Ísafold - 20.07.1918, Blaðsíða 1

Ísafold - 20.07.1918, Blaðsíða 1
líemur ut 1—2 ; í viku. Verðárg. , 5 kr., erletifiis 7^/j ; k r. eða 2 dollar;borg- tst fyrir miðjan júlí erlendls fyrirfram. Lausasala 10 a. eint XLV. árg. Reykjavlk, laugardaginn 20. júlí 1918. Ritstjórl: Dlafur BjörnssDn. Talslmi nr. ísafoldarprentsmiðja. Uppsögn (skrifl. bundln vlð áramót, er óglld nema kom In bó til ótgefanda fyrir 1. oktbr. og bó kaupandi skuld- laus við blaðíð. 37. tölublað M i n n i s 1 i s t i. AJlþýöuféLbókasafn Templaras. 8 kl. 7—0 Lorgarstjóraskrifst. opin dagl. 10—12 og 1—8 Bœjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—6 Bœjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 10—12 og 1—6 Íslandsbanki opinn 10^-4. Lestrar-og skrifstofa 8érd,—10 ibd. A.lm. fundir fid. og sd. 8*/a slöd. Landakotskirkja. öubsþj. 9 og 6 á holgom k.andakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. uandsbankinn 10—3. Bankastj. 10—12 Su*.ndsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—B jmndsbúuaOarfólagsskrifstofan opin frá Lá ~8 LandsféhirOir 10—12 og 4—6. Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga belga daga 10—19 og 4—7. ListasafniO opiö á snnnudögum kl. 12—2. NátbúrugripasafniO opiö 1»/*—2*/i á sunnud. Póathúsib opiO virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Sumábyrgö Islands kl. 1—6. 8tjórnarrá0sskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reyk,javikur Pósth.8 opinn 8—12. Vifilstaftahælið. Heimsóknartimi 12—1 frjóðmiujasafnið opiö sd., þrd., fimtd. 1—8. Þjóðskjalasafnið opió sunnud., þriðjnd. og fimtudaga kl. 12—2. Fullnað verk. Fulltrúar Dana og íslendinga, sem nú hafa setið, svo sem reg- in á rökstóium, nær 3 vikur — hafa lokið störfum sínum. Og lokið þeim þann veg, að fullnaðarsamkomulag hefir orðið um sambandssáttmála milli ríkj- anna Danmerkur og íslands. Með það er í enga launkofa farið, enda þótt dragast muni enn um nokkra daga, að samkomulagssáttmdlinn í heild sinni verði birtur. Það er ekki heldur launungar- mál, að 19/ao af öllu Alþingi hafa goldið jákvæði við þessum sátt- mála, en einir 2 þingmenn setið hjá — af því þeir töldu sig ekki hafa haft nægan íhugunartíma til þess að gera sér úrslitagreín fyrir öllum málavöxtum. Það má vera þeim mönnum til hugarhægðar, sem svo eru gerðir, að tortryggja sifelt allar gerðir vorra manna í sambands- málefnum, að nú hafa einmitt þeir menn, er rækilegast hafa haldið fram hinum róttækustu kröfum um sjálfstæðismál vor — fundið svo mikla sanngirni af hálfu hinna dönsku samnings- • manna, að þeir hafa getað við unað og orðið með af fúsum og eindregnum vilja. í fljótu bragði mun alþýðu manna naumast Ijóst hvílik stór- tíðindi, hve afdrifamiklir atburð- ir hafa verið að gerast hér í höf- uðstað landsins seinustu vikurn- ar. Alt hefir gengið hljóðalítið, en árangurinn sá, að nú hafa Danir — eða fulltrúar þeirra — tekið af skarið og viðurkent rétt- lætiskröfu vor íslendinga um eðlilegt sjálfstæði, sem vér höf- um barist fyrir frá því er Jón Sigurðsson gerðist talsmaður vor og forvígishetja. Að þetta samkomulag er fengið fær öllum góðum íslendingum og Dönum mikils og óblandaðs fagn- aðar. öll Norðurlönd fagna því og vafalaust að yngsta systkinið verði fullveðja. Og því spáum vér, að mikill og góður gróður muni þar af fljóta í sameiginlegum Norður- landamálefnum — bæði menning- arlegum og öðrum. Undarlegir durtar værum vér íslendingar, ef eigi kynnum vér að meta viðsýni og sanngirni hinna dönsku sendimanna, sem við þetta mál eiga skylt. Vissulega eigum vér að meta verk þeirra að verð- leikum og láta það á sjá. Peir eru fulltrúamír fyrir nýjum sjón- armiðum af danskri hálfu — þeir haf reynst isbrjótamir út úr alda- gömlum misskilnings- og aftur- halds-hafís, sem fram að þessu hefir átt mikinn þátt í því að gera alt samband íslendinga og Dana »kalið og kramt«. Svo mikið teljum vér me§a segja, áður en spilin eru lögð á borðið, að ótrúlegt sé, að 38 af 40 þingmönnum játi nokkurum þeim sáttmála, er eigi feli í sér fult sjálfstæði íslands. Og í því trausti — bíðum vér allir öruggir opinberunar-bókar- innar og þökkum þeim Íslend- ingum og Dönum, sem um hana hafa fjallað — af alúð og hrein- skilni. Frá Alþingi. 