Ísafold - 31.08.1918, Blaðsíða 1

Ísafold - 31.08.1918, Blaðsíða 1
Kemur út 1—2 { viku. Verðárg. 5 kr., erlendis kr. eða 2 dollarjborg- lst fyrir miðjan júlí erlendis fyrirfram. Lausasala 10 a. elnt XLV. árg. ísafoldarprentsmiðja. Ritstjórl: Úlafur BjÖrBSSQn. Taisími nr. 455. Reykjavik, laugardaginn 31. ágúst 1918, Uppsogn ^skii bundin við áraiuuk, , er ógild nema kom \ in só tll útgefa ídft fyrlr 1. oktbr. og sé kanpandl skuld- laus vlð blaðlS. 44. tölublað Stúlkan frá Jótlandsheiði. In memoriam. 1 skrœlnað Tioltið hrundi tár — eg heyrði látið þitt. Mér fanst um stund alt sorg og sár og sönglaus starði’ á liðin ár. — — En loks í nótt féll draumadögg á Ijóðið mitt. Nú heyri’ eg glögt þitt mjúka mál og man þln bernskuljóð. Sem ilmur streymi’ um sál frá sál, og svanur veki báru’ á ál — svo hlý var þessi kona, mild og móðurgóð. Sem draumur var þitt dimma hár ^ og dúnn á brúnni kinn; með demantsleiftri dökkar brár, er dauðinn slökti fyrir ár. — — En hvernig greiðir dauðinn aftur demantinn? Um Hábrúskóga, heiði’ og fjörð við héldum — rœddum fátt; en hlýddum þrasta þakkargjörð, er þúsundföld hún steig frá jörð og blessuð kvöldsins stjarna starði’ á hafið blátt. Og Jótlandsheiða guðagnótt þá greip mig, svo eg man, um þessa vetrar vökunótt, hvert vorsins blóm og kvöldið hljótt, en bezt af ðllu geymi’ eg — þig og sól og svan, Sigurður Sigurðsson trk Arnarholti. M i n n I s 1 i s t i. Alþýenfél.bókasafn Templarai. B kl. 7—B Aoxgarstjóraskrifat. opin Aagl. 10 “-12 og 1—8 Brejarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—12 og 1—6 Baejargjaldkerinn Lauf&sv. 6 kl. 10—12 og 1—6 íllandsbanki opinn 10—4. K.F.U.M- Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 sitið Alm. fundir fid. og sd. 81/! slbd. Iiandakotskirkja. Gubsþj. B og 6 á helgum Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 10—8. Bankastj. 10—12 Xiandsbókasafn 12—8 og 6—8. tJtlán 1—B ÆiandsbúnaOarfélagsskrifstofan opin frá 13—2 Landsféhirbir 10—12 og 4—6. Landssiminn opinn daglangt (8—B) virka dags helga daga 10—18 og 4—7. iListasafnib opió á sunnudögum kl. 12—2. Náttúrugripasafnið opiö l‘/»—2‘/s á sunnod. Fósthúsib opib virka d. B—7, sunnud. B—1. Sumábyrgb Islands kl. 1—6. Stjórnarráösskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Beykjavlkur Pósth.B opinn 8—12. Vlfllstabahælib. Heimsóknartimi 12—1 ♦jóbminjasafnib opib sd., þrd., fimtd. 1—8. frjóbskjalasafnib opib sunnnd., þrlbjud. og fimtudaga kl. L.—2. c7C. cfinóersan & Son Reykjavík. Landsins e 1 z t a klæðaverzlun og saumastofa. Stofnsett 1887. Aðalstræti 16. Simi 32. Stærsta úrval af alls- . konar fataefnum . . og öllu til fata. . September-þingið. Það á að hefjast mánudag 2. sept., en mjög undir hælinn lagt að svo geti orðið, hætt við að margir norð- an- og 'austan-þingmenn verði ekki komnir. Naumast mun aðalverkefni þessa þings valda mikilli misklíð. Um þá 2 þingmenn, er eigi vildu uppi láta skoðun sina á sambandssáttmálanum nýja i sumar, er að vísu ekki knnn- ugt hvað fyrir sér ætli. En talað var, að þeir hefðu aðalega sett fyrir sig, að of mikill hraði væri