Ísafold - 26.10.1918, Síða 4

Ísafold - 26.10.1918, Síða 4
4 ISAFOLD Nú hefi eg feDgið aftar birgðir af hinum margþráða FRAM- skilvindum. Ennfremur skilvindu-hringa. F r a m-skilvmdur skilja 130 litra á kl.stund, eru vandaðar að efni og smíði, skilja mjög vel, eru einfaldar og þvi fljót- legt að hreinsa þær. Odýrari en aBrar skilvindur. Yfír 300 bændur nota nú F r a m-skilvindur, og helmingi fleiri þurfa að eignast þær. Jirisfján Ó. Skagfjörð. ÆÐARDÚNN óskast keyptup Tiiboð s@nd.ist Carl Höepfner ki Reykjavík. Simnetni: Höepiner. Fyrri Kötlugos. Katla hefir gosið 11 sinnum svo að sögur fari af. Er skýrt frá gosum þessum í bók Þorvalds Thor- oddsens, »Landskjálftar á íslandi«, sem Bókmentafélagið gaf út árið 1905. Segir þar m. a.: »1 landaámstíð hefir Mýrdalssand- ur ?■' inklu leyti verið grasi vaxinn og byggilegur; þar mynduðust heil- ar sveitir með mörgum bæjum og vita menn enn nöfn margra býla sem þar hafa verið. Katla hefir því líklega haft langan hvíldartíma, svo mestdlur sandurinn var gróinn upp. Hið fyrsta Kötluhlaup yfir Mýr dalssmd, sem getið er um, var Sturluhlaup 1311, og á það að hafa eytt stórri bygð, sem hét Lágeyjar- hverfi. . . . Líklega hafa önnur Kötlugos kom- ið áður, þó að menn hafi ekki vissu fyrir þeim. . . . 1416. Kom cpp eldur i Höfðár- jökli og brendi mikinn dal I jökul- inn. Þetta er kallað Höfðahlaup, hefir að líkindum stefnt fram að Hjörleifshöfða. 1580. Kötlugos 11. ágúst. Sprakk og hljóp fram Mýrdalsjökull, með eldgangi suður hjá Þykkvabæjar- klaustri. Sá bær eyddist, en ei sak- aði fóik. Dunur og dynkir heyrð- ust til Hafnarfjarðar og ísjakar stóðu á 40 faðma dýpi þar sem hlaupið bar fram. 1625. Kötlugos mikið með nokk- urum jarðskjálftakippum. . . . 1660. Kötlugos sem ]ón prestur Salomonsson hefir lýst. Um kvöld- ið hinn ;3. nóvember sást frá Höfða- brekku til eldsuppkomu þaðan í uorð- ur og fylgdi henni jarðskjálfti, sem helzt hérumbil í eina stund, þó stund- um yrði kyrð nokkur á. Um hátta- tíma kom jökulhlaup niður Kerlingar- dalsá fyrir austan Fagradal og hljóp það 49 föðmum hærra og lengra upp í Múla hjá Höfðabrekku heldur en tvö fyrirfarandi Kötluhlaup; hlaup ið hélt áfram næsta aag með stór- kostlegum jakaburði og miklu af jökulleir...........Hinn 7. nóvember hljóp straumáll fyrir framan og austan bæinn á Höfðabrekku, sem þá stóð fyrir neðan fjallið og tók af fjórðung túnsins, en í birtingu næsta dag braut hlaupið kirkjuna og fór inn í bæ, svo menn stóðu í mitt lær í vatni, og bar sand, aur og leir á tún og bæjarhú?, og flýðu menn úr bænum og tjöiduðu í brekk- unni fyrir ofan. Næstu nótt féll á svo svart myrkur af öskufalli að eigi V2rð gerð grein á nokkurri birtu. Hinn 9. uóvember var veður gott og vatnslaust og fólk ætlaði að flytja aftur til bæjarins, en í því heyrðist ákaft vatnsflóð og dynjandi, svo alt skalf ,og titraði; þá sópaðist burt kirkjan og því nær allur bær- inn, svo varla sást steinn yfir steini. Þetta vatnsrensli hélc áfram allan þann dag, þó nokkur sefun yrði á sjálfu jökulhlaupinu. Þessi jökulhlaup báru fram öll ódasrri af sandi, íeir .og grjóti; þar sem fiskiskip sátu áður á sjó á 20 faðma dýpi, var eftir gosin þur fjcrusandur; þá misti Höfðabrekka útræði sitt við Skiphelli og eru þar nú breiðir sandar til sjávar. 