Ísafold - 24.11.1917, Blaðsíða 2

Ísafold - 24.11.1917, Blaðsíða 2
2 ISAFOLD Árni Eiríksson Heildsala. | TalS. 265 Og 554. PÓSth, 277. I Smisala | — Vefnaðarvörur, Prjónavörur mjög fjölbreyttar. — o •QO o> Saumavélar með fríhjóli og 5 ára verksmiðjuábyrgð. Smávörar er snerta saumavinnu og hannyrðir. Þvotta- og hreinlærisvörur, beztar og ódýrastar. Tækifærisgjafir. 'á-úy. I vM >'■ C' ■ x <■% li II i Ö ■iffi WM ’.í-’/í p M w Takið eftir! SANNUR SPARNAÐUR! Sérhver af Willys Overland bifreiðum er fullkom- inn dýrgripur, hið bezti drval af tegundum sem nokk- urntíma hafa verið bygðar af bifreiðarframleiðaudi. Við álítum að okkir léttu fjögra cy indra bifreiðar séu einmitt fyrir fiestar fjölskyldur hin rétta sameining af því nytsamlega og skrautlega — til þess að bifreið- in geti orðið til stöðugrar ánægju. Þegar maður lítur á sannan sparnað þi er Wtllys Overland bifreiðin sá vagn sem hentar bezt fyrir þarfir yðar og pyngju. Við erum reiðubúnir til þess að láti yður í té upplýsingar allar og leiðbeiningar i þessu efni og hjilpa yður í vali yðar. Willys O verland bifreiðarnar eru: Stór 4 cylindra. Létt 4 cylindra. Willys-Knight. Overland, 5 manna. 4 cylindra 5 manna. 8 — 7 — 2 og 4 manna sport bifreið og margar flein gerðir. Verð-skrá með myndum fást hjá umboðstnanni okkar, Jónatan þorsteinssyni, Reykjavík, H ■■ ... Mm The Willys-Overland Company, Toledo, Ohio, U. S. A. i Manuíacturers of Willys-Knight and Overland Motor Cars and Lioht Lorries W t§r f í í'4 Vk ' i !f i p i fc< =P Skilagrein heimboösnefndar St. G. Stephanssonar Hún hefir nú lokið störfum sín- nmj þar sem skáldið er aftur farið heim til sín vestur um haf. Blöðin hafa áður skýrt frá ferðum hans hér á landi í sumar, svo og viðtökum þeim, er hann fékk á ýmsum stöð- um, Eg þarf þvi ekki að rifja það upp hér. En tilgangurinn með línum þess- nm er sá, að gera almenningi grein fyrir fé því, er nefndinni hefir bor- ist úr ýmsum áttum, og skýra frá hvernig því hefir verið varið. Það yrði oflangt mál að birta nöfn allra þeirra manna, er gjöfum bafa safn- að, hvað þá heldur nöfn allra gef- enda. En samskotalistar allir, ásamt sjóðbók gjaidkera og öðrum skjöl- um, sem nefndinni hafa borist, hafa verið afhent landssjalasafninu, og eru þau skrásett þar, geta þeir, sem kost eiga á, að ná til landsskjalasafnsins, gengið þar að skjölum nefudar- innar. Til tryggingar því að alt sé hreint frá nefndariunar hálfn, hafa tveir menn, sem ekkert hafa verið við störf nefndarinnar riðnir endurskoð- að alla reikninga hennar, og birtist hér yfirlits-reikningur frá gjaldkera nefndarinnar, ásamt umsögn endur- skoðenda: Skilagrein frá heimboðsnefnd St. G. Stephanssonar skálds. Tekjur: kr< Innk. með söfnunarlistum 5129.99 — fyrir seld úrvalsljóð . 521.40 Tekjur af Stephans-kvöldum 356.75 Vextir af innstæðu í Islauds banka ...................... 4923 Krónur 6057.37 Gjöld: Dvalar- og ferðakostnaður skáldsins..................1975.01 Risnufé..................... 178.15 Prentun og pappir ..... 684.07 Auglýsingar.................... 93.31 Burðar- og símagjöld .... 67.40 Húsaleiga o. fl............. 17.5° Peningar, sendir og afhentir skáldinu...................2500.00 Minningargjöf (málverk með silfurskildi)............ Sx6.2 5 í sjóði........................ 25.68 Krónur 6057.37 S. E. & O. Reykjavík’, 6. nóvember 1917. f. h. nefndarinnar H. Berqs, féh. Söfnunarlista, kvittanir og önnur tilheyrandi gögn, höfum við undir- ritaðir endurskoðendur borið saman við sjóðbók nefndarinnar og skila- grein þessa og ekkert fundið athuga- vert. Reykjavík, 10. nóv. 1917. Engilbert Hajberq. Eqill Guttormsson. Eins og reikningur þessi ber með sér, hefir samskota-tilmælum nefnd- arinnar verið vel tekið, og hún hef- ir haft nægilegt fé með höndum, til til að standa straum af dvaldarkostn- aði skáldsins hér og ferðakostnaði, að því leyti sem ýms félög og ein- stakir menn hafa ekki séð honum fyrir fararbeina endurgjaldslaust. Fyr- ir nefndarinnar hönd votta eg þeim öllum beztu þakkir, er beint eða óbeint hafa stuðlað að þvi að St. G. St. varð boðið heim og gat haft þá ánægju af ferðinni, sem raun er á oiðin. Skal þar fyrst til nefna þá menn, er sent hafa fé til nefndar- innar, og þeir eru margir víðsvegar um land, í öðrulagi þá, er fluttu hann endurgjaldslaust lengri eða skemri leið á landi eða veittu hon- um annan fararbeina, og síðast en ekki sizt vottar nefndin »Eimskipa- félagi íslands* þakklæti sitt fyrir það að flytja skáldið endurgjaldslaust yfir hafið fram og aftur. Nefndin hefir lokið störfum sín- um; en eins og yfirlitsreikningur- inn ber með sér, eru nokkrar krón- ur í sjóði. Ef nokkrir skyldu eiga enn eftir að senda nefndinni pen- inga, hvort heldur samskotafé eða andvirði seldra úrvalsljóða, þá er gjaldkeri nefndarinnar Helgi Bergs, sem á að veita því móttöku. Á loka- fundi nefndarinnar var það samþykt, að því fé sem kynni að berast í hendur nefndarinnar, yrði varið til að kaupa lágmynd eða brjóstmynd af skáldinu, sem Ríkarður Jónsson listamaður hefir gert. Ef einhver vildi styðja að því, að úr þessum kaupum gæti orðið, með þvi að leggja fé til þess, þá veitir nefndin þvi móttöku með þökkum, og gerir á sínum tima grein fyrir því fé, sem henni verður sent hér- eftir. Myndin verður að sjálfsögðu gefin landinu, ef nægilegt fé fæst til að kaupa hana. Gjaldkeri nefndarinnar hefir sent viðurkenningu fyrir öllu því fé, sem í hans hendur hefir korríð. Ef ein- hverjir hafa samt sem áður sent samskotafé eða gjafir án þess að fá viðurkenningu íyrir, eru þeir beðnir að tilkynna það formanni nefndar- innar, og skal það verða leiðrétt svo fljótt sem auðið er. í umboði nefndarinnar. Flensborg í Hafnarfirði. 15. nóv. 1917. Steinpór GuSmundsson, formaður. ’,rF'r1n" ■nir,*™™ 50 ára afmæli styrktar og sjúkrasjóös verzlunarmanna í Reykjavik. í dag eru liðin 50 ár síðan »Styrkt- ar og sjúkrasjóður verzlunarmanna i Reykjavík* var stofnaður. Hann er elzti sjóðurinn, sem stofnaður hefir verið hér á landi til styrktar heilli stétt manna á all- stóru scæði. Hefir hann því orðið fyrirmynd og margir aðrir sjóðir síðan verið stofuaðir með svipuðu fyrirkomulagi. Stofnendur sjóðslcs voru 18, þar af 3 í Hafnarfirði. Fyrsta árið nam sjóðurinn kr. 1633,33. Tíu árum síðar var hann orðinn 10407,87, en nú er hann orðinn um 54500,00 kr. Mesta aukning á einu ári var 1912 kr. 2653,12 og tvisvar sinnum hefir aukning sjóðsins numið nær 2 þús. kr. á ári; 1891 nam hún 1909,56 (Já var haldin tombóla fyrir sjóðinn og gaf hún af sér rúmlega 1000 kr.) og 19x4 nam aukningin 1907,18. I tilefni af 50 ára afmælinu i dag hafa sjóðnum þegar verið gefnar þessar afmælisgjafir: Jes Zimsen konsúll .... kr. 1000 L. Kaaber konsúll.............