Ísafold - 10.08.1918, Blaðsíða 2

Ísafold - 10.08.1918, Blaðsíða 2
2 IS AFOLD Ami Eiríksson Heildsala. Tals. 265 ob 554. Pósth. 277. Smásala. Vefnaðarvörur, Prjónavörur mjög fjölbreyttar. Saumavélar með hraðhjólí °g uo ára verksmiðjuábyrgð Smétvörur er snerta saumavinnu og hannyrðir. þvotta- og hreinlætisvörur, beztar og ódýrastar. gögr* Tækifærisgjafir. og lærisveinum. Svo innilegar skiln- aðarkveðjur, sem honum voru goldn- ar, er hann lét af kennarastörfum við Gagnfræðaskólann, eru fágætar. Er hér því á bak að sjá bæði merkum rithöfundi á íslenzka tungu og ágætismanni. Lík síra Jónasar var flutt norður til Atíureyrar með s.s. Wiliemoes í gær til greftrunar þar. Fór fram sorgar- athöfn i dómkirkjunni í gær kl. 6 síðd. að viðstöddu fjölmenni. Flutti síra Magnús Helgason minningar- ræðu og birtist hún í næsta blaði. Norðurlandablöðin Ofl sambandsmálið. Forsætisráðherrann sendi um dag- inn símleiðis fyrirspurn til Jóns Krabbe skrifstofustjóra um það, hveruig blöðin á Norðurlöndum tækju hinum nýja sambandssáttmála. Barst honum svofelt svarskeyti: Khöfn 3. ágúst. Norsk blöð birta frumvarpið í heild. »Tidens Tegn< óskar báðum þjóð- unum til hamingju með það, hve giftusamlega hefir tekist og segir að framkoma dönsku fulltrúanna hafi verið sú, að vegur Danmerkur hafi eflít við það. »Aftenposten« segir að samningarnir hafi vakið almenna gleði bæði í Noregi og Svíþjóð. »Handels og Söfartstidende® óska báðum þjóðum til hamingju og segja, að hin framúrskarandi heppilegu málalok hafi vakið mikinn fögnuð í Noregi. »Morgenb]adet« segir, að það verði fagnaðardagur, þegar samn- ingarnir verða staðfestir, einnig fyrir hin önnur Norðurlönd. »Göteborgposten« flytur grein með fyrirsögninni »Fjórða ríki Norður- l tnda« og lætur í ljós ánægju sína út aí því, að fjórða ríkið á Norður- löndum skuli nú vera orðið fullveðja. » Göteborg Handels og Söfartstidende* segir að Danmörk muni tæplega biða nokkurn halla við samninginn, en hann sé íslandi og Norðurlönd- um til stórgagns. Bendir blaðið sér- staklega á það, að þetta sé hinn fyrsti sambandssamningur, sem ann- ar málsaðili getur sagt upp og telur blaðið að samningurinn geti að mörgu leyti yrðið fyrirmynd samninga milli annara þjóða. Mikilsmetin sænsk blöð, svo sem »Dagens Nyheter* og »Sydsvenska Dagblad« flytja langar ritstjórnar- greinar um málið og benda sérstak- lega á hversu gleðilegt það sé fyrir norræna menningu, að ísland sé tekið i tölu Norðurlanda, sem sjálfstætt og hlutlaust ríki í frjálsu bandalagi við Danmörk. »Stokkholmstidningen« bendir á það, að sambandið sé enn sem kom- ið er eigi hreint konungssamband, en ; ð það sé þó aðallega frábrugðið sambandi Norðmanna og svía í því, að fundnar séu sérstakar leiðir til þess að vemda hagsmuni íslands i sambandinu. »Göteborg Morgenpost* segir -að fyrirkomulagið sé íhugunarvert vegna þess að það muni leiða til þess, að losa um tengslin við Danmörk. K r a b b e. Þessar undirtektir Norðurlanda- blaða fara að líkindum og rná oss vel líka hversu sæmilega bræðra- þjóðir vorar biðja oss íslendinga vera velkomna i hóp hinna full- valda rikja. Gefur það vonir um góða og giftusamlega samvinnu i framtíð. .............