'Durftarvörurnar. Tillöguna til þingsályktunar um að landsstjóruin taki að sér heildsölu á almennum þurrftarvörum fluttu M. Torfason, Guðj. Guðl., Sig. Stef., }ör. Br., Pét. Jónss., Guðm. Ól., Sig. Sig., Sveinn Ól., Hjörtur Sn., Sigurj. Friðj.s., Einar Arnason, Stef. Stef. og hljóðaði hún svo: Alþingi skorar á laDdsstjórnina að taka í sínar hendur heildsölu á al- mennum þurftarvörum, eins fljótt og við verður komið. Greinargerð. Það er nú þegar orðið ljóst, að svo þröngt er um skipakost, að takmarka verður að mun aðflutninga á öllum vörum, öðrum en brýnustu lífsnauðsynjum. Við það skapast misrétti milli kaupmanna og svo miklir örðug- leikar á skiftingu slikra vara og dreifing þeirra um landið, að til fullra vandræða getur leitt. Þvi er brýn og bráð nauðsyn á, að stjórn- in taki einnig að sér innkaup á almennum þurftarvörum, t. d. klæðn- aði, skófatnaði, ljósfærum, hitunar- tækjum, tóbaki, o. fl., o. fl. Tillaga þessi var feld á mánud. var i sameinuðu þingi með 20 atkv. gegn 14. Já sögðu: Ben. Sv., Bjarni frá Vogi, Einar Árna- son, Einar Jónsson, Guðm. Björns- on, Guðm. Ólafsson, Hjörtur Sn., Karl Ein., Magn. Torfason, Pétur Jónsson, Pétur Þórðarson, Sig. Sig- urðsson, Stefán Stefánss., Sveinn Ólafss. Nei sögðu: Jón. Jóh., Björn Kristjánsson, Björn Stef., Eggert Pálssou, Einar Arnórss., Gisli Sv., Guðjón Guðl., Halldór Steinsson, HákonKristóferss., Jón Jóusson, Krist- inn Dan., Magnús Guðm., Magnús Pétursson, Matth. Ólafss., Ólafur Briem, Pétur Otteseu, Sigurður Stef., Sigurjón Friðj., Þorl. Jónsson og Þórarinn Jónsson. — Ráðherrarnir og Magnús Kristjánsson greiddu ekki atkvæði. Fjarverandi voru Jörundur Brynjólfsson og Þorsteinn M. Jónsson. Dýrtíðaruppbót embættis- og sýslunarmanna landssjóðs. Síðasta lagafrumvarpið, sem afgreitt var frá þinginu, var um dýrtiðarupp- bót embættis- og sýslunarmanna landssjóðs, sem fjárveitinganefnd Ed. bar fram í þinglokin í stað launa- bótafrumvarpsins, sem samþykt hafði verið í Nd. Aðalbreytingar, sem með þvi eru gerðar á gildandi lögnm, eru fólgn- ar í 2. gr. frumvarpsins. sem er svo hljóðandi: »Dýrtiðarnppbótin reiknast af laun- unum sem hér segir: a. Af fyrstu þúsund krónunum eða minna 6o°/0. b. Af því, sem þar er fram yfir upp i 2000 kr., skulu þeir, sem hafa undir 4500 kr. árslaun, fá 30%, en þeír, sem hafa fá 4500 kr. til 4800 kr., frá dýrtíðaruppbót af öðru þúsundinu þannig, að lannin og uppbótin samanlögð verði 5400 kr. c. Af því, sem fram yfir er 2000 kr. upp að 3500 kr., greiðist 10%. Héraðslæknar og aðstoðarlæknar fá sér i lagi 6o°/0 dýrtiðaruppbót af aukatekjnm sinum og þingmenn 4O°/0 uppbót af daglegri þóknun þeirra, og nær hvorttveggja til alls ársins 19x8«. En undantekningar eru gerðar frá þessu í lok fyrstu gr., þannig: Einhleypir menn, sem ekki hafa dúk og disk, fá enga dýrtiðaruppbót ef árslaun þeirra nema 3000 kr. eða meiru. Ef laun þeirra ern lægri fí. þeir tvo þriðju hlnta þeirrar uppbót- ar sem ræðir um i 2. gr. Þeir, sem hafa frá 2375 kr. ti 3000 kr. á ári, fá dýrtíðaruppbót þannig, að launin og uppbótin sam- anlögð verði 3000 kr. Auk dýrtíðaruppbótar þeirrar, sem talin er i 2. gr., fær dómstjórinn landsyfirréttinum sérstaklega 500 kr. dýrtíðaruppbót. Ank þeirra, sem áður hafa notið dýrtiðaruppbótar, skal einnig veita hana þeim tveimur aðalmönnum, sem vinna að samningn íslenzku Orðabókarinnar. CÞinglausnir. ÍÉÍ Alþingi var ' slitið Ufyrradag, hálfri stundn fjrir hádegi. Fjórðungnr nngmanna var fjarverandi'; þeir höfðu ]:arið af stað heimleiðis i gærmorgun. Forseti sameinaðs þings las upp svohljóðandi yfirlit nm störf Al- þingis 1918. F u n d i r: I neðri deild . ; 74 - efri deild 68 - sameinuðu þingi 8 Samtals 150 Mál: I. Frumvörp: Stjórnarfrumvörp lögð fyrir neðri deild 7 Stjórnarfrumvörp lögð fyrir efri deild 3 Þingmannafrumv. borin fram í neðri deild 27 Þingmannafrumv. borin fram i efri deild 12 Alls 49 Þar af: Lög frá Álþingi . . . . 