hafður á, mönnum ekki gefinn nægur umhugs- uuarfrestur. Nú er eigi hægt að bera það lengur fyrir sig. Og að líkindum hefir þessi um- hugsunarfrestur orðið til að styrkja þessa þingmetin í þvi, að ekki sé áhorfsmál fyiir oss íslendinga að ganga að sáttœálanum. Bæði þeim og öðrum má vera það enn frekari trygging þess, að samn- inganefnd vor og alþingi hafi séð rétt og breytt svo sem bar, að þeir erlendir mepn, sem á síðari árum hafa látið sig skifta réttindakröfur yorar og haldið merki voru hæst á lofti og viljað láta veg vorn verða sem mestan — þeir hafa nú látið í ljósi eindregna ánægju með málalok- in og samfagnað oss með þau. Þessir menn eru prófessor Nikulás Gjetsvik, hinn norski, og ritstjóri Raqnar Lundbor%, hinn sænski. Svo mjög sem þeir, einkum hinn fyrri, réðu oss frá því að samþykkja Upp- kastið 1908, svo ráða þeir nú báðir il þess að ganga að því, sem nú er i boði. Þykir oss rétt að birta hér bréf frá þessum góðvinum íslands, sem þeir hafa ritað Bjarna frá Vogi. Prófessor Gjelsvik ritar svo (dags. 4- *g.): Þér hafið skilið eftir hjá mér það tölublað (Berl. Tid.), er i er birt frumvarpið til sambandslaga milli ís- lands og Danmerkur (dags. 27. júlí 1918). — Mér þætti vænt um, að mega halda því, ef þér hafið þess ekki þörf. Getur það borið til, að eg riti eitthvað ofurlítið um frum- varpið. Eg hefi nú athugað það nokkru nánar og lesið athugasemdir samningamannanna við það. Eins og eg sagði áður, sýnist mér full ástæða til þess, að samgleðjast íslendingum yfir þessu frumvarpi. xSá vinnur sitt mál sem þrástur erc, segir gam- all orðskviður. Hefir hann einnig sannast á þessu. Mér geðjaðist ekki að frumvarpinu frá 1908, er kom fram fyrir ro árum. Var frumvarp það slíkt, að íslendingar udhu ekk- ert við það, að ganga að þvi, — að eins giötuðu talsverðu. En gersam- lega hið gagnstæða er um þetta frum- varp að segja: Við það er engu tap- að, en mikið unnið. Og mikið þýðir hér hið þýðingarmesta, eða hér um bil alt sem nú var æskilegt að fá. Formsins vegna vildi eg hafa óskað, að fyrirsögnin hefði ekki verið sam- bandslðir heldur (í danska textanum »Overenskomst«) sáttmáli eða scett- ar%erð. En að efni til er enginn vafi á því, að hér er um að ræða sáttmála milli sjálfstæðra ríkja. Eg tel það afar mikils um vert bæði fyrir ísland og Danmörku, að þessi sáttmáli verði að lögum nú — og það pe?ar i stað —. Öllum heimi verður að gera það ljóst, að afstaða íslands og Danmerkur sé sú, að stórveldin fái ekki færi á að nota ísland sem verzl unarvöru — með þvi að þvinga Dani — sbr. 1914!) Og svo er þess að gæta: Eins og nú standa sakir, má enginn fyrir sjá, hvort Danir (og Norðmenn) geta haldist hlutlausir í ófriðinum. Reynd- ar valda stórorusturnar á vestur íg- stöðvunum því, að eg þykist nokk- urn veginn öruggur þetta árið. En haldi ófriðurinn áfram að ári, — svo getur vel farið, meira að segja getur hann staðið enn í 2—3 ár minst — þá er engan veginn utit að vita nokkuð um, hversu fer um hlutleysi (Noregs og) Danmerkur. Þess vegna er bezt, að afstaða ís- lands og Danmerkur að alþjóðalög- um sé ótvíræð, svo