-------------------- Hjúkrunarfélögin i Reykjavík. Ein af þeim allra nauðsynlegustu félögum, sem til eru hér i bænum, eru hjúkrunarfélögin. Og þótt upd- arlegt megi heita, eiga þau örðugt uppdráttar. Það sýnir meðal annars það, hve fáar hjúkrunarkonur þau hafa (hjúkrunarkonur þær, er félögin bæði hafa nú yfir að ráða, eru 3, auk vökukonu). Ef að eins er litið til þeirra landa, sem næst oss liggja, og við höfum mestan samgang við, þá sjáum við, að þ a r er áherzla lögð á næga og góða hjúkrun. En oss íslendingum hefir enn ekki skilist til fulls þörfin á henni hér á landi, því hefði svo verið, væru nú hjúkrunarkonur í hverri sveit á landinu. Enginn vafi er á þv’, að mikil þörf er á hjúkrunarkonum fullkomn- um á sínu sviði, í hverja sveit á landinu, og vel mætti það mál kom- ast inn í löggjafarþingið, væru þá nokkur eyru til að heyra eða höfuð til að skilja það mál þar, og skal það ekki fjölyrt frekar að sinni, en ekki er þá síður þörf á hjúkrunar- konum hér í Reykjayík. Ekki veit eg með vissu, hve marg- ar þær eru, lærðu hjúkrunarkonurn- ar hér í Rvik, en víst eru þær ekki mikið fleiri en 8—10, nái þær þá þeirri tölu. Ekki get eg skilið, að nokkrum, sem verulega hugsar þetta mál, þyki þær of margar. Því er spurningin þessi: Hvernig á að fjölga þeim? Mér finst fyrst liggja fyrir, að hvetja menn til þess að gerast með- limir hjúkrunarfélaganna; með því aukast tekjur þeirra, einkum þó ef þeir, sem mega sin betur fjárhags- lega, legðu meira að mörkum en hið lögákveðna árgjald (2 kr.). Með þvi styrkja menn gott fyrirtæki og bæjarfélaginu bráðnauðsynlegt. Mega menn þó ekki vera of heimtufrekir í byrjun, t. d. með því, að heitast við félagið, geti það ekki þegar látið þeim hjúkrun i té. Er það svo næstum í hverju máli, að þeir sem hugmyndina eiga eða mest hafa á sig iagt til þess, að koma henni í framkvæmd, njóta minst hagnaðins, heldur eftirkomendurnir. Getur svo farið hér sem annarstaðar, það verða menn að hafa hugfast. Annað atriðið, til þess að efla fé- lagið er það, að bærinn styrki þau betur en hingað til. Þessar 1200 kr., sem þau hafa bæði, er ekki stór upphæð, og ætti bærinn heldur að hvetja en letja í þessu efrii. Hann ætti að láta minst 12—1500 kr. til hvers um sig á ári, til þess nú að taka ekki dýp a í árinni; mætti það vel vera meira; slíkt væri bænum til sóma, og alt sem fram yfir þá upphæð væri. Þetta ætti hann að gera, að minsta kosti meðan hann sér ekki fært að taka þetta mál að öllu leyti á sína arma, enjslíkt ætti að vera, þá er honum vex fiskur um hrygg. * » Heyrt hefi eg þá mótbáru úr bæj- arstjórn, að helzt ætti þessi styrkur enginn að vera, og byggist hún á þvl, að félagið þykist ekki hafa hjúkr- unarkonum á að skipa þegar um þær sé beðið af hálfu bæjarstjórnar. Mér finst svarið við þessu ofur auðsýnt. Það er ekkert annað en að hjúkrun- arkonurnar eru of fáar. Það hlýtur eins að lenda á þurfalingum bæjar- arins. Þetta hefði bæjarstjórnin átt að geta séð, og hefði átt að verða