Ísafold - 14.11.1917, Blaðsíða 3

Ísafold - 14.11.1917, Blaðsíða 3
„Þjóðír Norðurálfu, verjið helgustu réttindi yðar!“ Mynd þessi er gerð af Vilhjálmi Þýzkalandskeisara fyrir nokkrum árum. Keisarinn skýrir sjálfur svo myndina, að engillinn, sem segir orðin hér að ofan, sé Mikael erkiengill. Kvenmyndirnar eiga að tákna Frakkland, Þýzkaland, Rússland (sem styður sig við Þýzkaland), Austurríki-Ungverjaland, Ítalíu og England, en á yztu myndinni vantar skýringu. í austri sést hin ferlega »gula hætta«. 33. Lögum dýrtíðaruppbót handa embættis- og sýslunarmönn- um landssjóðs. 34. Lög um hjónavígslu. Nýir tímar. Ný saga eftir Axel Thorsteins- son um sviknar ástir og endur- tengdar, fjárspilara og svallsaman ungan mann, er mist hefir traust á guði og sjálfum sér og svikið uunustuna, ætlar af landi burt, en vill fá fyrirgefning unnust- unnar áður. Þau hittast, hún heit- ir honum trygð á ný og hann verður nýr og betri maður, ei' gengst síðan fyrir félagsstofnun í kauptúni einu íslenzku og eiga þá nýir og betri tímar að renna upp, barnauppeldi að batna, svall og sukk að minka, kristilegur andi að ná yfirtökum yfir hugum fólks- ins. Sagan er lipurt rituð, en efnið hvorki frumlegt né íslenzkt í sjálfu sér, þó sagan sé íslenzk öll. Sál- fræðilegar skýringar á endurfæð- ingu aðalpersónunnar, Árna Rögn- valdssonar, væru mest virði og gæti bókin öll skýrt frá því og setti að gera ef vel væri. En Árni verður undir eins fyrirmyn- armaður, og veldur þeirri breyt- ingu viðtal við unnustuna, er talar kjark í hann, og draumur föður hans. Hann er sá fyrirmyndar- maður, að hann þiggur ekki í nefið hjá kunningja sínum daginn eftir afturhvarfið, en reykir þó úr pípu hjá honum nokkrum mín- útum á eftir, þrátt fyrir bindind- issemina, og er ósamræmi í þessu. Eðlilegast hefði verið, að sagan hefði lýst 8álarstríði Árna og sýnt hversu hann smámsaman ynni sigur á sjálfum sér. Árni réttir nefnlega við á stuttum tíma og gengst nú fyrir félagsskap í kaup- túninu, er boða á nýja og betri tíraa og er hér bersýnilegt, að höfundurinn hefir orðið fyrir á- hrifum af hreyfingum þeim, er hér ber einna mest á í seinni tíð. Bindindissemi á vitanlega að ríkja í kauptúninu, en öfgakent er það, að drykkjugarmur einn, Sæmund- ur, gerist alger bindindismaður í bannlaudinu Islandi, er símfrétt' kemur til kaupstaðarins frá þing- inu þess efnis, að aðflutningsbann- ið sé afnumið. »Meðan aðflutn- ingsbannið helzt, þá skal eg drekka En þegar þeir- afnema það, þá steinhætti eg«. Og Sæmundur þessi undirritar síðan með öðrum forgöngumönnum kristilegt ávarp til kaupstaðarbúa um félagsstofn- unina. Algerð bindindissenfi er vitanlega ekkert skilyrði fyrir nýjum tímum höfundarins. Mest göiluð er þó lýsingin á félagsstofn- uninni sjálfri, auglýsingin um nýju tímana, er kveður m. a. svo að orði: »forgöngumönnum þessa fyr- irtækis er það ljóst, að undirstað- an verður að byggjast á trúar- andanum, trúarvissunni um, að þetta líf sé að eins einn þáttur lífsins, að sálir mannanna lifi, — lifi út yfir gröf og dauða og að nauðsynlegt sé, að hver mannssál búi sig undir þetta framhald lífs- ins, sem menn þekkja eigi nema að nokkru leyti enn þá.« Höf. virðist sammála þeim mönnum, er halda því fram, að þekking sé þegar fengin á öðru lifi, og vill nú láta þenna félags- skap byggjast á þessum grund- velli. Þetta er heldur ekki neitt skilyrði fyrir þessum nýju tímum, þar sem eindrægni, kristilegt hugarfar og siðferðisþroski á að rikja, nema síður sé. Vissan um annað lif er áreiðanlega lítilfjör- lagt atriði fyrir þá, sem lengst eru komnir í siðferðísþroska. Og tólfunum er kastað, pegar þessir nýju tímar eiga að renna upp með tilraunum nokkurra manna til þess að ná sambandi við fram- liðna