Ísafold - 12.01.1918, Blaðsíða 4

Ísafold - 12.01.1918, Blaðsíða 4
4 IS AFOLD Nærsveitamenn eru vinsamlega beðnir að vitja Isafoldar í afgreiðsluna, þeg u þeir eru á ferð í bænurn, einku-r Mosfellssveitarmenn og aðrir, sem flytja miólk til bæjarins daglera Áfgreiðslan npin á hverjum virku r degi kl. 9 á morgnana til kl. 6 í kvöldim ara sinn og íjandmann, þrælmennið Schtscheglovitov, og vaipa honum í svartholið. Þingmaður. 1912 var Kerenskij kos- inn inn í Dtimuna. Hann fylti flokk jafnaðarmanna og var með al sterkustu andstæðinga stjórnar- innar. Hann vann nú að því öllum árum að undirbúa byltinguna, og fór oftlega geyst og iét hug sinn ti stjórnarinnar óspart i ijósi. En svo mikill geðsmunamaður sem hann var, hafði hann þó fult vald á skapi sínu þegar á þurfti að halda til þess að skirra vandræðum. Eitt sinn höfðu orðið æsingar og óeirðir á fundi í Dúmunni og var Kerenskij þar fremstur í flokki. Þeir sem tekið höfðu þátt í óspektunum voru dæmdir til þess að mega tkki sækja 15 fandi í Dúmunni. Þessu neituðu þeir að hlýðnast. Stjórnin sendi þá lögregruliðið tnn í þingsal- mn til þess rð varpa hinum dæmdu á dyr. Það var bú st við uppþoti og gengið að þvi sem vissu að stjó n- inni myndi verða það kærkomin átylla ttl þess að rjúfa Dúmuna. Þegar svo fodngi lögregluliðsins vék sér að Kerenskij fyrstum manna' og krafðist þess að hann færi út úr salnum, fanst öllum sem komið væri í óefni. Hann stóð þar eins og spent stálfjöður*, segir sjónarvottur frá, >ungur og grannvaxinn. Hann skalf af geðshræringu og teygði fölt höf- uð fram. Augun loguðu . , en hann stilti sig. Hann rétti vinstri höndina framog hrópaði: »Vérlátum undanfyr- irvaldmu, en sá dagur kemur að ...« Háðsyrði afturhaldsmanna kváðu við í salnum og það heyrðist ekki meira til Kerenskij’s. Svo gekk hann hratt fram. Það var dauðaþögn meðan hann gekk út. Þingmenn sátu sem steini lostnir*. —- Dórrsmálaráðherrann hafði rekið upp illgirnishlátur við orð Kerenskij’s, — sá sami sem nú situr í Pétur Páls-fangelsinu í Petro- grad samkvæmt skipan eftirmanns sins. Því nær sem dró hyltingunni, því berorðar hótaði Kerenskij stjórninni því í ræðuoí sínum í Dúmunni, að þjóðin myndi verða að gripa til sinna ráða. (hramh.). Iiandsbanka-hneykslið. Það er nú komið upp úr dúrn- nm, að bæði hinn setti bankastjóri fón Gunnarsson samábyrgðarstjóri og helztu starfsmenn bankans munu gjarna hafa viljað eiga kost á setningu i það bankastjóraembættið, sem hr. Ben. Sveinsson, var settur í. Verður þvi æ berari hin afdráttar- lausa pólitíska hlutdrægni, sem hér hefir beitt verið og sú regla stjórn- arinnar að forðast haýa menn í stöð- nr þær, sem hún á yfir að ráða, eins og heitan eldinn. Danskar vörur til íalands. Út af grein með þeirri fyrirsögn eítir hr. Þór. Tulinius, um daginn hér í blaðinu, hefir hr. Páll Stefáns- son beðið ísafold fyrir svar, sem kemur í næsta blaði. Sighv. Blöndahl caud. jur. Viðtalstími kl. 11-^12 og 4 —6. Lækjargötu 6 B. Sími 720. Pósthólf 2. á Larsen <£ Petersen Piavofabrik, Kðbenhavn. E i n k a s a 1 a fyrir í s 1 a n d í Vöruhúsinu. Nokknr Piano fyrirliggjandi hér 4 staðnnm; sömnleiöis pianostólar og nótnr. 