hvöt fyrir hana til þess að efla fé- lögin enn betur fjárhagslega; á þann hátt yrði bezt ráðið fram úr þeim ágalla, sem hér þykir að. Að félög- in hafa ekki fleiri hjúkrunarkonum á að skipa, og geta því ekki fullnægt þörfinni, er ekki öðru að kenna en féleysi. Reykjavíkurbæ er það nauðsynlegt að fá góðar hjúkrunarkonur, einkum meðan sjúkrahús eru eins fá og lé- leg eins og nú, og meðan húsa- kynnin ekki batna. Og þó að úr þessu hvorutveggja rakni, þá verður ávalt þörf á hjúkr- un í þessum bæ í heimahúsum. Vona eg, að á meðan ekki annað heppilegra ráð verður upp tekið i þessu máli, að bæjarstjórnin styrki þessi félög eftir ítrasta megni, og það getur ekki verið talið eftir »itr- asta megni«, þó að bæjarstjórnin legði félögum þessum þá upphæð, sem hér hefir nefnd verið. Bæjarfulltrúarnir segja, að okkur, sem ávalt séum að tala um nánas- arháttinn í bæjarstjórninni eða fram- kvæmdum hennar, láist að benda á það, hvar taka skuli féð til hins og þessa. Vel má svo vera, en mér finst að ekki þurfi að benda á tekju- lind til þess að auka styrk til hjúkr- unarfélaganna um 1800 kr. Það skakkar annað eins á áætlun bæjar- ins árlega eins og þessari upphæð, eða að útsvörin hafa verið hækkuð annað eins til þess að fylla skörðin. Þetta er mál sem vaiðar alla borg- ara bæjarins. Því á bæjarstjórnin að gera sitt ítrasta til þess að koma þvi á sem tryggastar fætur. Þór. Laus embætti og sýslanir. Þessi prestaköll eru auglýst laus og veitasi frá fardögum 1919, en umsóknarfrestur er til 10. sept.: Staðarhólsþing í Dalaprófastsdæmi. Heimatekjur eru eftirgjald eftir Litla- Múla (50 kr.) og prestsmata, samt. 416 kr. Erfiðleikauppbót 150 kr. Bjarnarnessprestakall í Austur- Skaftafellsprófastsdæmi. Heimatekjur eru eftirgjald eftir prestssetrið með hjáleigum, Akurey og Hrappsey á- samt reks, 207 kr. Embættislán úr kirkjujarðasjóðí, tekið 1916, hvílir á prestakallinu, upphafl. 1500 kr., er endurborgast á 12 árum með 125 kr. og 4llz°lo- Mosfellsprestakall i Árnessprófasts- dæmi. Heimatekjur eru eftirgjalc eftir prestssetrið ásamt J/s hjáleig- unnar Minna-Mosfell og prestsmata, samtals 200 kr. Tvö lán hvila á pfestakallinu, tekin 1. ág. 1893 (upp- hafl. 750 kr., eftir 135 kr., sem afb. með 6°/o, 45 kr. á ári) og 20. nóv. 1903 (npphafl. 1068 kr., eftir 686 kr., sem afb. með 6%, 64 kr. á ári). Sýslumannseœbættið í Húnavatns- sýslu er augl. laust og umsóknar- frestur til 10. sept. næstk. Arslaun 3300 kr. Landsféhirðisstarfið er auglýst laust 'iá x. sept. næstk. og umsóknar- frestur til 23. þ. m. Arslaun eru 3000 kr. Fimta Ijósmóðurumdæmi Norður- Þingeyjarsýslu —Hólsfjöll og Möðru- dalur — er augl. laust og snúi um- sækjendur sér tii oddvita sýslunefnd- ar eða oddvlta Fjallahrepps. Arslaun 70 kr. Veitt embætti. Sýslumannsembættið í Barðastrand- arsýslu hefir verið veitt Einari M. Jónassyni aðstoðarmanni í stjórnar- ráðinu og mun hann ásamt fjöl- skyldu sinni flytjast vestur með Sterling næst. Kappsláttar var háður á íþróttamóti, sem hald- ið var á Hvítárbakka síðastliðinn sunnudag. Tiu menn tóku þátt í kappslættinum. \ Stærð teigsins sem hver keppandi sló var 625 fermetr- ar eða rúmur fimtungur túnadag- sláttu. Slingasti sláttumaðurinn reynd- ist Guðmundur Tómasson frá Haug- um (26 ára gamall), sló hann blett- inn á 29 min. og 5 sek., næstur honum varð Tómas Jóhannsson f á Hvanneyri (22 ára) á 29 mín. og 53 sek. og þriðji Þorsteinn Þor- steinsson bóndi á Húsafelli (29 ára) á 32 min. Og 9 sek. Túnið er þeir slógu kvað vera haiðslægt, en nokk- urn vegin slétt. Til verðlauna hafði Halldór skólastjóri á Hvanneyri gefið 300 kr., 1. verðlaun 130 kr., önn- ur 100 kr. og þriðju 50 ki. Auk þess höfðu Ungmennafélögin gefið 3 gripi eftir Stefán oddhaga, sem vinna þarf þrisvar, áður en eign verði. Með Iíkum hraða og hér getur mundi dagsláttan svonefoda slegin á 2V2—3 klukkustundum. Kappslátturinn hafði þótt bezta skemtunin á mótinu og ætti hann að verða víðar upptekinn um landið. f Pétur Sigurðsson bóndi i Hrólfskála á Sehjarnar- nesi lézt þ. 6. ág. eftir þriggja vikna legu, en langa vanheilsu undanfarið. Var hann bróðir Ingjalds heit. á Lambastöðum og þeirra systkina, en faðir Sigurðar skipstjóra á Gullfossi. Pétur heit. var einstakur sómamað- ur, góður bóndi og snyrtimenni í allri framkomu. — Með Pétri mun i val bniginn einhver síðasti merk- isbóndi hinnar eldri Seltjarnarness- kynslóðar, er garðinn og sveitina gerðu fræga á síðustu áratugum 19. aldarinnar. Er nú yngri kynslóðar- innar að taka við og halda vel í horfinu. Verzlunartíðindi, mánaðarrit það, er Verzlunarráð Islands gefur út, hefir þegar unnið sér hylli víðsvegar um land, eins og það á skilið. Hafa i blaðinu birzt ágætar hugvekjur um hagfræðileg Innnilegt þakklæti til allra þeirra mörgu sem auðsýndu samúð, hjálp og hluttekningu við veikindi, andlát og burtflutningu sira Jónasar Jónas- sonar frá Hrafnagili. Ættingjar hins látna. efni aðallega eftir ritstjórann, cand. polit. Georg Ólafsson, og ennfrem- ur eru þar greinagóðar og glöggar fréttir og yfirlit um þau efni, er íslerzka verzlunarstétt varðar. Verzlunartíðindi eiga erindi til allra þeirra, er sig láta skifta hag- fræðimál landsins. Haraldur Sigurðsson, pianóleikarinn frægi, frá Kallaðar- nesi, er nýkvongaður þýzkri stúlku, njngfr. Döcker. Bein Jóns Arasonar Hölabiskups hyggur Guðbr. Jóns- son sig ef til vill hafa fundið norð- ur á Hólum í nýafstaðinni ferð til að rannsaka forna kirkjustaði. Hafði hann beinin með sér suðar og eru þau geymd til bráðabirgða i Þjóðmenjasafninu og verða J>au þar rannsökuð af lækni. Vill Guðbr. ekkert fullyrða um beinin fyr en rannsókn þeirri er lokið. Grasbresturitm um land alt er vágesturinn mesti, sem nú kreppir þjóðina köldum tökum. Eina bjargráðið að aflr sem allra mestra birgða af fóðurbæti: síld, sild- armjöli og sildarolíu. Mundi landsstjórnin vera vakandi i þessu alvarlega máli? Spyr sá, er ekki veit. Mannalát. Nýlega er látinn að Bjarnastöðum í Dölum Magnús Guðlögsson smá- skamtalæknir, kominn um sjötugt. Magnús þótti mjög heppinn læknir og fór orð af honum um nágranna- sveitir hans og var hann mikið sóttur.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.