25 Feld II Tekin aftur 1 Ekki útrædd 12 Alls 49 n. Þingsályktunartillögur: Bornar fram jo. Þar af: Ályktanir afgr. til stjórnar- innar 27 Um skipun nefnda 9 Feldar ro Ekki útræddar 4 Alls SO m. Fyrirspurnir: • Komnar fram 8 Þar af svarað 5 Mál til meðferðar alls í þinginu: Frnmvörp 49 Þingsályktnnartillögnr . . . . 5o Fyrirspurnir 8 Alls 107 Rökstnddar dagskrár hafa verið bornar fram alls 13. Þar af 5 samþyktar, en 8 feldar. Sambandsmálið. Að lokum mælti forseti á þessa leið: Þá skal eg siðast en ekki sizt minnast á sambandsmálið. Stjórn Dana og þing hafa sýnt íslandi það bróðurþel og þann sóma, að senda hingað 4 fulltrúa til þess með óbundnn umboði að semja við stjórn íslands og Alþingi sem jafn réttháa samningsaðilja um samband landanna í framtíðinni. Til þessarar farar hafa Danir valið 4 af sinum vitrustu, víðsýnustu og hleypidóma- lausustu mönnum, enda er árangur- inn af komn þeirra og samninga- umleitunum orðinn sá, að þeir annars- vegar og íslenzka stjórnin og Al- þingi hinsvegar hafa orðið ásáttir um frnmvarp til sambandslaga milli Danmerkur og íslands, sem gera má sér beztu vonir nm að báðar þjóðir fallist á, og er það verður að lögum má vænta þess að það verði báðum þjóðum til sóma og gagns, að ágreiningur sá, sem því miður éC. tJlnóarsan & Son Reykjavlk. Landsins e 1 z t a klæðaverzlnn og saumastofa. Stofnsett 1887. AOalstrætí 16. Sími 32. Stærsta úrval af alls- . konar fataefnum . . og öllu til fata. . svo oft hefir verið milli bræðra- þjóðanna, hverfi úr sögunni, en bræðraþelið eflist og samvinnan auk- ist tii gagns fyrir báðar þjóðir. Þetta þing er orðið hið lengsta, sem haldið hefir verið. Það hefir nú staðið í 100 daga. En það er trúa min, að það muni og lengi i minn um haft, ekki vegna þess, hve lengi það stóð, heldur vegna hins, að það bar gæfu til að leiða tii lykta og komast að niðnrstöðu um stórmál það, sem eg mintist á, að því er eg treysti, á viðunandi hátt. Eg bið drottinn að blessa störf þessa þings og að varðveita fóstnr- jörðn vora á þessum mjög svo erfiðn háskatimum. t Samningarnir. Eftirfarandi tilkynningn hefir Frétta- stofa íslands (Islands Telegrambnreau) fengið leyfi til að birta og senda út í gær: Samningaumleitanir þær, sem hér hafa fram farið milli dönsku sendi- nefndarinnar og Alþingis og íslenzku stjórnarinnar, hafa leitt til fnllkom* ins samkomulags um frumvarp til sambandslaga fyrir hin tvö lönd i framtiðinni og þar með ætti öllum hinum mörgu og gömlu deilumál- nm að vera ráðið til lykta. Frumvarpið, sem var nndirskrifað í dag, hefir fengið samþykki islenzku stjórnarinnar og nær allir þingmenn hafa fallist á það. Þegar danska sendinefndin kemur til Kaupmannahafnar, sem sennilega verður um miðja næstu viku, mun frumvarpið fengið dönskn stjórninni í hendnr ásamt tiilögn um, að það verði borið undir samþykki danska ríkisþingsins. Alþingi íslendinga var siitið í gær, en búist er við því, að það komi saman aftnr i septembermánnði til þess að ræða um frumvarpið. Og þegar Alþingi hefir samþykt það, mun það verða borið undir alþjóðar- atkvæði. Tilkynningu þessa hefir Fréttastof- an sent fréttastofum á Norðnrlönd- um til birtingar i blöðnm þar. Er það hið einasta, sem birt verður opinberlega um samningana, þangað til danska sendinefndin er heim komin.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.