'xxrxiixiTEti't in Skrifstofa andbanningafélagsins, Ingólfstræti 21, opin hvern virkan dag kl. 4—7 síöd. Allir þeir sem vilja koma áfengis- æálinu i viðunandi hor(, án þess að hnekkja parsónufrelsi manna og al- mennum mannréttindum, eru beðnir rð snúa sér þangað. Sími 544 GandreiðiD • eftir Benedikt Gröndal öskast keypt á slirifitofu Isafoidar Erl. símfregnir Frá fréttaritara isafoldar og Morgunbl. K.höfn 4. jan. »Daily News« segir fiá þvi, að bandamenn muni sennilega viður- kenna Leninstjórnina. Sendiherra Rússa í London og sendiherra Breta í Petrograd hafa fengið hvíld frá störfum sínum vegna vanheilsu. Sænska stjórnin hefir viðurkent sjálfstæði Finnlands. K.höfn 4. jan. Rússar hafa slitið friðarsamningum f Brest Litovsk og krefjast þess að þeim sé haldið áfram í hlutlausu landi, helzt i Stokkhólmi. Trotzky hefir flett ofan af hinum hræsnisfullu friðarskilmálum Þjóð- verja. Þýzka stjórnin vill komast að samningum við Rússa, en þeir halda fast við fyrri kröfnr sínar. Dómkirkjan í Padua hefir verið lögð í auðn. Höll Spánarkonungs i Lagranja er brunnin. Sendiherra Breta í Washington fer frá. — »Daily Chronicle* spáir miklum breytingum á sendiherrasveitum Breta Bajarskrá Rsykjavíkur 1918, kemur út undir mánaðamót. Stjórnir fólaga og stofnana ern beðnar un að gera svo vel og gera útgefi nda viðvart nm breytingar þær, er orðið hafa i þvi efoi síðan í fyrra. Bæ]arskráin verðnr fjölbreyttari nú en nokknru sinni áður. Aukiö álit. Það er deginum Ijósara, að hin siaukna eftirspurn vandlátra kaupendt og fólks af háum stigum, eftir Scripps Booth bif- reiðum, stafar af því trausti sem sá vagn hefir unnið sér, þrátt fyrir mikla samkeppni. R Scripps~Boo$\ er áreiðanlega bú:nn kostum fegurðar, endurbóta og hinum óvið- jafnanlegu þolgæðum. Bifreiðasölum eru þessir kostir vel ljósir og fyrir því er það, að allir sækjast þeir eftir að verða umboðsmenn vorir, enda vegnar þeim hvarvetna vel, sem þessa bifreið hafa á boð- stólum. Atta syliodra fjoi;nrra farþega vagn, er rnmbetri en 4Öur og milu ’sætanna er gegnt. Stýrissætið er þægilegt yagnstjóranntn, sem oraabar betri stjðrn og þsegilegra ferðalag. Geymslupláss gott og handhægt. Karþegarnir ná til þe<s nr sætnm BÍnum. Auk þe9sara kosta ern aðrir yfirbnrðir Scripps Booth svo að sízt er að fnrða, þótt þessi hifreið njóti almennra vinstelda. Ný gerð af G fjögurra syiirdra, þriggjá farþega bifreið. Gerð D. átta sylindra, fjögurra farþega bifreið. Scripps-Bootf) Corporation, Export Deparfment 2 West 57tt) Streef, Tlew l/ork, U. S. TJ. K.höfn 5. jan. Hertling skýrir frá því að Mið- rfkin haldi fast við friðarskilmála sina og þvertaki fyrir það að flytja friðar- ráðstefnuna. Rússar geti eigi sett Þjóðverjum' neina kosti um það hvort friðarfundurinn skuli fluttur. »Vér höldum bara áfram«, segir hann »að semja við fulltrúa Ukraine, sem