— 1000 Ólafur Johnson konsúll. . — 1000 Sighv. Bjarnasoa bankastj. — 1000 Th. Tho/steinsson kaupm. — 2000 Síðan sjóðurinn var stofnaður hefir verið veittur samtals kr. 30613,00 styrkur úr honum. Sjóðfélagar hafa alls verið frá upphafi 378, en nú sem stendur eru þeir um 180. Sjóðurinn hefir nú gefið út snot- urt minningarrit um starfsemi sina siðan sjóðurinn hófst og hefir Ólatur Björnsson ritstjóri samið minningarritið. í kvöld kl. 8 verður haldið há- tíðarsamsæti. „Dýpra og Dýpra“ Sú saga gengor hér um bæinn, að þeim hér i bænum, sem standa að þeim Sigurðunum ráðherrum hafi ekki þótt vænlegt að láta þá fara lengur eftirlitslaust með stjórnar- taumana. Hafi það ráð verið tekið að skipa þeim eftirlitsmenn, sem gæti þess að þeir hlaupi ekki á sig. Skuli ráðherrarnir jafnan bera öll mál, h-or undir sinn eftirlitsmann, áður en þeir úrskurði þau í stjórn- arráðinu. Sagt er að til eftirlits Sigurði Jónssyni hafi verið kvaddur Guð- brandur Magnússon. og því hafi hann látið af ritstjórn »Tímanst, en til eftirlits Siðurði Eggerz sé kvadd- ur Ólafur Friðriksson ritstjóri »Dags- brúnar«. Hvort þetta sé gert með samþykki allra þeirra þingmanna sem studdu þá Sigurðuna til ráð- herrasætis veit eg ekki. En harla ólíklegt þykir mér að það hafi verið tilætlun þingsins að það væra þess- ir tveir eftirlitsmenn, sem i raun og veru stjórnuðu landinu gegn um brim og boða heimstyrjaldarinnar. Að eftirlitsmönnunum ólöstuðum finst mér þetta ástand vera komið talsvert út yfir það, sem sæmilegt sé. Geirröður. Gögnin á boröiö. Enn hefir landsstjórnin ekkert lát- ið til sin heyra um ástæðurnar fyrir því að bækkað var sykurverðið. Enn er ókomin frá landsstjórninni skýrsla um það á hverju sé bygt verðlag á vörum landsverzlunarinn ar. Enn er ókomín skýrsla um hag landsverzlunarinnar. Alt eru þetta mál, sem varða mjög almenn- ing. Um alt þetta krefst þjóðin að fá vitneskju. Hve lengi ætlar landssjórnin að þverskallast við kröfnm þjóðarinnar? Hve lengi ætlar landsstjórnin að þegja? Ætla allir þeir, sem einum rómi kröfðust þess á fundinum um daginn að gögnin yrðu lögð á borðið, ætla þeir að láta bjóða sér þetta þegjandi? Landsstjórnin þarf ekki að ætla, að hún geti þagað þetta fram af sér. Hvaða tilraunir sem hún gerir til að leiða athyglina frá þessu máli, skaE hún aldrei geta þaggað niður kröf- una: Göanin d borðið! Sagan af Sigurði þögla. Hann var mælskumaður mikill. Hanm talaði svo sætt og mjúkt, að orðin ultu- eins og mjúkir ullarhnoðrar milli manna sem á hann hlýddu. Og svo var orð- gnóttin mikil, að nppsprettulind tnngu hans var ótæmandi. Hann sagði svo vel draugasögur, að enginn tók honum fram i þvi; hann talaði oft i dæmisögnm og höfðu þær mikil áhrif á hngi manna, hjörtn 0g nýrn. Eitt sinn bar það til, að mælskan varö svo mikil, að hann fékk eigi stöðvaö stranm orða sinna. Elutn þá af vörum hans ýms orð og ýmsar skýrslur, sem hann vildi ekki talað hafa, af því aö það sem hann sagði var ekki satt. Þetta atvik hafði þau áhrif, að mælsku-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.