1721. Hinn 17. maí tók Katla að gjósa; eftir messu sást öskumökk- orinn frá Skálholti, en nokkru fyr frá Siðu og Öræfum. Fyr um morg- unin (kl. 9) fundust harðir jarðskjálfta- kippir í Mýrdal, á Síðu, undir Eyja- fjöllum og í Fljótshlíð. Smáhrær- ingar og kippir fundust altaf við og ' við i þessum héfuðum fram á mitt sumar. . . . Hlaupin gengu hátt og lágt yfir Álftaver hinn 3. nóvember; eigi grönduðu þau mönnum, en nokkur varð þar peningsmissir og 4 jarðir, Hraunbær, Skálabær, Sauðhúsnes og Hraungerði eyddust nær að túni og engjnm og Þykkvabæjarklaustur spilt- ist mjög mikið. Öskufall varð víða mikið og spilti högum, en mest var það i Skaftártungu. Þegar allur hinn mikli jökull kom út á sjóinn gekk sjór á land fram með allri suðurströnd alt i Grinda- vík og tók sums staðar skip og hjalla. Jökulhlaupið gekk jafnhátt Höfðabrekkufjalli og tók af graslendi öll alt upp undir hamra og flutti burt með sér 5 stór björg úr fjalls- öxlinni fyrir ofan bæinn. Hlaupið tók af bæinn Hjörleifshöfða, flutti burt drang, sem þar var nærri, tvi- tugan á hæð og annað eins um- máls, og sópaði burtu grasi vöxnum hálsi milli Seldals og Léreftshöfuðs, sem tók yfir 5 kýrfóðursvelli. Þá fylti hlaupið Skiphelli og stíflaði Kerlingardalsá og gerði margt annað jarðrask og óskunda. . . . Hinn 13. maí nær miðjum morgni varð öskufalhð ákafast; þá sló svo miklu myrkri yfir Rmgár- valla og Arnessýslu, að kveikja varð ljós og gengu sifeldir stórbrestir, stóð myrkur þetta til hádegis, varð aska og sandur i Biskupstungum á sléttlendi sauðum yfir lágklaufir, en fyrir austan Hvítá hestum upp fyrir hófskegg. . . . 1755. Landskjálftar miklir á Norðurlandi hinn 11. september. Hinn 17. október gaus Katla. Gosið byrjaði með áköfum landskjálftum, bæir í Mýrdal nötruðu þann dag og næstu nótt og þorði enginn i húsum að vera. Steinar hrundu úr veggjum og hús gengu til. A Mýr- dalssandi fundu menn eigi til land- skjáiftanna. Um kvöldið og nóttina hljóp Kötlujökull ákaflega og kvísl- uðust hlaupin í ýmsar áttir; aðal- hlaupið fór niður milli Höfðabrekku og Hafurseyjar, beint á Hjörleifshöfða, klaufst um hann og svo á sjó út, stóðu jakarmr á 40 faðma dýpi og þar myndaðist nes út i sjóinn af jökum, grjóti, sandi og aur. Á ein- nm jakanum var klettur eins hár og »stærsta kirkja í Mýrdfl, þó bún hún stæði upp á endann«. . . . — Eftir hlaupin byrjuðu ösku- gosin með snjóhvitum gufugosum og biksvörtum reykjarmekki, braki og brestum, eidingum og öllum þeim ólátum, sem vandi er til; héldust gosin með stórrykkjum út mánuðinn, eftir það dró úr afli gosanna, þó héídust þau við og við alt fram undir ágústmánaðarlok 1756. Eftir 25. ágúst varð hvorki vart við eld né ösku. Takmörk öskufallsins voru Leirá í Borgarfirði að vestan, en Djúpi- vogur að austan.......... 1823. Hinn 26. júní tók Katla að gjósa. Gosið byrjaði kl. 6 e. h. með jarðskjálftakippum og dynkjum, en kl. 9 um kvöldið ruddist gos- mökkurinn upp i háa loft og sam- tímis hljóp jökullinn. . . . Gosið stóð í 28 daga og gerði minna mein en mörg hin eldri gos. 1860. Hinn 8. maí fundust í næstu sveitum jarðskjálftakippir allan daginn, kl. 2 hljóp jökuliinn; hlaup- ið skiftist um Hafursey, rann nokk- uð af því niður farveg Múlakvíslar, en nokkuð fór austur i Skálm, mið- hluti Mýrdalssands var auður, siðar fóru þó önnur smáhlaup yfir sandinn miðjan. Mökkurinn sást fyrst kl. 5 e. h. Hlaupið kom fram í einum ál undan jöklinum vestur við Höfða- brekkuafrétt og fylgdi þvi mikil jaka- ferð; í hlaupi þessu jókst sandurinn milli Kerlingardalsár og Hjörleifshöfða sumstaðar 400 faðma út á við. Gos- ið hætti hinn 26. maí, og hafði verið fremur lítið........ Vélbáturinn Vísir, tæpar 28. smá!., eign Oskars Hallórssonar garðyrkjumanns, sökk nýlega 3—4 milur undan Lóndröng- um. Annar vélbátur, Minerva, sem hafði orðið Vísi samferða að norðan, fékk við ilian leik bjargað skipverj- um. Einkeimilegt slys vildi til í Ólafsvík 17. þ. m. Þar voru ,fimm menn að setja uppskip- unarbát, en veður var hvast og byij- ótt, og snöggtega gerði hvirfilbyl svo snarpan, að báturinn tókst hátt á loft, hvolfdist í loftinu og féll svo til jarðar, en þrír mennirnir urðu undir honum. Tveir mennirnir urðu fyrir svo miklum áverkum, að þeir dóu báðir. Sá þriðji slapp óskemd- ur, hafði lent alveg inn undir bátinn. Finnland sjálfstætt konungsrlKi, Þau urðu úrslitin á stjórnarskrár- deilunum í Finnlandi, að lýðveldis- sinnar báru lægra hlut, rétt eins og í Noregi, fyrir 13 árum. Merkur háskólakennari finskur, sem nú dvelur í Kaupmannahöfn hefir látið svo um mælt, að enginn stjórnmálamaður núlifandi sé sá meðal Finna, er svo beri ægishjálm yfir aðra, að þorandi hafi verið að fela honum forsetatign í finsku lýð- veldi. Þetta hafi verið einhver helzta ástæðan til þess, að konungs- fyrirkomulagið var tekið framyfir. Finnar hafa kjörið til konungs yfir sig, Friedrich ptinz frá Hessen, mág Vilhjálms keisara, en prinzinn beðið um umhugsunartíma — áður en hann fari til Finnlands. Gerið svo ve! að koma inn í söðlasmlðabúðina á Laugavegi 18 B og skoða ódýrustu reiðbeizlin, sern nú eru fáanleg. Söðlasm.búðin Laugavegi 18 B, Sjmi 646. ÆanRasaðiíí fundinn á veginum milli Hafnar- fjarðar og Vogastapa. Eigandi segi stærð seðilsins og hvenær hann týndi honum. Grindavik 24. okt. 1918. Einar G. Einarsson. Tapast hefir jörp hryssa, mark: sneitt fr. hægra, granngert, dökk í tagl og fax, með litlu laufi hvítu á nösinni. Finnandi geri viðvart hjá Eyjólfi Magnússyni, Krókskoti Miðnesi eða Jóni Hjartarsyni, Hafnarstræti 4, Reykjavík. Slósvik og Danmörk Lundúnaskeyti frá 20. okt. hermir svo frá: »Berliner Tageblatt* hefir það eftir þýzkum þingmönnum, að danska stjórnin hafi beint þeim tilmælum til þýzku stjórnarinnar að 3. gr. friðar- samninganna í Prag verði nú látin koma til framkvæmda, ogi íbúunum í norðurhluta Slésvíkur og Holtseta- laudi gefinn kostur á því, að skera úr því með þjóðaratkvæðagreiðsiu, hvort þeir vilji heldur lúta Dönum eða Þjóðverjum. Erl. simfregnir Frá fréttaritara ísafoldar. Khöfn 24. okt. Inflúenzan hér er hin skæðasta pest sem komið hefir síðan 1863. Öllum skemtistöðum, skólum og háskóla hefir verið lokað og allar samkomur bannaðar. Rakarastofan Pósthússtfæti 11 hefir fengið miklar birgðir af ýmsum vörum, svo sem: Handsápur margar tegundir. Raksápur Colgates i blikkhulstrum. Mörg hundruð pund af Raksápu* í stórum stykkjum Margar tegundir Hármeðala: B a y r h u m, C h i n o 1, Philodermin, V i 1 i x i r. Feikna mikið af Hárgreiðum Og Rakhnífarnir alþektu. Bkeggvax Hárvax Brillantine feiknamikið. Sömuleiðis hefi eg nú fengið Andlits-Massage-Vibrator. Fyrsta flokks rakarastofa! Fyrsta flokks vinna' Eyjólfui lónsson, írá Herru. cV dlnóersen & Sonm Reykjavík. Landsins e 1 z t a klæðaverzlnn og saumastofa. Stofnsett 1887. Aðaistræti 16. Sími 32. Stærsta úrval af alls- . konar fataefnum . . og öllu til fata. . Trævarer. Forbindelse söges med Köbere af Planker, Brædder, Tömmer, Lister, Snedkerier etc. Aktiebolaget Backlund & Rönqvist, Göteborg, Sverige. T apast hefir jarpur hestur, mark: Blaðstýft framan hægra. Hver sem yrði var hestsins er beðinn að gera viðvart á Hverfisgöta 66 A eða Brekkum i Holtum.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.