega. Naumast trúi eg öðru en hægt væri að nota þetta fó til einhvers, einkum þar sem um það leyti árs er hægt að fá ódýrari vinnu- kraft en ella. Og hverjum liggur það nær en forstjórum bankanna að »lífga« fjármagnið ? Mundi það óhugsandi að grjót- mulningur í stórum stíl gæti borgað sig í venjulegu ári — með því að vinna að honum vetrarmánuðina og selja síðan að sumrinu — svo eitt dæmi sé tekið ? Eða — svo eg nefni annað dæmi. — Mundi ekki mega græða nokkuð á öllum gœrunum, sem vér í venjulegu ári sendum út úr landinu og kaupum svo aftur, þegar búið er að leggja á þær eriend vinnulaun og oftast nær erlendan kaupmanna- og umboðs- mannagróða ? Og alt er, þá þrent er. Hversu miklu töpum við árlega á því, að senda lýsið okkar á markað- inn ó-»raffinerað?« Svona mætti sennilega telja mörg þessu lík dæmi um það, sem mætti nota fjármagn banka vorra til, þegar það ella liggur dautt. Um það verða forstjórar banka vorra að eiga frumkvæði. I því liggur ekki sízt þeirra mikilvæga þjóðnytjastarf, um leið og þeirra stofnana er þægðin, sem þeir veita forstöðu. Af því að maður sá (hr. B. Kr. fjármálaráðherra), sem eg hefi deilt á nokkuð í þessari ritgerð og eins þeirri, er eg reit í Isa- fold í vetur, hefir verið að kvarta yfir því, að eiga við »nafnlausa höfunda«, sem eigi þyrðu að koma fram í dagsljósið — skal eg — ef ske kynni, að honum væri ein- hver hugarhægð í því — lofa hon- um að sjá nafn mitt fullum stöf- um, enda þótt hann hefði ekki þurft að fara í neinar grafgötur um höfundinn, þar sem það er algild regla um ritstjóra blaða, að þeir riti greinar sínar nafn- laust og merkislaust. Ólalur Björusson. t Jónas Jónsson þinghúsvörður var fæddur, að því er kiikjubók Hruua telur, 19. febiú ar i8so að Hörgsholti í Hruna' mannahreppi. Voru foreldrar hans Jón bóndi í Hörgsholti, Jónsson bónda á Ósabakka á Skeiðum, Magn- ússonar bónda í Þjórsárholti, Jóns- sonar bónda í Haga, Halldórssonar, Ingimundarsonar, og kona hans Guð rún Snorradóttir bónda í Vatnsholti í Flóa, Halldórssonar bónda i Jötu, Jónssonar. Hann gekk í lærða skól- ann 1873 og var í skólanum til 1877 að hann hætti námi. — Kvænt- ist 1. nóv. 1879 Kristínu dóttur Hendriks Hansen i Reykjavík; var hjónaband þeirra hið ástríkasta. Þau eignuðust tvö börn, pilt og stúlku, eu urðu fyrir þeirri sáru sorg, ao missa þau bæði; dó dreDgurinn á 4. ári, en stúlkan, er Sigríður hét, dó 17 ára. Jónas dvaldist lengst af, eftir að hann hætti námi, hér í bænum, en var nokkra vetur kennari á Bessa- stöðum. Hann var lengi starfsmað- ur i bókavetzlun Sigfúsar Eyœunds sonar og hafði auk þess fjölda mörg störf með höndum, var umsjónar- maður Alþingishússins og- annaðist útsending Alþingistíðinda. Mörg ár var hann uppboðsritari og tilkynti þau á götum bæjarins með bumbu- slætti., Ennfremur var hann starfs- maður á pósthúsinu og frá 1902— 1910 annaðist hann manntalið i Reykjavík. Þegar Háskóli Islands tók til starfa haustið 1911 varð hann dyravöröur hans og fluttist þá bú- ferlum í Alþingishúsið. Hélt hann því starfi þar til að hann andaðist á þingsetningardaginn (2 júlí) í sumar eftir langa legu. Við ritstörf fékst hann mikið, enda var hann gáfaður maður, hagmæltur og fyndinn. Byrjaði á blaðamensku og gaf út »Mána« (29. nóv. 1879 -12. maí 1882) og síðar »Garðar« (2. jan.—7. júní 1894). En sérstak- lega orti hann mikið af gamanvísum, er flestar birtust undir nafninu »Plau- sor«, og undir þvi dulnefni varð hann landfrægur. Voru sumar þeirra sungnar á skemtisamkomum hér í bænum og mega Reykvíkingar minn- ast hans með þakklæti fyrir margar skemtistundir, er hann veitti þeim. Hin siðari árin var það siður hans, að yrkja og gefa út fyrir kosningar gamanvísnr (Kjörfundarpsaltara og Púðurkerlingar) um flokkana og þá, er í kjöri voru, og mörg gaman- kvæði hans, er birtust í blaðinu Reykjavík*, voru gefin út (Tíðavís- ur 1.