að ísland geti verið hlutlaust, jafnvel þótt D inmöik skyldi lenda i ófriðinum. Þetta er einnig Danmörku fyrir beztu. Þegar litið er á málið frá sjónarmiði þrosk aðs stjórnmálamanns, en ekki að eins frá þröngsýnis-sjónarmifi þjóðremb- ings- eða yfirdrotnunarstefnunnar, verður einnig ástæða til þess að sam- gieðjast Dönum yfir frumvarpinu. Eg er sem sagt mjög ánægður með það, að málinu er nú snú ð í þetta horfc. Bréf Ragnars Lundborgs (dags. 11. ág.) hljóðar svo: »Þess væri óskandi, að Islending- ar saniþyktu nú sambandslögin al gerlega, hiklaust og breytingalaust. Að mínu áliti fær ísland með samn- ingi þessum öllum sfnum kröfum fullnægt og verður fullvaida konungs- riki í persónusambandi við Dan- mörku Sjötta greinin felur eigi í sér hina minstu skerðingu á fullveldinu, þvi að íslendingar fá að fullu viðurkend- an sinn sérstaka borgararétt, og þessa grein má einnig fella burtu, ef æski- legt þætti, eins og aðrar greinar samningsins eftir stutt tímabil. Það væri mjög hættulegt og gæti eyðilagt alt — það er ákveðin skoð- un mín, — ef sambandslögin yrðu eigi samþykt nú þegar og breytinga- laust bæði á Alþiogi og við alþjóð- ar-atkvæðagreiðslu. Ef íslendingar samþykkja þau, verða Danir að standa við orð sín og 1. desbr. þ. á. tekur ísland sér stöðu »meðal hinna fullvalda ríkja að viðurkendum aiþjóðarétti<. Að sjálfsögðu munu orð þessara manna mikils metin hér á landi og verða til þess að styrkja veikar sálir, ef til eru, sem efinn hrjáir. Einu atriði í bréfi Gjelsviks viljum vér beina athygli að. Það er hvatning hans um að flýta Jyrir úrslitum samninganna sem mest. Það hyggjum vér viturlegt ráð, enda. ekki sjáanlegt, að. dráttur verði neinum að gagni, heldur þvert á móti. Ef vel væri, ætti alt að vera klapp- að og klárt fyrir 1. desember, ekki einungis þjóðaratkvæðið, heldur lika stjórnarskrárbreytinvar pœr, sem óhjá- koœmileqa fljóta af sambardssamn- inanum. Með góðum vilja og dálitilli snerpu mætti þetta takast. Setjum svo, að September-þingið, auk þess að Ieggja fullnaðarsamþykt á nýja sáttmálann, samþykti einnig hinar nauðsynlegu stjórnarskrárbreyt- ingar. Þá yrði kvatt til þjóðaratkvæðis og mundi mega hafa það um mán- aðamót sept.—okt. Og hví skyldi þá ekki mega hafa nýjat kosningar Jvrsta vetrardag ? Það mætti boða til þeirra þegar er þingið væri búið að camþykkja stjórnarskrár- breytinguna — boða til þeirra með því skilorði, að þjóðaratkvæðið fari á þá leið, sem allir búast við og engtnn efast um. Að kveðja hið nýja þing svo sam- an í nóvembermánaðarlok virðistekki meiri frágangssök en 1916, er það var kvatt saman ir. desember. Þetta væri langviðkunnanlegaít og sé kleift að framkvæma það, ætti það að vera sjálfsagt. Vér þykjiimst vita að þessi gangur málsins sé núverandi stjóin ekkert k'appsmái — tninsta kosti ekki ef sepiember-þingið diýgir þá vanrækslu- synd að steypa henni ekki. Þá er stjórnin auðvitið líklegust til að vilja enga stjórnaiskrárbreytingu gera á þinginu nú, heldur láta alt dumma til aðalþingsins 1919 og engar kosn- ingar Lra fram fyr en að hausti Við þessu verður þingið að