ný- lega eru komnir til Brest Litovsk«. Norðurlönd halda ráðstefnu um vöruskifti i Kristiania. Maximalistar hafa í hyggju að birta leynisamninga milli Rússa og Þjóð- verja. Viðsjár með Maximalistum og Ukraine-búum. Spánarkonungur hefir uppleyst [.ingið. Kauphöllm i Danmörku hefir hætt við það að gefa upp gangverð á rússneskri mynt. Kaupmannahöfn, 6. jan. »Daily Telegraph« ber það til baka að bandamenn muni viðurkenna stjórn Maximalista. í Portugal fer vaxandi sú hreyfing að endurreisa aftur konungsveldið. Trotzky er kominn til Brest Litovsk til þess að reyna að fá full- trúa Miðrikjanna að fallast á það að friðarfundurinn verði fluttur. ítalir búast við sókn af bálfu M ðríkjanna. Þýzk sprengiefni hafa fundist í Kirkjunesi í Noregi. Branting, fjármálaráðherra Svía, hefir orðið að fara frá vegna veik- inda. Jafnaðarmaðurinn. Thorsson hefir tekið við af honum. Frakkar viðurkenna Finnland sem sjálfstætt ríki. K.höfn 7. jan. Með samþykki allra stjórnmál?- flokka skýrði Lloyd George forsæt- isráðherra Breta, frá því, að friðar- skilmálar bandamanna væru þessir: Bandamenn ætluðu sér ekki að koma Miðveldunum eða Tyrklandi á kné. Belgia, Serbía, Montenegro og h n herteknu lönd Frakka, ítala og Rú- meníu verði að endurreisa og gjalda þeim fullar hernaðarskaðabætur. Örlög Elsass og Lothringen skuli verða tekin til-íhugunar og þvi spurs- máli ráðið til lykta síðar. Rússar ákveði sjálfir um framtíð sína. Pólland verði sjálfstætt ríki. Hellusund verði alþjóðaeign, — opið öllum þjóðum. Ráðstefna verði látin ráða til lykta framtíð nýlendna Þjóðverja. Undirokaðar þjóðir fái sjálfar að ákveða með þjóðaratkvæði hvað um þær verði. Að komið verði á því alþjóðasam- bandi sem stungið hefir verið upp á. Þjóðverjar hafa viðurkent sjálfstæði Fínnlands. Miðríkin halda áfram að semja við Ukrainebúa. K.höfn 8. jan. Þýzku blöðin hafoa harðlega frið arskilmálum Breta. Miðrikin ætla að afturkalla frið- arboð sin frá 25. deserr ber þar sem bandamenn vilja eigi vera með. HuysmanD væntir þess að friðar- stefna verði bráðlega háð í Kaup- mannahöfn. Þjóðverjar færast í aukana hjá Ypres. Kaupmannahöfn, 9. jan. Rússar hafa viðurkent sjálfstæði Finnlands. Reding jarl er orðinn sendiherra Breta í Washington. Áköf stórskotahríð á vígstöðvum Itala og Breta. Friðarskrafinu er haldið áfrarn, Bandamenn fallast að öllu leyti á ræðu Lloyd George. K.höfn 10. jan. í ávarpi til þingsins í Bandarikj- unum hefir Wilson forseti lýst frið- arskilyrðum bandamanna i samræmi við það er Lloyd George hefir sagt uin þau. Bandamenn búast við þvi að Þjóð- verjar hefji sókn á vesturvigstöðv- unum. Uppteist í flota Portugals. Miðríkin og Rússar hófu aftur friðarsamninga í Brest Litovsk í gæi- dag. Khöfn 11. jan Norðmenn og Danir hafa viður- kent sjálfstæði Finnlands. Þýzku blöðin eru andfrig ræða Wilsons. Maximalistar hafa í hyggju að ógilda þjóðarskuld Rússa. Endurbótum hefir verið komið á í brezka flotaráðuneytinu.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.