—2. h., Rv. 1902). Ennfrem- ur ritaði hann sögu (»Ur krápstað- arlffinu*) undir nafninu »Máni« (Rv. 1893) og margt fleira af sliku tagi. En það, sem vafaliust verður til að halda nafni hans lengst á lofti, er starfsemi hans að sálmafræði og kirkjusöngsfræði. Þessi fræðigrein er fremur ung, og er i raun og veru eaki annað en grein af almennri bókmentasögu og söngfræðissögu, en er nú orðin svo umfangsmikil, að hún hefir klofið sig frá báðum aðalgreinunum og er orðin sérstök fræðigrein við hlið þeirra. Hún er falin í tvennu: i) Sáltnaýrœðinni. Sá masöfn íslands hafa vaxið hröðum skrefum siðan um siðaskifti og eru nú geymd í fjölda af sálmabókum, vísnabókum, versasöfnum, ljóðasöfn- um o. s. frv., sem nú er orðið afar- erfitt að fá yfirlit yfir. Jónas tók sér fyrir hendur rannsókn á þessu efni. Var rannsókn hans fólgin i því að rannsaka, hver sálmaskáldin voru og hverjir sálmar þeiria voru. Ennfremur hvort sálmarnir voru frumortir eða þýddir, eða hvort þar væri líkt eftir útlendum sálmum og þá hverjum. Og ennfremur hvernig þýðiugarnar og eftirlíkingarnar höfðu tekist. Rannsókn hans náði og til þess, hvort sálmar þessir væru gamlir katólskir sálmar og söngvar, breytt- ir eftir siðaskiftin (eins og t. d. Lilja). Hér var því fyrir margar ræt ur að grafa og verkið torsótt og umfangsmikið. Nátengd þessu var 2. Kirkjusönffrœðin. Allur kirkjusöngur seinni aldanna er kominn hingað eftir siðaskiftin og megnið af hon- um geymist í 19 meira og minna mismunandi útgáfum af »Grallaran- um. En þá lá fyrir að rannsaka hvaðan öll þessi sálmalög voru runn- in í öndverðu, um meðferð þeirra Nærsveitamenn erú vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar f afgreiðsluna, þegar þeir eru á ferö í bænum, einkum Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja mjólk til bæjarins daglega Afgreiðslao npin á hverjum virkum degi kl. 8 á morgnana til kl. 8 á kvðldin. á liðna tímanum og hvernig þau voru nú orðin. Frá því að siðaskift- in urðu og þar til 1. útgáfa »Gráll- arans* kom út (1594) liðu rúm 40 ár, og þá lá fyrir að rannsaka við hvað menn björguðust þann tíma. Ennfremur hvaðan íslenzku sálma- skáldin höfðu fengið öll þessi sálma- lög, sem þeir ortu undir, og hvern- ig lögin höfðu þá verið. Auðvitað voru mörg af þessum viðfangsefnum fremur létt til rannsóknar, þar sem upplýsingar um þau voru að finna f útlendum fræðibókum um þetta efnir en um þau lög er þar var ekkert getið og ekki fundust í erlendum sálmabókum frá þeim tímum, varð að rannsaka hvort þau væru ekki frumsamin hér á landi, og reynist það áreiðanlegt að mörg lög voru islenzk að uppruna. En þá var að komast fyrir hvar þau væru fyrst upp komin og hverjir vera kynnu höfundar þeiria. Eins og gefur að skilja, var þetta feikna mikið við- fangsefni. En Jónas heit. var iðinn og þrautseigur, enda varð honum furðu mikið ágengt. Við þessar rannsóknir leiddist hugui hans að almennri söngfræðis- sögu og söngfræði yfir höfuð, eink- um raddsetningarfræði kirkjusöngs- ins. Varð hann flestum íslendingum fróðari f þeirri grein, og samdi mörg margrödduð lög sjálfur, eftir göml- um fyrirmýndum, sem söngfræð-- ingum fanst mikið til um. Nokkur þeirra eru prentuð, en miklu fleiri óprentuð. Hann gaf út »Passíusálm- ana« (Rv. 1906—i907),.með þeim lögum, sem algeng voru á dögum höfundarins og ætla má að hann hafi þekt og ort undir. Einnig gaf hann út »Jólahörpuna« (1909—1912) og söngfræðismánaðarrit er hét Hljómlistin (okt. 1912 til mai 1913V Þessum rannsóknum sfnum í söng- fræðissögu hélt hann áfram til dauða- dags, og varði til þess fé sinu og tima. Á fjárlögunum 1912—1913; fekk hann 600 kr. styrk hvort árið til þessa starfs og var það víst til- ætlun hans, að handrit hans um þessi efni yrðu eign landsins að‘ honum látnum. Hann lætur eftir sig eitthvert hið merkilegasta safn af söngfræðisbókum, sem liklega er til í eign einstaks manns, og auk. þess feikna mikið verk í handritum, sem vafalaust er ekki unnið til fulls, en þó afarmikið á að græða. Getur ekki annað komið til mála, en Lands- bókasafnið kaupi alt þetta safn, sem er þúsunda króna virði. Auk þess átti hann mikið safn af almennnm bókum, islenzkum og erlendum, því að hann var allra manna víðlesn- astur og bókfróðastur. Jónas Jónsson var tryggur maður og vinfastur. Hann var manna skemti- legastur í viðkynningu og hrókur alls fagnaðar á mannamótum og munu þeir er höfðu kynni af hon- um sakna hans og geyma minn- ingu hans í þakklátum huga. Hannt var orðheldinn og áreiðanlegur i viðskiftum. Bindindismaður var hann og yfir 30 ár meðlimur Góðtempl- arareglunnar. Hanu var tæpur meðal- maður á hæð, grannvaxinn og hvik- ur á fæti. (Kn.)

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.