sjá. Hagi það sér þannig að kosningar fari fram í haust, þá mætti þó frem- ur afsaka það, að það tofaði stjórn- ínni að hancra, því það þýddi ekki annað en stuttan frest og gæfi þjóð- inni færi á að hdsta þá þríhöfðuðu rækilega af sér. En ef hitt yrði ofan á að allar stjórnarskráibreytingar væru látnar biða sumars — og stjórnin sett á vetur — þá mi nú segja að ekki sé ein báran stök fyrir þ^tta land. í lengstu lög ber að vænta þess, að þingið sjái svo sóma sinn og gagn landsins — að það afstýri slíku pjóðarböii. Aldarafmæli Landsbókasafnsins Ræða landsbókavarðar. Háttvirtu áheyrendur! Margir yðar, sem hér prýða hóp vorn, munu minnast nokkurra stunda veru í þingsal neðri deildar alþingis íslendinga fyrir frekum tveim árum, þ. 15. d. ágústmánaðar 1916, á aldar- afmæli hins íslenzja Bókmentafé lags. Nú er sú stund upp runnin, sem önnur menningarstofuun þessa lands — LaDdsbókasafn Islands, held- ur 100 ára afmælisdag sinn hátíðleg- an, og leyfi eg mér fyrir safnsins hönd að þakka ölluro þeim, sem þenna sal sótt hafa á þessu minn- ingarríka augnabliki á þessu örlaga- þrungna sumri, þegar verið er að gera út um stærsta mál þjóðar vorr- ar og leiða það — að vonum — til giftusamlegra 1 y k t a . Ef oss íslendingum ætti að vera nokkur hluti Danmerkur sérstaklega kær öðrum fremur utan Kaupmanna- hafnar, háskólabæjar vors og æðstu menningarstöðvar um hundruð ára, þá hlyti það að vera Fjón, eyjan iðgræna milli beitatina bláu, því að þaðan eru oss komnir vorir mætustu dönsku vinir og menningarfrömuðir á 19. öld, —þeir Rasmus Christian Rask, frumkvöðull og annar aðal- stofnandi Bókmentafélagsins, og Cari Christian Rafn, faðir og fóstri Lands- bókasafns íslands. Þeir komu báðir sem kallaðir væru, sem ljósberar og vorboðar nýrra menningarstrauma og þekkingar fyrir land og lýð, þegar sem dapurlegast var hér um að lit- ast. — Að visu voru bókmentir sízt aldauða í byrjun 19. aldar á íslandi, eyjunni sagnauðgu og ljóðelsku: kon- ferenzráðið í Viðey var enn að leið- beina, hvetja og fræða, fón Espólín var byrjaður á sínu Grettistaki, að rita Árbækur íslands um 570 ár, á fögru máli, Sveinbjörn Egilsson, snill- ingur íslenzkrar tungn, var að gagn- rýna fornrit vor, hreinsa og fága mál vort, og þeir }ón Þorláksson og Bjarni Thorarensen slógu hörpu vors lands, svo að eg nefni nokkra af þáverandi andlegum forvígismönnum þjóðarinn- ar. En ástandið var þó engu að síður ískyggilegt. Alþing var »horfið á brautc, biskupsstólarnir á Hólum og f Skálholti, þessi gömlu menningar- hæli liðinna alda voru niður lagðir. Lærdómshstafélagið var þvi nær al- d.<uða og Landsuppfræðingarfélaaið var að visna upp í höndunum á þjóð- frömuðinum, Magnúsi konferenz áði, sem bæði hafði tíðarandann og at- vrkin við að berjast. Og mannfólkið var, eftir fyrirfarandi óáran, eld?os, drepsóttir, styrjaidir, siglingateppu og hallæri orðið færra en það var um 1700 (1703: 50.444, 1800: 46,757, sbr. »Eftirm. 18. aldar«, bls. 41—46). Fáfróð stjórn um landshagi vor >, í fjarlægu landi, gat lítið bætt úr böli

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.