menn. Eða hver trúir því, að slíkir tímar renni upp, ef drykkfeldur gamall læknir, en góðmenni þó, beitir sér fyrir slíkum félagsskap i íslenzku sjáv- arþorpi, með aðstoð prestsdóttur er gengur í berhögg við foreldra sína til þess að geta fullkomnast á þenna hátt, og annara manna, er lýsing er gefin á í sögunni? Eg hefi minst á, hvers eg sakn- aði hjá aðalpersónunni, en ýmis- legt fleira mætti benda á, eins og t. d. líkingu höf. um silfurbergs- molana og sálír mannanna, er 3 persónnr í sögunni bera fram: Anna, unnustan, Sigríður hús- freyja Jóns á Kambi, og Árni sjálfur (faðir hans dáinn í draumi sonarins). Þetta er huglægt atriði höfundarins og missir hlutlegt gildi sitt, er fleiri persónur nota sömu líkinguna. Annars ber tölu- vert á þessum galla í nútíðar- skáldsögum íslenzkum, að per- sónurnar endurspegla altaf höf- undinn sjálfan, eru ekki sannar myndir af þeim mönnum, sem lýsa á, en sambland af hvoru- tveggja, sögupersónunni og höf- undi 8ögunnar. Annars er fyrstu kaflarnir betur ritaðir, en það er eðli ritdómara að benda frekar á galla en kosti. Höfundurinn er enn kornungur og á eflaust eftir margt óritað. , , H8fkjaííiariQnáiL Einar H. Kvaran rithöfundur fór með Sterling til Akureyrar til þesa að halda fyrirlestra um bindindi og ofdrykkju, að sögn fyrir tilstilli Good- templara. Útflutningsleyfi hafa Bretar veitt Norðmönnum á 20 þús. tunnum af saltkjöti héðan. »Sterling« fór í gærmorgun vestur um land til Akureyrar. — Farþegar voru : Guðrúu Pétursdóttir frá Hrólfs- skála, Kristín Fjeldsted, Helga Jón- asd., Vigdís Björnsd. þóranna Erlends- dóttir, Halld. Benediktsdóttir, Rebekka þiðriksdóttir, Ólöf BeDediktsdóttir, Sigríður Ingimundardóttir, Hólmíríð- ur Jónsdóttir, Sig. A. Guðmundsson skipBtjóri, P. A. Ólafsson, þóra Guð mundsdóttir, Kristmundur Guðjóns- son, Gunnar Gíslason, Bjarni Pálma- son, Finnur Thorlacius, Páll Björns- son, Hallgrímur Jónsson, Jónas Magn- ússon, Bjarni Arnason, Halldór Guðmundsson rafmagnsfræðingur, S. Grauslund, Stefán Sigurðsson kaupm. á Akureyri, Bjarni þormóðsson, Krist- ján Blöndal póstafgrm. á Sauðárkróki. Látinn er þ, 11, þ. mán. í Vífils- staöahæli Magnús Bjarnason kaupm. eftir margra ára þunga vanheilsu. Hann varð aðeins þrítugur. Efnis- maður og Ijúfmenni. Fölsunartilraun gerði maður einn hér í bæ sig sekan í á laugardaginn. Hafði ‘falsað undirskrift Sláturfól. Suðurlands á nokkur hundruð króna tékk, en komst upp og var raaðurinn. Ólafur Guðnason að nafni, tekinn fastur og hefir hann nú kannast við afbrot sitt. Landsspítalinn, Tillögur nefndar- innar, sem um spítalamálið f jallar eru að Landsspítalinn verði reistur skamt frá Kennaraskólanum annað hvort fyrir sunnan og austan eða norðan og vestan hann. Borgarstjóra-fnlltrúi er ráðinn Ólafur Lárusson yfirdómslögmaður. Eldur hefir tvívegis komið upp í húsi Guðmundar Björnssonar land- læknis í haust, en ekki sakað. Hefir þetta gerzt með þeim hætti að ekki þvkir ugglaust um nema í hafi verið kveikt af mannavöldum. Leikhúsið. »Tengdapabbit var leik- inn á sunnudagskvöldið og þóttí bezta skemtun. Endurtekinn verður leikurinn í kvöld. Nánara getið síðar. Endurskoðendur Iandsverzlunar- innar eru þeir skipaðir dr. phil. Ólafur Daníelsson og jpórður Bjarna- son stórkaupm. Verðlagsnefnd hefir krafið lands- verzlunina sagna um ástæðurnar fyrir hækkun sykurverðsins, en mun engin svör hafa fengið enn, fremur en aðrir. Frá Vesturheimi kom í gær Fran- cis Hyde, sklp þeirra Johnson & Kaaber, sem landsstjórnin hefir á leigu. Látin er í morgun ekkjan Ingibjörg Einarsdóttir Jónassen, móðir Magnús- ar Vigfússonar, dyravarðar í Stjórnar- ráðinu og þeirra systkina. Hún varð 85 ára, mikil tápkona.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.